Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú gerir einhverjum greiða muntu fá það launað þúsundfalt. Smáa letrið er vissulega þreytandi, en það borgar sig að lesa það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gerir þér skýra grein fyrir því í dag að þú verður að taka viðhorf annarra með í reikninginn ef þú ætlar að ná markmiðum þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver mun treysta þér fyrir leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi. Næstu fjórar vikur verður þú á ferðalagi meira og minna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt hugsa að það sé of gott til að geta verið satt. Þú gerir of miklar kröfur til annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að þú hefur sjálfur mikið um það að segja hvernig mynd aðrir fá af þér. Fjölskyldumeðlimir bíða spenntir eftir því hvað bíður þeirra í næsta fríi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það skiptir öllu að þú hafir það á hreinu hvað þú vilt og hvert þú stefnir. Fólk vill sjá þig og njóta nærveru þinnar, þess vegna er félagslífið með hressara móti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þín bíður óvænt ánægja í dag svo þér er fyrir bestu að reyna að vera á réttum stað á réttum tíma. Illu er best aflokið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eyddu næstu vikum í að skilja hismið frá kjarnanum. Peningar vaxa ekki á trjánum, kenndu börnunum það strax. Þér líkar ekki illa að vera í sviðsljósinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér finnist hlutirnir aldrei ganga nógu hratt fyrir sig verðurðu að venja þig af eilífum aðfinnslum í garð ann- arra. Þú ert sólarmegin í lífinu, haltu þig þar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar vel til að grafa upp gömul leyndarmál sem tengjast fjöl- skyldu þinni. Þú færð símtal sem fær þig til að hugsa hlutina upp á nýtt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér er eðlilegt að trúa því sem fólk segir. Mundu bara að gleypa ekki allt sem sagt er gagnrýnislaust. Farsæl lausn á deilumáli er í höfn og þú andar léttar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu stöðugt á tánum og leystu þau mál sem upp koma jafnóðum. Taktu þig saman í andlitinu og segðu það sem þig langar til að gera, til hvers að hika? „Haust á Stóru- Hámundarstöðum“ er yfirskrift þessarar færslu Davíðs Hjálmars Haraldssonar á Leirnum og síðan; „Hugsað heim en þar býr Baldvin skógarbóndi“: Reynilauf og lerkibarr létt til jarðar falla. Er að sölna ösp og kjarr. Upp á Stórahjalla berst hið þunga bárusvarr. Baldvin er með skalla. Á laugardag orti Davíð Hjálmar um heræfingar NATO: NATO þjálfar horskan her um héruð vor og sýslur. Um Þjórsárdal nú dátinn fer og drepur ungar hríslur. Og þann sama dag orti Pétur Stefánsson: Ef ég væri ungur maður en ekki þetta gamla skar, sæti ég nú sæll og glaður að sötra vín á næsta bar. Veður hafa verið misjöfn og Ing- ólfur Ómar mátti til með að senda mér þessa víxlhendu, – „Sigling“ heitir hún: Emjar Kári, ýfist lá, yfir boði ríður. Kvikum bárum ægis á áfram gnoðin skríður. „Guðrún Sigurðardóttir 27 ára, er fyrsta konan sem hefur verið fastráðin mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfið frábært,“ skrifar Magnús Halldórsson á Boðnarmjöð: Þróun er á fleygiferð, við fögnum breytta stílnum. Bjössi heima í grautargerð og Gunna á mjólkurbílnum. Guðmundur Halldórsson sver sig í ætt við hinn dæmigerða hagyrð- ing: Ég visku þína, Herra, hylli, hér er veðrum stýrt sem ber, en mætti aðeins inn á milli einnig rigna sjeníver Anna Dóra Gunnarsdóttir svarar: Vínið sterka vel má þverra, varla er það bónin stór. Má ég biðja, hái Herra, heldur um einn léttan bjór. Sölvi Kjerulf rifjar upp vísu Sigurjóns Jónssonar frá Hóli í Bíldudal: Ekkert dvelur oní mér, upp ég sel um daga, sendu pela af seniver sem fer vel í maga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skógarbónda og Gunnu á mjólkurbílnum „ÉG ER LAUS Í KVÖLD EF ÞÚ ERT MEÐ EITTHVAÐ ÞAR SEM BOÐIÐ ER UPP Á OPINN BAR.“ „HALLI, JÖRÐIN ER EKKI ÞRIÐJA REIKISTJARNAN FRÁ SÓLU, ER ÞAÐ NOKKUÐ?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að óska þess að hægt sé að flýta helginni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÆTLA AÐ PANTA STÓRA PÍTSU MEÐ ANSJÓSUM, LAUK OG HVÍTLAUK MUNTU ÞURFA AÐ EINANGRA HÚSIÐ OKKAR? HAFÐU HANA EXTRA-STÓRA ENGINN ÓTTI, BEIBÍ!! KONUNGURINN ER AÐ HÓTA MÉR! HANN SEGIST ÆTLA AÐ TAKA HÁLSINN Á MÉR! HLUSTAÐU EKKI Á HANN ÞÚ ERT EKKI EINU SINNI MEÐ HÁLS! Á ÞETTA AÐ LÁTA MÉR LÍÐA BETUR? BRÚÐKAUPSKORT Víkverji hefur gaman af að grúskaí plötubúðum og hefur ekki látið af þeim sið þótt nú orðið sé hægt að finna nánast alla tónlist á tónlistar- veitum. Ef Víkverji sér kassa með plötum á skranmarkaði stenst hann ekki mátið að fletta þeim þótt hann viti að líkurnar á því að hann finni eitthvað sem honum líkar séu hverf- andi. Um tíma var vínillinn eins og hvert annað rusl og hægt var að fá plötur á spottprís. Víkverji verður að viðurkenna að þótt aldrei legði hann plötuspilaranum nýtti hann þá gósentíð ekki nógu vel. x x x Verslunin 12 Tónar hefur settmark sitt á bæjarlífið í Reykja- vík um árabil. Þótt stærri verslanir hafi lagt upp laupana hafa 12 Tónar haldið velli, ekki síst vegna þess að úrvalið er gott, greinilega valið í hill- urnar af kostgæfni og umburðar- lyndi gagnvart sérvisku. x x x Víkverji kann vel við sig í 12 Tón-um, en hann hafði ekki gert sér grein fyrir að þar væri komin besta plötubúð heims. Það er í það minnsta niðurstaða blaða- og plötu- áhugamannsins Marcus Barnes samkvæmt tónlistarvefmiðlinum NME. Í nýrri bók sinni tekur Bar- nes fyrir 80 bestu plötubúðirnar (sem sagt heimurinn í 80 plötubúð- um) og setur 12 Tóna í efsta sætið. Þar segir að úrvalið sé fyrsta flokks og þar við bætist að búðin sé þannig úr garði gerð að viðskiptavinir geti slakað á og talað saman. Það sé vinn- ingsformúlan. x x x Verslunin 12 Tónar var stofnuð ár-ið 1998 og er því tvítug. Nokkuð er síðan 12 Tónar duttu inn á ratsjá áhugamanna um plötubúðir. Fyrir fimm árum komst vefmiðillinn Buzz- Feed að þeirri niðurstöðu að 12 Tón- ar væru næstbesta plötubúð heims. Þar var tekið fram að það væri ekki síst vegna þeirrar útgáfustarfsemi á nýrri íslenskri tónlist sem fram færi á vegum útgáfufélags hennar. Að því er kemur fram á heimasíðu 12 Tóna hafa rúmlega 70 plötur verið gefnar út undir merkjum þeirra frá 2003. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu (Sálm: 86.12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.