Morgunblaðið - 19.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 19.10.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 ✝ Guðný MargrétÁrnadóttir fæddist 26. apríl 1928 í Hellnafelli í Eyrarsveit. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 28. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Herdís Sigurlín Gísladóttir húsfreyja, f. 24.2. 1899, d. 1.10. 1996, og Árni Sveinbjörnsson, bóndi og vélstjóri, f. 3.12. 1891, d. 11.10. 1963. Systkini hennar eru: Ingi- björg, f. 1923, d. 2012, Guðbjörg, f. 1925, Sveinbjörn, f. 1926, Gísli, f. 1930, d. 1992, Kristín, f. 1931, Ester, f. 1933, d. 2018, Arndís, f. 1935, d. 2017, Benedikt, f. 1937, d. 1944, Sigurberg, f. 1940, Ívar, f. 1940, d. 2011. Guðný giftist 3.6. 1950 Þor- grími Jónssyni, f. 25.4. 1924, málmsteypumeistara og iðnrek- anda. Hann er sonur Þorgerðar Þorgilsdóttur húsfreyju og fyrr- verandi starfsm. Alþingis, f. 1900, d. 1994, og Jóns Jónssonar silfursmiðs, f. 1889, d. 1957. Börn Guðnýjar og Þorgríms eru: 1) Bára Þorgerður, f. 2.10. 2.2. Ari, f. 1978, d. 1978. 2.3. Guðni Már, f. 1980, kvæntur Tine Ditte Burmeister, f. 1982. Synir þeirra eru Bastian Karl, f. 2006, Sigfús Falke, f. 2008, Ás- björn Trausti, f. 2013. 2.4. Andri Freyr, f. 1982. Zhanna á frá fyrra hjónabandi soninn Pavlo Rodenko, f. 1982, kvæntan Önnu Rodenko, f. 1984. Synir þeirra eru Kiril, f. 2011, og Makar, f. 2016. 3) Jón Þór, f. 30.4. 1958, verkfræðingur, kvæntur Aldísi Yngvadóttur, f. 1961, verkefna- stjóra. Dætur þeirra eru 3.1. Hugrún, f. 1989, 3.2. Gígja, f. 1991, 3.3. Signý, f. 1996. 4) Herdís, f. 29.6. 1961 sviðs- stjóri, í sambúð með Kristni G. Hjaltalín, f. 1962, rafvirkja. Dóttir þeirra er 4.1. Soffía Ummarin, f. 1993, hún á Kristínu Öldu, f. 2014. Guðný ólst upp hjá foreldrum sínum í Hellnafelli. Hún var við nám í Reykholtsskóla og fluttist síðar til Reykjavíkur þar sem hún vann á ljósmyndastofu og við ýmis þjónustustörf. Eftir að hún giftist sinnti hún húsmóður- störfum og vann auk þess sjálf- stætt við sauma og prjónaskap. Síðar vann hún utan heimilis við þjónustu aldraðra og verslunar- störf. Í gegnum árin tók Guðný ríkan þátt í uppbyggingu og rekstri fjölskyldufyrirtækisins, Málmsteypu Þorgríms Jóns- sonar ehf. Útför Guðnýjar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 19. október 2018, klukkan 13. 1950, hjúkrunar- fræðingur, gift Ólafi Jónssyni lækni, f. 1935. Synir þeirra eru 1.1. Jón Árni, f. 1973, kvæntur Sigríði Rúnu Þrastar- dóttur, f. 1972. Þau eiga Guðmund Kára, f. 2003, Bryn- dísi Báru, f. 2006, og Laufeyju Birtu, f. 2009. 1.2. Bragi Þorgrímur, f. 1976, kvæntur Helgu Sigurðar- dóttur, f. 1977. Þau eiga Arn- grím Orra, f. 2003, og Ólaf Bjarka, f. 2008. 1.3. Eiríkur Orri, f. 1980, kvæntur Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur, f. 1984. Þau eiga Árúnu Birnu, f. 2014, og Karólínu Grímu, f. 2018. 2) Sig- urður Trausti, f. 6.8. 1952, vél- fræðingur, kvæntur Zhönnu Þorgrímsdóttur, starfar við um- önnun aldraðra, f. 1963. Hann var áður kvæntur Elsu Brynj- ólfsdóttur, f. 1957, d. 1999. Synir þeirra eru 2.1. Sigurður Þór, f. 1973, kvæntur Lotte Harmsen, f. 1977, þau eiga Önnu Björk, f. 2010. Hann á tvo syni úr fyrra sambandi með Sigurveigu M. Stefánsdóttur, Sverri Þór, f. 1995, og Snorra Martein, f. 2000. Látin er heiðurskonan Guðný Margrét Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík. Haldið var upp á 90 ára afmæli hennar síðastliðið vor og virtist hún þá vera glöð og við góða heilsu. Hún veiktist alvarlega fyrir nokkrum vikum og þrátt fyrir faglega meðferð og hlýlega umönnun á deild A-7 á Landspít- alanum í Fossvogi fékk hún hægt andlát hinn 28. september að viðstöddum hennar nánustu. Hún var yfirleitt heilsuhraust og þau Þorgrímur eiginmaður hennar hafa haldið heimili í eigin húsnæði alveg fram að þessu. Guðný ólst upp í stórum og glaðværum systkinahópi. Frá heimilinu blasti við hið form- fagra fjall, Kirkjufell, og Breiða- fjörðurinn utar. Heimilisfaðir- inn, Árni, stundaði sjómennsku meðfram búskapnum en hann var meðeigandi og vélstjóri á bát sem gerður var út frá Grundar- firði. Herdís kona hans annaðist heimilið og búið þegar hann var fjarverandi á sjónum og síðar hjálpuðu börnin þegar þau uxu úr grasi. Heimilið var stórt en þau hjónin harðdugleg. Nú munu afkomendur þeirra vera nálægt 280 talsins. Guðný hélt alltaf hlýju sambandi við foreldra, systkini, önnur ættmenni og vinafólk. Að loknu barnaskólanámi í heimasveit stundaði hún nám við Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hún fór fljótt að vinna fyrir sér, m.a. á ljósmyndastofu og mun þá hafa fengið áhuga á ljósmyndun og var hún iðin við myndatökur alla tíð. Um tvítugt kynntist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Þor- grími Jónssyni málmsteyp- umeistara, og gengu þau í hjónaband árið 1950 og væri nú stutt í 70 ára brúðkaupsafmæli. Þau eignuðust fjögur myndarleg börn. Nóg var að starfa hjá henni við uppeldi þeirra, heim- ilisstörf og gestakomur. Á tíma- bili ráku þau lítið hænsnabú og seldu egg í verslanir ásamt rekstri fyrirtækis þeirra, Málm- steypu Þorgríms. Þegar um hægðist heima fyrir starfaði hún um tíma við fyrirtækið og síðar við Félagsþjónustu aldraðra. Guðný var glæsileg kona, grannvaxin, bar sig vel, alltaf smekklega klædd. Hún var glað- sinna, gerði ætíð að gamni sínu létt á fæti. Hún stýrði heimilinu af festu og myndugleika en var jafnfram blíð í skapi. Þau hjónin fóru margar tjaldferðir um landið með börnum sínum og heim- sóknir að Hellnafelli voru alltaf tilhlökkunarefni. Hún var mikil hannyrðakona og á fyrri árum saumaði hún flest föt á börnin og síðar prjón- aði hún geysimikið af peysum, vettlingum, sokkum og ábreiðum og gaf jafnóðum afkomendum. Sá sem þetta ritar varð tengdasonur hennar fyrir tæp- um 50 árum og varla er hægt að hugsa sér betri tengdamóður. Við fráfall hennar er nú tóm- legt í huga aðstandenda en minn- ingin um hana mun lifa meðal allra sem hana þekktu. Ólafur Jónsson. Við systur heiðrum minningu elsku ömmu Guðnýjar. Hún var einstök manneskja og mun alltaf vera í hjarta okkar. Svo blíð og góð, næm, óeigingjörn og skiln- ingsrík. Við vorum alltaf vel- komnar á Rauðalækinn til ömmu Guðnýjar og afa Þorgríms, jafnt að degi sem að dimmri nóttu eins og hún sagði við okkur fyrir ekki svo löngu. Bros og opinn faðmur ömmu mætti okkur ávallt og þrátt fyrir gigtina vantaði ekki dugnað hennar og myndarskap í einu og öllu. Reglulega vorum við leystar út með listilega prjónuðum vett- lingum eða sokkum úr smiðju ömmu eftir heimsókn til þeirra afa. Samband ömmu og afa er okk- ur innblástur og fyrirmynd. Um- hyggja þeirra hvort fyrir öðru hefur kennt okkur systrum margt um ást og væntumþykju. Það eru algjör forréttindi að hafa umgengist manneskjur eins og ömmu og afa, sem gengu í gegn- um lífið saman í heil 69 ár. Það er ekki algengt í dag og einstaklega fallegt að sjá þess dæmi um þrek og sigur ástarinn- ar. Amma og afi eru einstaklega rík af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, og við syst- ur finnum svo sannarlega fyrir því að fjölskyldan var ömmu afar kær. Á krefjandi stundum minn- umst við rólyndis ömmu og seiglu. Við höfum lært mikið af henni og það er einstaklega dýrmætt að hafa átt jafn góða konu að og ömmu. Við erum þakklátar fyrir allar góðu stundirnar með henni og fyrir það af hversu miklu for- dómaleysi og trausti hún mætti okkur í þroskaferli uppvaxtarár- anna. Að baka saman vanilluhringi í eldhúsinu á Rauðalæk sem litlar skottur, fara í sund og heim- sækja hana og afa Þorgrím í sumarbústað í Munaðarnes. Allt eru þetta ljúfar minningar sem fylgja okkur alla tíð. Söknuðurinn og sorgin við frá- fall ömmu er mikil. Það féllu mörg tár á kveðjustundinni sem við systur áttum með henni á spítalanum í lok september þar sem hún bað okkur að hafa engar áhyggjur, hún yrði alltaf hjá okkur. Það var einstaklega dýrmætt að fá að kveðja ömmu á svo fal- legan hátt. Þetta er stund sem mun lifa í minningu okkar systra alla tíð. Við svörum hennar fallegu, magnþrungnu orðum með því að segja að við finnum fyrir henni og vonum innilega að hún finni einnig fyrir þeirri ást og vænt- umþykju sem við berum til hennar. Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í djúpi andans duldir kraftar bíða. – Hin dýpsta speki boðar líf og frið. Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk, í hennar kirkjum helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. (Davíð Stefánsson) Gígja, Hugrún og Signý Jónsdætur. Okkur bræðurna langar að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Það sem kemur fyrst upp í hugann og lýsir ömmu best eru jólaboðin á Rauðalæk 19 þar sem hún reiddi ávallt fram dýrindis veitingar af miklum myndugleika þar sem stórfjölskyldan kom saman. Þar var alltaf glatt á hjalla þar sem amma naut sín vel, hress og kát, og tók hún oft í spil með okkur börnunum. Eftir sund- ferðir í Laugardalslaugina var stundum farið í heimsókn til ömmu og afa þar sem okkur var ávallt vel tekið og eins var gam- an að fá að dvelja hjá þeim um nokkurra daga skeið þegar for- eldrar okkar voru erlendis. Þá passaði hún okkur líka í Fossvoginum þegar á þurfti að halda og aðstoðaði við heima- nám. Ömmu fannst gaman að horfa á íþróttaleiki í sjónvarpinu og sátu þau afi þá saman og skemmtu sér vel. Við minnumst þess einnig hvað hún hafði gam- an af ljósmyndun og var alltaf með myndavélina á lofti. Amma var harðdugleg kona og var bók- staflega alltaf með eitthvað á prjónunum. Þegar við uxum úr grasi og barnabarnabörnin komu gaf hún þeim teppi í vöggugjöf, fjöl- marga vettlinga, ullarsokka og jafnvel ullarpeysur fyrir alla fjöl- skylduna sem hún hafði búið til af mikilli natni. Dugnaður og elja einkenndi bæði ömmu og afa og þegar þau voru að byggja upp Málmsteypu Þorgríms Jónssonar kom amma þar mikið við sögu. Á efri árum nutu hún og afi lífsins á Kan- aríeyjum þangað sem þau fóru um nokkurra vikna skeið yfir há- veturinn. Amma var lengi vel heilsu- hraust og hélt t.d. upp á níræð- isafmæli sitt með glæsibrag í apríl síðastliðnum en þegar líða tók á sumarið fór heilsunni að hraka. Amma var dugleg, kær- leiksrík og glæsileg kona og við munum ávallt minnast hennar með mikilli hlýju. Jón Árni Ólafsson, Bragi Þorgrímur Ólafsson, Eiríkur Orri Ólafsson. Guðný Margrét Árnadóttir ✝ Páll var fæddurí Haukadal í Dýrafirði 15. júlí 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold/Hrafnistu 11. október 2018. Foreldrar hans voru Jón Pálsson skipstjóri frá Haukadal, f. 27.9. 1895, d. 15.1. 1949, og kona hans Matt- hildur Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1900, d. 2.1. 1995. Systkini Páls eru Guðný, f. 12.8. 1929, d. 9.1. 1998, Svanfríður, f. 26.10. 1932, d. 1.1. 1998, og Guðrún, f. 29.1. 1936. Páll giftist 26.12. 1951 Þóru Eygló Þorleifsdóttur, f. 17.11. 29. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jónsson loftskeytamaður, f. 6.1. 1909, d. 3.7. 1989, og Guðmunda Dagbjört Guðmundsdóttir, f. 20.2. 1908, d. 2.8. 1999. Páll ólst upp í Brautarholti í Haukadal og lauk gagnfræða- prófi frá Núpi í Dýrafirði. Fyrir vestan vann hann ýmis störf við fiskvinnslu, vegavinnu o.fl. Um tvítugt fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í rafvirkjun hjá Joh- an Rönning og lauk sveinsprófi 1951. Seinna vann hann með loft- línuflokkum Rarik, Sameinuðum verktökum og síðast hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Í Haukadal var öflugt íþrótta- líf og Páll var snemma framar- lega í hinum ýmsu íþróttagrein- um, s.s. sundi, hlaupum og kast- greinum. Þegar Páll flutti suður gekk hann í KR og æfði frjálsar íþróttir. Hann var valinn í lands- liðið sem fór til Noregs 1951, og keppti þar í kringlu- og sleggju- kasti. Páll og Þóra byggðu sér ein- býlishús í Garðabæ, þar sem þau bjuggu í hartnær 50 ár, og börn- in ólust upp. Þau bjuggu síðan í Hafnarfirði í um 10 ár, þar til þau fóru bæði á Ísafold, hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Garða- bæ. Útför Páls fer fram frá Garða- kirkju í dag, 19. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Börn þeirra eru: 1) Jón Vilhelm, f. 9.8. 1951, maki Sal- ome Kristín Jak- obsdóttir, f. 5.1. 1954. Börn þeirra eru Hafdís Ósk og Páll Þórir. 2) Guðmundur Þorleifur, f. 11.5. 1953, maki Ásta Gísladóttir, f. 26.11. 1954. Börn þeirra Unnur María, Guðmunda Dag- björt og Þóra Sif. 3) Anna Sigríður, f. 5.4. 1955, maki Karl Tómasson f. 28.12. 1952. Börn þeirra eru Eygló Fríða, Tómas, Svanur og Vikt- oría Kolfinna. 4) Matthildur, f. 31.7. 1960, maki Birgir Ragnarsson f. 13.3. 1949. Börn Matthildar eru Rein- hold Páll, f. 13.6. 78, d. 29.7. 84, Róbert Þórir, Rósa Svava og Páll Sigurður. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig í dag með miklum trega og söknuði en þó með mörg- um ljúfum minningum. Ég man fyrst eftir okkur á risinu á Helgu- stöðum við Lækjarfitina, þar var oft mikið líf og fjör, enda systkinin orðin þrjú um þetta leyti. Þú varst góður maður með stórt hjarta, það sýndi sig alltaf þegar ég kom sjálf- um mér í óefni, en þú mættir mér ávallt með skilningi og þolinmæði. Þú vannst myrkranna á milli, varst dugnaðarforkur og góð fyrirmynd fyrir okkur krakkana og settir fjölskylduna þína alltaf í fyrsta sæti. Strax eftir vinnu varstu farinn að byggja húsið okkar við Löngu- fitina sem varð framtíðarheimili okkar, þar til við börnin komum til manns og fluttum út. Á Löngufit- inni leið okkur vel og áttum við margar góðar og ljúfar stundir saman. Ég leit alltaf upp til þín og naut allra þeirra stunda sem þú náðir með okkur heima, þú varst oftast þreyttur eftir langa daga en passaðir að gefa okkur alltaf þann tíma sem þú áttir aflögu. Á end- anum byggðist húsið okkar og þú fluttir stoltur inn með eiginkonu og börn, í hús sem þú byggðir með elju og ástúð. Þú varst góður, hæglátur, um- hyggjusamur og tryggur maður, ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig sem föður. Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þinn sonur, Guðmundur. Elsku afi minn. Það var erfitt að þurfa að kveðja þig og ekki síður erfitt að horfa á elsku ömmu syrgja þig svo sárt. Mikil var ást ykkar á hvort öðru og það sýndi sig svo sannarlega á dánarbeði þínum. Þér tókst það mikilvægasta af öllu í þessu lífi, að elska og vera elskaður. Þú varst alltaf með notalega nærveru og áttir nokkuð af lífs- visku til að deila. Það sem situr fastast í mér var þegar ég horfði á þig leggja kapal við eldhúsborðið á Löngufitinni með vel notuðum spi- labunka. Ég man að mér fannst þetta nánast vera töfrabrögð í höndunum á þér, á endanum fór ég að spyrja þig hvernig það ætti að leggja kapal og þú útskýrðir það fyrir mér á meðan þú lagðir niður hvern kapalinn á fætur öðrum. Að lokum tók ég eftir því að þú hagræddir spilunum stundum til að vinna kapalinn. Þegar ég svo spurði þig hvort það væri leyfilegt sagðir þú mér að stundum þyrfti aðeins að hliðra spilunum, sér í hag. Það var erfitt að skilja þetta sem barn en því eldri sem ég verð því betur geri ég mér grein fyrir því að þetta voru djúp sannindi og ein nytsamlegasta kennslustund lífs míns. Þín sonardóttir, Dagga. Guðmunda Dagbjört Guðmundsdóttir. Elsku afi minn. Mikið er ég sorgmædd, en á sama tíma svo þakklát fyrir þann langa tíma sem við höfum átt sam- an. Hversu heppin ég var að eiga ykkur ömmu að í uppvextinum og að hafa ykkur svona nálægt. Litla stelpan sem vissi fátt betra en að kúra hjá ömmu og afa og láta hann segja sér ævintýri og upp úr stendur sagan um Litlu teskeiðarkerlinguna sem var í miklu uppáhaldi, upp í stóru ömmu- og afastelpuna sem kom í heimsókn og skreið enn upp í. Ferðirnar okkar saman til lang- ömmu þar sem ég fann nú bílstjór- atennurnar hennar ömmu í einni slíkri. Hversu duglegur þú varst að dekra við mig, hvort sem það var að pússa silfrið hennar ömmu sem ég fékk vasapening fyrir eða skutlast með mig í bæinn að kaupa þau ljótustu föt sem þú hefur séð og bættir meira að segja stundum upp í. Góðu stundirnar sem við áttum saman á Laugarvatni eru í góðum minnum. Ánægð fyrir þann tíma sem börnin mín fengu til að kynn- ast þér. Alltaf voruð þið amma til staðar fyrir mig fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég vil þakka þér fyrir tímann okkar saman, elsku afi, ég veit að Guð hefur tekið á móti þér og trúi að þér líði vel núna. Eygló Fríða Karlsdóttir. Elsku pabbi. Mikið er sárt að þú sért farinn frá okkur en minn- ingarnar hlýja okkur á erfiðum tímum. Við eigum ótal margar góðar minningar um uppvaxtar- árin og öll ferðalögin sem við fór- um í saman. Öll skiptin sem við fórum í Dýrafjörðinn, þar sem þú þekktir hvern stokk og stein. Þú varst svo fróður um svæðið og hafðir svo gaman af því að keyra með okkur út um allar sveitir og fræða okkur um gömlu æsku- stöðvarnar þínar. Það var líka svo ofboðslega gaman í öll skiptin þeg- ar þið mamma komuð og heim- sóttuð okkur fjölskylduna til Sví- þjóðar. Við bjuggum til frábærar minningar og ferðuðumst um allt landið og nutum tímans saman. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina, ég mun sakna þín og minnast þín með hlýju í hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, Páll Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.