Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er mikil tilhlökkun að koma til
Íslands og það er alltaf gaman að
koma á nýja staði. Dóttir mín var á
Íslandi í sumar og fannst mikið til
koma. Ég er mikil áhugamanneskja
um hesta og hef fylgst með íslenska
hestinum,“ segir Gale Anne Hurd,
Hollywood-framleiðandi og rithöf-
undur sem verður heiðursgestur á
stuttmyndahátíðinni Northern
Wave sem haldin verður í Frysti-
klefanum á Rifi á Snæfellsnesi 26.-
28 október. Hurd segist aðspurð
hafa séð nokkrar íslenskar kvik-
myndir, m.a. Stormy Weather eftir
Sólveigu Anspach, Hrúta og kvik-
myndir eftir Baltasar Kormák auk
tónlistarmyndbanda Bjarkar og
Sigur Rósar, sem Hurd segir að
séu miklir listamenn.
Gale hefur lengi verið viðloðandi
kvikmyndaiðnaðinn. Samkvæmt
IMDb kvikmyndasíðunni hefur hún
unnið til 22 verðlauna á ferlinum,
hlotið nafnbótina First lady of sci-fi
og hlotið frægðarstjörnu á Holly-
wood Walk of Fame gangstéttina.
Hurd er framleiðandi og meðhöf-
undur Terminator-myndanna auk
þess sem hún hefur komið að og
framleitt aðrar kvikmyndir og
sjónvarpsseríur. Þar má nefna Ali-
ens, Hulk, Armageddon og The
Walking Dead.
Hurd er eigandi Valhalla Enter-
tainment kvikmyndafyrirtækisins.
„Ég vildi láta nafn fyrirtækisins
vísa til sterkra kvenna og ætlunin
var að láta það heita Valkyrja en
það var ómögulegt fyrir Banda-
ríkjamenn að stafa nafnið eða bera
það fram. Valhalla varð því fyrir
valinu,“ segir hún.
Valhalla framleiddi m.a. heimild-
armyndina MANKILLER sem
kom út í fyrra. Myndin fjallar um
baráttu Wilma Mankiller, fyrsta
Cherokee-kvenhöfðingjans í
Bandaríkjunum, fyrir auknum rétt-
indum frumbyggja. Wift, alþjóðleg
samtök kvenna í kvikmyndum, og
bandaríska sendiráðið hafa í sam-
starfi við Northern Wave stutt-
myndahátíðina skipulagt sérstaka
sýningu á MANKILLER. Myndin
verður sýnd á sunnudaginn, 28.
október, kl. 20 og þá bæði í Frysti-
klefanum á Rifi og í Bíó Paradís í
Reykjavík. Eftir sýninguna mun
Hurd svara spurningum um mynd-
ina úr sal.
Auk þess að vera heiðursgestur
hátíðarinnar og sitja fyrir svörum
eftir MANKILLER í Bíó Paradís
tekur Hurd þátt í meistaraspjalli í
Frystiklefanum undir stjórn leik-
konunnar Steinunnar Ólínu Þor-
steinsdóttur þar sem farið verður
yfir feril Hurd.
Valdeflir konur um allan heim
„Ég hef lagt mikla áherslu á að
gera konur og þeirra sögur sjáan-
legri í kvikmyndaheiminum og al-
mennt. Það geri ég með því að
skapa öflugar kvenpersónur í hand-
ritum og myndum sem ég fram-
leiði, mæta á kvikmyndahátíðir um
allan heim, miðla af þekkingu minni
og reynslu og framleiða heimild-
armyndir um konur sem voru raun-
verulegir leiðtogar,“ segir Hurd
sem farið hefur m.a. vítt og breitt
um Bandaríkin, Ástralíu, Bretland
og nú bætist Ísland við, í þeim til-
gangi að efla konur.
Hurd segir að miklar breytingar
hafa átt sér stað í kvikmyndaiðnað-
inum frá því að The Terminator
kom út 1984. „Það er mikil gróska í
kvikmyndagerð. Með tilkomu nýrr-
ar og ódýrari tækni er hægt að
segja sögur með góðri myndavél í
snjallsímanum og dreifa afrakstr-
inum í gegnum internetið. Ég hef
engar áhyggjur af því að fram-
leiðsla kvikmynda sé í einhverri
hættu vegna nýrrar og nánast
ókeypis tækni. Vönduð kvikmynda-
gerð mun lifa,“ segir Hurd sem
stoppar í örfáa daga á Íslandi og
hlakkar til að keyra um Snæfells-
nes.
Aðspurð hvort hún hafi hugað að
því að taka upp kvikmynd eða sjón-
varpsseríu á Íslandi sagðist hún
betur geta svarað því eftir heim-
sóknina til Íslands á Northern
Wave.
Skapar öflugar kvenpersónur
Gale Anne Hurd heiðursgestur Northern Wave Fylgist með íslenskum kvikmyndum, tónlistar-
mönnum og hestum Situr fyrir svörum um myndina Mankiller í Bíóparadís á sunnudag
Karakter Hurd leggur áherslu á að skapa sterkar kvenpersónur í kvikmyndum og handritum sem hún kemur að.
Á myndinni má sjá leikkonuna Lindu Hamilton í hlutverki kvenhetjunnar Söru Connor í Terminator 2.
Leiðtogi MANKILLER fjallar um Wilmu Mankiller, fyrsta Cherokee kven-
höfðingjann í Bandaríkjunum sem barðist fyrir réttindum frumbyggja.
Heiðursgestur Gale Anne Hurd.
Konur skelfa,
klósettdrama í
tveimur þáttum
eftir Hlín Agn-
arsdóttur, verð-
ur leiklesið í
Hannesarholti í
kvöld kl. 20 og
aftur á sunnu-
daginn, 28. októ-
ber, kl.16. Leik-
ritið var sýnt 75
sinnum í Borgarleikhúsinu vetur-
inn 1996-1997 og einnig sýnt á Stöð
2 árið 1998. Í því segir af fimm kon-
um sem fara út að skemmta sér í
Reykjavík og hittast af og til á
kvennaklósetti skemmtistaðarins.
„Þar trúa þær hver annarri fyrir
löngunum sínum og tilfinningum en
rata líka í ýmis vandræði þegar
áfengismagnið í blóðinu eykst og
músíkin verður háværari,“ segir í
tilkynningu.
Hljómsveitin Skárrenekkert
gerði músíkina við verkið sem síðan
var gefin út. Hlín leikstýrði upp-
færslunni á sínum tíma en hlut-
verkin voru leikin af Önnu Elísa-
betu Borg, Ástu Arnardóttur,
Kjartani Guðjónssyni, Maríu Ell-
ingsen, Steinunni Ólafsdóttur og
Valgerði Dan. Nú mun sami hópur,
með einni undantekningu, leiklesa
verkið í kvöld og á sunnudag. Í stað
Ástu Arnardóttur kemur Sigrún
Gylfadóttir og
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
hefur umsjón með lestrinum.
Hlín
Agnarsdóttir
Konur skelfa á ný
í Hannesarholti
Dansarinn og danshöfundurinn
Sigríður Soffía og tónskáldið, tón-
listarmaðurinn og -gagnrýnandinn
Jónas Sen eru komin heim frá
Grænlandi þar sem þau sýndu verk-
ið FUBAR í Nuuk í annarri viku
októbermánaðar. Verkið var sýnt á
vegum Outervision danshátíðar-
innar í Nuuk og var annað verk eft-
ir íslenskan danshöfund einnig
sýnt, Cloak eftir Sögu Sigurðar-
dóttur.
FUBAR hefur nú verið sýnt 27
sinnum víða á Íslandi á undan-
förnum tveimur árum og verður
næst sýnt á Sauðárkróki í lok þessa
mánaðar og í Vestmannaeyjum á
næsta ári.
Jónas Sen kemur í verkinu fram
sem dansari og hefur það með dansi
sem líkist tai chi. Þá samdi hann
tónlistina við verkið og leikur á
flygil í því.
FUBAR sýnt á
danshátíð í Nuuk
Öflug Sigríður Soffía í FUBAR.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
ICQC 2018-20