Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍViðskipta-blaðinu ersagt frá því
að verulega hefur
dregið úr heim-
sóknum Íslend-
inga í miðborg Reykjavíkur á
liðnum árum. Neyslukönnun
Gallup mælir heimsóknir til
helstu verslunarsvæða
höfuðborgarsvæðisins og
könnunin sýnir að öll þessi
svæði annaðhvort bæta við sig
eða standa í stað frá árinu
2009 til 2018, nema Laugaveg-
urinn. Heimsóknum þangað
fækkar stöðugt og er fækk-
unin sérstaklega áberandi frá
2015 til 2018 eftir að lokanir
hafa aukist í miðborginni og
markvisst hefur verið unnið að
því að fækka bílastæðum.
Og fækkun heimsókna í mið-
borgina er ekki lítil. Rúmlega
50% sögðust árið 2009 fara sex
sinnum eða oftar á svæðið á ári
en í ár er þetta hlutfall rúm-
lega 40%. Þetta er gríðarleg
fækkun og augljóslega mikið
högg fyrir verslun á svæðinu.
Þessu til viðbótar sýna tölur
frá Global Blue, fyrirtæki sem
endurgreiðir ferðamönnum
vegna skattfrjálsrar versl-
unar, að verslun ferðamanna
hefur dregist saman á síðustu
tveimur árum. Ferðamenn
vega því alls ekki upp sam-
dráttinn hjá Íslendingum.
Framkvæmdastjóri Global
Blue, Helgi Hrannar Jónsson,
segir að síðustu tvö ár hafi
samdráttur hjá ferðamönnum
verið um 10% hvort ár, eða
samtals um 20%.
Viðmælandi Viðskiptablaðs-
ins bendir á að þar komi til
„allar þessar lok-
anir fyrir bílaum-
ferð og þær miklu
breytingar sem
hafa verið á svæð-
inu af hálfu borg-
aryfirvalda, oft með handa-
hófskenndum lokunum og
opnunum svæða.“
Einhverjir drægju þá álykt-
un af þessum tölum að sú
stefna sem rekin hefur verið af
borgaryfirvöldum, að þrengja
að þeim sem ferðast um á eigin
bílum í miðborginni með því að
fækka stæðum og loka götum,
hefði haft neikvæð áhrif á þró-
un verslunar á þessu svæði.
Núverandi borgaryfirvöld
eru hins vegar ekki líkleg til að
draga slíkar ályktanir. Þau
eru líklegri til að fylgja eigin
kreddum og ana áfram án til-
lits til þeirra viðbragða sem
þau fá frá borgarbúum.
Sú hefur til dæmis verið
raunin í samgöngumálum eftir
að í ljós hefur komið að sú
stefna að stórauka fjárframlög
til strætisvagna samhliða því
að þrengja að bílaumferð hef-
ur ekki skilað neinu í fjölgun
strætisvagnafarþega og er
víðs fjarri því að ná þeim
markmiðum sem sett voru. Sú
ályktun sem borgaryfirvöld
hafa dregið af þeirri mis-
heppnuðu stefnu er að ganga
skuli miklu lengra, setja upp
svokallaða borgarlínu og
hamla bílaumferð enn frekar.
Það er því í góðu samræmi
við þetta að nú sé fyrirhugað
að loka enn meira á bílaumferð
í miðborginni fyrst lokanirnar
hingað til hafa dregið stór-
kostlega úr verslun á svæðinu.
Tölur sýna að færri
leggja leið sína í
miðborgina }
Miðborgin líður fyrir
stefnu yfirvalda
Fyrsta útspilstóru verka-
lýðsfélaganna fyr-
ir komandi kjara-
viðræður gefur
ekki endilega
vonir um að þær
verði auðveldar eða að fram
undan sé mikill stöðugleiki í
efnahagslífinu. Á liðnum ár-
um hafa laun hækkað um
tugi prósenta og kaupmáttur
tekið gríðarlegt stökk. Þetta
er afar jákvætt fyrir almenn-
ing í landinu en augljóst er
að fyrirtækin standa ekki
undir því að áfram verði
haldið á sama hraða á næstu
árum.
Hækkun launa um 40% á
þremur árum er ekki raunsæ
krafa og hið sama má segja
um að stytta vinnuviku sam-
hliða þessu í 32
stundir, sem er í
raun stytting úr
fimm daga vinnu-
viku í fjögurra
daga vinnuviku.
Það getur verið
ákveðin samningatækni að
setja fram slíkar kröfur og
þess vegna er skynsamlegt
af Samtökum atvinnulífsins
að taka þeim með þeim hætti
sem gert hefur verið. Öllum
er hins vegar ljóst, líka þeim
sem skipa forystusveit
verkalýðshreyfingarinnar, að
slíkar kröfur geta ekki orðið
raunverulegur grundvöllur
kjarasamninga.
Engum væri greiði gerður
með því að kafsigla atvinnu-
lífið og setja efnahag þjóðar-
innar á hliðina.
Líta verður á nýjustu
hugmyndir verka-
lýðsfélaganna sem
samningatækni}
Siglum ekki atvinnulífið í kaf
Í
óundirbúnum fyrirspurnatíma á Al-
þingi í gær fylgdist ég róleg með
umræðunni úr sæti mínu. Það var
ekki ætlun mín að spretta á fætur
og finna mig knúna til að beina
óundirbúinni fyrirspurn til heilbrigðis-
ráðherra. En ég gerði það engu að síður og
ástæðuna má rekja til eftirfarandi orða ráð-
herrans.
„Virðulegi forseti. Varðandi geðheilbrigð-
ismálin almennt kom ég heim í gærkvöldi af
tveggja daga ráðstefnu sem haldin var í
London að frumkvæði bresku ríkisstjórn-
arinnar en með aðkomu OECD og Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar undir yfir-
skriftinni Jöfnuður í geðheilbrigðismálum á
21. öld. Þangað komu fulltrúar 60 ríkja og óhætt að
segja að Ísland stendur vel í samanburði við ríki sem
eru að vinna sig út úr þeirri stöðu að fólk með geð-
sjúkdóma sé tjóðrað eða lokað inni í búrum“
Ég er í raun enn jafn undrandi á þessum ummælum
ráðherra þ.e. að óhætt sé að segja að Ísland standi vel
í samanburði við ríki sem eru að vinna sig út þeirri
stöðu að fólk með geðsjúkdóma sé tjóðrað eða lokað
inni í búrum.
Ef þetta er samanburðurinn sem skal miða við til að
réttlæta það ófremdarástand sem hér ríkir í geðheil-
brigðismálum þá er sannarlega illa fyrir okkur komið.
Ég efa það ekki að við getum gert svo miklu meira
fyrir alla þá sem þurfa á hjálpinni að halda.
Það ætti að vera algjört forgangsatriði að
setja fólkið í fyrsta sæti.
Við alþingismenn getum komið í veg fyrir
mikið af þeirri örbirgð, sorg og depurð sem
samlandar okkar margir búa við. Við erum
löggjafinn og það er ekki lengra síðan en í
fyrradag að okkur tókst á einum degi, með
samstilltu átaki, að koma frumvarpi í gegn-
um allrar þrjár umræðurnar sem til þurfa
að koma svo það verði að lögum.
Ég á bágt með að trúa, að það séu marg-
ir þingmenn sem t.d. ekki vilja samþykkja
og standa með frumvarpi Flokks fólksins
sem boðar 300 þúsund króna lágmarks-
framfærslu skatta- og skerðingarlaust.
Ákallið sem við heyrum utan úr samfélaginu er til
okkar allra kjörinna fulltrúa og er tvímælalaust beiðni
um hjálp.
„Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður“
var m.a. eitt af því sem heilbrigðisráðherra sendi mér
úr ræðupúlti Alþingis í gærmorgun. Það er sannarlega
satt og rétt og þess vegna enn frekar sem við ættum
að aðstoða þá sem hafa týnt flugfjöðrunum við að
finna þær á ný. Stígum út fyrir boxið og hjálpumst að
við að gera samfélagið okkar réttlátara, sanngjarnara
og betra.
Inga Sæland
Pistill
Óundirbúin fyrirspurn
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
í 915 milljónir á föstu verðlagi mið-
að við árið 2016. Atvinnutekjur frá
fiskeldi á Vestfjörðum voru 0,3% af
heildaratvinnutekjum þar árið 2008
en voru komnar upp í 4,2% árið
2016. Að sögn Ástu hefur þetta
hlutfall vafalítið vaxið síðan þá.
14 milljarðar í fyrra
Útflutningsverðmæti eldisafurða
í fyrra nam um 14 milljörðum
króna og var það rúmlega 7% af
útflutningsverðmæti sjávarafurða í
heild árið 2017. Áhrifa sjó-
mannaverkfalls gætti þó í útflutn-
ingi á sjávarafurðum og því varð
hlutdeild eldisafurða meiri fyrir
vikið. Horfur eru á að útflutnings-
verðmæti eldisafurða verði um 6%
af verðmæti sjávarafurða, en árið
2008 náði það rétt rúmu 1%.
Magn útfluttra eldisafurða hefur
vaxið jafnt og þétt á síðustu árum.
Hlutfallsleg aukning er ekki
ósvipuð og verið hefur í fjölda er-
lendra ferðamanna hér á landi á
sama tímabili. Ásta Björk segir að
eldið sé þó enn tiltölulega lítið í
stóra samhenginu og eigi talsvert í
land með að heyra undir stærstu
útflutningsgreinarnar. Ásta segir
að ólíkt sjávarútvegi þar sem vöxt-
ur takmarkist af sjálfbærri nýtingu
fiskistofna, sé fiskeldi ein þeirra út-
flutningsatvinnugreina sem hefur
burði til þess að vaxa að magni til.
Aukið vægi fiskeldis
á flestum sviðum
Verðmæti fiskeldisafurða og fjöldi starfa
*Fyrstu 8 mán. 2018. **Fyrri helming 2018.
Í milljörðum króna á verðlagi hvers árs
Útflutningsverðmæti eldisafurða 2008-2018*
12
10
8
6
4
2
0
milljarðar kr.
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018*
9
14
10
7
5
55
3
33
2
Fjöldi starfandi fólks í fiskeldi 2008-2018**
500
400
300
200
100
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018**
128 130 133
145
154 162
170
187
200
215 227
166 172 187
210
245 266
307
342
404
439 457
38 43 54 65
92 104
138 155
205 224
230
Eldi í sjó Eldi í ferskvatni
Heimild: Hagstofa Íslands.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Umsvif í fiskeldi hérlendis hafa
aukist jafnt og þétt síðasta áratug-
inn. Fyrstu átta mánuði ársins voru
eldisafurðir fluttar út fyrir tæpa
níu milljarða króna og hefur út-
flutningur eldisafurða aldrei verið
meiri en um þessar mundir. Fjár-
festingar í greininni hafa ekki verið
meiri en tvö síðustu ár þegar fjár-
fest var fyrir hátt í átta milljarða
króna. Mannafli sem starfar í
greininni þrefaldaðist frá 2008 til
2018 þar sem Vestfirðir skera sig
úr.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í samantekt sem Ásta Björk
Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá
Samtökum fyrirtækja í sjávar-
útvegi, hefur unnið og byggist á
gögnum frá Hagstofunni og
Byggðastofnun. Frá árinu 2008
námu fjárfestingar í fiskeldi alls
tæpum 15 milljörðum króna. Þær
hafa verið mestar síðustu tvö ár,
eða 3,6 og fjórir milljarðar, en fóru
í fyrsta skipti yfir milljarð á einu
ári árið 2014.
Fleira fólk og auknar
atvinnutekjur
Árið 2008 voru starfsmenn í
greininni alls um 166 en hefur
fjölgað verulega síðan og voru að
jafnaði á fyrri hluta þessa árs 457.
Fjöldi starfsmanna skiptist nokk-
urn veginn jafnt á milli eldis í sjó
og ferskvatni, en hafa ber í huga
að seiði fyrir laxeldi eru alin á
landi áður en þau fara í sjókvíar.
Fyrr á árinu tók Byggðastofnun
saman tölur um atvinnutekjur eftir
landssvæðum og gaf út nokkuð
ítarlega skýrslu þess efnis. Þar má
sjá að atvinnutekjur frá fiskeldi ríf-
lega þrefölduðust á tímabilinu 2008
til 2016, fóru úr um 800 milljónum
króna í tæplega 2,7 milljarða. Af
einstaka atvinnugreinum var þessi
aukning hlutfallslega hvergi meiri.
Þó eru atvinnutekjur frá fiskeldi
enn fremur litlar í samanburði við
aðrar atvinnugreinar.
Um 80% atvinnutekna frá fisk-
eldi voru á landsbyggðinni árið
2016, þar af má rekja um 34% at-
vinnutekna frá fiskeldi til Vest-
fjarða. Þar ríflega fjórtánfölduðust
atvinnutekjur frá fiskeldi á árunum
2008 til 2016, fóru úr 64 milljónum