Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Mikið hefur
verið rætt um
innri endur-
skoðun Reykja-
víkurborgar að
undanförnu að
gefnu tilefni.
Umræðan hefur
snúist um sjálf-
stæði hennar,
verkefni o.s.frv.
M.a.s. hafa aðilar
utan úr bæ sem
ekki er vitað til að hafi neitt yf-
ir henni að segja talið sig bæra
til að kalla til „óháða“ sérfræð-
inga, innri endurskoðun til
styrktar. Óvíst er að öll þessi
ummæli hafi verið innri endur-
skoðun til mikils gagns. Raun-
ar hafa margir tjáð sig með
þeim hætti að það gefur tilefni
til að útskýra fyrir almenningi
hvað þetta fyrirbæri er.
Í umboði borgarráðs
Innri endurskoðun er hluti
af stjórnkerfi Reykjavíkur-
borgar. Hún fer með fjármála-
og stjórnsýslueftirlit hjá
Reykjavíkurborg í umboði
borgarráðs. Hún nýtur algers
faglegs sjálfstæðis í störfum
sínum gagnvart allri stjórn-
sýslu borgarinnar, þ.m.t.
borgarstjóra. Innri endur-
skoðun á að vera laus við öll af-
skipti varðandi ákvarðanir á
umfangi innri endurskoðunar
og framkvæmd verkefna.
Innri endurskoðun getur líka
hafnað því að gera skoðun sem
borgarráð felur henni, telji
hún þá skoðun t.a.m. ekki sam-
ræmast sjálfstæði sínu.
Ekkert fer heldur á
milli mála að hún
ræður sjálf hverja
hún kallar sér til að-
stoðar, telji hún á
annað borð þörf á. Í
þeim efnum og öðr-
um hlítir hún engu
boðvaldi.
Ríkisend-
urskoðun
Ríkisendur-
skoðun er gerólík
innri endurskoðun
Reykjavíkurborgar hvað varð-
ar alla uppbyggingu, umfang
verka og lagalega stoð fyrir
sjálfstæði sínu. Í lögum um
ríkisendurskoðanda og endur-
skoðun ríkisreikninga segir að
ríkisendurskoðandi sé sjálf-
stæður og engum háður í störf-
um sínum. Jafnframt segir að
hann ákveði sjálfur hvernig
hann sinnir hlutverki sínu sam-
kvæmt lögunum. Ríkisendur-
skoðun er þannig sjálfstæð
gagnvart Alþingi og óháð
framkvæmdavaldinu sem það
hefur eftirlit með. Ríkisendur-
skoðandi annast t.d., ólíkt innri
endurskoðun Reykjavíkur-
borgar, endurskoðun ríkis-
reiknings og ársreikninga
ríkisaðila og ríkisfyrirtækja
svo og ársreikninga hluta-
félaga og sameignarfélaga þar
sem ríkið á helmingshlut eða
meira. Samanburður á ríkis-
endurskoðanda og innri
endurskoðun Reykjavíkur-
borgar því að hluta alveg óvið-
eigandi eins og sjá má við lág-
marksskoðun.
Hlutverk innri endurskoð-
unar Reykjavíkurborgar
Hlutverk innri endurskoð-
unar Reykjavíkurborgar er
miklu takmarkaðra en Ríkis-
endurskoðunar. Þess vegna er
sveitarfélögum lögskylt að
ráða jafnframt löggiltan
(„ytri“) endurskoðanda sem
annast skal endurskoðun árs-
reikninga hjá sveitarfélaginu.
Ýtarlega er um hann fjallað í
lögum, m.a. til að tryggja
óhæði hans. Eitt af hlut-
verkum hans er einmitt að
kanna hvort fullnægjandi
heimildir hafi verið fyrir út-
gjöldum og hvort almenn
stjórnsýsla sveitarfélags og
einstakar ákvarðanir af hálfu
þess séu í samræmi við reglur
um fjármál sveitarfélags,
ábyrga fjármálastjórn og upp-
lýsingaskyldu sveitarfélaga.
Innri endurskoðun Reykja-
víkurborgar fer ekki með
þetta lögbundna hlutverk þótt
hún geti veitt endurskoðand-
anum mikilvæga aðstoð í þess-
um efnum sem öðrum. – Ég
leyfi mér að vona að þessi
skrif verði svo til leiðbeiningar
þeim sem um málefni Reykja-
víkurborgar véla.
Innri endurskoðun
Reykjavíkurborgar
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
»Eitt af hlut-
verkum „ytri
endurskoðanda“ er
að kanna hvort full-
nægjandi heimildir
hafi verið fyrir út-
gjöldum.
Einar S.
Hálfdánarson
Höfundur er starfandi hæsta-
réttarlögmaður og löggiltur
endurskoðandi að mennt.
Til að byggja
upp öflugan og
skilvirkan hús-
næðismarkað hér á
landi þarf að auka
framboð á íbúðum,
tryggja hagkvæma
langtímafjár-
mögnun, halda
fasteignagjöldum
hóflegum og fjölga
valkostum sem eru
á markaðnum.
Sterk leigufélög mikilvæg
Uppbygging öflugra leigu-
félaga, sem geta boðið leigj-
endum örugga langtímaleigu
og flutning innan eignasafns
síns eftir þróun fjölskyldu-
stærðar, er mikilvægur þáttur í
því að byggja upp virkan mark-
að. Aukið framboð á hag-
kvæmu húsnæði hjá leigu-
félögum, sem njóta styrkja frá
ríki og sveitarfélögum og hafa
að markmiði að sinna tekju-
lægri hópum þjóðfélagsins, er
skref í rétta átt. Mikilvægt er
að vel takist til og með þessum
hætti þróist sterk leigufélög.
Almennur leigumarkaður er
svo valkostur fyrir allan þorra
almennings. Á þeim markaði
eru starfandi einkarekin leigu-
félög sem ruddu brautina fyrir
þá þróun íbúðaleigufélaga sem
hafin er. Ég hef haldið því fram
að á næstu árum þurfi íbúðum
á leigumarkaði að fjölga um tíu
þúsund og stutt það þeim rök-
um að framundan séu m.a.
fólksfjölgun, breytingar á við-
horfum, síbreytileg húsnæðis-
þörf og nýjar aðstæður í þjóð-
félaginu.
Samanlagt muni
það gera leigu,
tímabundna eða
varanlega, að
eftirsóknarverðu
búsetuformi á
þróuðum leigu-
markaði.
Góður fjárfest-
ingarkostur
Leiguverð og
kostnaður við að
búa í eigin hús-
næði haldast í hendur við bygg-
ingarkostnað og þróun fast-
eignaverðs eftir svæðum og
hverfum. Hagfræðingar hafa
haldið því fram að áhrifaríkast
sé að bregðast við háum hús-
næðiskostnaði með auknu
framboði af húsnæði. Jafnvel
frekar en aðgerðum á eftir-
spurnarhlið markaðarins, svo
sem með húsaleigu- eða vaxta-
bótum. Aukið framboð þrýstir
niður fasteigna- og leiguverði
og temprar verðbólgu sem síð-
an leiðir til áframhaldandi
vaxtalækkana.
Í rekstri fasteigna eru vextir
af lánsfé og fasteignagjöld ráð-
andi þáttur í rekstrarkostnaði.
Vilji stjórnvöld hafa áhrif á þró-
un leigumarkaðar og vilja til
fjárfestinga í leiguhúsnæði
ættu sjónir þeirra að beinast að
þessum þáttum. Þá hefur verið
á það bent að fyrir lífeyrissjóði,
tryggingafélög, líftrygginga-
félög og aðra langtímafjárfesta
sé fjárfesting í leigu- og bygg-
ingarfélögum góður kostur.
Dæmi eru um það frá ýmsum
Evrópulöndum að lífeyrissjóðir
hafi t.d. stuðlað að jafnvægi í
efnahagsmálum og traustum
húsnæðismarkaði með afger-
andi þátttöku á leigu- og bygg-
ingamarkaði. Ljóst er að líf-
eyrissjóðir og fjárfestingar-
sjóðir banka gætu tekið virkari
þátt í uppbyggingu íbúðamark-
aðar ef staðið væri með skipu-
legri hætti en nú er gert að út-
hlutun byggingarlóða, t.d. fyrir
heil hverfi, eins og um nýtt
Breiðholt væri að ræða. Slíkir
aðilar munu þó aldrei ganga til
fjárfestinga nema á markaðs-
forsendum.
Réttur leigjenda tryggður
Kröfur eru uppi um að
stjórnvöld setji reglur um
leigumarkaðinn sem tryggi
betur en nú er rétt leigjenda
gagnvart leigusölum. Það er
nauðsynjaverk og að því mun
vera stefnt af hálfu ráðherra
félagsmála. Regluverkið má þó
ekki gera svo ósveigjanlegt að
það verði til þess að taka fyrir
nýtt framboð af leiguhúsnæði
eins og dæmi er um. Reglu-
verkið þarf að styðja við upp-
byggingu leiguhúsnæðismark-
aðar og gera leigu að raunveru-
legum valmöguleika.
Aukið framboð og hag-
kvæm langtímafjármögnun
Eftir Guðbrand
Sigurðsson »Hagfræðingar
hafa haldið því
fram að áhrifaríkast
sé að bregðast við
háum húsnæðis-
kostnaði með auknu
framboði af hús-
næði.
Guðbrandur
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmda-
stjóri Heimavalla.
gudbrandur@heimavellir.is
✝ Snorri Jóns-son fæddist í
Reykjavík 7. maí
1988. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 11.
október 2018.
Foreldrar hans
eru Jón Snorri
Snorrason, lektor
við Háskólann á
Bifröst, f. 7.12.
1955, og Sigríður
Knútsdóttir, kennari við
Breiðagerðisskóla, f. 12.5.
1956. Systkini Snorra eru
Tryggvi, MSc. í alþjóða-
viðskiptum, f. 3.8. 1978, sam-
býliskona Rúna Thors, fag-
stjóri í vöruhönnun við Lista-
háskóla Íslands, f. 15.10. 1982,
og Hildur, BA í lögfræði, f.
13.2. 1982, sambýlismaður Alf-
redo Ferrise lyfjafræðingur, f.
2.12. 1983. Börn þeirra eru;
Tómas, f. 2012, Gabríel, f.
2014, og Sofia, f. 2018.
Snorri flutti með foreldrum
sínum og systkinum í Fossvog-
inn 1988, þegar hann var sex
mánaða. Hann bjó í Fossvogi
nær alla sína tíð, í Brautar-
landi, Hjallalandi og Geitlandi.
Taugarnar til Fossvogs-
hverfisins voru alltaf sterkar
og vinahópurinn sem þar
aftur heim haustið 2017 og
hélt til fyrri starfa hjá félag-
inu. Snorri stefndi á að þreyta
löggildingarpróf í endur-
skoðun á næsta ári.
Á sínum yngri árum æfði
Snorri sund hjá Ármanni og
keppti um land allt. Hann
stundaði skotveiði með vin-
unum svo ekki sé minnst á
tölvuleiki, helsta áhugamál
hans kynslóðar.
Ferðalög til sólarlanda á
æskuárunum og síðar meir
borgarferðir með fjölskyldu,
unnustu og vinum voru stór
þáttur í lífi Snorra. Eftir að
systir hans flutti til Rómar
voru farnar ófáar ferðir til
Ítalíu með foreldrum og syst-
kinum enda elskaði hann allt
það sem landið hefur upp á að
bjóða og ekki síst samveruna
við börn Hildar og Alfredo.
Hans öflugi vinahópur fór
einnig saman í sín ferðalög.
Standa þar upp úr tónleika-
ferð til London að sjá Rolling
Stones og heimsókn vinanna
til Snorra í Eindhoven. Í síð-
asta sumarfríinu naut Snorri
sín með systkinum og mökum
í sveitasælu á Ítalíu og hafði
hann þegar ráðgert ferðalög
með vinum og fjölskyldu síðar
á þessu ári.
Útför Snorra fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 19. októ-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 11.
myndaðist var stór
og samhentur, um
20 strákar sem
hafa haldið hópinn
alla tíð. Hann gekk
hefðbundna skóla-
göngu hverfisins;
Fossvogsskóli,
Réttó og síðan
Menntaskólinn við
Sund. Að loknu
stúdentsprófi vann
hann sem frí-
stundaleiðbeinandi hjá Reykja-
víkurborg en settist þá á
skólabekk í Háskólanum í
Reykjavík og nam viðskipta-
fræði. Lauk hann BS-prófi ár-
ið 2014 og hóf þá um haustið
meistaranám í endurskoðun
við sama skóla ásamt starfs-
námi hjá endurskoðunar-
skrifstofu Ernest & Young
(EY). Snorri lauk M.Acc-prófi
árið 2016 og hóf í framhaldi
fullt starf á skrifstofum EY í
Reykjavík.
Snorri fékk síðar tækifæri á
skrifstofu EY í Eindhoven í
Hollandi og gat þar fylgt þá-
verandi unnustu sinni, Önnu
Diljá Sigurðardóttur, sem
stundar hönnunarnám í sömu
borg. Þó að sambúðin hafi
slitnað hélst einstök vinátta
þeirra alla tíð. Snorri kom
Mjök erum tregt
tungu at hræra
Með þessum orðum hefst
Sonatorrek Egils Skallagríms-
sonar, þar sem hann lýsir sorg
sinni og reiði eftir sonarmissi.
Að vera vakinn að morgni
með þau tíðindi að sonur þinn
hafi fundist látinn á heimili sínu
er svo óraunverulegt að því fá
engin orð lýst. Jafnvel örfáum
klukkustundum síðar þegar þú
stendur í útfararstofu yfir látn-
um syni þínum bíður þú eftir að
vakna frá þessari hræðilegu
martröð.
Það haustar úti og laufin falla
af trjánum en af ættartrénu
mínu féllu ekki lauf heldur stór
grein, sem skilur eftir sig opið
sár sem mun kannski aldrei
gróa. Þessi grein sem við höfum
fylgst með vaxa og dafna mun
aldrei blómgast á ný.
Við í fjölskyldunni erum nán-
ast smágreinar á þessu tré í
samanburði við Snorra, sem tók
einhvern óskiljanlegan vaxtar-
kipp á unglingsárum og óx öllum
meðlimum fjölskyldunnar langt
yfir höfuð þó að hann væri ör-
verpið, 6 og 10 árum yngri en
systkini hans Hildur og Tryggvi.
Það var honum mikið lán, þegar
hann var lítill, hvað þau eru bæði
barngóð og báru hann á höndum
sér. Enda var hann alltaf bros-
andi og glaður og naut samver-
unnar við þau. Þegar Hildur
eignaðist sín börn sáum við
hversu barngóður hann var og
hvernig hann miðlaði þessari
væntumþykju til þeirra.
Snorri var búinn mörgum
eiginleikum foreldra sinna, gat
verið dagfarsprúður eins og
móðurfólkið en líka hávær og
fljótur upp eins og föðurfólkið.
Hann átti gott með að eignast
vini, í leik og starfi, og átti fjöl-
mennan og flottan vinahóp, sem
hefur verið okkur í fjölskyldunni
ómetanlegur stuðningur á síð-
ustu dögum.
Snorra fannst gaman að tak-
ast á við krefjandi verkefni í
starfi þó að hann teldi það ekki
alltaf vera metið að verðleikum.
Hann var ósérhlífinn, vann lang-
an vinnudag og fyrir bragðið
nærðist hann og hvíldist óreglu-
lega. Fjölskyldan sá hann ekki
vikum saman, þar sem vinnan og
vinahópurinn tók sinn tíma. Ég
brá á það ráð að hitta hann
reglulega í hádegismat og var
gaman að heyra frá hugmyndum
hans og væntingum um framtíð-
ina.
En Luka vinur hans, sem
hann fór að leigja með eftir Hol-
landsdvölina, hefur sagt frá því
hvernig Snorri hafi verið að snúa
blaðinu við á undanförnum vik-
um, minnkað vinnutímann, farið
í ræktina og fyrr að sofa. Taldi
hann það merki um að jákvæðari
hlutir væru að gerast í lífi hans á
fleiri en einn veg. Síðasta kvöld-
inu eyddi hann með einum af
sínum góðu æskuvinum, Jóel,
sem sagði okkur fallega frásögn
af því og hve léttur í lund Snorri
hefði verið þetta kvöld og glaður
þegar þeir kvöddust. Það er
huggun harmi gegn þó að ég geti
ekki tekið undir öll lokaorð Egils
í Sonatorreki:
skalt þá glaðr
með góðan vilja
ok óhryggr
heljar bíða.
Ég mun gleðjast yfir þeim
góðu minningum, sem ég á um
yndislegan dreng, sem var tek-
inn frá okkur alltof fljótt en verð
ávallt hryggur yfir að fá ekki að
upplifa og sjá hann eiga kost á
þeim tækifærum sem lífið hefur
upp á að bjóða.
Pabbi.
Til elsku Snorra míns.
Augun þín fá dimmu í dagsljós breytt,
augun þín fá sorgarskýjum eytt.
Ljómi þau er allt svo undurbjart,
að ég því trúi vart að mér þau segi
satt.
Þó eru augun þín svo full af tærri
tryggð
og tállaus yfirskyggð, af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt,
segja þúsundfalt að þú sért ástin mín.
Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg,
syng ég því glaðvær um stræti og
torg,
vegsama allt sem þau tjá og ég á
geymt í hjarta mínu.
(Sigurður Helgi Guðmundsson)
Guð geymi þig, elsku strákur-
inn minn,
mamma.
Elsku besti bróðir.
Það er engin leið að segja frá
hvað þessi kveðjustund er erfið.
En um leið koma fram í dags-
ljósið minningar sem eru okkur
ljúfsárar.
Við fengum að njóta þeirra
forréttinda að vera eldri syst-
kinin þín. Á meðan smáerjurnar
geisuðu okkar á milli stóðst þú á
hliðarlínunni og lést þér fátt um
finnast. Ljúfara og skemmti-
legra barns var ekki hægt að
óska sér. Þú settir tóninn á
hverjum morgni, kvaddir fjöl-
skylduna með kossi og óskaðir
góðs gengis við komandi störf
dagsins. Oft mátti heyra blístrið
óma inn götuna þegar þú varst
að koma heim úr skólanum og þá
voru helst nokkrir vinir með í
för.
Og svo kom unglingurinn í
öllu sínu veldi. Óstýrilátur og
sjálfstæður sem gaf oft lítið fyrir
veraldarvisku sinna eldri og vitr-
ari systkina. Sparnaðaruppeldið
sem við eldri höfðum fengið frá
foreldrunum skilaði sér í minna
mæli til þín og var hverri krónu
helst eytt í góðum félagsskap og
tölvuleiki eða nýjustu flíkurnar
úr Smash.
Síðan varstu allt í einu orðinn
ungur maður. Eftir feimnisleg
unglingsár sem entust fram yfir
tvítugt varð kúvending. Yndisleg
kærasta var kynnt fyrir fjöl-
skyldunni í smáskrefum og svo
kom stóra stökkið. Stüssy-fötin
voru sett ofan í kassa og VIP-
passanum frá Prikinu skilað með
þökk fyrir góðar stundir. Metn-
aðarfullur og áræðinn ungur
maður var mættur til leiks sem
vissi nákvæmlega hvert skyldi
stefnt. Fyrr en varði var örverp-
ið í fjölskyldunni búið að taka
eldri systkini sín í nefið. Taflið
hafði snúist og síðasta sumar var
okkur gert ljóst að „gáfaðasta
systkinið“ væri farið að vísa veg-
inn. Glottið sem fylgdi skotinu á
okkur var einlægt og pínu glað-
hlakkalegt. Djók. En samt ekki
djók.
Við systkinin verðum ævin-
lega þakklát fyrir samfylgdina
með þér, elsku Snorri. Gráglett-
inn húmor, einstakt bros og hlý
nærvera munu halda áfram að
kenna okkur mikið. Fríið sem við
áttum í draumaumhverfi í
ítölsku sveitinni í sumar ásamt
vinum og mökum er okkur öllum
ómetanleg minning. Planið þitt
var auðvitað að kaupa slotið og
jafnvel leyfa okkur smælingjun-
um að kíkja í heimsókn. Einn
daginn bönkum við vonandi upp
á hjá þér.
Þín systkini
Tryggvi og Hildur.
Hávaxinn og myndarlegur,
brosmildur með liðað hár. Eld-
klár og umhyggjusamur. Sannur
vinur vina sinna og skemmtileg-
ur sögumaður. Stundum hávær,
með ákveðnar skoðanir en alltaf
stutt í hláturinn. Snorri hafði allt
til að bera sem mögulega getur
prýtt góðan dreng.
Snorri Jónsson