Morgunblaðið - 12.10.2018, Side 36
FRÁ12 999kr *. .
Tímabil: des.–mars
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
Drífðu þig til Salzburg. Þessi sjarmerandi og sögulega borg er
hinn fullkomni vetraráfangastaður. Frá Salzburg er einfalt að
komast til margra af bestu skíðasvæðum Austurríkis, þar sem
skíðaaðstæður eru eins og best verður á kosið.Gerðu vel við þig
í vetur meðWOW air.
SJARMERANDI
SALZBURG
Fimmta breiðskífa víkingamálm-
sveitarinnar Skálmaldar kemur út
í dag og af því tilefni heldur
hljómsveitin hlustunarteiti í plötu-
versluninni Lucky Records við
Rauðarárstíg. Platan verður leikin
og léttar veitingar verða í boði
auk þess sem Skálmeldingar
munu árita eintök af plötunni.
Teitin hefst kl. 17.
Sorgir settar á fóninn
og Skálmöld áritar
FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
„Það er svolítið spes að vera í þeirri
stöðu að vera svekktur yfir því að
gera jafntefli við Frakka. Mér fannst
að við hefðum átt skilið að vinna
leikinn en þetta varð erfitt þegar
þeir slepptu dýrinu (Kylian Mbappé)
lausu undir lokin,“ sagði markaskor-
arinn Birkir Bjarnason m.a. í samtali
við Morgunblaðið eftir 2:2 jafnteflið
í Frakklandi í gær. »1,2,3
Spes að vera svekktur
yfir þessu jafntefli
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnús-
son heldur útgáfutónleika í kvöld
kl. 20 í Iðnó með hljómsveitinni
Æðisgengið vegna nýútkominnar
plötu sinnar Orna. Ingibjörg
Turchi mun sjá um upphitun kl.
21, Teitur og hljómsveit stíga á
svið um kl. 22 og Kraftgalli lýkur
tónleikunum og hefur leik kl.
23.30.
Orna er önnur
sólóplata Teits og
hefur hlotið mikið
lof gagnrýnenda,
m.a. Arnars Egg-
erts Thorodd-
sen á Rás 2 og
Ragnheiðar
Eiríksdóttur
hér í Morg-
unblaðinu.
Teitur og Æðisgengið
fagna útgáfu Orna
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tónlistin á erindi við fólkið og okkur
finnst gaman að fara út á meðal þess
og hreinlega bæta samfélagið,“ segir
Einar Jónsson, stjórnandi Skóla-
hljómsveitar Grafarvogs. Á vegum
sveitarinnar var nú í vikunni haldinn
tónfundur í menningarhúsinu í
Spönginni í Grafarvogi, þar sem um
tuttugu krakkar spiluðu á blásturs-
hljóðfæri og höfðu píanóleik sem
undirspil í nokkrum lögum.
Tónfundurinn í vikunni var öðrum
þræði undirbúningur fyrir landsmót
Samtaka íslenskra skólalúðrasveita
sem haldið verður á Akureyri um
helgina. Þetta mót er tileinkað
krökkum í eldri árgöngum hljóm-
sveitanna, en þau yngri tóku þátt í
landsmóti sem var í Breiðholti í
Reykjavík síðastliðið vor.
Fjórar sveitir í Reykjavík
Á vegum Reykjavíkurborgar eru
starfandi fjórar skólahljómsveitir,
hver í sínum borgarhlutanum. Skóla-
hljómsveit Grafarvogs var stofnuð
árið 1993 og hefur bækistöð í Húsa-
skóla. Kennsla sem þrettán kennarar
sinna fer svo fram í ellefu grunn-
skólum á starfssvæðinu sem spannar
Grafarvog, Grafarholt og Úlfars-
árdal.
„Alls eru um 130 krakkar í sveit-
inni sem við svo skiptum upp í fjóra
hópa. Krakkarnir eru á aldrinum
átta til 16 ára en flest á bilinu 12-13
ára. Það er allur gangur á því hvaða
hljóðfæri krakkarnir velja að læra á,
þverflauta og trommur eru vinsæl-
ustu hljóðfærin og þar er biðlisti en
meira svigrúm að komast að í námi
til dæmis á klarinett, básúnu og
trompet,“ segir Einar um starf sveit-
arinnar, sem heldur stóra tónleika á
ári hverju, sem meðal annars hafa
verið í Hörpu. Að öðru leyti er stefn-
an að fara meira út á meðal fólks í
Grafarvoginum og þar í kring, halda
tónfundi og fylla loftið af fallegum
tónum.
Engin leið að hætta.
„Bókasafnið í Spönginni, sem nú
er raunar kallað menningarhús,
hentar vel fyrir tónfundi, sem annars
eru oftast í skólunum. Þangað mæta
þá kannski foreldrar þeirra, ömmur
og afar og þar eru krakkarnir oft
óframfærnir en þegar þeir spila
opinberlega eflist sjálfstraustið og
allt gengur vel. Tónlistin er svo ótrú-
lega gefandi,“ segir Einar og rifjar
upp að árið 2013, þegar liðin voru
tuttugu ár frá því Skólahljómsveit
Grafarvogs var stofnuð, kom fólk úr
fyrsta hópnum saman til að rifja upp
gamla tíma og taka í hljóðfæri.
„Þeim fannst gaman að hittast aft-
ur og það var engin leið að hætta og
úr þessu varð Brassband Reykjavík-
ur, sem æfir reglulega og heldur tón-
leika. Þannig fylgir tónlistin fólki og
veitir öllum ánægju,“ segir Einar.
Morgunblaðið/Eggert
Trompet Erla Kristín Ásgeirsdóttir spilar á tónfundi, en slíkar samkomur eru falleg viðbót við menningarlífið.
Þau spila í Spönginni
Vinsæl skólahljómsveit í Grafarvogi Þverflauta og
trommur vinsælust Tónfundirnir bæta samfélagið
Stjórnandi Einar Jónsson hefur
lengi stýrt skólahljómsveitinni.