Morgunblaðið - 19.10.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 19.10.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Íslendingar hafa búið við einstakaefnahagslega tíð á síðastliðnum árum. Verðbólgan hefur verið lág, hagvöxtur góður og kaupmáttar- aukning framúrskarandi. Þetta hefur vakið athygli víða, enda hvergi á byggðu bóli hægt að benda á jafn já- kvæða almenna efnahagsþróun.    Innan Evrópusam-bandsins er sérstaklega áber- andi að ríki sem lentu illa í efnahags- áfallinu fyrir áratug sitja enn föst í efna- hagsvanda evru- skuldasúpunnar og komast hvergi.    Það jákvæða við stöðuna hér álandi er að ekkert sérstakt ætti að verða til þess að spilla henni. Þessi jákvæða þróun ætti með öðr- um orðum að geta haldið áfram.    En það er líka hægt að spillahenni og í raun hægur vandi. Það eina sem þarf eru óskynsam- legar aðgerðir innanlands. Um þessar mundir er veruleg hætta á að verkalýðshreyfingin misstígi sig og skaði með því allt launafólk.    Fram eru komnar kröfur semvalda miklum áhyggjum í at- vinnulífinu. Þar vita allir að kröf- urnar standast ekki.    Þetta veit forysta verkalýðs-hreyfingarinnar líka og þess vegna neitar hún að reikna út hvaða afleiðingar kröfurnar munu hafa.    Þetta er ábyrgðarleysi sem for-ysta í félögum tuga þúsunda launamanna getur ekki leyft sér. Allt er hægt að eyðileggja STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er enn búið að mynda starfshóp stjórn- valda, stofnana og samtaka á vinnumarkaði um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum á vinnu- markaði en fimm vikur eru liðnar frá því að ríkisstjórnin samþykkti hinn 14. september, að tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, að efna til víðtæks sam- starfs um verkefnið. Ástæða þess að verkefnið er ekki komið í gang er sú að ekki hafa allir þeir aðilar sem boðið var að taka þátt í samstarfinu gengið frá tilnefningu fulltrúa í starfshópinn. ,,Við óskuðum eftir tilnefningum í hann en það hefur aðeins dregist hjá aðilum að senda okkur tilnefningar. Við erum að reka á eftir þessu. Þetta er stór hópur en hann hefur ekki enn kom- ið saman,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra. Þegar aðgerðirnar voru kynntar kom fram að markmiðið væri að skoða mögulegar lagabreyt- ingar og leggja til leiðir sem vænlegar væru til árangurs til að sporna við félagslegum undirboð- um. Aðspurður segir Arnar Þór enga tregðu á að ráðast í þetta verkefni. ,,Það vilja allir fara í þessa vinnu,“ segir hann og bætir við að strax eftir að hópurinn verður fullskipaður hefjist vinnan af fullum krafti. Reikna megi með að til- lögur um aðgerðir geti legið fyrir með vorinu. Eftirtöldum var boðið að taka þátt í samstarf- inu, sem verður undir forystu velferðarráðuneyt- isins: ASÍ, atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti, BHM, BSRB, dómsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Ríkislögreglu- stjóra, Ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Vinnu- eftirliti ríkisins og Vinnumálastofnun. omfr@mbl.is Átaksverkefni ekki komið í gang  Enn vantar tilnefningar í starfshóp ráðherra gegn félagslegum undirboðum Rannsóknarsetrið EDDA við Há- skóla Íslands, í samvinnu við nor- ræna öndvegissetrið ReNEW, stendur fyrir alþjóðaráðstefnu 19.- 20. október 2018 um neyðarvöld og stjórnmál undir heitinu States of Exception and the Politics of Anger. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Í kynningu á dagskránni segir: Ríkisstjórnir og yfirþjóðlegar stofn- anir hafa í vaxandi mæli nýtt sér neyðarheimildir til að takast á við aðsteðjandi vanda á borð við stjórn- málaólgu, hryðjuverk, náttúru- hamfarir og fjármálakreppur. Erlendir og innlendir fræðimenn Á ráðstefnunni koma saman er- lendir og innlendir fræðimenn á sviði sagnfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, lögfræði, heimspeki, fé- lagsfræði og bókmenntafræði til að fjalla um neyðarvöld og -stjórnmál í samtímalegu og sögulegu sam- hengi. Sjónum verður m.a. beint að áskorunum sem lýðræðiskerfið stendur frammi fyrir. Hér má m.a. nefna uppgang róttækra popúlískra þjóðernisflokka, fjármálakreppur, pólitískt ofbeldi, áhrif samfélags- miðla og tæknibreytinga og birting- armyndir eftirlitsiðnaðar og gagna- gnóttar (e. Big Data). Á ráðstefnunni mun Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra flytja fyrirlestur um pólitíska ólgu í kjöl- far fjármálakreppunnar. Meðal erlendra fyrirlesara eru Nadia Urbinati, prófessor í stjórn- málafræði við Columbia-háskóla í New York, James K. Galbraith, prófessor í hagfræði við Texas- háskóla í Austin, sem var ráðgjafi Yanis Varoufakis, fyrrv. fjármála- ráðherra Grikklands, Claudia Ara- dau, prófessor í alþjóðastjórn- málum við King’s College í London, og Hans Köchler, prófessor í heim- speki við Innsbruck-háskóla. Alþjóðleg ráðstefna um pólitísk neyðarvöld  Í Þjóðminjasafninu í dag og morgun Nadia Urbinati James Galbraith

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.