Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 14

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 14
17.11. 1918 Hlé varð á útgáfu Morgunblaðsins í tíu daga vegna veikinnar. Þegar blaðið kom aftur út var heil síða lögð undir andlátstilkynningar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hundrað ár eru í dag síðan spánska veikin barst til Íslands með skipunum Willemoes frá Bandaríkjunum og Botníu frá Kaupmannahöfn. Veikin dró 484 Íslendinga til dauða. Helmingur þeirra var á aldrinum 20-40 ára. Þar við bættust fósturlát, en tölu- vert var um þau, að því er segir á Vísindavefnum. Veikin kom þyngst niður á Reykvíkingum og dóu 258 manns þar, 44 í Keflavík, 31 á Eyrarbakka, 28 á Akranesi og 25 í Vestmannaeyjum svo dæmi séu tekin. Það tókst að verja Norður- og Austurland með því að loka landshlutana af. Spánska veikin er mannskæð- asta farsótt sögunnar. Um fimmt- ungur mannkyns sýktist og um 25 milljónir dóu. Sumir telja að enn fleiri hafi látist eða allt að 40 millj- ónir manna. Veikin var afar skæð- ur inflúensufaraldur sem herjaði á fólk á besta aldri 1918-1919 víða um heim. Taka mið af spánsku veikinni Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir telur það vel geta gerst að jafn skæður inflúensufaraldur og spánska veikin komi aftur upp. „Það eru alltaf að koma upp nýir og nýir stofnar af inflúensu,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margir þessara nýju stofna smituðust ekki á milli manna. „En svo geta komið stofnar sem eru bæði skæðir og smitast á milli manna. Svo virðist sem spánska veikin 1918 hafi verið hvort tveggja. Smitaðist auðveld- lega og var skæð. Af þeim sem sýktust dóu 2-3%.“ Aðrir heimsfar- aldrar inflúensu sem komið hafa síðan hafa ekki verið jafn skæðir. Viðbragðsáætlanir við heimsfar- aldri inflúensu taka mið af spánsku veikinni, að sögn Þórólfs. Hann taldi að í dag væri erfitt að tak- marka samgöngur jafn mikið og hér var gert 1918 til að hamla út- breiðslu inflúensufaraldurs. „Við erum með landsáætlun gegn heimsfaraldri inflúensu sem var endurskoðuð 2016. Þar er tekið á öllum innviðum samfélagsins. Þar á meðal hefur Vegagerðin það hlutverk að loka vegum, en það mun ekki koma í veg fyrir að flensan fari á milli landshluta held- ur tefja útbreiðsluna. Tilgangurinn með mörgum þessara aðgerða er að jafna útbreiðsluna út þannig að innviðir samfélagsins séu betur búnir til að ráða við hana.“ Nýlega var undirritaður samn- ingur um kauptryggingu á 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu. Þór- ólfur sagði að það væri mikilvægur þáttur í að draga úr inflúensu- faraldri og koma í veg fyrir að margir veikist. Vandinn sé sá að líklega fáist bóluefnið ekki jafn fljótt og menn vilji vegna fram- leiðsluferlisins sem tekur 4-6 mán- uði frá því að heimsfaraldur byrj- ar. Þórólfur nefndi að heilbrigðis- starfsmenn væru í forgangi við bólusetningu því mikilvægt væri að halda heilbrigðisþjónustunni gang- andi. Auk samnings um bóluefni eru til veirulyf fyrir um 50.000 manns og einnig eru til birgðir af öðrum nauðsynlegum lyfjum og hlífðar- búnaði. „Allt þetta mun vonandi geta fleytt okkur yfir erfiðasta hjallann,“ sagði Þórólfur. Ef fjöldi þeirra sem létust í spánsku veikinni á fimm vikum ár- ið 1918 í Reykjavík er framreikn- aður til dagsins í dag gerir það um 3.700 manns. „Engir spítalar eða heilbrigðisstofnanir ráða við slíkan faraldur,“ sagði Þórólfur. „Vonandi munu varúðarráðstafanir draga úr fjölda sýkinga svo slíkur faraldur verði ekki jafn alvarlegur og 1918.“ Þórólfur sagði að margir efist um að spánska veikin hafi komið með Willemoes og Botníu 1918. „Það gekk hér inflúensa sumarið 1918. Þórður Thoroddsen gat þess sérstaklega að þeir sem fengu sumarinflúensuna hafi ekki veikst þegar spánska veikin kom,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að frá því að maður smitast af inflúensu og þar til hann veikist líði 2-3 dagar. Eftir því hefðu nánast allir um borð í Botníu átt að vera fárveikir þegar hún kom, en svo var ekki. Skæð inflúensa getur komið aftur  100 ár frá því að spánska veikin kom til Íslands  Dró 484 Íslendinga til dauða  Lagðist á fólk á besta aldri  Varúðarráðstafanir vegna heimsfaraldurs inflúensu 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.