Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Maki þinn fær hugsanlega gjafir eða
hlunnindi af einhverju tagi í dag. Þú stendur
með pálmann í höndunum í vinnunni, búinn
með öll verkefni í tíma. Haltu upp á það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þig langar til að kaupa eitthvað rán-
dýrt. Er það viturlegt? Hvaða tilfinningaholu
ertu að reyna að fylla upp í? Ef þú gerir þér
grein fyrir því hefurðu þroskast mikið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að þú getur ekki tekið öll
vandamál fjölskyldunnar á þínar herðar, þú
getur ekki reddað lífi annarra, þú hefur nóg
með þitt. Oft er sannleikurinn sterkur pipar í
nösum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vinur þinn mun ekki bregðast eins
við og þú býst við af honum. Ræddu við for-
eldra vina barna þinna og í sameiningu get-
ið þið búið til boð og bönn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ástarsambönd einkennast af gleði
þessa dagana. Líttu deilumálin raunsönnum
augum og þá sést að flest er í nokkuð góðu
lagi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gerðu hvaðeina sem þér kemur til
hugar til þess að auka við þekkingu þína. Þú
færð mörg prik fyrir uppeldið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hefnigirni er löstur sem þú þarft að
losa þig við. Einhver gömul leiðindamál
skjóta upp kollinum næstu vikur en ganga
fljótt yfir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er hætt við að það komi til
sambandsslita. Kannski leggur þú of mikla
áherslu á að þóknast öðrum, getur það
passað? Þú veltir hverjum steini við til að
finna svar við spurningu sem brennur á þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt hugsanlega upplifa ást
við fyrstu sýn í dag. Hreinsaðu hugann og
reyndu að komast eitthvað í burtu á næst-
unni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er sama hversu gamall þú
verður, þú ert alltaf barn foreldra þinna.
Réttur málstaður sigrar að lokum. Þú kemur
engu tauti við ungviðið þessi dægrin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú rekst á skrýtna skrúfu í dag.
Sem betur fer erum við ekki öll eins. Vinur
lofar bót og betrun. Hafðu trú á honum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nýttu hæfileika þína, hversu lítilfjör-
legir sem þú heldur að þeir séu. Sýndu
dugnað í starfi og dirfsku í persónulegum
málum.
Hjálmar Freysteinsson skrifar áFésbók: „Einkenni brjóskloss
í baki hafa plagað mig undanfarið.
Nú hefur sjúkraþjálfarinn tekið það
ráð að reyna að setja mig í sérstaka
togun. Maður er settur á bekk, fæt-
urnir festir og bekknum síðan velt
þannig að fæturnir fari upp undir
loft og hausinn niður í gólf, eða því
sem næst. Hangandi þarna á löpp-
unum hugsaði ég:
Þess má ekki vænta að meðferð sé létt
ef meinsemd er illskeytt og langdregin,
en flestir teldu nú trúlega rétt
að toga mig frekar á þverveginn.
Ég hef nefnilega alltaf verið
óhóflega langur og mjór og varla
lagast það við þetta. Mér er reynd-
ar sagt að þekkt aukaverkun sé að
vegna þess að allt blóðið fer upp í
haus geti menn orðið miklu meiri
gáfum gæddir en þeir eiga vanda
til, að minnsta kosti tímabundið. En
fólk er mjög misnæmt fyrir auka-
verkunum, sumir fá allar hugsan-
legar aukaverkanir, aðrir engar.
Ég held að togið sé að hafa góð
áhrif á bakið en því miður finn ég
ekkert fyrir aukaverkunum.“
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar
á Leir að samkvæmt könnun á póli-
tík borgarinnar sé fylgið að sveifl-
ast til íhaldsins frá Samfylkingunni
vegna braggamála.
Fylgið til hægri nú haggast
svo heldur það áfram að vaggast
en ég segi það strax
að frá degi til dags
eru borgarmál lítið að braggast
Davíð Hjálmar Haraldsson rifjar
upp vísu úr óprentaðri dagbók:
Fékk mér kaffi trekk í trekk
sem teljast mætti skyssa.
Um Álftanes ég áðan gekk
og oft ég varð að pissa.
Guðmundur Halldórsson segir
frá því á Boðnarmiði að einhver
gerði athugasemd við það verklag
að kaupa átján skóflur (kallað rek-
ur í minni heimasveit) til að taka
eina skóflustungu að spítalabygg-
ingu:
Ég vinnulagið vísa styð
verkinu skal hasta
átjánskófluuppmokstrið
ekki skal ég lasta
Pétur Stefánsson lítur til baka og
yrkir:
Að vinna mikið var mér tamt
það vantaði ekki stuðið.
Ósköp lítið á ég samt
eftir lífsins puðið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Brjósklos og
fylgið sveiflast
Í klípu
„ENGIN VITNI, ENGIN FINGRAFÖR OG
SLÖKKT Á MYNDAVÉLINNI. VIÐ GÆTUM
ALLTAF KVEIKT Á HENNI OG VONAÐ AÐ
ÞEIR SNÚI AFTUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MIKIÐ ER SKRÍTIÐ AÐ ALLIR SEX AF
FYRRVERANDI VINNUVEITENDUM GLEYMDU
STAFNUM S Í „ÆÐISLEGUR“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að koma henni á
óvart með árbít í rúmið.
HUNDAR ERU EINS
OG OPIN BÓK
ÞAR SEM VANTAR
NOKKRAR SÍÐUR
ÉG HEF ALDREI TEKIÐ VIÐ
FYRIRSKIPUNUM FRÁ NEINUM,
NOKKURS STAÐAR, NOKKURN
TÍMANN!
ÞEGAR ÞÚ VARSTAÐ BRASA
Á SKYNDIBITASTAÐNUM,
TÓKSTU ÞÁ EKKI VIÐ
PÖNT UNUM FRÁ
KÚNNU NUM?
ÉG LÍT Á ÞAÐ SEM
BEIÐNIR!
Víkverji gerði sér sérstaka ferð íNauthólsvík á dögunum til þess
að skoða þennan bragga sem allir
eru að tala um. Það fyrsta sem hann
tók eftir var að bragginn var miklu
minni en Víkverji hélt. Raunar gild-
ir það um alls kyns hluti, sem mað-
ur sér bara í sjónvarpinu, að þeir
eru oft stærri á skjánum en í raun-
veruleikanum. Miðað við sína eigin
hæð hefði Víkverji líklega bara gott
af því að komast í sjónvarpið af og
til.
x x x
En nóg um það. Víkverji veittinærliggjandi gróðri enga sér-
staka eftirtekt í þessari vettvangs-
ferð sinni og gat ekki tekið eftir
neinni „strandstemningu“ eða neinu
öðru merkilegu við hann. Nokkrum
dögum síðar sprakk umræðan í loft
upp með umtali um rándýr „strá“,
sérpöntuð frá Danmörku, sem væru
höfundarréttarvarin í þokkabót.
x x x
Það liggur við að Víkverja langiaftur í vettvangsferð bara til
þess að skoða hin frægu strá, en
óttast að þau verði eflaust öll horfin
þegar hann loksins fer, þar sem ef-
laust verða allir prakkarar, grall-
arar og „gárungar“ landsins búnir
að plokka stráin á næstu vikum. Því
að hver vill ekki vera með svona
gífurleg „verðmæti“ í vasa hjá sér?
x x x
Sem aftur færir Víkverja að öðru.IKEA-geitin hefur nú verið sett
upp með pomp og prakt, og er sér-
staklega tekið fram í frétt mbl.is að
það verði „bókstaflega menn í bíl“
að gæta geitarinnar allan sólar-
hringinn. Ástæðan fyrir hinni miklu
öryggisgæslu er einföld, vandalar
hafa tekið sig til öll fyrri ár og
brennt geitina til grunna.
x x x
Víkverji óttast að þeir sem hvaðólmast vilja sjá geitina í logum
muni nú bara líta á hina bókstaflegu
menn í bílnum sem áskorun en ekki
hindrun. Verður honum enda hugs-
að til frægra orða Michaels Caine í
einni Batman-myndinni að sumir
vilja bara sjá heiminn (og geitur) í
ljósum logum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
(Sálm: 8.2)