Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 12.10.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Alzheimer-sjúkdómnumhefur verið lýst sem far-aldri 21. aldarinnar. Taliðer að fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer tvöfaldist á um það bil 20 ára fresti, sem má að hluta rekja til þess að hækkandi aldur er sterkasti áhættuþáttur sjúkdómsins þótt ýmsir lífsstíls- þættir geti einnig haft sitt að segja. Óhætt er því að segja að málefnið brenni á okkur nú um stundir og eðlilegt að það rati inn í nýleg leik- rit. Skemmst er að minnast Föð- urins eftir hinn franska Florian Zeller frá árinu 2012 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári. Í stað kaldlynds og aldraðs verk- fræðings er í leikritinu Ég heiti Guðrún frá 2014 eftir hina dönsku Rikke Wölck komin virðuleg blaða- kona sem veikist aðeins 55 ára gömul. Líkt og Zeller leikur Wölck sér með formið, en hún brýtur frásögn- ina upp í stuttar senur þar sem flakkað er fram og til baka í tíma. Snemma í sýningunni verður ljóst að Guðrún lifir veikindi sín ekki af. Styrkur verksins felst í því hversu raunsönn lýsingin á hrörnun Guð- rúnar er jafnt í hugsun og hreyf- ingum vegna sjúkdómsins, sem á ekkert skylt við eðlilega hrörnun. Þar nýtist baktjaldið einstaklega vel til að miðla skrifuðum hugs- unum Guðrúnar, en innihaldið sem og skriftin sýnir minnkandi færni titilpersónunnar. Örlítill misbrestur var á því á frumsýningu að textinn rataði allur inn á skjáinn, en auð- velt ætti að vera að stilla það af. Verkið, í vandaðri þýðingu Magneu Matthíasdóttur, er skrifað fyrir fjórar leikkonur á ólíkum aldri, en það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til þess að sjá vel skrifað kvennaverk þar sem fókuserað er á samskipti kvenna í gleði og sorg. Guðrún hefur verið kletturinn í hópnum og áhugavert að sjá hvernig dýnamíkin í hópnum breytist þegar henni hrakar. Til að byrja með reyna hinar vinkonurnar þrjár að lifa lífinu lifandi með Guð- rúnu, en eftir því sem Guðrún verð- ur veikari breytist samveran í áþján þar sem örþreyttar vinkonur skiptast á að vakta Guðrúnu svo hún fari sér ekki að voða samtímis því sem þær sinna vinnu og eigin fjölskyldum. Eðlilega mæðir mest á Sigrúnu Waage í hlutverki Guðrúnar þar sem hún er á sviðinu nær alla sýn- inguna meðan vinkonurnar þrjár koma og fara. Henni reyndist auð- velt að miðla reiði titilpersónunnar þegar hún finnur að hún er að missa stjórn á eigin lífi og tökin á tungumálinu sem verið hefur aðal- vinnutæki hennar og mótar sjálfs- myndina. Sigrúnu tókst einnig afar vel að sýna þá skerðingu á hreyfi- færni sem búast má við. Senan þar sem Guðrún fór skyndilega að syngja „Diskó Friskó“ minnti okk- ur á undramátt tónlistarinnar sem er sú færni sem glatast hvað sein- ast hjá fólki. Hjóðmynd Kristins Gauta Einarssonar og Önnu Hall- dórsdóttur, sem jafnframt er höf- undur tónlistar, nýttist frábærlega til að miðla því hvernig Guðrún ein- angrast frá vinkonum sínum og upplifir gleðital þeirra og hlátur sem óbærilegt áreiti. Valið á þekkt- um lögum sem notuð eru í sýning- unni virkaði vel og skapaði góða stemningu. Þrátt fyrir tímaflakk verksins er ljóst að Guðrún er þegar orðin veik þegar verkið hefst. Reiðitónninn er því sleginn mjög snemma í texta- meðferð Sigrúnar, en sennilega hefði verið áhrifaríkara að upplifa meiri blæbrigði og fleiri fleti á Guð- rúnu og sjá fölskvalausa gleði hennar í vinkvennahópnum og jafn- framt sorgina yfir örlögum sínum. Áhrifaríkust var Sigrún í sólósen- um sínum við glerborðið. En sýningin er ekki aðeins um veikindi og dauða því hinn horn- steinn verksins er vinátta fjögurra ólíkra kvenna sem miðlað er með afar trúverðugum hætti. Vigdís Gunnarsdóttir nær góðum tökum á hinni umhyggjusömu Hönnu sem helgað hefur fjölskyldunni líf sitt og lítur á það sem mestu gæfu kvenna að eignast barn, nokkuð sem Guðrúnu hefur aldrei auðnast. Vigdís náði vel að miðla samvisku- biti og sársauka Hönnu yfir stóru leyndarmáli. Gaman var að sjá Láru Jóhönnu Jónsdóttur leika á nýjan streng í hlutverki hinnar þunglyndu Maríu, yngri konu sem tekið hefur saman við fyrrverandi eiginmann Guðrúnar og var áður viðhald hans. Höfundurinn hefði hins vegar þurft að skýra betur hvernig María og Guðrún urðu vin- konur. Elva Ósk Ólafsdóttir brillerar í hlutverki sálfræðingsins Veru sem afhjúpar þegar á reynir hversu illa henni tekst að nýta fagþekkingu sína sér til heilla. Frá höfundarins hendi er hlutverk Veru það lang- fyndnasta og Elva Ósk gerir sér mikinn mat úr efniviðnum. Þegar við bætist að hún býr yfir afar góðri sviðsnærveru, frábærri kóm- ískri tímasetningu og mikilli orku er ljóst að listrænir stjórnendur innan leikhúsgeirans ættu að bjóða Elvu Ósk upp á fleiri krefjandi hlutverk, ekki síst á kómíska svið- inu. Sjónræn útfærsla sýningarinnar er mikið konfekt fyrir augað. Lát- lausir búningar Filippíu I. Elísdótt- ur undirstrika vel hinar ólíku vin- konur og starfsvettvang þeirra, en sérstakt hrós fær hún fyrir vel út- færðan óléttufatnað Maríu. Leik- mynd Filippíu og Pálínu Jóns- dóttur, sem jafnframt leikstýrir, er bæði falleg og þénug með gróður- vegg áhorfendum á vinstri hönd, sandlengju aftarlega á sviðinu og fáum vel nýttum sviðsmunum. Í jafn spartanskri umgjörð fær hver hlutur mikið vægi, en óljóst var hver skilaboðin með fínu áfengis- flöskunum fremst á sviðinu hægra megin ættu að vera og hefði farið betur á því að sleppa þeim. Leikrýmið er undurfallega málað í brúnum tónum með mynstri sem minnir samtímis á rætur ofan í moldinni, rákir á einhverju sem er að brotna, æðar og taugafrumur. Baktjaldið var hugvitssamlega nýtt með myndböndum Ástu Jónínu Arnardóttur sem miðluðu hugs- unum Guðrúnar í bland við fallegar eilífðarmyndir í formi gróðurs og sjávar, sem minnir okkur óneitan- lega á smæð okkar í heiminum. Hermann Karl Björnsson fékk síð- an það vandasama hlutverk að lýsa rýmið, sem er ákveðin áskorun, og tókst það ljómandi vel. Einn helsti kostur Kúlunnar sem leikrýmis er hversu mikla nálægð það býður upp á, en ókosturinn að aðeins eru innkomur í öðrum vængnum sem skapar ákveðna slagsíðu í allri sviðsumferð. Leik- stjórinn vinnur vel með vandasam- an efnivið og sýningin tekst á flug í dýnamískum hópatriðum þar sem orkan er góð. En þrátt fyrir góða spretti verður sýningin á köflum höktandi, sem skrifast að hluta á handrit og textameðferð. Senur ut- an sviðs nutu sín ekki sem skyldi, en voru áhugaverð tilraun til að brjóta upp formið. Frá höfundarins hendi hefði síðan þurft að undir- byggja miklu betur líknardrápið sem vinkonurnar fremja þegar Guðrún er orðin ósjálfbjarga af veikindum sínum. Svo stórt sið- ferðislegt álitaefni hefði þurft miklu vandaðri úrvinnslu og er efni í allt annað leikrit. Eftir stendur að Ég heiti Guðrún er sýning sem lifir lengi í minning- unni. Hér er með öllum meðölum leikhússins sögð verðug saga sem minnir okkur á að enn hefur engin stefna verið mótuð hérlendis í mál- efnum einstaklinga með heilabilun né eru til tölur um raunverulegan fjölda þeirra sem glíma þurfa við þennan skæða sjúkdóm. Horfið inn í eilífðina Ljósmynd/Olga Helgadóttir Líf „Ég heiti Guðrún er sýning sem lifir lengi í minningunni. Hér er með öllum meðölum leikhússins sögð verðug saga.“ Þjóðleikhúsið Ég heiti Guðrún bbbmn Eftir Rikke Wölck. Íslensk þýðing: Magnea Matthíasdóttir. Leikstjórn: Pálína Jónsdóttir. Leikmynd: Pálína Jónsdóttir og Filippía I. Elísdóttir. Bún- ingar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Hermann Karl Björnsson. Myndband: Ásta Jónína Arnardóttir. Tónlist: Anna Halldórsdóttir. Hljóðmynd: Anna Hall- dórsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson. Leikarar: Sigrún Waage, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Leikhópurinn Leiktónar frumsýndi í Kúlunni í Þjóð- leikhúsinu föstudaginn 5. október 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST ICQC 2018-20 Sænska aka- demían (SA) fundaði að vanda í gær, fimmtu- dag, í Stokk- hólmi og var fastlega búist við því að tveir nýir meðlimir yrðu valdir inn á þeim fundi. Þar með yrði SA skipuð 14 virkum meðlimum, en Sara Dan- ius, Peter Englund og Kjell Esp- mark hafa ekki viljað sækja fundi SA í mótmælaskyni við að enn sé ekki búið að víkja Katarinu Frost- enson endanlega úr SA en hún hef- ur ekki sótt fundi frá því í apríl. Þegar lögmaðurinn Eric M. Runes- son og rithöfundurinn Jila Mossaed voru kosin inn í SA í síðustu viku greiddu þremenningarnir atkvæði skriflega. Hafi sátt náðst um nýju meðlimina tvo sem kosið var um í gær verða nöfn þeirra upplýst í dag, en samkvæmt heimildum SVT eru höfundarnir Lena Andersson, Aris Fioretos og Lars Norén talin líklegust til að hreppa hnossið. „Við vitum ekki hvort þetta tekst í kvöld. Allt er í óvissu núna,“ sagði Per Wästberg í samtali við SVT í gær. Anders Olsson, starfandi ritari SA, hefur gefið til kynna að niðurstöðu sé að vænta um Frostenson, en heimildir herma að bæði Nób- elsstofnunin og sænska hirðin hafi gert kröfu um að henni yrði end- anlega vikið úr SA. silja@mbl.is Er sátt að nást um tvo nýja meðlimi? Katarina Frostenson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.