Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 25
á trillunni sinni og kom síðan í
mat þegar búið var að matbúa
það. Ég verð reyndar að við-
urkenna að við systkinin vorum
mishrifin af þessari búbót, rauð-
magi og grásleppa átti ekki upp
á pallborðið hjá okkur en for-
eldrarnir kunnu að meta það.
Harðfiskur, hákarl og jafnvel
selkjöt var einnig meðal þess
hann færði okkur, allt sem hann
hafði veitt eða unnið sjálfur.
Bangsi var líka mjög hand-
laginn og var alltaf boðinn og
búinn að aðstoða við að laga það
sem úrskeiðis fór á heimilinu,
hvort sem það var tréverk,
múrverk eða annað.
Samverustundirnar voru
margar og okkur systkinunum
eru t.d. minnisstæð kvöldin
þegar Bangsi horfði á fréttir
með foreldrum okkar og sam-
tölin að þeim loknum voru
óborganleg þar sem engum bar
saman um hvað hefði verið í
fréttum því allir höfðu dottað
sitt á hvað.
Bangsi var þeim mikla kosti
búinn að hann fór ekki í mann-
greinarálit og börnin áttu sér-
stakt skjól hjá honum. Kynslóð-
irnar eru a.m.k. orðnar þrjár
sem hafa átt því láni að fagna
að alast upp með Bangsa.
Fræðast um umhverfið og nátt-
úruna hjá honum en Bangsi var
náttúrubarn eins og þau gerast
mest.
Bangsi hélt upp á alla af-
mælisdaga sína, sama hvaða
vikudag þá bar upp á. Afmælin
byrjuðu gjarnan eftir skóla þeg-
ar yngsta kynslóðin mætti og
setti upp leikrit og fékk gos í
flösku. Þegar leið á daginn
mættu þeir sem eldri voru og
eftir því sem leið á kvöldið urðu
drykkirnir sterkari.
Það verða mikil viðbrigði fyr-
ir samfélagið á Hvammstanga
þegar Bangsa nýtur ekki lengur
við. Fram á síðasta dag mætti
hann á öll mannamót og var á
sinn rólega hátt hrókur alls
fagnaðar þar sem hann sat
brosandi á spjalli við mann og
annan. Öllum þótti vænt um
Bangsa og aldrei átti hann í úti-
stöðum við einn né neinn. Slíkt
fólk er vandfundið.
Það er skrítið til þess að
hugsa að eiga ekki eftir að rek-
ast á Bangsa á ferðinni á
Hvammstanga, á rúntinum í
litla bílnum sínum, í Kaup-
félagshorninu eða á mannamót-
um. Takk fyrir samfylgdina og
allt sem við lærðum af þér, guð
blessi minningu þína.
Guðný, Kristinn og Páll
(systkinin í Árnesi).
Fleiri minningargreinar
um Björn Þórir Sigurðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 25
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Þingeyjarsveit
Deiliskipulag þéttbýliskjarna í Aðaldal
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 4. október 2018 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 tillögu að uppfærðu eldra deiliskipulagi af þéttbýliskjarna í Aðaldal.
Um er að ræða fjórar lóðir fyrir parhús og ellefu lóðir fyrir einbýlishús við Víðigerði og þrjár iðnaðar- og
athafnalóðir við Iðjugerði.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og
með föstudeginum 12. október 2018 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 23. nóvember 2018.
Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:
https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu. Þeim
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila
inn athugasemdum rennur út föstudaginn 23. nóvember 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu
Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki
gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.
Bjarni Reykjalín
skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30-
11.30. BINGÓ kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur
við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl.13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, föstudagshópur-
inn kl. 10-11.30, heilsuefling kl. 10-11.15, hittumst í setustofunni kl. 10
og farið er í þjálfun / gönguferð / botsía / æfingatæki, handaband,
skapandi vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-15.30, bingó kl. 13.30-
14.30, 250 kr. spjaldið og góðir vinningar í boði, okkar rómaða
vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59,
sími 411-9450.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Qigong kl. 10.30-11.30, bók-
band með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Velkomin.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Við minnum á opið hús sem
verður á morgun, laugardag kl. 14. Hlökkum til að sjá ykku.r
Gullsmári Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10, ljósmyndaklúbbur kl. 13,
bingó kl. 13.30.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og ný-
liðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Föndur í vinnustofu kl. 9-12. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10, botsía
kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið hjá Mar-
gréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30, zumba með Auði kl. 13-13.50,
Hæðargarðsbíó kl. 14, eftirmiðdagskaffi 14.30. Allir velkomnir, óháð
aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum,
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9. Bridshópur Korpúlfa kl. 12.30
í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og tréútskurð-
ur á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag, allir velkomnir og vöfflukaffið sívin-
sæla kl. 14.30 til 15.30 í dag í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
bingó kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln-
um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.
Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn
í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Íslendingasögunámskeið kl. 13; Hávarðarsaga
Ísfirðings, kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23.
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Nýtt 8 vikna
zumba gold námskeið fyrir styttra komna / byrjendur hefst mánudag-
inn 15. október kl. 9.45. Enskunámskeið, talað mál byrjendur, hefst
miðvikudaginn 17. október, skráning hafin.
Útboð
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-
2018-25 Stofnlögn vegna virkjunar holu RJ-45“
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu
Orkuveitunnar frá föstudeginum 12.10.2018
https://www.or.is/utbod
Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur., Bæjar-
hálsi 1, 110 Reykjavík, föstudaginn19.10.2018 kl. 10:30
VEV-2018-24 12.10.2018
Veitur ohf., óska eftir
tilboðum í útboðsverkefnið:
STOFNLÖGN VEGNA
VIRKJUNAR HOLU RV-45
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Peysur
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm, 3 herbergja íbúð
á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu.
Húsvörður er í húsinu sem er ætlað
60 ára og eldri. Leigjandi óskast,
upplýs í síma 8924454.
Húsnæði íboðiBókhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar