Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 19

Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Spegilfögur Harpa Blóðrautt sólarlag yfir háreistum byggingum speglast og myndar dulúðugt listaverk í glerhjúpi tónlistarhússins Hörpu á fallegu síðdegi í höfuðborginni okkar Íslendinga. Eggert Það hefur verið eðli siðaðra manna að umgangast samborg- ara sína, nágranna og þegna ann- arra þjóða af háttvísi og kurteisi. Þannig hefur enginn maður eða kona rétt eða heimild til að veita öðrum sár og niðurlægingu. Maðurinn er ekki fullkominn og í ófullkomleika sínum gerist það sem ekki skyldi verða. Í af sökun manns á gerðum sínum og innilegri þrá eftir því að bæta fyr- ir það sem gert hefir verið á hlut náungans felst von um réttlæt- ingu. Í beiðni um fyrirgefningu felst iðrun og eftirsjá yfir því sem hefur gerst og innileg þrá eftir því að bæta fyrir það sem gert hefir verið á hlut náungans. Mannasiðir á Alþingi Það er til siðs að tala um hið háa Alþingi. Það eru mikil forréttindi að fá að þjóna þingræðinu. Það vill til að á „hið háa Alþingi“ setjast persón- ur sem kunna ekki að höndla þá ábyrgð sem felst í því að þjóna þingræði. Sennilega er svæsnasta dæmið í framkomu þingmanns í eft- irfarandi ræðubút frá 1949: „Þegi þú, þú hefur ekki orðið. Ég er alþingismaður Íslendinga, kosinn af 7.000 Reykvíkingum og tala hér í um- boði þeirra, en þú ert uppbótarþingmanns- ræfill, sem sveikst þig inn á þing. Hver beitir hér ofbeldi? Ég er að ljúka minni greinargerð, en fæ það ekki fyrir ráðherrum, sem eru orðnir vitlausir menn, sem hafa tekið við mútum frá Bandaríkjunum og krafizt þess að ég yrði sett- ur hér út.“ Það hefur ekki komið fram í þingskjölum að beðist hafi verið fyrirgefningar á orðbragði eða brigslyrðum um mútur. Aðstæður hafa ef til vill eitthvað breyst í rás tímans. Eitt sinn flutti alþingismaður mikla lýðskrumsræðu, fullkomið lýðskrum, þar sem hann lofaði öllum þeim er hann taldi standa höllum fæti gulli og grænum skógum. Annar þing- maður sagði við þann er flutti lýð- skrumið, að lýðskrumi loknu: „Þessi ræða toppar allt annað lýð- skrum.“ Sá fékk eftirfarandi svar: „Vilt þú ekki fara í pontu og gera þig að fífli aftur.“ Sá þingmaður hafði ekki tekið þátt í umræðunni og veit ekki enn til hvers hinn miður háttvísi þingmaður var að vísa. Það hefur fylgt hinum nýju frelsandi flokkum, sem hafa náð kjöri á liðnum árum, að bera á fólk, sem ekki situr á þingi, sakir án þess að það fólk geti borið af sér sakir. Það þykir þessu nýja fólki eðlileg umgengni. Ekki eru liðin nema tvö ár frá því kunn þing- kona drullaði yfir þann er þetta ritar með brigslyrðum um að hann færi með dylgjur í máli sem kennt er við Hauck und Aufhauser. Reyndar hafði kona ein, ráðherra úr sama flokki, einnig drullað yfir þann er þetta ritar í anddyri Útvarpshússins nokkrum árum fyrr vegna sama máls. Ekki hefur þessum kunnu merku konum hugnast að biðja þann er fyrir „drullunni“ varð fyrirgefningar. Sennilega hafa þær verið haldnar afsakanlegri vanþekkingu þegar illa lá á þeim. Þá skortir mjög á þakklæti í stjórnmálum. Þannig vann sá er þetta ritar ágætan sigur í prófkjöri í sínum Flokki, með því að fara eftir þeim reglum sem Flokkurinn hafði sett. Síðan var honum rennt niður listann um eitt sæti, eins og hverjum öðrum mannlegum óþverra, án þess að nokkur segði við hann aukatekið takk, fyrir að halda frið. Þingsályktun vegna níðingsverks Á því Alþingi sem nú situr hefur verið lögð fram svohljóðandi þingsályktunartillaga: „Alþingi ályktar að rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hinn 28. september 2010, sbr. þingsályktun nr. 30/138. Viðkomandi ráðherrar verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa.“ Vissulega er það rétt að það var rangt að leggja fram þá þingsályktunartillögu, sem til er vitnað. Það var enn meira níðingsverk að sam- þykkja málshöfðun gegn Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra. Réttarhöld, sem eiga sér uppruna í stjórnmálum, eru sennilega mesti viðbjóður sem í stjórnmálum felst. Það er einnig viðbjóður ef búast má við að dómarar kveði upp dóma á forsendum stjórnmála en ekki settra laga. Þeir alþingismenn sem eru flutningsmenn þeirrar tillögu er nú er fram borin greiddu ekki með málahöfðun á sínum tíma, ellegar voru alls ekki á Alþingi. Það er með öllu óskiljanlegt í hverju „afsök- unarbeiðni“ er fólgin. Það er ekki hægt að af saka níðingsverk. Sennilega eiga flutnings- menn við „fyrirgefningarbeiðni“. Fyrirgefning er tvíhliða verknaður. Sá er hefur misgjört biður þann sem hann misgerir við fyrirgefningar. Það getur enginn beðist fyr- irgefningar fyrir annars hönd. Því er þessi þingsályktunartillaga algerlega marklaus. Þeir sem enn sitja á Alþingi og greiddu at- kvæði með málshöfðun á hendur Geir H. Haarde geta viðurkennt illvirki sitt og beðið um fyrirgefningu. Þeir sem ekki sitja lengur á Alþingi geta einnig viðurkennt illvirki sitt og beðið um fyrirgefningu. Í því máli sem um er rætt á afsökun ekki við, nema fólk vilji bera fyrir sig af sakanlega van- þekkingu. Það er hægt í dómsmálum og dugar vel til sýknu. Ef Íslendingar og Bretar vilja gera upp sín mál verður það ekki gert með afsökun eða fyr- irgefningu. Ekki hafa bankastjórar Lands- bankans eða eigendur hans beðið Breta fyr- irgefningar á að ræna sparifé þeirra með Icesave. Fyrirgefning Fyrirgefning er sáttagjörð sársauka og von- ar. Til þess að öðlast fyrirgefningu þarf sá er hefur misgjört að biðjast fyrirgefningar. Sá er misgjört er við getur einn veitt fyrirgefningu. Að honum látnum eru ýmsar leiðir til. Er þar fyrst til faðirvorsins að taka: „Fyrirgef oss vor- ar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.“ Þá segir á einum stað í Davíðs- sálmi: „Þegar misgjörðir vorar verða oss um megn fyrirgefur þú oss.“ Saklaus Það er sammerkt með þeim er misgjörðu við þessa þjóð í hildarleik fyrir tíu árum að þeim hefur ekki til hugar komið að biðjast fyrirgefn- ingar. Allir sem hafa komið fyrir dómstóla vegna óhæfuverka og óhæfuverka sinna hafa lýst sig saklausa, rétt eins og allir þeir sem komu fyrir dóm vegna verka sinna fyrir „Þriðja ríkið“ í seinni heimsstyrjöldinni. Allir lýstu þeir sig saklausa. Það skulum við hafa í huga að öll illvirki og syndir verða ekki fyrirgefin, jafnvel þótt ill- virkinn iðrist. Nægir þar að nefna morð, sem er svipting þess er hverjum manni er helgast, og nauðgun, sem er svívirðileg árás á sjálfsvirð- ingu þess er fyrir henni verður. Kirkjan hefur sjálf ekki vogað sér að fyrirgefa dauðasynd- irnar. Það hefur aðeins einu sinni verið sagt: „Fað- ir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Þetta verður aldrei sagt aftur. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það getur enginn beðist fyrirgefningar fyrir annars hönd. Því er þessi þingsálykt- unartillaga algerlega mark- laus. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Af sökun eða fyrirgefning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.