Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er ekkivitað meðfullri vissu hvað gekk á í ræðis- mannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Ist- anbul. Yfirgnæf- andi líkur standa til þess að Jamal Khashoggi hafi þar mætt örlögum sínum. Og fá rök standa til þess að mark sé takandi á þeim „skýringum“ að yfirheyrslur yfir manninum hafi endað „slysalega“. Tyrkir segjast búa yfir óyggj- andi sönnun um að Khashoggi hafi verið myrtur í sendi- skrifstofunni af sérhæfðu liði Sáda sem sent var í einkaþotum til verksins. Þar hafi farið líf- látssveit sem hafi einnig pyntað varnarlausan manninn. Ótrúlega aulalegur frétta- flutningur af málinu gerir það óskiljanlegra en þyrfti. Lengi vel var ekki önnur skýring gefin á því, hvers vegna Khashoggi var pyntaður og myrtur af lönd- um sínum en að hann hafi verið blaðamaður! Skyldi nokkur leyniþjónusta senda fjölmenna aftökusveit í tveimur einkaþot- um fyrir allra augum til þess eins að fækka í hópi tugþúsunda „fjandsamlegra“ blaðamanna um einn? Dæmin sanna að blaðamenn mæta víða ofsóknum og ógnum af hálfu ríkisvaldsins. Þekkt dæmi eru um morð og morð- tilræði við þá. Aðferðirnar eru breytilegar og óvenjulegar. Regnhlífum er breytt í morð- vopn. Fórnarlambið fellur af brautarpalli fyrir aðvífandi lest. Fórnarlambið „fremur sjálfs- morð“ með því að „kasta sér fram af svölum“ eftir að óþekkt- ir menn sóttu það heim og svo mætti lengi telja. Oft er örðugt að færa fram fullnægjandi sann- anir, þótt grunsemdir og vís- bendingar séu miklar. Yfirvöld í Tyrklandi hafa ekki, þegar þetta er ritað, birt opinberlega sínar sannanir, þótt lýsingar talsmanna þeirra á at- burðum hafi verið ítrekaðar. En meginsönnunin hefur verið sýnd oft í sjónvarpi um víða ver- öld. Hún sýnir Khashoggi fara inn í ræðisskrifstofuna en engin merki eru um að þaðan hafi hann komið aftur. Tyrknesk yfirvöld hafa loks fengið að gera vettvangsathugun á ræðis- skrifstofunni og þar fundust engin merki um Khashoggi. En rétt eins og það að hundurinn sem ekki gelti sannaði glæpinn í frægri sögu um Sherlock Holm- es þá hrópar mannlaus sendi- skrifstofan ásakanir til alls um- heimsins. Hinn aulalegi fréttaflutn- ingur af málinu, þar sem hið ís- lenska „RÚV“ deilir toppsætinu með mörgum öðrum, hefur gert ómögulegt að skynja og skilja ástæður hins meinta glæps. Er ætlast til að fólk trúi því að stjórn Tyrklands með Er- dogan í broddi fylk- ingar sé í öngum sínum vegna örlaga eins blaðamanns? Sú stjórn heldur tugum blaðamanna á bak við rimla vegna frétta þeirra um framgöngu hennar og fjöldi dómara dúsar þar einnig svo þess er ekki að vænta að hinir ólánsömu fjölmiðlamenn kynn- ist í bráð öðru réttlæti en þeim er skammtað. Harka Tyrkja nú er því ekki komin til vegna almennrar um- hyggju fyrir blaða- og frétta- mönnum. Og Tyrkir eru ekki einir í slíkum efnum. Þetta er reglan en ekki undantekningin á þess- um slóðum. Á Íslandi hafa menn getað séð glitta í skiljanlegar skýringar á atvikunum í Morgunblaðinu. En nú eru merki um að fleiri fjölmiðlar falli ekki sjálfkrafa í einfeldningslega stöðlun sem hjarðeðlið skammtar. Eftirfar- andi er úr fréttaskýringu Wash- ington Times í gær: „Hin gefna forskrift á stórfurðulegri at- burðarás varðandi sádi-arab- íska blaðamanninn Jamal Khas- hoggi, með starfsstöð í Banda- ríkjunum, er að hinn ungi harðskeytti krónprins Sádi- Arabíu hafi fyrirskipað mann- rán hans og hugsanlega aftöku til að þagga niður í sérlega áhrifamiklum gagnrýnanda sem hafi skrifað niðurlægjandi pistla og mikið lesna um konungsfjöl- skylduna í Riyadh og hina metnaðarfullu umbótaáætlun krónprinsins. En þeir sem þekkja til segja að mun dýpri undirliggjandi ástæður hafi skipt meira máli í hvarfi Khashoggis og eigi rót í langvarandi stjórnmálalegum afskiptum hans og mjög nánum tengslum hans við leyniþjón- ustu Sádi-Arabíu og þá ekki síst miklum tengslum hans við hið íslamska Bræðralag múslíma. Khashoggi, sem var 59 ára þegar hann hvarf 2. október sl. í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul, er sagður hafa fyrir mörgum árum dregið úr form- legum tengslum sínum við Bræðralagið, en þau tengsl hafi verið rótin að tortryggni krón- prinsins Mohammed bin Salm- an í hans garð.“ Blaðið getur þess einnig að Khashoggi hafi fyrir einu ári stofnað stjórn- málahreyfinguna DOWN, Democracy for the Arab World Now. Þeir sem aðeins fylgjast með erlendum fréttaskýringum „RÚV“ eru litlu nær um þetta alvarlega mál, eins og ótal mörg önnur. En einfeldningsleg meðferð þess er þó sérlega sláandi. Staðreyndir um raunverulegan feril Khashoggis upplýsa en afsaka ekki hvað á bak við liggur} Afdalaháttur Í slenska krónan hefur fallið um 13 pró- sent frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Þrátt fyrir það eru íslensk stjórnvöld þögul sem gröfin og engin viðbrögð sýnileg til bjargar íslenskum almenningi. Það er jú almenningur sem borgar fyrir sveiflurnar. Lán hækka en fyrir var vitað að ís- lenskar fjölskyldur greiða hlutfallslega mun meira af launum sínum fyrir húsnæði en þekk- ist í nágrannaríkjum. Þá eru vextir og verð- trygging samofin þessum sveiflum íslensku krónunnar og ekki í neinu samhengi við það sem þar þekkist. Öll innkaup verða dýrari og síðast en ekki síst munu íslensk fyrirtæki, önn- ur en þau sem eru í útflutningi, nú eiga erfiðara með rekstur sinn. Að mati Seðlabanka Íslands kostar íslenska krónan heimilin í landinu upp undir 29 milljarða króna á ári! Íslenska krónan, sem er minnsti gjaldmiðill í heimi, hefur sveiflast eins og pendúll alla tíð með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki. Það að halda úti svona lítilli mynt hefur þannig mikil og víðtæk áhrif því kaupmáttur minnkar og samkeppnisstaða fyrirtækja versnar með svo sveiflukenndum gjaldmiðli eins og okkar. Þannig getur eigin gjaldmiðill í raun komið í veg fyrir viðskipti við fyrirtæki í öðrum löndum sem reyna, eins og allir, að gera áætlanir fram í tímann. Með viðskiptum sínum við íslensk fyrirtæki er fólgin áhætta því gjaldmiðillinn er ólíkindatól sem fáir geta stólað á. Þegar gengi krónunnar er hátt heyrist ramakvein í útflutningsfyrirtækjum eins og sjávar- útvegsfyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum. Þegar gengið er lágt kvarta aðrir innflytjendur og almenningur. Jafnvægi er lausnin. Til að hægt sé að gera áætlun, vita hvort vinnumark- aður hafi ráð á að hækka laun og hversu mikils þurfi að krefjast þarf nauðsynlega að vita hvernig gjaldmiðlinum okkar, íslensku krón- unni, kemur til með að vegna í náinni framtíð. Eins og sagði í upphafi hefur íslenska krón- an tekið þetta miklum breytingum frá byrjun desember 2017 og þannig ljóst að áætlanir sem gerðar voru á þeim tíma eru fjarri raunveru- leikanum í dag. Því miður virðast þeir sem tala helst fyrir sjálfstæði íslensku krónunnar gera slíkt með einhverjum tilfinningarökum frekar en skynsemi. Færeyingar hafa sína eigin krónu en hún er tengd hinni dönsku sem svo tengist evru. Þannig geta þessar þjóðir, sem og aðrar Evrópuþjóðir sem ekki hafa tekið upp evru, rekið sín samfélög í jafnvægi. Hér greiða íslensk heimili hins vegar hundruð þúsunda króna á ári í aukakostnað, eingöngu vegna hins íslenska og ótengda örmiðils. Ég er sannfærð um að íslenskur al- menningur á betra skilið og myndi kjósa að nýta fjármuni sína í eitthvað annað en kostnað við krónuna. Það þurfa stjórnvöld að hugleiða. Helga Vala Helgadóttir Pistill Krónan, já krónan Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að hlutisveitarfélaga sé að færastfrá fjárhagslegri sjálf-bærni. Þá kunna einstaka sveitarfélög að verða ósjálfbær á næsta áratug. Þetta kemur fram í greiningu Analytica á fjármálum sveitarfélaga. Niðurstöðurnar voru kynntar á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna. Þær benda til að eftir mikinn bata í fjár- málum sveitarfélaga kunni að vera megurri ár framundan hjá ýmsum sveitarfélögum. Samkvæmt greiningunni eru, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta, horfur á örari vexti útgjalda en tekna hjá sveitarfélögunum almennt. Lögð er fram sviðsmynd fyrir landið í heild. Samkvæmt henni munu tekjur sveitarfélaganna aukast um að jafn- aði 3,1% á ári til 2023 en gjöldin um 3,8%. Mun því draga saman með þessum stærðum. Um miðjan næsta áratug gæti svigrúm sveitarfélag- anna til fjárfestinga því minnkað. Það gæti aftur dregið úr skatttekjum í framtíðinni. Lítil fólksfjölgun vandamál Fram kom í máli Yngva Harðar- sonar, framkvæmdastjóra Analytica, að Akureyri væri dæmi um sveitarfé- lag þar sem blikur væru á lofti í þess- um efnum. Þar væri lítil fjölgun fólks á vinnualdri. Það sama gildi um Vest- mannaeyjar. Þar fari saman lítil fólksfjölgun og öldrun íbúanna. Við þessa greiningu er lagt mat á hvort frumjöfnuður dugi til að standa undir skuldum og skuldbindingum. Með frumjöfnuði er átt við mismun heild- artekna og heildargjalda, að með- töldum fjárfestingum án vaxtagjalda og vaxtatekna. Þ.e.a.s. þegar horft er framhjá kostnaði við að greiða niður skuldirnar er metið hverju annar rekstur þarf að skila af sér til að sveitarfélög geti minnkað skuldir. Yngvi segir að þótt fjármál A- hluta sveitarfélaga séu sjálfbær á heildina litið árin 2017-2023 kunni lýðfræðileg þróun hins vegar að ógna sjálfbærninni. Dæmi um neikvæða lýðfræðilega þróun er að spáð sé að fólki á vinnualdri fjölgi ekki á Sel- tjarnarnesi. Þá sé spáð fækkun í Bol- ungarvík. „Spár um litla fjölgun fólks á vinnualdri á Akureyri, í Bolungarvík, á Seltjarnarnesi og í Vestmanna- eyjum bendir til að rekstur þessara sveitarfélaga kunni að vera fjárhags- lega ósjálfbær,“ segir Yngvi. Í erindinu kom þó fram að sveitarfélögin séu ekki áhrifalaus í þessum efnum og að einhverjir möguleikar séu á að hafa áhrif á mikilvægar forsendur, s.s. fjölgun fólks á vinnufærum aldri. Ferðaþjónustan drífandi Í greiningu Analytica eru dregn- ar saman niðurstöður fyrir sveitar- félög eftir því hvaða atvinnugreinar eru taldar drífandi. Þar kemur fram að búist er við að árin 2017-2023 verði best staða á frumjöfnuði í ferðaþjón- ustudrifnum sveitarfélögum en slök- ust í þjónustudrifnum sveitarfélög- um. Þá séu ákveðnar blikur á lofti varðandi vöxt einstaka gjaldaliða og hætta á miklum vexti útgjalda í stórum málaflokkum, s.s. vegna um- ferðar- og samgöngumála og málefna fatlaðra. Skuldir sveitarfélaganna jukust mikið eftir efnahagshrunið 2008. Þá meðal annars vegna erlendra lána. Yngvi bendir á að verði frumjöfnuður neikvæður hjá sveitarfélögunum muni það kalla á aukna lántöku. Hann bendir á að samtímis því sem hlutfall frumjafnaðar hafi farið hækkandi frá 2015 hafi fjárfesting- arhlutfall lækkað. Því megi spyrja hvort fjárfestingin dugi til að standa undir þjónustu til framtíðar. Blikur á lofti í fjár- málum sveitarfélaga Fjárhagsleg sjálfbærni sveitarfélaganna 2002-2016 og áætlun fyrir 2017-2023 Áætlun Analytica fyrir 2017-2013 Heimild: Analytica 350 300 250 200 150 milljarðar kr. ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 Gjöld hærri en tekjur Áætlun 2017-2023: Tekjur hækka um 3,1% á ári Áætlun 2017-2023: Gjöld hækka um 3,8% á ári Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Akureyrar, segir eldra fólki að fjölga í bæjarfélaginu. Það leiti til Akureyrar, sem sé höfuð- borg landsbyggðarinnar og þjón- ustukjarni. Sú þróun sé áskorun. Skoða þurfi hlutdeild ríkisins í þjónustu fyrir aldraða. Meðal annars sé horft til hækkunar daggjalda á öldrunarheimilum. Jón Páll Hreinsson, bæjar- stjóri Bolungarvíkur, segir spár Byggðastofnunar gera ráð fyrir íbúafækkun á Vestfjörðum. Sú þróun hljóti að óbreyttu að fela í sér áskorun í fjármálum. Á hinn bóginn hafi íbúum Bolungarvíkur fjölgað um hér um bil 50 frá árs- byrjun 2017, í um 950. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir hlutfall eldri borgara yfir 14% í sveitar- félaginu, sem sé yfir lands- meðaltali. „Við gerum okkur grein fyrir stöðunni. Við vonum að betra jafnvægi verði hjá okkur varðandi þá sem fara út af vinnu- markaði sökum aldurs og þeirra sem eru að koma inn á hann.“ Lýðfræðin er áskorun ÍBÚAÞRÓUN ÚTI Á LANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.