Morgunblaðið - 19.10.2018, Qupperneq 36
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
HÁTÍÐLEGAR
AÐVENTUFERÐIR
LONDON FRÁ
4.999kr.*
BERLÍN FRÁ
6.499kr.*
BOSTON FRÁ
12 999kr *
Tímabil: nóv.–des.
Tímabil: nóv.–des.
Tímabil: nóv.–mars
Tímabil: nóv.–des.
KAUPMANNAHÖFN FRÁ
5.999kr.*
PARÍS FRÁ
7.999kr.*
. .
Tímabil: nóv.–des.
Njóttu þín á kaffihúsi í Köben, upplifðu
notalegt andrúmsloftið í London eða gerðu
vel við þig í Berlín.Hafðu það hátíðlegt á
aðventunni meðWOW air.
Tónlistarmaðurinn Matthew Santos
kemur fram í Hljómahöll í Reykja-
nesbæ í kvöld. Santos er að upplagi
þjóðlaga- og rokktónlistarmaður
en vakti fyrst alvöruathygli fyrir
samstarf við rapparann Lupe
Fiasco og var tilnefndur til
Grammy-verðlauna fyrir sam-
starfið. Hann hefur komið fram hjá
Letterman og á hátíðum á borð við
Glastonbury og Coachella.
Matthew Santos í
Hljómahöll í kvöld
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
„Þetta var rosalegt og svo gaman.
Það er svo góð tilfinning að fara inn
í úrslitadaginn með þessa góðu til-
finningu eftir undankeppnina,“
sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrir-
liði íslenska kvennalandsliðsins í
hópfimleikum, við Morgunblaðið
eftir að liðið tryggði sér örugglega
sæti í úrslitum á Evrópumeistara-
mótinu á laugardaginn. »1
Góð tilfinning fyrir
úrslitakeppnina
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Kontrabassaleikarinn Borgar
Magnason kemur fram í Mengi í
kvöld kl. 21. Borgar gekk nýverið frá
þriggja plötu samningi við breska
plötufyrirtækið Pussyfoot og verð-
ur dagskrá kvöldsins alfarið nýtt
efni tengt gerð fyrstu plötunnar,
sem ráðgert er að komi út í apríl
2019. Borgar hefur verið afkasta-
mikill tónlistarmaður undanfarin
ár og samið tónlist fyrir leikhús,
kvikmyndir, dansverk og hljóm-
sveitir af öll-
um stærð-
um.
Borgar Magnason
spilar í Mengi í kvöld
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Kokkurinn Atli Már Yngvason
opnaði nýverið veitingastaðinn
Kötlu í Ósló og hefur hlotið ein-
róma lof matargagnrýnenda.
Þetta er annar veitingastaðurinn
sem Atli opnar í Noregi á stuttum
tíma en hann var áður með veit-
ingastaðinn Pjoltergeist sem var
opnaður árið 2013. Hann lokaði
Pjoltergeist 2. júní síðastliðinn til
að undirbúa opnun á Kötlu en
norski matargagnrýnandinn And-
ers Husa ritar að Pjoltergeist hafi
verið besti óformlegi veitingastað-
urinn í Noregi og Katla sé endur-
koma Atla. „Loksins, Atli er byrj-
aður að gera aftur það sem hann
gerir best – elda virkilega góðan
mat,“ segir í gagnrýni Husa.
Troðfullt frá opnun
„Við opnuðum núna 28. ágúst og
það er búið að vera opið í tvo
mánuði og troðfullt á hverjum
degi,“ segir Atli um opnun Kötlu í
samtali við Morgunblaðið. Katla er
á Universitetsgötu í miðbæ Ósló-
ar, „í svona þriggja mínútna fjar-
lægð frá konungshöllinni“, segir
Atli.
Atli lærði matreiðslu hjá Sigga
Hall hér heima á Íslandi og út-
skrifaðist árið 2007. Hann flutti til
Noregs eftir útskrift og hefur ver-
ið þar í 11 ár. Hann hóf ferilinn á
hinum fræga Bagatelle-veitinga-
stað, sem er tveggja Michelin-
stjarna staður. „Eftir það vann ég
hér og þar áður en ég opnaði Pjol-
tergeist sem ég lokaði núna í júní
til að opna þennan,“ segir Atli og
bætir við að hann hafi upphaflega
bara ætlað að vera eitt ár í
Noregi.
Lifandi humar og hörpuskel
Matarvefur Dagens Næringsliv í
Noregi hrósar Kötlu og Atla í há-
stert í matargagnrýni sinni og tek-
ur fram að staðurinn hafi fengið
hundrað borðapantanir á fyrstu
fjórum mínútunum eftir hann var
opnaður.
Spurður hvers konar mat sé að
fá á Kötlu segir Atli hann mjög
blandaðan. „Þetta er mjög bland-
að, héðan og þaðan, en mest fisk-
meti. Við fáum inn lifandi humar
og hörpuskel. Við fáum mikið af
lifandi hráefni alveg fersku og svo
erum við með stórt grill og viðar-
ofn,“ segir Atli. Líta megi á stað-
inn sem sjávarréttagrill með as-
ísku og suðuramerísku ívafi, en
Atli ferðaðist m.a. í heilt ár, frá
2009 til 2010, um Asíu til að sækja
sér innblástur í matargerð.
Ljósmynd/Anne Valeur
Kokkur Atli Már hefur náð að skapa sér nafn í norska veitingageiranum.
Leikur sér að bragð-
laukum Norðmanna
Atli Már opnar veitingastaðinn Kötlu í Noregi
Ljúffengt Gestir Kötlu geta
gætt sér á grilluðum sjávarréttum.