Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 ✝ Sigrún Snæv-arr fæddist í Reykjavík 14. sept- ember 1951. Hún lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 30. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Árni Þor- valdur Snævarr verkfræðingur, f. 27.4. 1917, d. 15.8. 1979, og Laufey Bjarna- dóttir Snævarr húsmóðir, f. 15.10. 1917, d. 29.3. 1992. Þau áttu fjórar dætur og var Sigrún þeirra yngst. Hinar eru: Lillý Svava, f. 21.2. 1940, d. 18.11. 1995, Stefanía Ingibjörg, f. 2.7. 1945, d. 20.4. 2006, og Sesselja, f. 14.11. 1947. Sigrún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands í maí 1971 og starfaði sem leikskólakenn- Þorgeirsdóttir, f. 1.10. 1993. Dóttir þeirra er Embla Mist, f. 4.4. 2017; Sigrún Hrönn, f. 2.1. 2000, og Matthildur Þóra, f. 10.10. 2002. 2) Kristín Þóra grunnskólakennari, f. 25.5. 1980. Eiginmaður Örn Ævar Hjartarson grunnskólakennari, f. 18.2. 1978. Börn þeirra eru: Þórhildur Erna, f. 15.9. 2004, og Ásta María, f. 10.6. 2008. 3) Árni Baldur verkfræðingur, f. 19.3. 1982. Eiginkona Hildur Freys- dóttir verkfræðingur, f. 17.8. 1984. Börn þeirra eru: Jakob Freyr, f. 30.9. 2007; Unnur Bjarney, f. 28.6. 2010, og Baldur Orri, f. 24.9. 2015. Sigrún og Jakob ólust bæði upp í hjarta Reykjavíkur, hvort sínum megin við Tjörnina, en ákváðu að ala börn sín upp í Ár- bænum. Þar bjuggu þau allt til ársins 2006 þegar þau fluttu nær æskuslóðunum á Klappar- stíg en fluttu síðar að Mánatúni 17. Útför Sigrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 12. október 2018, klukkan 15. ari og forstöðu- maður hjá Reykja- víkurborg í tuttugu ár. Hún útskrifaðist sem grunnskóla- kennari frá Kennaraháskóla Ís- lands í júní 1992. Hún starfaði sem umsjónarkennari yngri barna í Ár- túnsskóla og síðar í Árbæjarskóla þar til hún lét af störfum vegna veikinda árið 2013. Hinn 27. desember 1980 gift- ist Sigrún eftirlifandi eigin- manni sínum og lífsförunaut, Jakobi Möller grunnskólakenn- ara, f. 25.5. 1953. Börn þeirra eru: 1) Sunna Dóra sóknar- prestur, f. 28.5. 1975. Eigin- maður Bolli Pétur Bollason sóknarprestur, f. 9.8. 1972. Börn þeirra eru: Jakob Þór, f. 20.12. 1994, sambýliskona Tanja Hlín Elsku hjartans móðir mín, Sig- rún Snævarr, er látin. Tilhugsunin um skarðið sem myndast í lífi okkar sem eftir sitj- um er nánast óbærileg. Allt sem hún gerði var af ást og umhyggju fyrir þeim sem stóðu henni næst- ir, óháð hugsun um eigin hag. Jákvæðni, seigla og einstakur baráttuvilji hennar var öðrum innblástur og keypti henni mun meiri tíma en annars hefði fengist og við yljum okkur við ómetanleg- ar minningar. Þó að sorgin sé yf- irþyrmandi er þakklæti mér efst í huga. Ég er þakklát fyrir þá fyr- irmynd sem hún var og þau gildi sem ég fékk í vöggugjöf. Hún gerði okkur að betri manneskjum og fegraði allt í kringum sig. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja hana og fá að fylgja henni síðasta spöl- inn. Ég vona að hún hafi fundið hvíld og frið í faðmi horfinna ást- vina og vaki yfir okkur sem sjáum engan veginn fram á að geta fyllt það tómarúm sem hún skilur eft- ir. Við heiðrum hana með því að halda áfram að skapa minningar, góðar samverustundir og halda á lofti þeim hefðum sem henni þótti svo vænt um. Elsku mamma, kærar þakkir fyrir allt og við lofum að passa vel upp á hvert annað. Þín ástkær dóttir, Kristín Þóra. Elsku amma. Takk fyrir allt. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: GÓÐA NÓTT. (Valdimar V. Snævarr) Þínar ömmustelpur, Þórhildur Erna og Ásta María Á sængina settist engill, það mátti heyra þyt. Um leið og ég gekk að rúmi ömmu til að setja kross eins og mamma kenndi mér fannst mér eins og hvísl fullorðna fólksins lyfti vængjum sendiboðans. (Bolli Pétur Bollason) Elsku amma! Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með tilvist þinni. Takk fyrir gleði þína sem gladdi okkur. Takk fyrir orðin þín sem hvöttu. Takk fyrir huga þinn sem lýsti okkur. Takk fyrir tárin þín sem kenndu okkur. Takk fyrir bæn- irnar þínar sem leiddu okkur. Takk fyrir allar fallegu samveru- stundirnar. Við hugsum þig sem engil og nú máttu fljúga. Góða ferð. Jakob Þór, Sigrún Hrönn og Matthildur Þóra. Það haustar, blóm fölna, tré fella laufin og dagurinn er tekinn að styttast. Það fylgir því oft viss tregi að sjá eftir glaðværð sumarsins og yndislegri birtunni. Það hvílir þó mun meiri drungi yfir þessu hausti en áður þar sem ég kveð nú hinstu kveðju, elsku Sigrúnu systur mína. Í kringum hana ríkti birta, glaðværð og ein- stök hlýja rétt eins og á góðu sumri. Við systur nutum þess að alast upp á kærleiksríku heimili á Galtafelli við Laufásveg. Það var sannkallað fjölskylduhús í sam- býli við afa og ömmu. Við vorum yngstar fjögurra systra. Við vor- um báðar mjög nánar afa og ömmu og þessi yndislega sambúð og að alast upp í fjölskylduhúsi mótaði líf okkar beggja. Á jólum 1956 fannst föður okk- ar við hæfi að henda fram þessari vísu. Hún er líklega nokkuð lýs- andi. Til að sýna lítinn lit og ljúfar þakkir gjalda fyrir allt það stríð og strit er stelpurnar okkar valda. Úr barnæskunni til dagsins í dag skauta ég hratt yfir ýmislegt sem vert væri að tíunda mikið nánar en það væri of langt mál í þessari stuttu grein. Ég gæti skrifað heilan kafla um frábæran starfsferil Sigrúnar sem leik- skóla- og grunnskólakennari. Í kennslu yngri barna mótaði hún sínar eigin leiðir þar sem skyn- semi og fagmennska réðu ferð- inni. Eða fagurkerann Sigrúnu og hennar þátt í skapa einstaklega fallegt heimili þeirra Jakobs. Einnig unglingsárin okkar, bítl- ana, partíin, útvíðu sixties-bux- urnar, eyelinerinn, síða hárið og guð veit hvað. Svo ég tali nú ekki um allar skemmtilegu golfferð- irnar okkar og ótal unaðsstundir í Skorradal. Svona mætti lengi telja. Við áttum því dýrmæta láni að fagna að vera fram á síðasta dag bestu vinkonur og einlægir trún- aðarvinir. Við gátum endalaust hlegið saman, gert grín, rætt um hluti sem ekki var hægt að ræða við neinn annan. Frá því við Kristján fluttum heim frá Bandaríkjunum bjugg- um við alltaf í nábýli hvor við aðra. Ég man hvað ég fann fyrir einlægri gleði hennar yfir að fá okkur heim. Sú gleði var gagn- kvæm. Fjölskyldurnar og ekki síst börnin okkar nutu þess svo sannarlega. Góð vinátta þeirra alla tíð ber vott um það. Við skipt- umst á að hafa fjölskyldurnar saman í laufabrauðsgerð á að- ventunni, jólaboðum með tilheyr- andi spurningaleikjum og uppá- komum. Ekki má gleyma þeirri einstöku hefð okkar að efna ár- lega til sameiginlegs fjölskyldu- móts um verslunarmannahelgi í Skorradalnum. Þar skemmtu kynslóðirnar sér saman í leikjum, söng og gleði. Þessar dásamlegu minningar verða aldrei frá okkur teknar. Fyrir tæpum sex árum greind- ist Sigrún með illvígan sjúkdóm sem að lokum náði að sigra hana. Hún tókst á við þennan vágest af æðruleysi og bjartsýni frá fyrsta degi. Hver dagur var einstakur og hún var staðráðin í að njóta hans. Það gerði hún líka á meðan kraftar hennar entust. Í djúpum söknuði erum við Kristján og fjölskylda okkar óend- anlega þakklát fyrir að hafa fengið að ganga með Sigrúnu hennar fal- legu lífsleið. En hugur okkar og samúð er fyrst og fremst hjá Jak- obi og fjölskyldunni. Megi guð gefa þeim styrk í sorg þeirra og sökn- uði. Blessuð sé minning elsku Sig- rúnar minnar. Sesselja Snævarr. Það er svo margt sem kemur upp í hugann nú þegar hún Sigrún, elsku besta frænka mín, er farin eftir hetjulega baráttu. Nú er söknuðurinn yfirþyrmandi en sem betur fer blandast inn í hann enda- laust af skemmtilegum minning- um. Við gerðum svo margt saman og það var alltaf mikið hlegið þrátt fyrir að við stæðum báðar frammi fyrir áskorunum í lífinu, hún sýnu stærri en ég. Mér verður hugsað til Japansferðarinnar um árið en við gátum endalaust rifjað hana upp, Brighton-ferðarinnar, allra búða- ferðanna að kaupa eitthvað til að skreyta heimilin og allra hádegis- verðanna. Svo ég tali nú ekki um prjónaskapinn og tilraunir þínar til að kenna mér að hekla. Það verður skrýtið að hringja ekki í þig yfir sósugerðinni á aðfangadag en ég held ég hafi gert það á hverju ári síðan mamma dó. Þegar ég hugsa til baka heyri ég tístandi hlátur þinn og ég fyllist þakklæti fyrir þennan tíma sem við fengum saman. Takk fyrir allt elsku frænka og hvíl í friði. Elsku Jakob og þið öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Svava G. Sverrisdóttir. Það var sorgardagur þegar við heyrðum að hún Sigrún móður- systir okkar hefði kvatt okkur. Við vorum svo heppin að fá að alast upp í mikilli nálægð við Sig- rúnu og fjölskyldu hennar og eig- um skemmtilegar minningar frá óteljandi samverustundum sem við höfum átt saman. Fjölskyldurnar tvær áttu alltaf heima í næsta ná- grenni hvor við aðra og samgang- urinn var mikill, ekki síst milli okk- ar og barna Sigrúnar sem eru á svipuðum aldri. Systurnar, mamma og Sigrún, voru góðar vin- konur og var mikil væntumþykja þeirra á milli. Ofarlega í huga er árlegur laufa- brauðsútskurður, sem var yfirleitt í miðjum jólapróflestri á aðvent- unni. Laufabrauðið var fastur liður í jólahaldi okkar og þar var haldið í hefðirnar, hlustað á Bing Crosby og dáðst að færni unga fólksins við útskurðinn. Alltaf eins og alltaf jafn gaman. Við eigum margar góðar minningar úr ótal ferðalög- um með tilheyrandi ævintýrum í tjaldútilegum og skíðaferðum. Við héldum eitt árið öll saman jól og áramót á skíðum í Austurríki. Það var ógleymanleg ferð. Skorradalurinn hefur skipað stóran sess í lífi okkar allra frá því þær systur byggðu þar bústað árið 1998. Um verslunarmannahelgar var gjarnan sameiginleg fjöl- skylduhátíð. Þá var hátíð frá morgni til kvölds og var leikið, borðaður veislumatur við lang- borð, sungið, dansað og hlegið. Eitthvað um að vera fyrir alla, ekki síst lögðu sig allir fram um að gera eitthvað skemmtilegt með börnun- um. Frænkufélagið var Sigrúnu kært eins og okkur öllum. Frænkufélagið, sem er í raun frænkur og frændur, hittist oft og átti glaðar stundir. Hádegismatur á Þorláksmessu var fast stefnumót á hverri aðventu og sumarpartí með blómaþema í grenjandi rign- ingu í sumar er skemmtileg minn- ing. Við minnumst Sigrúnar sem einstakrar konu sem skipaði stór- an sess í lífi okkar allra. Sigrún og Jakob bjuggu fjölskyldu sinni ætíð fallegt og hlýtt heimili þar sem við vorum alltaf velkomin og gott var að koma. Sigrún bjó yfir einstökum persónuleika sem ein- kenndist af hlýju, bjartsýni og húmor, sem smitaði frá sér í hvert skipti sem við hittumst. Minningin um fallegu og góðu Sigrúnu lifir í hjarta okkar. Hennar verður sárt saknað. Hug- ur okkar er hjá Jakobi og fjöl- skyldunni allri. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Helga, Halldóra, Hildur og Kristján Árni. Ég man það vel. Ég var nýgift- ur og lukkulegur vestur í Min- neapolis, Jakob bróðir heima á trallinu. Svo skrifaði hann mér í ársbyrjun 1979, að nú hefði hann hitt stúlku og nú væri hann lík- lega kominn í höfn. Og hvort hann var. Þegar strákur vestan af Sólvallagötu hittir stelpu ofan af Laufásvegi getur ýmislegt gerst, enda varla nokkuð nema tjörnin á milli. Næst þegar ég kom heim, var kominn áberandi hjónasvipur með þeim Sigrúnu. Það var held- ur ekki eins og hún væri óþekkt stærð heima. Pabbi og Árni Snævarr, pabbi hennar, voru aldavinir úr menntaskóla og skákfélagar fram eftir aldri. Það verður varla sagt að konu- efnunum okkar Jakobs hafi verið tekið með miklum fyrirvörum á Sólvallagötunni heldur eignaðist mamma í þeim dæturnar sem hana hafði alltaf langað í. Og svo komu krakkar. Sunna varð fyrsta uppáhaldið af sinni kynslóð og öll strollan á eftir. Mamma og pabbi nutu þess- ara krakka út í æsar, umgengust þau með húmor og hlýju og virð- ingu og kenndu þeim draugasög- ur og kapal og púkk. Betra gat það varla orðið. Ég held að það sé eitt meg- ineinkennið á góðum hjónabönd- um að til viðbótar við neistann þróast virðing og vinátta og sam- bandið verður bara nánara með tímanum. Þannig var það hjá Sig- rúnu og Jakobi. Þegar árin liðu glitti varla í loft á milli þeirra. Ólu upp börn saman og kenndu sam- an, skottuðust um landið saman, upp í Mosfellssveit, suður í Njarðvík, norður á Akureyri og í nyrstu sveitir Eyjafjarðar til að fylgjast með sínu fólki. Ofan á allt þetta lentu þau saman í golfi. Golf í Reykjavík, golf í Skorradal og golf í selinu þeirra í suðurlöndum. Mér þótti stundum nóg um, ekki með bakteríuna. En þetta var gott líf, og þegar það leikur svona við, þá finnst manni út í hött að það megi ekki vaka miklu lengur. Sigrún var hetja og býsna raunsæ á sinn sjúkdóm. Þegar ég hringdi þetta þremur vikum áður en hún kvaddi, talaði hún ekki um skaflinn fram undan, heldur um hversu langan og góðan tíma hún hefði fengið með Jakobi og krökkunum og þeirra krökkum frá því að hún greindist með meinið. Allt í fókus fram á það síðasta. Nú er hart í heimi, Jakob minn og Sunna Dóra og Kristín Þóra og Árni Baldur og þið öll, því þeg- ar lífið er gott verður söknuður- inn eðlilega meiri við ferðalokin. En þótt nú sé dauft, brósi, þá er það víst að þegar þið hittist fyrir hinum megin, þá getið þið í gleði ykkar gengið suður Laufásvegi eilífðarinnar. Markús Möller. Elsku hjartans vinkona mín er farin í ferðina ógnarlöngu. Að- skilnaðurinn er endanlegur; það verða ekki fleiri vinkonustundir, ekki fleiri símtöl eða innilegar vinkonusamræður um gleði og sorgir lífsins. Allt hefur þegar verið sagt. Söknuðurinn nístir að hjartarótum. Sigrún var einstök kona sem laðaði að sér fólk með góðri nær- veru, hlýju brosi og kærleiksríku fasi, enda var hún elskuð og dáð af samferðafólki sínu. Hún var mik- ill dugnaðarforkur, ósérhlífin, skipulögð og drífandi. Hún var líka mikill fagurkeri og nostraði við umhverfi sitt hvar sem hún drap niður fæti. Heimili hennar, sumarbústaðurinn, Sólvellirnir á Spáni og ekki síður kennslustof- urnar hennar báru hlýju hennar og smekkvísi gott vitni. Hún bjó sér og sínum fallegan íverustað, hvort sem var í vinnu eða einka- lífi. Við Sigrún kynntumst árið 1989 þegar við hófum nám við Kennaraháskóla Íslands. Vin- skapur okkar þróaðist smám saman og við útskrift að þremur árum liðnum vorum við orðnar nánar vinkonur. Að útskrift lok- inni vorið 1992 réðum við okkur báðar til kennslu við Ártúnsskóla í Reykjavík. Við héldumst í hend- ur þennan fyrsta vetur okkar í kennslu og reyndar allt þar til hún lét af störfum á seinni vinnu- staðnum okkar, Árbæjarskóla, vorið 2013. Við vorum iðnar og samviskusamar og hlógum oft að því seinna hversu brennandi áhuginn fyrir starfinu var þennan fyrsta vetur okkar í kennslu. Við fórum heim með alls konar vinnu, bæði til undirbúnings og yfirferð- ar, auk þess að skreppa flesta laugardaga í vinnuna til að ganga frá verkefnum nemendanna og gera klárt fyrir næstu viku. Okk- ur þótti skondið og merki um að e.t.v. værum við farnar að vinna of mikið eða náið saman þegar hún kallaði mig hvað eftir annað Jak- ob þegar við vorum í djúpum pæl- ingum um eitthvað viðkomandi starfinu. Eftir því sem árin liðu styrkt- ust vinatengslin og þróuðust yfir í hjónavinskap sem hefur verið bæði gefandi og nærandi. Við höf- um stundað leikhúsin saman í fjöldamörg ár og átt yndislegar samverustundir jafnt heima og erlendis. Síðasta sumarið sem Sigrún mín var alheil, sumarið 2012, átt- um við fjögur saman yndislegar vikur í fallega húsinu þeirra á Spáni. Ekki grunaði neitt okkar þá að minningar þess sumars yrðu jafn dýrmætar og raun reyndist. Ég er ólýsanlega þakk- lát fyrir samveruna þessar vikur. Í veikindum síðustu ára hefur styrkur Sigrúnar og jákvæð hugsun hennar iðulega vakið hjá mér bæði aðdáun og undrun. Hún var staðráðin í að halda í já- kvæðnina og gera það besta úr þeim aðstæðum sem henni voru búnar og það gerði hún svo sann- arlega. Hún nýtti tímann sinn vel og gaf sér tíma til að rækta vina- sambönd, jafnvel í blálokin þegar þrótturinn var í raun þrotinn. Elsku hjartans vinkonu minni þakka ég ómetanlega vináttu, trúnað og traust. Söknuðurinn er sár en minningin um fallega sál og einstaka vinkonu yljar á sorgar- stundu og mun lifa í hjörtum okk- ar sem hana þekktum. Elsku Jakob, börn, tengda- börn, barnabörn og aðrir ættingj- ar og vinir, við vottum ykkur dýpstu samúð vegna andláts yndislegu Sigrúnar. Björg og Sævar. Það var dýrmætt að kynnast Sigrúnu snemma á lífsleiðinni. Hún reyndist einstakur vinur, hógvær og hlý. Á þessari stundu streyma fram minningar frá æskuárunum okkar á Laufásveg- inum. Við minnumst einkum dag- anna sem einkenndust af fjöl- breyttum leikjum barnanna sem þar bjuggu og síðar lífsgleði ung- lingsáranna. Eins og gengur hitt- umst við sjaldnar á þeim árum þegar við vorum uppteknar af því að stofna heimili og að koma börnum okkar á legg. Seinna þeg- ar um hægðist í lífi okkar tókum við upp þráðinn á ný og nutum þess að hittast reglulega. Á þeim stundum rifjuðum við gjarnan Sigrún Snævarr Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.