Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 30

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við náum vissum hápunkti á listahá- tíðinni Cycle í ár þegar við ljúkum tveggja ára ferli rannsóknar á fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar,“ segir Guðný Guð- mundsdóttir, listrænn stjórnandi há- tíðarinnar, sem fram fer í fjórða sinn 25. til 28. október undir yfirskriftinni Þjóð meðal þjóða. Guðný segir að áfram verði haldið með verkefnið utan Íslands með einkasýningu Huldu Rós- ar Guðnadóttur í Berlín í janúar og minni sýningarhátíð í Buenos Aires á næsta ári. „Rannsóknarvinna síðast- liðinna tveggja ára var gerð í samstarfi við félagsfræðikonuna og sýningar- stjórann Söru S. Öldudóttur og síðar kom Jonatan Habib Engqvist sýning- arstjóri inn í teymið til okkar sem hef- ur verið mikilvæg viðbót því hann kemur með sýn þess utanaðkomandi á land og þjóð. Jonatan er frá Svíþjóð, hann bjó á námsárum sínum á Íslandi, talar góða íslensku og þekkir því vel til,“ segir Guðný og bætir við að hátíð- in sé notuð sem umræðuvettvangur sem tengist inn í listir, menningu og samfélagslega umræðu almennt. „Það sem við sýnum á hátíðinni verður alltaf listræn útkoma sam- starfsins við það listafólk sem tekur þátt í henni en við höfum reynt að stýra efnistökum listafólksins með því að vekja spurningar tengdar rann- sóknarferlinu,“ segir Guðný og bætir við að aðalspurningarnar tengist þeim staðalímyndum sem við Íslendingar höfum um okkur sjálf og oft og tíðum þeirri yfirdrifnu þjóðerniskennd sem einkennir orðræðuna. Þótt þjóðernis- kennd sé nauðsynleg þegar þjóð á í sjálfstæðisbaráttu sé nauðsynlegt að líta hana gagnrýnum augum og velta fyrir sér hvort hennar sé þörf 100 ár- um eftir að landið varð fullveldi. Upphafning „Þegar litið er á hvernig aðrar þjóð- ir sjá Ísland og Íslendinga þá einkenn- ist sú sýn einnig af vissri upphafningu. Það er litið á Íslendinga sem fólk sem er í tengingu við náttúruna, trúir á álfa og innir af hendi ótrúleg þrekvirki miðað við höfðatölu,“ segir Guðný sem telur að utan frá hafi þjóðin fengið litla gagnrýni á sjálfsmynd sína. Nú þegar hægriöflum vaxi ásmegin úti um alla Evrópu sé mikilvægt að staldra við og líta í eigin barm. Þessi tímamót 100 ára fullveldis séu kjörinn vettvangur til þess. „Hingað til höfum við verið frekar einsleit þjóð og þurfum nú að líta fram á veginn og ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Þjóð sem heldur í ein- kenni sín en býður einnig öðrum utan- aðkomandi að vera hluti af sínum þjóðarlíkama. Hugmyndin um að vera opin þjóð meðal þjóða í heimi sem tek- ur stöðugum breytingum,“ segir Guðný og veltir því upp hvort það sé ekki kjarninn í rannsóknunum sem gerðar hafa verið og listafólkið hafi svo unnið með þann efnivið hvert á sinn hátt í gegnum tónlist, myndlist, gjörninga og ljóðlist. „Listahátíðin Cycle er þverfagleg hátíð og við vinnum með listræna rannsókn, það má segja að Cycle sé á einhvern hátt að reyna þolmörk þess hvað það er að vera hátíð. Við viljum ná undir yfirborðið og vinnum með samfélaginu í Kópavogi auk annarra stofnana en einnig í samvinnu við Listaháskólann og alls kyns hópa. Við erum á vissan hátt svæðisbundin en alþjóðlega samhengið er einnig mikil- vægt,“ segir Guðný sem fullyrðir að það að geta kynnt íslenska listamenn á erlendum vettvangi sé einstaklega mikilvægt og setji hlutina í nýtt sam- hengi. Gjörningur um fordóma Dagskrá Cycle er fjölbreytt og fer fram á nokkrum stöðum. „Á föstu- daginn kl. 16 hefst opin dagskrá með umræðum um þema hátíðarinnar: Þjóð meðal þjóða í norrænu sam- hengi pólitíkur og lista. Þar ræða meðal annars saman Sanna Magda- lena Mörtudóttir, Melanie Ubando og Aqqalu Bertelsen frá Grænlandi,“ segir Guðný og bendir á að í kjölfar umræðnanna fari fram áhrifaríkur gjörningur dönsku listakonunar Jeannette Ehlers sem fjalli um hvít- leika og fordóma sem litt fólk verði fyrir. „Ég bíð spennt eftir afhjúpun á úti- skúlptúr í Reykjavíkurtjörn eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur, „Litlu hafpulsunni“, en það er tveggja metra hár skúlptúr sem mun standa í tjörninni fram í desember,“ segir Guðný og bendir á að eftir afhjúp- unina verði tónleikar frá kl. 20 til mið- nættis þar sem fram komi samísk rappkona, danskur transmaður, DJ Sakana, sem er íslensk, og DJ Uya- raqk frá Grænlandi. „Á sunnudaginn fer fram í Tónlistarskóla Kópavogs áhugavert verkefni eftir Ólaf Ólafs- son og Libiu Castro sem heitir Í leit að töfrum sem byggist á tillögu að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands. Í verkefninu fara listamenn- irnir í samstarf við hóp af tónskáldum og líkja eftir ferlinu sem fór fram þegar tillaga að nýrri stjórnarskrá var gerð eftir hrunið. Þetta verða eins konar vinnustofur og í öllum her- bergjum Tónlistarskóla Kópavogs verða tónlistarmenn að búa til og spila tónlist eftir texta úr nýju stjórn- arskránni. Verkefnið er framhald samvinnu listafólksins við Karólínu Eiríksdóttur sem samdi tónlist við verkið „Stjórnarskrá Íslands“ frá 2006,“ segir Guðný sem tekur það fram að allir geti komið og tekið þátt í að semja tónlist við nýju stjórnar- skrártillöguna. Guðný segir að dagskráin standi frá fimmtudegi til sunnudags en sýn- ingin Einungis allir í Gerðarsafni standi til 6. janúar á næsta ári. Fjöl- breytta dagskrá Cycle er að finna á www.cycle.is. Allir eru velkomnir á hátíðina og ókeypis er inn á flesta við- burði hennar. Þverfagleg hátíð og listræn rannsókn  Þjóð meðal þjóða á listahátíðinni Cycle  Tveggja ára rannsókn á fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna  Þjóð í mikilli upphafningu  Litla hafpulsan afhjúpuð á Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einsleitni „Hingað til höfum við verið frekar einsleit þjóð. Við þurfum nú að líta fram á veginn og ákveða hvernig þjóð við viljum vera,“ segir Guðný. Ágengt Verk eftir Melanie Ubaldo. Vídeó Eftirlíkingar af myndbandi Childish Gambino við „This is America“. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.