Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Tónlist, vísindi og tækni mætast á tölvu- og raftónlistarhátíðinni Erki- Tíð, sem hefst kl. 11 í fyrramálið, laugardag, og stendur langt fram eftir kvöldi í Norðurljósum í Hörpu. Auk þess sem boðið er upp á sex ólíka tónleika verður börnum ekki í kot vísað, heldur þvert á móti í opnar vinnustofur í norðurhluta tónleika- hússins, þar sem jafnframt verður haldin fyrir þau sérstök sýning. „Markmiðið er að sjálfsögðu að kynna það allra nýjasta í tónsköpun með nýrri tækni,“ segir Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar. Þann starfa hafði hann líka þegar fyrsta ErkiTíð var haldin árið 1994 og næstu sex árin, eða þangað til hátíð- in var lögð niður árið 2000 og hann, sem nýr formaður Tónskáldafélags- ins, fenginn til að stjórna Myrkum músíkdögum og Norrænum músík- dögum. Ný tækni og gamlar hefðir „ErkiTíð 1994 var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og gaman að end- urvekja hana. Hátíðin núna byggist á svipuðum grunni því við höfum alltaf reynt að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð. Í því felst að nýta nýja tækni til tónlistarsköpunar og -flutnings en byggja jafnframt á gömlum hefðum. ErkiTíð opnar sýn inn í framtíðina með sterkri við- spyrnu í verkum frumherja íslenskr- ar tölvu- og raftónlistar. Tónskáld og tónlistarmenn í fremstu röð bjóða upp á raftónlistarverk sem spanna síðastliðna hálfa öld, frumflutt verða fjölmörg íslensk og erlend verk, auk þess sem kynntar verða nýjustu rannsóknir á gervigreind í tón- sköpun og tónlistarflutningi,“ segir Kjartan. Undirbúningur hátíðarinnar hef- ur staðið í rúmt ár, enda verður að sögn Kjartans öllu tjaldað til. Hann hefur ekki tölu á öllu tónlistarfólkinu sem að hátíðinni kemur, en giskar á hátt í eitt hundrað manns að með- töldum um 40 söngvurum Hamra- hlíðarkórsins. „Kórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kemur fram á tónleikunum Í nálægri fortíð til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi áttræðum. Flutt verða verk eftir Atla Heimi, sem mörg hver eru orðin þjóðinni afar hjart- fólgin,“ segir Kjartan og minnir á Kvæðið um fuglana, sem margir þekki frekar sem Snert hörpu mína, himinborna dís. Útkoma óráðin Fyrstu tónleikarnir á dagskrá há- tíðarinnar, Útkoma óráðin, eru um margt nýstárlegir. „Það getur allt gerst, útkoman er í raun algjörlega óráðin því áhorfendur taka þátt og semja í raun tónlistina með tónlist- arflytjendum og aðstoð gervigreind- ar,“ útskýrir Kjartan og heldur áfram: „Á lokatónleikunum, Frá for- tíð til framtíðar, verða svo frumflutt verk nokkurra ungra tónskálda, sem segja má að séu uppljómuð af tónlist Atla Heimis.“ Ókeypis aðgangur er á þrenna tónleika hátíðarinnar; Útkoma óráð- in og yfirlitstónleikana Íslensk raf- tónlist í 100 ár, sem fluttir verða í tvennu lagi, kl. 14 og 20. Einnig á vinnustofu barnanna þar sem kynnt verður nýtt smáforrit í tónlistar- kennslu. Aðgangseyrir er 2.900 á hina tón- leikana, þ.á m Front-Line Contem- porary Works, þar sem CAPUT- kammerhópurinn flytur erlend verk. ErkiTíð að ári? Kjartan segir að meiningin sé að halda aðra ErkiTíð að ári. „Við stefnum á að halda hátíðina í Hörpu, en höfum eins og fleiri tónleikahald- arar áhyggjur af hversu dýrt það er orðið. Margar hátíðir hafa þurft að yfirgefa húsið af þeim sökum, sem er dapurlegt í ljósi þess að tónlistar- menn börðust fyrir því í tæp 100 ár. Í ljósi þess að töluverður ágrein- ingur virðist vera á milli eigenda hússins um hvernig eigi að reka það myndum við vilja opna umræðu um fyrirkomulagið í þessu húsi, sem var byggt sérstaklega fyrir tónlist.“ Tölvu- og raftónlistarhá- tíðin ErkiTíð endurvakin  Sérstakir tónleikar til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni Morgunblaðið/Eggert Skipuleggjandinn Kjartan Ólafsson Morgunblaðið/Kristinn Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson Venom Nýjasta myndin úr smiðju Marvel. Í henni segir af blaðamanni sem kemst í snertingu við dularfullt efni utan úr geimnum. Það tekur sér bólfestu í líkama hans og veldur því að hann getur breytt sér í ófrýni- legt og mannskætt ofurskrímsli að nafni Venom. Leikstjóri er Ruben Fleischer og með aðalhlutverk fara Tom Hardy og Michelle Williams. Metacritic: 38/100 First Man Nýjasta kvikmynd Óskars- verðlaunaleikstjórans Damien Cha- zelle. First Man er sannsöguleg og fjallar um bandaríska geimfarann Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið. Myndin segir af und- irbúningi geimferðarinnar á ár- unum 1961-1969 og þeim hættum sem blöstu við geimförunum. Með aðalhlutverk fara Ryan Gosling, Claire Foy og Kyle Chandler. Metacritic: 84/100 Undir halastjörnu Kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar sem byggð er á lík- fundarmálinu. Kafari fann fyrir til- viljun sundurskorið lík af manni sem hafði verið sökkt í höfnina í Neskaupstað. Með aðalhlutverk fara m.a. Tómas Lemarquis, Pääru Oja og Atli Rafn Sigurðsson. Grami göldrótti Teiknimynd með íslensku tali. Ung- lingurinn Trausti er fyrir töfra fluttur yfir í ævintýraheim þar sem hann þarf að bjarga prinsessu og stöðva hinn göldrótta Grama sem hafði ákveðið að banna alla ham- ingju. Mandy Nýjasta kvikmynd leikstjórans Pa- nos Cosmatos með tónlist eftir Jó- hann Jóhannsson. Skógarhöggs- maðurinn Red býr í kofa úti í skógi með kærustu sinni Mandy. Dag einn vekur Mandy athygli sturlaðs leið- toga sértrúasöfnuðar sem vekur upp hóp mótorhjóladjöfla til að ræna henni. Þungvopnaður heldur Red af stað til að bjarga Mandy og hefst þá mikið blóðbað. Með aðal- hlutverk fara Nicolas Cage og Andrea Riseborough. Metacritic: 81/100 Kler Pólsk kvikmynd sem sýnd verður í Bíó Paradís en uppselt er á allar fyrstu sýningar og ekki verður fleirum bætt við, samkvæmt til- kynningu. Myndin hefur vakið fjaðrafok í Póllandi þar sem kaþ- ólska prestastéttin kallar eftir því að hún verði bönnuð. Í henni segir af þremur kaþólskum prestum sem er ekkert heilagt. Leikstjóri er Woj- ciech Smarzowski og í aðalhlut- verkum Jacek Braciak, Janusz Ga- jos og Arkadiusz Jakubik. Bíófrumsýningar Ævintýri, ofbeldi og sannar sögur Sá fyrsti Ryan Gosling í hlutverki geimfarans Neils Armstrongs. Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fös 12/10 kl. 22:00 Fös 19/10 kl. 22:00 Daður og dónó Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Besta partýið hættir aldrei!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.