Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Kvikmynd leikstjórans Ara Alex-
anders Ergis Magnússonar, Undir
halastjörnu, var frumsýnd í Smára-
bíói í gær. Myndin er byggð á lík-
fundarmálinu svokallaða frá árinu
2004. Þá fann kafari lík fyrir til-
viljun í höfninni í Neskaupstað og
rannsókn lögreglu leiddi í ljós að
líkið var af 27 ára Litháa. Bárust
böndin fljótlega að manni sem var
nýkominn til bæjarins og tveimur
öðrum mönnum. Með aðalhlutverk
fara Pääru Oja, Kaspar Velberg,
Atli Rafn Sigurðarson og Tómas
Lemarquis.
Undir halastjörnu frumsýnd
Morgunblaðið/Eggert
Frumsýning Svandís Eva Brynjarsdóttir, Ari Alexander, Pääru Oja, Tómas Lemarquis og Friðrik Þór Friðriksson.
Myndlistarmaðurinn John Zurier
opnar í dag kl. 17 sýninguna Stund-
um (yfir mig fjallið) í galleríinu
BERG Contemporary. Zurier sýnir
ný málverk sem hann vann hér á
landi síðastliðið sumar og er sýn-
ingin fyrsta einkasýning hans í gall-
eríinu.
Zurier er bandarískur, fæddist ár-
ið 1956 í Santa Monica í Kaliforníu
og útskrifaðist með MFA-gráðu í
myndlist frá University of Cali-
fornia, Berkeley árið 1984. Hann býr
og starfar í Berkeley og í Reykjavík.
Zurier hefur tekið þátt í tvíæring-
unum í São Paulo í Brasilíu, Kali-
forníu í Bandaríkjunum, Gwangju í
Suður-Kóreu og Whitney í sam-
nefndu listasafni í New York, að því
er fram kemur í tilkynningu. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga í
heimalandi sínu, Evrópu og Japan
og verk hans má finna í opinberum
söfnum.
Stafesting, ekki uppgötvun
Í texta sem Merry Scully, kennari
í Santa Fe í Nýju-Mexikó, sýning-
arstjóri fyrir samtímalist og yfir-
maður sýningarstjórnarmála í New
Mexico Museum of Art, ritar um Zu-
rier segir að þegar hann hafi komið
fyrst til Íslands árið 2002 hljóti það
að hafa verið eins og að afhjúpa eitt-
hvað sem hann vissi þegar hvað
væri. „Þessi fyrstu kynni af Íslandi
voru ekki uppgötvun heldur frekar
staðfesting á því sem hann var þegar
að setja fram og túlka í verkum sín-
um. Frá 2011 hefur Zurier deilt tíma
sínum milli íslenska landslagsins
sem hann ber svo sterkar tilfinn-
ingar til og heimaslóðanna í Kali-
forníu. Áhrifin frá hvoru tveggju má
vel greina í verkunum,“ skrifar
Scully. Mjúk birtan við San Frans-
iskó-flóa, þangað sem hann flutti
1974 til að læra landslagsarkitektúr
við Kaliforníuháskóla í Berkeley, og
tær strandbirtan sem hann ólst upp
við í Los Angeles kallist á við fjöl-
breytt og eyðilegt landslagið á Ís-
landi í málverkum sem segja megi
að séu frekar eins og upplifun eða
ferðalag en eftirmyndir af nátt-
úrunni.
Krefst mikillar nákvæmni
Scully segir mikla nákvæmni
þurfa til að meðhöndla strigann eins
og Zurier geri með lími, farva og
olíulitum og að sú nákvæmni snúist
fyrst og fremst um nákvæma skoðun
og skilning. Zurier vinni með hvern
tiltekinn striga jafnframt því að hafa
í huga sögu málverksins, öll málverk
sem hann hafi sjálfur málað og öll
málverk sem hann hafi séð.
Sýningunni lýkur 22. desember.
Berg Contemporary er á Klapp-
arstíg 16.
Morgunblaðið/Einar Falur
Íslandsvinur John Zurier sækir m.a. innblástur í íslenska náttúru.
Áhrif frá Íslandi
og Kaliforníu
Fagurbleikt Eitt af verkum Zurier.
John Zurier í Berg Contemporary
Hljómsveitin 13
tungl heldur sína
fyrstu tónleika í
Eldborgarsal
Hörpu í kvöld kl.
20.30. Hrólfur
Jónsson, söngv-
ari hljómsveit-
arinnar, hefur til
margra ára sam-
ið lög og texta og
verða á tónleikunum flutt lög eftir
hann, Ragnar Jón Hrólfsson og
Kristján Kristjánsson/KK, sem er
einn af gestum hljómsveitarinnar.
Hana skipa Ástvaldur Traustason,
Daníel Friðrik Böðvarsson, Ing-
ólfur Magnússon, Ragnar Jón
Hrólfsson, Rósa Guðrún Sveins-
dóttir, Unnur Birna Björnsdóttir,
Vigga Ásgeirsdóttir og Þorvaldur
Ingveldarson en einnig munu
þekktir íslenskir tónlistarmenn
stíga á svið, þau Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir, Jakob Frímann Magnússon
og KK, ásamt karlakórnum Þröst-
um.
13 tungl halda
tónleika í Eldborg
Hrólfur Jónsson
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar