Morgunblaðið - 19.10.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 19.10.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúru- hamfara. Sömuleiðis þurfa bændur að vera með landbúnaðartryggingar sem innifela brunatryggingu til að fá bætur úr náttúruhamfaratrygg- ingu vegna tjóns á t.d. búfé, vélum og fóðri vegna náttúruhamfara. Þetta kom fram í erindi Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Náttúruhamfara- tryggingar Íslands (NTÍ), á Kötlu- ráðstefnu í Vík í Mýrdal 12. október. Fasteignir skyldutryggðar Skylda er að vátryggja fasteignir og er iðgjaldi til NTÍ innheimt sam- hliða brunatryggingariðgjaldinu. Einnig er skyldutrygging á opin- berum mannvirkjum svo sem veitu- mannvirkjum, hafnarmannvirkjum, brúm lengri en 50 metra, raforku- virkjum og síma- og fjarskipta- mannvirkjum sem eru í meiri- hlutaeigu hins opinbera. Þessi mannvirki eru því tryggð gegn mögulegu tjóni vegna náttúru- hamfara. Hulda Ragnheiður sagði að um 70% landsmanna tryggðu lausafé sitt sem þýddi að um 30% væru ekki með lausafé sitt og innbú brunatryggt. Þeir fengju því ekki bætur yrði tjón á lausafénu í nátt- úruhamförum. Verðmæti sem ekki er hægt að vátryggja með náttúruhamfara- tryggingu hjá NTÍ eru t.d. vegir, land, ökutæki og fjarskipta- og veitumannvirki í einkaeigu. Tjón vegna rekstrarstöðvunar eða ann- ars tekjumissis fæst ekki bætt hjá NTÍ. Nágrannar Kötlu Hulda Ragnheiður sýndi sviðs- mynd þar sem gert var ráð fyrir miklu öskufalli og jökulhlaupi til austurs frá Kötlu. Á því svæði eru 530 fasteignir að heildarvirði fjórir milljarðar. Tjón gæti orðið mjög mikið. Lausafé er á um 200 vá- tryggingastöðum að heildarvirði 2,6 milljarðar. Talsvert margir þeirra eru ekki með brunatryggingu á lausafé. Talið er að umfang tjóns yrði fremur mikið. Á svæðinu eru fjórar brýr lengri en 50 metrar, vatnsveita, fráveita og rafveita sem allt er tryggt hjá NTÍ. Önnur sviðsmynd sneri að því ef mikið öskufall og jökulhlaup yrði til vesturs, það er niður Þórsmörk og Markarfljótsaura og vestur eftir láglendinu. Á því svæði eru 1.730 fasteignir að heildarvirði 37 millj- arðar. Tjón gæti orðið mjög mikið. Lausafé er á 535 vátryggingastöð- um að heildarvirði 12 milljarðar og þykir líklegt að umfang tjóns yrði fremur mikið. Ekki er lausafjár- trygging á talsvert mörgum af þess- um stöðum, að sögn Huldu. Á þessu svæði eru tvær brýr lengri en 50 metrar og einnig vatnsveitur, frá- veitur, rafveitur, fjarskiptamann- virki og Landeyjahöfn. NTÍ tók við hlutverki Viðlaga- tryggingar Íslands 1. júlí síðastlið- inn. NTÍ er tryggingafélag í eigu ís- lenska ríkisins og vátryggir vegna tjóns af völdum náttúruhamfara, það er gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Hulda Ragnheiður nefndi sérstaklega af- leiðingar eldgosa á borð við jökul- hlaup, öskufall, hraunrennsli, gjóskuhlaup og eldsvoða sem bein- línis verða raktir til eldgoss en tjón af þeirra völdum falla undir vá- tryggingavernd NTÍ. Kötlugos Sviðsmyndir gera ráð fyrir öskufalli og jökulhlaupi til austurs eða vesturs komi til Kötlugoss. Mýrdalsjökull Kötlugos – mögulegar sviðsmyndir Öskufall og gjóskulag ræðst af vindátt Mögulegt flóðasvæði vegna hlaups í austurátt frá Kötlu Mögulegt flóðasvæði vegna hlaups í vesturátt frá Kötlu Mögulegt flóðasvæði Fasteignir Heimild: NTÍ Katla Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum  Um 30% landsmanna hafa ekki tryggt lausafé  Fá því ekki bætur verði tjón á lausafé vegna náttúruhamfara Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Þá er verið að ræða við hollenska ferða- skrifstofu um leiguflug þaðan. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefna- stjóri Flugklasans AIR 66N sem vinnur að markaðssetningu Akur- eyrarflugvallar, staðfestir að áfram- haldandi samstarf verði við Super Break um beint leiguflug í vetur. Fyrirtækið verður með 29 brottfarir samtals frá 18 flugvöllum í Bretlandi á tímabilinu frá 10. desember og fram í mars. Í fyrra voru 14 brottfarir. Flogið er tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Flogið er frá flugvöll- um sem ekki hafa tengingu við Kefla- víkurflugvöll, yfirleitt smærri völlum. Ferðaskrifstofan hefur samið við nýtt flugfélag um að flytja farþegana og eru notaðar 202 sæta flugvélar en vélarnar sem notaðar voru í fyrra- vetur tóku 189 farþega. Við þetta eykst framboðið úr 2.646 í 5.858 flugsæti. Hjalti Páll segir að þessi starfsemi virðist gefa góða raun og láti forsvarsmenn Super Break vel af sölunni. Ef miðað er við 90-95% sætanýtingu má gera ráð fyrir að 5.300 til 5.500 Bretar fari um Akur- eyrarflugvöll í vetur og njóti ferða- þjónustunnar á Norðurlandi. Flugklasinn er í viðræðum við hol- lenska ferðaskrifstofu um beint leigu- flug til Akureyrar og fleiri verkefni sem miða að því að auka ferðamanna- strauminn beint til Norðurlands. Hjalti segir ekki hægt að staðfesta að af því verði en það skýrist vonandi fljótlega. Áætlunarflug í kjölfarið Hugmyndin byggist á sama grunni og flug Super Break, að byrja á röð leigufluga til að byggja upp áfanga- staðinn og síðan komi beint áætlunar- flug í fyllingu tímans. Flugklasinn er einnig í sambandi við flugfélög um beint áætlunarflug en Hjalti segir ekkert að frétta af þeim málum nú. Flugþróunarsjóður stjórnvalda styður flug til flugvalla á landsbyggð- inni, bæði með krónutölustyrk út á hvern farþega og veitir einnig styrki til markaðssetningar á móti viðkom- andi ferðaskipuleggjanda. Hjalti seg- ir að það hafi hjálpað til við að koma á fluginu frá Bretlandi og muni gagnast í viðræðum við Hollendingana. Ákveðin vandamál komu upp á Akureyrarvelli vegna veðurs á síðasta vetri og lentu vélarnar nokkrum sinn- um í Keflavík. Hjalti vonast til þess að meginhluti þeirra vandamála leysist með nýju flugfélagi. Það undirbúi sig betur en það eldra. Sendi til dæmis flugvél með hóp flugmanna til að at- huga aðflugsaðstæður á Akureyrar- flugvelli og ræða við starfsmenn flug- vallarins. Búið er að ákveða að setja upp ILS-aðflugsbúnað úr norðri en það verður ekki fyrr en á næsta ári. Bæta þarf aðstöðuna Hjalti segir nauðsynlegt að bæta aðstöðuna frekar á Akureyrarflug- velli, stækka flughlaðið eins og drög hafi verið lögð að og laga aðstöðu inn- anhúss fyrir farþega. Það sé ekki síst mikilvægt fyrir flugöryggi í landinu. Mikil aukning hafi orðið á flugi til Keflavíkurflugvallar og vélarnar þurfi að eiga varaflugvöll ef eitthvað komi uppá þar. Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarflugvöllur Fljótt myndast biðraðir við flugstöðina, eins og gerð- ist í fyrsta flugi Super Break í fyrravetur. Flugklasinn vill bæta aðstöðuna.  Áframhaldandi samstarf við Super Break um beint flug til Akureyrar  Sætaframboð meira en tvöfaldast frá síðasta vetri  Rætt við hollenska ferðaskrifstofu um sambærilegt verkefni „Tjónið er meira en við óttuð- umst,“ segir Lárus Bl. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- félagsins Vals, en vatnsleki kom upp í húsnæði félagsins í Hlíðar- enda og uppgötvaðist í gærmorg- un. Hafði rör við vatnsinntak, sem meðal annars leiðir að vökv- arakerfi knatt- spyrnuvallarins, gefið sig. Var vatnið að sögn Lárusar um eins metra djúpt í kjallara íþrótta- hússins þegar menn komu þar að í gærmorgun. „Það kom í ljós að rafmagnstafla og allt rafmagn sem snýr að að- alrafstöðinni er ónýtt. Þá er allur búnaður í tæknirými sem var í kjallaranum ónýtur,“ segir Lárus en hann sagði ekkert liggja fyrir um hversu mikið fjárhagstjón yrði að ræða vegna lekans. Var verið að vinna að því að koma rafmagni aft- ur á húsið í gærkvöldi og tókst að setja upp vararafstöð um hálfníu- leytið í gærkvöldi. Var stefnt að því að opna húsið á ný í dag og sagði Lárus að það væri vilji allra, bæði tryggingafélags og Vals- manna, að koma hinni reglulegu æfingastarfsemi félagsins sem fyrst af stað á ný, en óttast var í gær að mögulega þyrfti að færa heimaleik Vals í Olísdeildinni um helgina vegna lekans. Nokkuð var af sögulegum minj- um, ljósmyndum og málverkum sem tengjast sögu félagsins í kjall- ara hússins og var óttast í gær að leikinn hefði valdið þar óbætanlegu tjóni. Lárus segir hins vegar að það líti betur út en óttast var. „Sem betur fer sýnist okkur í fljótu bragði að tjónið sé ekki eins mikið og við óttuðumst.“ Hins vegar sé nokkuð um að ljósmyndir og skjöl hafi eyðilagst eða séu illa farin eft- ir lekann. Það hafi þó verið bót í máli að minjar um sögu félagsins væru geymdar víðar en í kjallara hússins. „Þessi þáttur hefði getað farið miklu verr, þó að það sé alltaf ömurlegt að lenda í svona,“ segir Lárus að lokum. sgs@mbl.is Tjón Vals meira en óttast var  Mikill vatnsleki kom upp í fyrrinótt Lárus Bl. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.