Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
✝ Oddur MagniGuðmundsson
fæddist á Landspít-
alanum 1. maí 1959.
Hann lést í faðmi
fjölskyldu sinnar á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands í Vest-
mannaeyjum 3.
október 2018.
Eftirlifandi
eiginkona Odds er
Auður Finnboga-
dóttir, f. 19. mars 1960, og gengu
þau í hjónaband 26. maí 1991.
Foreldrar hennar eru Kristjana
Þorfinnsdóttir, f. 10. febrúar
1930, og Finnbogi Friðfinnsson,
f. 3. apríl 1927, d. 21. desember
2003. Synir Odds og Auðar eru:
Bergvin, f. 16. apríl 1986, kvænt-
ur Fannýju Rósu Bjarnadóttur,
f. 25. júlí 1974, og Hafsteinn, f.
23. september 1993. Barnabörn
Odds eru Oddur Bjarni
Bergvinsson, níu ára, Heikir
hreppi. Snemma hóf hann sjó-
sókn hjá Bedda frænda sínum á
Glófaxa VE 300. Oddur lauk svo
námi úr Stýrimannaskólanum
árið 1979. Hann var til sjós á
fjölda skipa hér á landi sem og í
fragtflutningum í upphafi 9. ára-
tugarins hjá Hafskipum. Árið
2005 má segja að Oddur hafi
komið í land og hóf ýmsan at-
vinnurekstur. Síðast hafði Odd-
ur forgöngu um að kaupa árið
2016 Aska hostel í Vestmanna-
eyjum ásamt eiginkonu sinni og
sonum og er sá rekstur enn í
eigu fjölskyldunnar.
Lengst af bjuggu þau Auður
og Oddur í Vestmannaeyjum
með stoppi í Reykjavík 1994-
1996 og í Grindavík á Leyni-
sbrún 12 á árunum 2005-2013.
Síðustu árin bjuggu þau á Herj-
ólfsgötu 8 í Vestmannaeyjum.
Árið 2011 var komið að straum-
hvörfum í lífi Odds og fjölskyld-
unnar þegar hann greindist með
ólæknandi krabbamein. Við tók
barátta sem lauk svo 3. október
síðastliðinn.
Útför Odds verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 12. október 2018, klukkan
13.
Orri Bergvinsson,
fjögurra ára, og
Védís María Haf-
steinsdóttir, sex
ára. Auður á einn
son af fyrra sam-
bandi, Finnboga
Þórisson, f. 18. nóv-
ember 1978.
Foreldrar Odds
Magna eru Rósa
Ingibjörg Odds-
dóttir, f. 10. febrúar
1940, fv. stöðvarstjóri Pósts og
síma og síðar Íslandspósts í
Kópavogi, og Guðmundur I.
Bjarnason, f. 19. maí 1933, d. 24.
desember 1999, bifvélavirki.
Systkini Odds eru Hólmar Ingi,
f. 8. febrúar 1966, viðskiptafræð-
ingur, og Elma Bjarney, f. 29.
janúar 1974, klæðskeri. Hálf-
bróðir Odds er Bárður Guð-
mundsson, f. 5. september 1953,
skipstjóri.
Oddur Magni ólst upp í Garða-
Elsku pabbi minn, eftir langa
og stranga þrautagöngu fékkstu
loksins hvíldina, hvíldina sem þú
þráðir svo undir lokin. Þegar þú
greindist með krabbameinið í upp-
hafi ársins 2011 varstu staðráðinn
í að ná heilsu á ný og vera virkur
þátttakandi í lífinu og lifa inni-
haldsríku lífi. Þú hættir ekki á
sjónum, hættir ekki að hugsa um
næstu skref og halda áfram að
vera til.
Það er gott að geta yljað sér við
allar minningarnar, fótboltann á
mínum yngri árum, vínheildsöluna
sem við rákum saman fjölskyldan,
sjóferðirnar okkar og margt margt
fleira. Umfram allt er ég þakklátur
fyrir að þú og mamma gáfuð mér
það tækifæri að flytja að heiman
þegar ég var 16 ára gamall, nýorð-
inn blindur, og fá með því að gera
mistök, ganga á veggi í lífinu og
ganga menntaveginn. Einnig verð
ég ávallt þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að vinna með
þér í atvinnurekstri, það hefur ver-
ið mér lærdómsríkt. Mikill vendi-
punktur varð í okkar lífi eftir að þú
fékkst þá fáránlegu hugmynd að
kaupa Aska hostel í Vestmanna-
eyjum árið 2016. Ég og fjölskylda
mín fluttumst til Eyja og allt í einu
vorum við farnir að sjá um ferða-
þjónustufyrirtæki.
Þú með krabbamein og ég
blindur. En saman gátum við tek-
ist á við þetta verkefni og tekið
ákvarðanir saman um framtíð fyr-
irtækisins.
Við vorum alls ekki alltaf sam-
mála en gátum alltaf rætt málin í
rólegheitunum, sofið á hlutunum
eina eða tvær nætur og komist að
sameiginlegri niðurstöðu.
Þetta ár hefur verið þér erfitt,
en aldrei gafstu upp, á fætur
skyldir þú aftur fara og þrátt fyrir
mörg bakslögin gafstu aldrei upp.
Rétt fyrir Þjóðhátíð fékkstu þinn
dauðadóm að þú ættir 2-3 vikur
eftir, varstu samt svo æðrulaus.
Sáttur og þakklátur fyrir það sem
þú hafðir gert og fyrir það sem þú
fékkst að gera. Aldrei hræddur
við dauðann né kvíðinn um að vera
að fara að kveðja. Þetta var þitt
hlutskipti, þannig var það bara.
Ég kem til með að sakna sím-
talanna okkar en þau voru mörg
hvern dag. Aðallega til að tala um
Aska og fótbolta.
Ég mun ætíð muna það sem þú
sagðir við mig þegar við hófum
fyrirtækjarekstur saman. Annars
vegar að fá fólk til að vinna með
sér en ekki fyrir sig og hinsvegar
að það sem fær ekki að þróast og
þroskast deyr á endanum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ég enda á ljóði sem ég samdi til
þín.
Í sólinni er bæði dimmt og heitt.
Hjarta mitt svo brotið og leitt.
Sólin veitir birtu og yl.
Ekki neitt ég skil.
Oft ég hræddur og óttasleginn var.
Á sterkum sjómannshöndum þú mig
barst.
Þegar aldan dó og hlátur uppi bar
vorum við báðir komnir í var.
Með lífið sjálft að veði
veittir þú samt mikla gleði.
Stoltur stýrimaður við Íslandsströnd.
Hvar er þín trausta hlýja hönd.
Þinn sonur,
Bergvin Oddsson.
Oddur Magni
Guðmundsson
✝ Guðrún HelgaKjartansdóttir
fæddist á Klúkum í
Hrafnagilshreppi
15. júní 1925. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 28. september
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kjartan Ólafsson,
fæddur á Tungu í Fnjóskadal
23. nóvember 1892, d. 2. mars
1974, og Sigríður Jónsdóttir,
fædd á Uppsölum í Öngulsstaða-
hreppi 8. febrúar 1887, d. 5.
september 1969. Bræður Guð-
rúnar Helgu eru Jón Andrés, f.
15. mars 1913, d. 4. október
1977, Ólafur, f. 13. desember
1920, d. 23. nóvember 1988,
Kristinn, f. 24. mars 1922,
Tryggvi Ingimar, f. 4. febrúar
1927, d. 22. júlí 2005, Magni, f.
22. maí 1930, d. 30. nóvember
2015.
Guðrún Helga giftist 24. mars
1945 Jóhannesi Jakobssyni, f. á
Gilsbakka 3. júlí 1916, d. 3. júní
2006. Börn þeirra eru sex: 1)
Jakob, f. 15. febrúar 1944, kona
hans er Kristín S. Ragn-
arsdóttir, f. 13. febrúar 1945.
Börn þeirra eru Gunnar Örn,
Ása, Jóhannes, Ólafur Ragnar
og Arna. Barnabörnin eru 12 og
eitt barnabarnabarn. 2) Þröstur
Halldór, f. 11. ágúst 1948. 3)
Sigrún, f. 3. desember 1954,
sambýlismaður
hennar er Víðir Í.
Ingvarsson, f. 6.
apríl 1949. Börn
þeirra eru Þröstur
Heiðar og Sonja
Lind. 4) Sigríður, f.
29. maí 1958, sam-
býlismaður hennar
er Magnús Guð-
jónsson, f. 28. mars
1954. Börn þeirra
eru Þorsteinn, Guð-
rún Helga, Unnar Ingi, d. 19.
febrúar 2015, Guðjón, Hildur og
Silja Hlín. Barnabörnin eru 12.
5) Jóhannes Gunnar, f. 28.
nóvember 1963, kona hans er
Guðrún G. Svanbergsdóttir, f.
24. mars 1970. Börn þeirra eru
Ingimar Svanberg, Kjartan Jak-
ob og Ingibjörg Rún og eitt
barnabarn. 6) Kristbjörg Lilja,
f. 14. mars 1967, maður hennar
er Skafti Skírnisson, f. 3.
nóvember 1965. Börn þeirra eru
Rúnar Steinn og Lilja.
Guðrún Helga og Jóhannes
hófu búskap á Gilsbakka 1944
og bjuggu til ársins 1999 en frá
1987 í félagsbúi með Þresti syni
þeirra. Eftir andlát Jóhannesar
bjó Guðrún Helga hjá Þresti
syni sínum þar til hún flutti á
Hjúkrunarheimilið Lögmanns-
hlíð á Akureyri í september
2016.
Útför Guðrúnar Helgu fer
fram frá Grundarkirkju í dag,
12. október 2018, klukkan
13.30.
Í dag er ég kveð móður mína
hinstu kveðju langar mig að minn-
ast hennar í örfáum orðum. Það er
sárt að kveðja, það er alltaf sárt að
kveðja, en hér ber samt að þakka
langa samferð sem er hreint ekki
sjálfgefið. Ég get varla rifjað upp
styggðaryrði í minn garð. Það er
góð minning.
Mamma var ung þegar hún hóf
búskap með pabba og 18 ára var
hún komin með sitt fyrsta barn.
Þau byrjuðu með eina kú og
nokkrar kindur en kúnum fjölgaði
með tímanum og einnig börnun-
um.
Allt gert með höndunum á
þessum tíma, handmjólkað kvölds
og morgna alla daga ársins, þveg-
ið, eldað, bakað, rakað í flekk,
bundið í bagga og sett upp á hest.
Rafmagni kynntist hún ekki
fyrr en rúmlega þrítug og maður
getur ímyndað sér hverslags bylt-
ing það hefur verið. Mamma var
róleg og yfirveguð og gerði gott úr
öllu og vann öll sín verk þannig að
maður vart tók eftir því. Maður
bara mætti í mat og kaffi og ekk-
ert endilega á réttum tíma,
kannski með gesti með sér eins og
ekkert væri sjálfsagðara. Hún átti
auðvelt með að gera mikið úr litlu.
Þar kom henni til góða vornám-
skeið sem hún fór á í Húsmæðra-
skólanum á Laugalandi þegar hún
var 17 ára. Þar lærði hún elda-
mennsku og saumaskap og fleira.
Hún fór létt með að elda á stórhá-
tíðum á sama tíma og hún var úti í
fjósi að mjólka, koma inn á svip-
uðum tíma og annað heimilisfólk,
en augnabliki síðar var allt upp-
dekkað og sest til borðs. Mamma
var nægjusöm og kvartaði aldrei
þó oft væri heilsan ekki upp á sitt
besta. Þá var bara að gera sig fína
og bíta á jaxlinn, ekkert að mér.
Hennar æðsta hugsun var að eng-
an skorti neitt og að öllum liði vel.
Núna síðustu misserin var
heilsan orðin heldur léleg eftir
langa starfsævi með mikilli erfið-
isvinnu. Síðustu árin hefur hún
dvalið á Hjúkrunarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akureyri. Hún bjó á
heimilinu Sandgerði hjá yndislegu
starfsfólki og íbúum þess, við frá-
bærar aðstæður, og þakka ég fyrir
það.
Elsku mamma, takk fyrir lífið,
takk fyrir uppeldið, takk fyrir allt
sem þú hefur fyrir mig gert. Ég
ætla að ljúka þessu á nokkrum lín-
um sem röðuðust upp þegar ég
var að skrifa þetta niður.
Ljúfmennskan af lífi og sál
laus við flesta galla.
Trúin var þitt tryggðarmál
talaðir vel um alla.
Þú ólst mig ung að árum
ólst við þinn barm.
Nú kveð ég þig með tárum
ber í brjósti harm.
Samferð okkar svo var góð
sjaldan bar á skugga.
Set því saman lítið ljóð
læt það harminn hugga.
Þú lifðir tíma tvenna
taktfast hægt og hljótt.
Æviskeið þitt út að renna
ég bið, þú sofir rótt.
Friður Guðs þig blessi.
Þinn sonur,
Þröstur.
Elsku amma.
Takk fyrir umhyggjuna og
hlýjuna sem þú sýndir okkur í
gegnum árin. Við eigum bara fal-
legar og góðar minningar um tíma
okkar á Gilsbakka hjá þér, afa og
Lilla.
Sama hvert tilefnið var, hvort
sem það var að koma inn af túni úr
heyskap á sumrin eða jólaboðin,
þá beið alltaf fullt borð af kræs-
ingum og eins og alltaf vildir þú að
allir væru saddir og sáttir.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur öll og tilbúin með hlýjan
faðm. Þú munt lifa í minningum
okkar og áhrif þín munu fylgja
okkur alla tíð.
Þröstur Heiðar
og Sonja Lind.
Það eru ótal fallegar og góðar
minningar um allar stundirnar
okkar saman sem koma upp í hug-
ann núna. Ég er mjög þakklát fyr-
ir að hafa átt þig að svona lengi og
að stelpurnar mínar hafi fengið að
eiga tíma með þér.
Ég er glöð og stolt að eiga nafn-
ið þitt með þér, elsku amma mín.
Þú sólargeisli sem gægist inn,
og glaður skýst inn um gluggann minn.
Mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi varpa á hvern sem er.
Guðrún Helga.
Guðrún Helga
Kjartansdóttir
✝ Karl Hallberts-son fæddist í
Veiðileysu í Árnes-
hreppi 7. mars
1933. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 25.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Kristinn Hall-
bert Guðbrandsson
og Sigríður Þor-
lína Þorleifsdóttir, bændur í
Veiðileysu. Systkini Karls eru
Ingibjörn, látinn 2018, Þorleif-
ur, látinn 2010, Lýður og Ár-
mann. Samfeðra er Sjöfn Inga.
Börn Karls eru Edda Björk,
barnsmóðir Bára Guðmunds-
dóttir. Edda Björk er gift Sig-
urði Reynissyni og eiga þau
fjóra syni. Með fyrri eiginkonu
sinni, Hönnu Gyðu
Kristjánsdóttur,
eignaðist Karl
dótturina Rósa-
mundu Jóhönnu.
Hún er gift Ómari
Sigurðssyni og
eiga þau fjögur
börn. Núverandi
eiginkona Karls er
Anna Jónsdóttir
frá Stóru-Ávík í
Árneshreppi.
Þeirra synir eru Ísleifur Páll,
kvæntur Oddnýju Ágústu
Hávarðardóttur og eiga þau
samtals þrjú börn. Benedikt
Guðfinnur, kvæntur Anítu
Gunnarsdóttur og eiga þau
samtals sex börn.
Útför Karls fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 12. októ-
ber 2018, klukkan 13.
Það var fyrir tæpum 30 ár-
um sem kynni okkar Kalla hóf-
ust er hann hóf störf við útgerð
okkar hjóna á Akranesi. Áður
hafði hann starfað hjá föður
mínum við útgerð hans. Það má
því segja að Kalli hafi fylgt fjöl-
skyldunni frá því að hann flytur
á Skagann.
Þau hjónin, Anna og Kalli,
störfuðu til margra ára hjá
okkur við fiskverkun og útgerð
og verður þeim seint fullþökk-
uð tryggð og traust sem þau
ætíð hafa sýnt okkur hjónum.
Kalli var mjög góður vinur
og félagi með mikið jafnaðar-
geð. Hann var ljúflingur, skipti
aldrei skapi, var hvers manns
hugljúfi og drengur góður.
Hann var traustur og afkasta-
mikill til vinnu bæði til sjós og
lands.
Kalli var Strandamaður,
fæddur í Veiðileysufirði og alin
upp í því stórbrotna landslagi
sem
Strandir eru. Hann var mikið
náttúrubarn og hafði gaman af
skotveiðum og öðrum veiðum.
Hann og Jói fóru í ófáar ferð-
irnar á rjúpu á haustin.
Í fjölmörgum heimsóknum
okkar til þeirra hjóna í Djúpu-
vík, sem er þeirra heimili á
Ströndum, sást glöggt hvað
Kalli var fróður um staðhætti
og sögu Strandanna.
Það var eins og að lesa bók
þegar Kalli sagði sögur og rifj-
aði upp atburði sem gerst hafa
á þessum slóðum. Það var ein-
staklega skemmtilegt að heim-
sækja þau enda gestrisin með
eindæmum þar sem okkur og
fjölskyldunni var ætíð tekið
opnum örmum. Anna beið með
matinn en hún er frábær í mat-
argerð og alltaf var hlaðið borð
af kræsingum hjá þeim, bæði á
Skaganum eða á Ströndum.
Við hjónin munum varðveita
þessar minningar vel.
Nú minnumst við góðu
stundanna sem við áttum með
Kalla í leik og starfi. Betri vini
en þau hjón er vart hægt að
hugsa sér en nú kveðjum við
elsku Kalla okkar í hinsta sinn.
Elsku Anna og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur og börnunum á þessum
erfiðu tímum.
Megi góður Guð styrkja ykk-
ur í sorginni.
Blessuð sé minning góðs vin-
ar.
Herdís og Jóhannes.
Karl Hallbertsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN ÁGÚSTSSON
endurskoðandi,
lést laugardaginn 6. október á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 16. október klukkan 13.
María Hrund Sigurjónsdóttir Jafet Óskarsson
Guðráður Sigurjónsson Unnur Ólöf Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
og exam.art. í persneskum fræðum,
Hellerup, Danmörku,
andaðist á Skt. Lukasstiftelsens Hospice í Hellerup
föstudaginn 5. október. Útför hennar verður gerð frá Sionskirkju
þriðjudaginn 16. október klukkan 10 f.h. að íslenskum tíma.
Jarðsett verður í Holmens Kirkegård, Upsalagade 25, Österbro.
Hans W. Rothenborg
Jens Rothenborg
Jórunn Rothenborg Erlendur Sturla Birgisson
Daniel Hans Erlendsson
Alexander Erlendsson Halldóra Markúsdóttir
og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,
ÁGÚST ERLINGSSON,
lést þriðjudaginn 25. september.
Útför fór fram í Kaupmannahöfn
föstudaginn 5. október.
Minningarathöfn fer fram frá Seljakirkju laugardaginn
13. október klukkan 11.30.
Gitte Sørensen
Ingibjörg Kristín Gísladóttir
Erling Adolf Ágústsson Hlín Elfa Birgisdóttir
Halldóra Kristín Ágústsdóttir Sverrir Örn Sveinsson
Þórir Arnar Ágústsson
Gísli Erlingsson Þuríður Bernódusdóttir
Sigurborg Violette Robert Violette
og barnabörn