Morgunblaðið - 24.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 24.10.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. 24. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.06 117.62 117.34 Sterlingspund 152.53 153.27 152.9 Kanadadalur 89.42 89.94 89.68 Dönsk króna 18.043 18.149 18.096 Norsk króna 14.213 14.297 14.255 Sænsk króna 13.036 13.112 13.074 Svissn. franki 117.3 117.96 117.63 Japanskt jen 1.0371 1.0431 1.0401 SDR 162.79 163.77 163.28 Evra 134.62 135.38 135.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4736 Hrávöruverð Gull 1222.9 ($/únsa) Ál 2002.0 ($/tonn) LME Hráolía 80.11 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,6% í september síð- astliðnum frá fyrri mánuði. Síðast- liðna tólf mánuði hefur hún því hækkað um 5,9%. Samkvæmt sömu mælingum jókst kaupmáttur launa í september um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðasta árið nemur kaupmáttaraukn- ingin, mælt í vísitölunni, 3% en þá hefur tillit verið tekið til vísitölu neysluverðs. Launavísitala Hagstofunnar er verð- vísitala sem byggist á gögnum úr launa- rannsókn stofnunarinnar. Hún sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Launavísitalan hækkað um 5,9% síðasta árið STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nýtt álagspróf Seðlabanka Íslands, sem ætlað er að meta viðnámsþrótt kerfislega mikilvægra fjármála- fyrirtækja, sýnir að viðskiptabank- arnir þrír myndu standa alvarlegt efnahagsáfall nokkuð örugglega af sér. Með prófinu gerir Seðlabankinn tilraun til þess að meta áhrif mögu- legs og víðtæks efnahagsáfalls á eig- infjárhlutfall bankanna, eigið fé og áhættugrunn þeirra. Niðurstöður prófsins voru kynnt- ar á fundi í Seðlabankanum í gær í tengslum við útgáfu ritsins Fjár- málastöðugleika, sem Seðlabankinn gefur út tvisvar á ári. Á fundinum fór Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálastöðugleika hjá bank- anum, yfir niðurstöður prófsins. Á fundinum fór Rannveig Sigurð- ardóttir, nýr aðstoðarseðlabanka- stjóri, einnig almennt yfir stöðu hag- kerfisins um þessar mundir. Benti hún í máli sínu á að eiginfjárstaða bankanna væri í dag góð og vel yfir þeim mörkum sem Fjármáleftirlitið setur. Hvatti hún þó til þess að bank- arnir stilltu arðgreiðslum sínum í hóf. Benti hún á að hækkandi sveiflu- jöfnunaraukar sem nú er verið að leggja á bankana og svokallaðir stjórnendaaukar, sem þar leggjast ofan á, væru þess valdandi að svig- rúm til lækkunar eiginfjárhlutfalls bankanna væri lítið. Áfall leiddi til taprekstrar Í máli Hörpu Jónsdóttur kom fram að samkvæmt álagsprófinu yrði tap af rekstri viðskiptabankanna fyrstu tvö árin í kjölfar hins ætlaða áfalls. Það yrði raunin þrátt fyrir auknar vaxtatekjur vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi vaxta. Tekj- urnar myndu hins vegar lækka þeg- ar verðbólga tæki að hjaðna og vext- ir lækka að nýju. Aðrar tekjur bankanna, m.a. þóknanatekjur og hreinar tekjur vegna fjármálastarf- semi, myndu lækka vegna minni um- svifa í hagkerfinu og lægra eigna- verðs. Við áfallið yrði talsverð virðisrýrn- un útlánasafna bankanna. Sam- kvæmt niðurstöðum prófsins gæti rýrnunin orðið 3,4% á fyrsta ári og 7,3% í heild yfir það þriggja ára tímabil sem prófið nær yfir. Miðað við niðurstöður prófsins gæti tap bankanna á fyrstu tveimur árum sviðsmyndarinnar numið sam- tals 62 milljörðum króna. Áfallið myndi leiða til þess að eiginfjárþátt- ur 1 hjá bönkunum myndi lækka um 4,7%. Hvetur til varkárni „Þar sem eiginfjárhlutföll bank- anna eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjár- málaáfalls,“ segir aðstoðarseðla- bankastjóri um niðurstöður sviðs- myndarinnar. Þá segir aðstoðarseðlabankastjóri einnig að skref hafi verið tekin til að styrkja viðnámsþrótt fjármálafyrir- tækja með kröfu um uppbyggingu eiginfjárauka meðan kerfisáhætta er enn takmörkuð. Hins vegar sé áhætta í fjármála- kerfinu að aukast, ekki síst á húsnæðismarkaði og í tengslum við ferðaþjónustu, óvissa sé uppi um hversu hratt muni draga úr spennu í þjóðarbúskapnum og að alþjóðleg fjármálaskilyrði gætu versnað og því sé mikilvægt að fjármálafyrirtæki varðveiti viðnámsþrótt sinn þannig að þau hafi raunverulega burði til að mæta áföllum sem á þeim kunna að dynja. Bankarnir myndu standa af sér víðtækt efnahagsáfall Morgunblaðið/Eggert Prófið Samkvæmt prófinu myndi landsframleiðsla dragast saman um 6,5% á tveimur árum ef allt færi á versta veg.  Nýtt álagspróf Seðlabankans metur viðnámsþrótt fjármálakerfisins góðan Nærri lætur að gjaldeyriseign heim- ila, fyrirtækja og annarra innlendra aðila í innlendum bönkum hafi aukist álíka mikið á yfirstandandi ári og áætlaður viðskiptaafgangur lands- ins. Þetta kemur fram í nýrri grein- ingu hjá Íslandsbanka sem ber yfir- skriftina Er gjaldeyrissöfnun innlendra aðila að veikja krónuna? Í nýlegri þjóðhagsspá bankans var viðskiptaafgangur á yfirstandandi ári áætlaður 2,3% af vergri lands- framleiðslu, eða sem nemur um það bil 63 milljörðum króna. Í greiningunni er vitnað í nýlegar tölur Seðlabankans, en þar kemur fram að innstæður á gjaldeyrisreikn- ingum innlendra aðila hafi numið jafnvirði ríflega 234 milljarða króna í lok septembermánaðar síðastliðins. Höfðu slíkar innstæður vaxið um ríf- lega níu milljarða frá fyrri mánuði. „Gengi helstu erlendu gjaldmiðla hækkaði raunar talsvert gagnvart krónu í septembermánuði og sé leið- rétt fyrir þeim gengisbreytingum má áætla að innstæðurnar hafi auk- ist um sem nemur tæpum tveimur milljörðum króna, reiknað á gengi septemberloka.“ Þá segir að þar sé um að ræða mun minni aukningu en hafi verið í ágústmánuði, þegar inn- stæður jukust um tæplega 17 millj- arða króna á sama mælikvarða. Frá áramótum hafa innstæður á gjaldeyrisreikningum Íslendinga aukist um sem nemur 63 milljörðum króna. Langstærstur hluti slíkra innstæðna er í Bandaríkjadollurum (103 ma.kr.) og evrum (97 ma.kr.). Heimili áttu sem nemur 38 mö.kr. af heildarfjárhæðinni. tobj@mbl.is Reuters Peningar Evran er næstvinsælust í gjaldeyrissparnaði landsmanna. Mikil aukning gjaldeyriseigna  Stappar nærri áætluðum við- skiptaafgangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.