Morgunblaðið - 19.10.2018, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Efniviður Sólveigar Jóns-dóttur í hennar annarriskáldsögu, Heiður, vekurstrax forvitni. Íslenskur
reynsluheimur og sögupersónur
með beinan snertiflöt við átökin í
Norður-Írlandi og IRA, írska lýð-
veldisherinn er ódæmigert og
spennandi efni.
Að íslenskur rithöfundur leggist í
slíkt efni kynni alla jafna að vekja
efasemdir um að höfundur hefði
nægilega innsýn í
þau flóknu mál til
að geta gert þeim
skil á trúanlegan
hátt en Sólveig
hefur þá þekk-
ingu, hún er með
meistaragráðu í
þjóðernishyggju
og þjóðernis-
átökum þar sem
hún lagði áherslu
á þær blóði drifnu deilur.
Í Heiði fylgjum við Heiði Mc-
Carron eftir, hálfírskri og hálf-
íslenskri konu á fertugsaldri.
Stakkaskipti urðu í tilveru Heiðar
þegar hún var sjö ára og faðir henn-
ar og jafngamall bróðir fluttu til Ír-
lands án nokkurs fyrirvara. Heiður
bjó áfram á Íslandi hjá móður sinni
og heyrði aldrei í föður sínum aftur
og hvarf feðganna og viðbrögð móð-
ur hennar myrkvuðu á margan hátt
æsku Heiðar.
Heiður hefur óljósa vitneskju um
að faðir hennar hafi horfið úr lífi
hennar til að taka slaginn með kaþ-
ólikkum á Írlandi, hún veit líka að
hann lét lífið fyrir málstaðinn, en
ótal spurningar brenna á henni alla
tíð.
Spurningum sínum á Heiður eftir
að fá svarað. 28 árum eftir brott-
hvarf feðganna hefur bróðir hennar,
Dylan, samband og vill að hún komi
til Írlands og við tekur ferðalag og
dvöl í Írlandi þar sem forsagan er
smám saman afhjúpuð og sett í sam-
hengi við nútímann.
Sólveig hefur sýnt það áður að
hún ræður vel og gott betur við
skrifað mál. Í Heiði er mikið um
samtöl persóna. Bæði samtöl þeirra
systkina og þá má segja að stór hluti
bókarinnar sé frásögn af frásögn þar
sem nokkrir karlmenn skiptast á um
hituna, að segja Heiði söguna af föð-
ur hennar og fjölskyldu hans í Ír-
landi. Í þessum samtölum skortir
nokkuð á náttúrulegt og eðlilegt
flæði. Mikið er af vísunum um hver
sagði hvað og bætti hverju við þann-
ig að samtölin hökta um of í stað
þess að lesandanum sé betur treyst
til að ráða fram úr skiptingunum
sjálfur.
Á vissan hátt er sagan glæpasaga.
Forsaga föður hennar og dauða hans
er ekki einföld, ábyrgð einstaklings
eða einstaklinga á honum er meiri
en virtist í fyrstu og að því kemst
Heiður í lok bókar. Ýmsar vísbend-
ingar eru gefnar um hver ber
ábyrgð og sennilega of augljósar því
það liggur nokkurn veginn í augum
uppi hver hinn ábyrgi er áður en að
uppgjörinu, sem virðist eiga að vera
spennandi, kemur. Fléttan hefur þó
ýmislegt við sig og gefur frásögninni
merg.
Miðað við að Heiður er miðdepill
frásagnarinnar er í raun furða hvað
hún snertir lítt við lesanda. Per-
sónuna skortir vissa dýpt og ávinnur
hún sér ekki mikla samkennd miðað
við þær raunir sem hún hefur gengið
í gegnum. Sama má segja um Dylan,
sem upplifði sams konar sorgir í sínu
lífi í Írlandi. Best tekst höfundi að
færa lesandann nær Heiði í frásögn
af lífi hennar á Íslandi og flóknu
hlutverki þess að vera stjúpforeldri,
þá flæðir frásögnin fram. Það sama
má segja um ömmu og afa í bókinni
og samskipti þeirra við barnabörnin,
þar eru atriði sem hræra við.
Uppgjör og
heiður á Írlandi
Skáldsaga
Heiður bbbnn
eftir Sólveigu Jónsdóttur.
Mál og menning, 2018. 253 bls.
JÚLÍA MARGRÉT AL-
EXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Morgunblaðið/Hari
Sannleiksleit „Forsaga föður hennar og dauða hans er ekki einföld,
ábyrgð einstaklings eða einstaklinga á honum er meiri en virtist í fyrstu.“
Tónlist frá
norðurslóðum er
yfirskrift dag-
skrár sem fram
fer í Veröld –
húsi Vigdísar í
dag, föstudag,
milli kl. 17 og
18.30. Þar mun
Byron Nicholai
flytja nokkur lög
og ræða tónsmíðar sínar og tengt
efni við Sebastian Drude, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðlegrar mið-
stöðvar tungumála. „Sebastian er
málfræðingur og sérhæfir sig í
fjölbreytileika tungumála, tungu-
málum í útrýmingarhættu og
skrásetningu tungumála. Umræð-
urnar munu snúast um mikilvægi
tungumála sem menningar-
arfleifðar og hvað menningar-
viðburðir geta lagt af mörkum til
að styrkja stoðir tungumála í
útrýmingarhættu. Byron Nicholai
er tónlistarmaður og dansari frá
samfélagi Yup’ik-fólks í Alaska. Í
tónlist sinni blandar hann frum-
byggjatungumáli Yup’ik-fólks
saman við nútímalegri tækni svo
sem hipphopptónlist og samfélags-
miðla. Byron hefur komið fram á
hátíðum víðs vegar um heiminn og
virtum stöðum, þ.á m. Hvíta hús-
inu,“ segir í tilkynningu. Aðgang-
ur er ókeypis.
Tónlist frá norðurslóðum í Veröld í dag
Byron Nicholai
Thelma (Norway)
Metacritic 74/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 17.45
Mæri // Border
(Gräns)
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 20.00, 22.20
Bráðum verður
bylting!
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 18.00
Sorry to Bother You
Metacritic 81/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 22.30
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.10
Kler (Clergy)
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 17.30, 20.00
The Craft
Bíó Paradís 20.00
Bad Times at the El
Royale 16
Sjö gerólíkir einstaklingar,
sem allir hafa einhverju að
leyna, hittast á El Royale-
hótelinu við Tahoe-vatn þar
sem skuggaleg fortíðin svíf-
ur yfir vötnum.
Metacritic 60/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.00
Smárabíó 19.30, 21.50,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Billionaire
Boys Club 12
Hópur auðugra ungra
manna í Los Angeles
ákveður að búa til svika-
myllu til að auðgast með
hröðum hætti.
Metacritic 30/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 20.00, 22.20
Háskólabíó 18.20, 21.40
Borgarbíó Akureyri 17.30,
21.30
Johnny English
Strikes Again Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00,
20.00
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Keflavík 18.00,
20.00
Smárabíó 15.00, 17.20
Háskólabíó 17.40, 19.40
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.10
Sambíóin Egilshöll 18.00,
20.00, 21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 21.00, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 22.00
Night School 12
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40
Sambíóin Kringlunni 18.50
Sambíóin Akureyri 17.15
A Simple Favor 12
Háskólabíó 20.20
Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir
sögur af kynnum sínum af
áður óþekktri goðsagna-
kenndri dýrategund, mann-
inum Percy.
Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 15.30,
17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 16.45
Sambíóin Akureyri 17.20
Sambíóin Keflavík 17.50
Grami göldrótti
Trausti er ungur drengur
sem er óvart sendur yfir til
annars heims þar sem hann
verður að eiga við illgjarnan
galdrakarl, Grami að nafni.
Laugarásbíó 17.00
Smárabíó 15.10, 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 15.10
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.20
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.00
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Sambíóin Álfabakka 14.50, 15.00, 17.10,
17.30, 19.30, 20.00, 21.50, 22.25
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.25
Smárabíó 16.30, 17.30, 19.10, 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50
Venom 12
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu James Hansen; First Man: A Life
Of Neil A. Armstrong, og segir
söguna af fyrstu ferðinni til
tunglsins, með sérstakri
áherslu á geimfarann Neil
Armstrong.
Metacritic 84/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.00, 22.15
Sambíóin Kringlunni 17.30,
20.30
Sambíóin Akureyri 19.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Smárabíó 16.40, 19.40, 22.40
Háskólabíó 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio