Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
Veður víða um heim 23.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Akureyri 1 skýjað
Nuuk -5 heiðskírt
Þórshöfn 6 súld
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 skýjað
Stokkhólmur 4 léttskýjað
Helsinki 6 skúrir
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 13 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 12 alskýjað
London 14 heiðskírt
París 15 heiðskírt
Amsterdam 14 skýjað
Hamborg 12 súld
Berlín 11 súld
Vín 12 rigning
Moskva 4 súld
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 20 heiðskírt
Aþena 18 skýjað
Winnipeg 1 léttskýjað
Montreal 7 skýjað
New York 14 skýjað
Chicago 8 skýjað
Orlando 26 léttskýjað
24. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:46 17:39
ÍSAFJÖRÐUR 9:01 17:34
SIGLUFJÖRÐUR 8:44 17:17
DJÚPIVOGUR 8:18 17:06
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Norðlæg átt 5-13 og él, einkum norð-
antil á landinu. Hiti um og undir frostmarki.
Á föstudag Norðan 8-13 en 13-18 við austurströnd-
ina. Dálítil él á Norður- og Austurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 og slydda eða snjókoma norðvestantil á landinu. Hægari
suðvestanátt og dálítil væta annars staðar, en þurrt austanlands. Hiti 0 til 8 stig. Kólnandi veður.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Breytum ekki konum – breytum
samfélaginu.
Þetta er yfirskrift kvennafrídags-
ins sem haldinn er í dag. Þetta er
sjötti kvennafrídagurinn, hann var
fyrst haldinn 24. október 1975, en
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
hafði helgað áratuginn 1975-’85 mál-
efnum kvenna. Ýmis samtök tóku sig
þá saman og skipulögðu þennan dag
þar sem konur lögðu niður vinnu og
sýndu þannig fram á mikilvægi
vinnuframlags íslenskra kvenna.
Áætlað hefur verið að um 90%
kvenna hér á landi hafi gengið út af
vinnustöðum sínum og heimilum
þennan dag, það vakti talsverða at-
hygli víða um heim og er íslenski
kvennafrídagurinn talinn einn af
hornsteinunum í alþjóðlegri jafnrétt-
isbaráttu.
Í tilefni kvennafrídagsins í dag
verður haldinn baráttufundur á Arn-
arhóli klukkan 15:30 og víðar um
land þar sem krafist verður jafnra
kjara og öryggis á vinnustöðum.
Fundurinn er skipulagður af fjöl-
mörgum samtökum kvenna og
launafólks. Konur eru hvattar til að
leggja niður störf klukkan 14:55 og
sú tímasetning er byggð á nýjustu
tölum Hagstofu Íslands um launa-
mun kynjanna sem sýna að meðal-
atvinnutekjur kvenna eru 74% af
meðalatvinnutekjum karla. Sam-
kvæmt því hafa konur unnið fyrir
launum sínum eftir fimm klukku-
stundir og 55 mínútur sé miðað við
fullan vinnudag á milli klukkan 9 og
17.
Dagurinn var síðast haldinn árið
2016, þá töldust tekjur kvenna vera
um 70% af tekjum karla og hættu
konur því að fá greitt fyrir vinnu-
framlag sitt klukkan 14:38. Þar áður
var dagurinn haldinn 2010, þá var
þessi tímasetning 14:25, og þar á
undan, árið 2005, var tímasetningin
14:08. Einnig var kvennafrídagurinn
haldinn 24. október 1985.
3,6 mínútur á ári
Sá tími sem konur eru hvattar til
að leggja niður vinnu hefur þannig
færst fram um 47 mínútur síðustu 13
ár. Það eru 3,6 mínútur á ári og með
þessu áframhaldi út frá sömu for-
sendum munu laun karla og kvenna
verða jöfn sumarið 2053.
„Í mínum huga er þetta að hluta
til táknrænn dagur,“ segir Katrín
Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisstofu, um kvenna-
frídaginn. „Við eigum þennan sterka
dag árið 1975 þar sem gríðarlegur
fjöldi kvenna gekk út af vinnustöð-
um og heimilum til að benda á ójafn-
réttið sem þá var. Sumt af því var af
allt öðrum toga en í dag, en ennþá er
launamunur kynjanna að mælast.
Og á meðan svo er, þá er nauðsyn-
legt að vekja athygli á því og benda á
leiðir til að bæta þar úr.“
Meðal verkefna Jafnréttisstofu er
að fylgja því eftir að fyrirtæki yfir
tiltekinni stærð setji sér jafnréttis-
áætlun, en í henni felst m.a. að tekið
sé á launamisrétti. Gerð slíkra áætl-
ana hefur verið lögbundin í tíu ár en
Katrín segir að misbrestur hafi orðið
á því að fyrirtæki hafi sett sér þessa
áætlun. Að undanförnu hefur Jafn-
réttisstofa einblínt á stærstu fyrir-
tæki landsins, meirihluti þeirra hef-
ur nú skilað jafnréttisáætlun og flest
þeirra sem ekki hafa gert það eru
með hana í vinnslu.
Katrín segist binda miklar vonir
við jafnlaunavottunina sem varð að
lögum nýverið og fyrirhuguð er á
næstu árum. Með því að samþykkja
hana hafi Alþingi sent sterk skilaboð
út í samfélagið um að greiða eigi
körlum og konum sömu laun fyrir
sömu vinnu. „Auðvitað stefnum við í
rétta átt. En við þurfum að gera bet-
ur,“ segir Katrín.
„Við ætlumst til að konum og körl-
um séu borguð sömu laun fyrir sam-
bærileg störf. Við höfum ítrekað
rætt þetta opinberlega og bent
stjórnendum á nauðsyn þess að nýta
krafta allra starfsmanna sinna,“ seg-
ir Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins.
Holl og þörf áminning
Að mati Halldórs eru helstu
ástæður launamunar kynjanna kyn-
skiptur vinnumarkaður og yfirvinna.
Hann segir að hlutur yfirvinnu-
greiðslna sé um 40% af launum fólks
hér á landi, karlar vinni gjarnan
störf með miklu meiri yfirvinnu-
greiðslum og það skýri að hluta til
lægri laun kvenna. Yrði kjarasamn-
ingum breytt og launakostnaður
vegna yfirvinnu færður inn í dag-
vinnulaun, eins og SA leggur til í
áherslum sínum fyrir komandi
kjarasamninga, myndi launamunur
kynjanna því minnka. Halldór segir
kvennafrídaginn holla og þarfa
áminningu um það sem hljóti að vera
sameiginlegt markmið; jafnrétti
kynjanna. Hann hvetur atvinnurek-
endur til að sýna sveigjanleika þann-
ig að starfsfólk geti tekið þátt í
fundahöldum vegna dagsins kjósi
það svo.
Er þörf á kvennafrídegi? „Já, það
tel ég. En það væri auðvitað óska-
staðan að þessi launamunur fyrir-
fyndist ekki.“
Verða launin jöfn sumarið 2053?
Kvennafrídagurinn haldinn í sjötta skiptið í dag Áherslan á jöfn kjör og öryggi á vinnustöðum
Vonir bundnar við jafnlaunavottun Yfirvinna meðal helstu sökudólga að mati framkvæmdastjóra SA
Kvennafrídagur í sjötta sinn Heimild: Kvennafri.is
24. október
Talið er að um
90% kvenna á
Íslandi hafi lagt
niður vinnu.
25.000 konur
sóttu fund á
Lækjartorgi og
einnig víða um
land.
24. október
Samstöðufund-
ur á Lækjartorgi
í lok áratugar
kvenna.
18.000 konur
sóttu fundinn.
24. október
kl. 14:08
Konur hvattar
til að leggja
niður vinnu kl
14:08.
50.000 söfn-
uðust saman
á útifundi á
Ingólfstorgi.
24. október
kl. 14:25
Konur hvattar
til að leggja
niður vinnu kl
14:25.
50.000 sóttu
útifund við
Arnarhól.
24. október
kl. 14:38
Konur hvattar
til að leggja
niður vinnu kl
14:38. Útifund-
ur haldinn á
Austurvelli og á
20 stöðum víða
um landið.
24. október
kl. 14:55
Konur hvattar
til að leggja
niður vinnu kl
14:55. Útifund-
ur fyrirhugaður
við Arnarhól.
1. júlí
kl. 17:00
Með sama
áframhaldi
munu konur ná
sömu launum
og karlar í júlí
árið 2053
1975 1985 2005 2010 2016 2018 2053
Miðað við launahlutfall kvenna og karla og vinnudag frá kl. 9 til 17 verður vinnuframlagi kvenna lokið kl. 14:55 í dag, á kvennafrídaginn
og verður vinnudagur kvenna því 125 mínútum styttri. Frá 2005 hefur þessi tími styst um 3,6 mínútur að meðaltali á ári.
Morgunblaðið/Hari
Kvennafrídagurinn 2018 Undanfarnar vikur hefur undurbúningur staðið yfir, m.a. með því að mála skilti með
ýmsum slagorðum. Í dag verður dagurinn haldinn í sjötta skiptið og fundir verða víða um land, m.a. við Arnarhól.
Kvennafrídagurinn 24. október
1975 var að sjálfsögðu forsíðu-
frétt Morgunblaðsins daginn
eftir, enda einstakur viðburður.
Þar kom sérstaklega fram að
konur væru tæpur helmingur
fastráðinna starfsmanna blaðs-
ins og flestar þeirra hefðu lagt
niður störf. „Er þetta blað sér-
stakt framlag til jafnréttis-
baráttunnar,“ stóð í blaðinu.
Á forsíðunni