Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 7

Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 7
Munu þau þekkja launamun kynja? Launamunur kynja á sér margar ástæður og viðhorfsbreytingar er þörf á fjölmörgum sviðum til að vinna gegn honum. Karlar og konur þurfa að bera jafna ábyrgð á heimilinu. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt þarf að stuðla að breytingum á náms- og starfsvali ungmenna til að brjóta upp kynjaskiptan íslenskan vinnumarkað. Stjórnendur og starfsfólk geta lagt sitt af mörkum til þess að börnin okkar þekki ekki hugtakið kynbundinn launamunur þegar þau koma út á vinnumarkaðinn. Vinnum saman. Fyrirtæki sem mismuna fólki í launum eftir kynferði brjóta lög, sóa verðmætum og standa sig verr í samkeppni á markaði. Það er mikilvægt að stjórnendur haldi vöku sinni og mismuni ekki starfsfólki af gáleysi heldur nýti krafta allra jafnt. www.sa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.