Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 22

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Úlfar Eysteins-son fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1947. Hann lést á Landspítala 10. október 2018. Foreldrar Úlfars voru Eysteinn Ó. Einarsson bók- bindari, f. 1923, d. 2011, og Þórunn Björnsdóttir hár- greiðslukona, f. 1924, d. 1972. Systkini Úlfars eru Björn, f. 1948, Bryndís, f. 1951, Hildur, f. 1958, og Ólöf Edda, f. 1968. Eiginkona Úlfars var Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 1947. Hún lést árið 1997. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Stefán, f. 1967, eiginkona hans er Bjarklind Al- dís Guðlaugsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru: Úlfar Bjarki, f. 1988, maki Katrín Viðarsdóttir. Börn Úlfars Bjarka eru: Bjarki Þór og Úlfar stundaði nám í mat- reiðslu í Leikhúskjallaranum og á Hótel Holti og útskrifaðist sem matreiðslumeistari 1967. Hann starfaði á Hótel Loftleiðum og í flugeldhúsi Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli til 1978, á veitingastaðnum Laugaási 1978- 81, stofnaði þá, ásamt Sigurði Sumarliðasyni og Tómasi Tóm- assyni, veitingastaðinn Pottinn og pönnuna en þeir ráku staðinn saman til 1985. Síðar stofnaði Úlfar veitingastaðina Sprengi- sand, Úlfar og ljón og árið 1989 Þrjá frakka. Úlfar var einn þekktasti mat- reiðslumaður þjóðarinnar og eftir hann liggja margar bækur um matreiðslu. Úlfar sat í stjórn Félags matreiðslumeistara og var vara- formaður þess um skeið. Þá var hann formaður Lionsklúbbsins Njarðar 1995-96. Hann keppti um tíma í rallakstri. Útför Úlfars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 24. októ- ber 2018, og hefst hún klukkan 15. Stefán Þór. Birgir Þór, f. 1991, maki Eyrún Stefáns- dóttir. Eyrún Ósk, f. 1995, maki Ing- ólfur Árnason og dóttir þeirra er Sól- lilja Karen. 2) Guðný Hrönn, f. 1972, maki hennar er Heimir Helga- son, f. 1970. Börn þeirra eru: Perla, f. 2003, og Alexander Nói, f. 2005. Áður eignaðist Guðný dótturina Söru Laufdal Arnarsdóttur, f. 1992. Faðir hennar er Arnar Laufdal Aðalsteinsson. Sam- býliskona Úlfars til 16 ára var Þuríður Jörgensen. Sambýlis- kona Úlfars er Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir, f. 1971. Hennar börn eru Guðjón Hilmarsson, f. 1993, Ólafur Baldur Ingvarsson, f. 1999, og Marta Magnea Ingv- arsdóttir, f. 2001. Elsku pabbi minn. Mig langaði fyrst og fremst til þess að þakka þér fyrir allt. Þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál sem átti hug okkar allan. Við deildum ástríðu á matseld og unnum því mikið saman. Ég leit upp til þín, ekki síst í eldhúsinu. Mikið verður tómlegt á Frökkun- um án þín. Það var alltaf fjör í kringum þig og þú varst alltaf fullur af hugmyndum, það leiddist engum í kringum þig. Við eigum ótal minningar sam- an sem ég vil þakka þér fyrir. Hvort sem það var í eldhúsinu á Pottinum og pönnunni, Úlfar og ljón, Sprengisandi og síðast en ekki síst Þremur frökkum. Það var alltaf gaman hjá okkur hvort sem það var á vaktinni, í veislum, Fiskideginum mikla, á Sigló, í rallinu eða þegar þú bauðst okk- ur á sjóstöng. Við kveðjum þig með trega og söknuði. Þín verður sárt saknað, elsku pabbi. Þangað til næst. Þinn sonur, Stefán, tengdadóttir, barna- börn og barnabarnabörn. Í dag kveðjum við elskulegan bróður. Úlfar var elstur okkar systk- ina og hefur því alltaf tilheyrt lífi okkar. Hans er sárt saknað og við eig- um endalausar minningar um hann. Úlfar var frá náttúrunnar hendi alveg einstaklega gjafmild- ur og hugulsamur. Hann fór mjög ungur að vinna á sjó, fyrst á Esj- unni og síðan á togara sem sigldi með aflann til erlendra hafna. Úr þessum siglingum kom hann klyfjaður heim af góðgæti og gjöfum til allra á heimilinu. Við systur minnumst skauta, gang- andi dúkku, tískufatnaðar og fullra kassa af sælgæti og niður- suðudósum þannig að flæddi úr skápum. Dásamlegt góðgæti sem var fágætt á þessum árum. Þessi hugulsemi og gjafmildi hélst alla ævi og breyttist smám saman í alls kyns aðstoð við dag- lega lífið, hvort sem var sama- staður á erfiðum tímum, atvinna á unglingsárum eða vel þegin að- stoð við alls kyns veisluhöld. Við minnumst Úlfars líka sem hugmyndaríks frumkvöðuls sem var óhræddur við að fylgja hug- myndum sínum eftir og margar þeirra lifa með okkur og kannski má segja þjóðinni líka. Þar ber helst að nefna að opna fiskveit- ingastað sem bauð upp á rétti sem margir héldu að enginn vildi fara á veitingastað og borga fyrir svo sem plokkfisk, gellur, skötu og fleira. Úlfar var líka mikill fjörkálfur sem var duglegur að kalla fjöl- skylduna og stórfjölskylduna saman. Þar er hægt að nefna fjöl- skylduferðir, sviðamessur, þorra- blót, félagsvist og ekki má gleyma Njálsgötulaufinu. Njáls- götulaufið var bridgemót haldið fyrir stórfjölskylduna og var haldið í mörg ár á Þremur frökk- um þar sem aldrei færri en 16 manns kepptu og lögðu staðinn undir sig í hálfan dag. Þrátt fyrir versnandi heilsufar undanfarna mánuði þá var lífs- neistinn og hugmyndaflugið enn til staðar og síðsumars stakk Úlf- ar upp á því að við systkinabörnin myndum halda enn eina sviða- messuna í byrjun október. En því miður leyfði heilsa hans það ekki. Við þökkum elskulegum bróð- ur samfylgd í lífinu. Hvíldu í friði, elsku Úlfar, minningin um þig mun lifa með okkur. Bryndís, Hildur og Ólöf Edda. Með þakklæti í huga skrifa ég nokkur orð til minningar um Úlf- ar, minn kæra bróður, fyrir þær mörgu góðu stundir sem við átt- um saman. Ég var heppinn að vera litli bróðir Úlfars og ég naut þess alla tíð og fann ávallt umhyggju hans og velvild í minn garð. Góð og gagnkvæm vinátta okkar jókst með hverju árinu síðustu áratug- ina og við fundum vel stuðning hvor annars og virðingu. Úlfar var mjög ræðinn og opinn í sam- tölum, sem þær þúsundir við- skiptavina og það fólk sem hann mætti á lífsleiðinni getur borið vitni um, og ótakmörkuð hjálp- semi einkenndi hann. Það koma margar skemmti- legar stundir upp í hugann, hvort sem við vorum einir í spjalli eða á árlegu herrakvöldi Lions til margra áratuga og gátum látið gamminn geisa heila kvöldstund. Skemmtilegustu stundirnar hin síðari ár voru hins vegar þær þegar Úlfar rifjaði upp ýmis atvik úr æsku okkar. Minni hans var ótrúlega gott, hvort sem horft var 60 ár aftur í tímann eða eitthvað sem gerðist fyrir fáum árum. Sem dæmi rifjaði hann upp í smá- atriðum þegar við níu og tíu ára gamlir fengum gefna hnísu niðri á höfn við gömlu Bæjarútgerðina í Hafnarfirði og reiddum þetta flikki á tveimur reiðhjólum alla leið í Lýsi og mjöl til að selja hana til bræðslu. Þeir vildu ekki kaupa hnísuna svo að við fórum með hana upp á fótboltavöll og létum krakkana ganga með miða í nær- liggjandi hús um hverjir vildu ókeypis hnísukjöt. Síðan skárum við kjötið af hvalnum og gáfum fjölskyldum á Hólabrautinni og í Rauðu myllunni í Hafnarfirði hnísukjöt í matinn. Það má segja að snemma hafi krókurinn beygst þar sem Úlfar tíu ára gamall var byrjaður að gefa fólki mat. Það var mikið hlegið þegar Úlfar sat eina kvöldstund hjá okkur Lilju í Hörgshlíðinni fyrir nokkrum árum og rifjaði upp heimsókn Hjálpræðishersins til Hafnarfjarðar þar sem við bræð- ur gengum með hernum í skrúð- göngu með trommuslætti og lúðraþyt og sungum hástöfum sálmana með þeim. Úlfar brast í söng í Hörgshlíðinni, því hann mundi öll erindin af: „Á himnum hjá Jesú mun ég hvítklæði fá, kórónu á höfuð og hve dýrlegt er að vita“ o.s.frv. Ótrúlega skemmtilegt. Nú er minn kæri bróðir kom- inn í hvít klæði og svo sannarlega með kórónu á höfði og ljúfar minningar munu geymast og lifa um velvild hans, manngæsku, hjálpsemi og atorku alla tíð. Ég kveð bróður minn með sorg í hjarta og bið honum allrar blessunar. Björn Eysteinsson (Bjössi bróðir). Það er af svo mörgu að taka ef ég á að fara að skrifa eitthvað um vin minn Úlfar Eysteins. Við unnum saman á Hótel Loftleiðum og síðar í Keflavík hjá Flugleiðum. Hann kom að heim- sækja mig til Miami þegar ég var þar í skóla og þá ákváðum við að einn daginn mundum við gera eitthvað skemmtilegt saman. Við opnuðum saman, ásamt Sigga súmm, „Pottinn og pönn- una“ 1982 sem í mörg ár var með vinsælli veitingastöðum borgar- innar, með fyrsta alvöru salatbar- inn. Hann var með mér þegar ég fyrst kom inn á Hard Rock Café í London 1983. Samt er nú eftirminnilegast skeggævintýrið 2009. Þannig var að Úlfar var alltaf til í að kaupa skrítinn fisk ef hann var á boð- stólum og hafa á seðli dagsins í „Þrem frökkum“. Hann hafði gott lag á að gera hlutina spennandi og kallaði gjarnan til fjölmiðlafólk ef eitthvað skemmtilegt var að ske. Svo var það í byrjun mars 2009 að hann hafði fengið einn skrítinn, sjaldgæfan fisk sem hann vildi segja frá. Í þetta sinn var það kona frá RÚV eða Bylgjunni sem er með Úlfar í viðtali í morgunút- varpinu. Allt í einu segir hún upp úr þurru: Heyrðu, Úlfar, þú ert kominn með skegg? „Já, já,“ segir Úlfar: „Ég er að mótmæla“. „Nú, hverju ertu að mótmæla?“ „Nú, háum stýrivöxtum,“ segir Úlfar, „ég ætla hvorki að raka skegg eða klippa hár mitt (hann var nú reyndar orðinn sköllóttur) fyrr en stýrivextir eru komnir niður fyrir 10%.“ „Það líst mér vel á,“ segir kon- an og svo héldu þau áfram að tala um fiskinn. Ég heyrði þetta viðtal og svo daginn eftir hringi ég í Úlf- ar og segi: „Ég ætla að mótmæla með þér og við söfnum hári og skeggi hvor í sínu lagi og mótmæl- um í hljóði, bara svona okkar á milli.“ Í maí, þegar skeggið var orðið sýnilegt (en á þessum tíma var ekki í tísku að vera með skegg eins og í dag), er ég staddur inni í wc-laugum og þar er Gunnar ljós- myndari sem segir: „Hvað er að sjá þig, Tommi, ertu kominn með skegg?“ Og ég svara eins og Úlfar á sínum tíma: „Já, ég er að mót- mæla.“ „Og hverju?“ spyr hann. „Nú, háum stýrivöxtum.“ „Þetta er frétt,“ segir Gunnar og daginn eftir birtist mynd af okkur Úlfari á baksíðu Fréttablaðsins með fyr- irsögninni Úlfar og Tommi mót- mæla háum stýrivöxtum. Eftir þetta mátti ekki koma frétt um lækkun stýrivaxta nema það kæmi líka ný mynd af okkur Úlf- ari. Þangað til í janúar 2010 að Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri hringir í mig kl. 9 um kvöld og segir: „Jæja, Tómas, nú verða stýrivextir lækkaðir niður fyrir 10% á morgun og í tilefni dagsins ætlum við hér í Seðlabankanum að bjóða ykkur Úlfari í rakstur og klippingu í anddyri bankans.“ Klukkan 9 daginn eftir mætum við kafloðnir eftir tíu mánaða skegg- söfnun niður í Seðlabanka og þar voru mættir allir aðalfjölmiðlar landsins og fylgdust með í beinni þegar Úlfar og Tommi voru rak- aðir og klipptir. Þetta verður ekki endurtekið og mikið var þetta skemmtilegt tímabil sem við áttum. Til gamans má líka segja frá því að fyrir jólin 2009 ákváðum við að gefa 1.000 börnum kerti og spil. Við fengum okkur jólasveinabúning og höfð- um samband við nokkra leikskóla og fengum að koma og syngja nokkur jólalög sem við kunnum varla sjálfir en fengum góða hjálp starfsfólks og barna sem björguðu okkur frá því að gera okkur að „fíflum“. En eitt skiptið fórum við á leikskólann sem dóttursonur Úlfars var í og þegar við komum út eftir að hafa sprellað með börn- unum þá horfði Úlfar á mig sorg- mæddum augum og sagði „hann þekkti mig ekki“, alveg miður sín. En þegar drengurinn kom heim sagði hann við Guðnýju mömmu sína: „Veistu það mamma, það komu tveir jólasveinar í leikskól- ann í dag og annar var alveg eins og hann afi“. Kæri Úlfar, þú settir svip á veitingamenningu landsins, takk fyrir allt. Guðný og Stebbi, ég samhrygg- ist. Tómas (Tommi á Hamborgarabúllunni). Við fráfall þessa öðlings rifjast margt upp er hent hefur í daganna rás. Verandi sjálfur fæddur í Hafnarfirði, þá hef ég þekkt Úlf- ar í marga áratugi. Áhugi hans á sjávarfangi öllu speglaðist best í veitingahúsa- rekstri hans, sérstaklega er hann hóf rekstur „Þrír frakkar hjá Úlf- ari“ við Baldursgötu. Þar gátu gestir gengið að besta sjávarfangi, sem völ var á. Hvalkjöt var þar ekki undanskil- ið, enda hefur enginn haldið gæð- um þess og eiginleikum betur á lofti hér heima og erlendis í við- tölum við erlenda fjölmiðla í ára- tugi en Úlfar. Hann hafði hval- kjöt á matseðlinum hjá sér frá fyrsta degi. Við sjáum á eftir einum ötul- asta talsmanni nýtingar hvala- stofna hér við land og þó víðar væri leitað. Þannig var að Steinar Baste- sen, hvalveiðimaður í Noregi og seinna þingmaður á Norska Stór- þinginu vildi kynna hrefnukjöt á Nor-Fishing sýningu í Þránd- heimi, fyrir allt löngu. Steinar hringdi til mín og bað mig að at- huga hvort Úlfar væri til í að koma til Þrándheims og sjá um þessa uppákomu, þ.e. að grilla hrefnukjöt fyrir utan sýningar- salina og gefa fólki að smakka. Það var auðsótt. Steinar hafði fengið kokka frá kokkaskólanum í Þrándheimi til að aðstoða og læra galdra Úlfars þegar kemur að matreiðslu hvalkjöts. Í stuttu máli þá tókst þessi „smakk-prufu“-uppákoma þann- ig, að strax var löng biðröð frá hádegi til kvölds í tvo daga. Ann- að eins hafði ekki sést á þessari sýningu fyrr og voru menn á því að þessi uppákoma ætti heima í Heimsmetabók Guinness, svo mikil var þátttakan í að fá grillað hrefnukjöt. Er ljóst varð að hið svokallaða hvalveiðibann gengi í gildi 1990, varð það að samkomulagi að Hvalur hf. héldi góðan lager af hvalkjöti fyrir Úlfar, svo hann gæti haft hvalkjöt áfram á mat- seðlinum eins og hafði verið frá opnun Frakkanna. Voru þessar birgðir vakúm- pakkaðar svo hvalkjötið geymd- ist eins vel og hægt var. Þessar birgðir voru á síðustu kössunum er hvalveiðar hófust aftur. Á þessum árum, er menn pönt- uðu hvalkjötssteik með t.d. rauð- víni, þá var hvalkjötið undir lokin miklu eldra en rauðvínið, samt bragðaðist hvort tveggja vel. Nú hefur Stefán sonur Úlfars tekið við rekstrinum og gefur hann pabba sínum ekkert eftir. Ég hef einnig rekist á Úlfar son Stefáns í kokkabúningi á frökk- unum. Þannig verður í framtíðinni ekki í kot vísað á Þrem frökkum, með þeim sem þar starfa, en margir hafa starfað þar í ára- raðir. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar, þakka Úlfari fyrir sér- staklega góða viðkynningu í gegnum árin og votta fjölskyldu hans samúð okkar. Kristján Loftsson. Elsku vinur og félagi til 65 ára, það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og skrifa um þig minningar- grein. Sunnudaginn 30. septem- ber hittumst við í síðasta skipti, þú bauðst mér í skötu með öllu tilheyrandi á Þremur frökkum og var hún algjört lostæti. Við rædd- um málin og ég fann að þú varst ekki alveg heill heilsu, en samt ótrúlega hress, þannig að það var óraunverulegt að frétta af andláti þínu aðeins 10 dögum síðar. Okkar vinátta hófst í Barna- skóla Hafnarfjarðar, við vorum síðan saman í 1. og 2. bekk í Flensborg, þá fórst þú til sjós á m/s Goðafoss og ég kom þangað skömmu seinna, þar var mikið spilað og sungið. Árið 1963 hófst þú nám í matreiðslu í Leikhús- kjallaranum og ári síðar hóf ég mitt nám þar, það var frábær tími, margt brallað og mikil gleði. Verslunarmannahelgi árið 1965 fórum við félagarnir saman í Þórsmörk með Farfuglum (bind- indisfélag) með yndislegu fólki, þar á meðal voru tvær vinkonur sem voru í Verzlunarskólanum, þær Sigga og Guðrún. Þarna urðu til sambönd sem þróuðust síðar í hjónabönd. Alltaf var mik- ill samgangur hjá okkur fjöl- skyldunum og var mikið sungið, spilað og brallað saman. Við unn- um saman hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli í nokkur ár, stofnuðum síðan Pottinn og pönnuna árið 1982 og áttum gott samstarf til ársins 1985, þá stofn- aðir þú Sprengisand og síðan Úlf- ar og Ljón og að lokum Þrjá frakka hjá Úlfari, en Stefán son- ur þinn er nú tekinn við þeim rekstri. Við höfum verið félagar í Lionsklúbbnum Nirði í hátt í 40 ár með ómetanlegum félögum. Það hefur verið mikið brallað saman á þessum ca. 65 árum og væri hægt að skrifa heila bók um það allt saman, en það verður geymt í minningunni. Ég og Guðrún mín kveðjum þig með trega og söknuði og sendum okkar hjartans samúðar- kveðjur til Stefáns og fjölskyldu, Guðnýjar Hrannar og fjölskyldu, sambýliskonu þinnar Ingibjargar Ólafar og hennar barna og elsku- legra systkina þinna og þeirra fjölskyldna. Nú er komið að leiðarlokum í bili. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurður og Guðrún. Fyrir nokkrum áratugum kynntist ég Úlfari í gegnum sjóstangveiðisportið og urðum við mjög fljótt nánir og miklir vinir. Í áranna rás áttum við í miklum daglegum samskiptum og ferðuðumst víða hér heima og erlendis. Oft var ég búinn að fylgjast með Úlfari elda á bryggj- unni ofan í heilu sjóstangveiði- mótin. Þar eldaði hann fyrir tugi, jafnvel hundrað manns, algerlega áreynslulaust og með annarri hendinni eða „með einari“ eins og hann hefði orðað það sjálfur. Margar dásamlegar minning- ar á ég með Úlfari vítt og breitt um landið í gegnum öll sjóstang- veiðimótin og vorum við m.a. um- sjónarmenn Evrópumótanna sem haldin voru hér á landi. Já, Úlfar var snilldarkokkur og þegar mér datt í hug að halda fiskveislu á Dalvík hringdi ég í vin minn Úlfar og spurði hann hvort hann vildi vera yfirkokkur og leiða þetta verkefni. Hverjum er boðið? spyr hann. Öllum lands- mönnum segi ég. Og hvað á að kosta inn? spyr Úlfar á móti? Ekki neitt, segi ég. En svona tvö- hundruðkall? Nei, Úlfar, ekki neitt, það er snilldin! Þá kemur löng þögn í símann og svo segir hann í hálfgerðum hæðnistón, nú … þetta verður þá Fiskidag- urinn mikli! Þar með var hann búinn að setja nafn á daginn og stjórnaði þessari miklu matarhá- tíð sem yfirkokkur með glæsi- brag í einn og hálfan áratug. Bæði það að hann var snilldar- kokkur og þá þegar orðinn lands- frægur gerði það að verkum að hátíðin var frá fyrsta degi afar fjölsótt og vinsæl. Segja má með orðfæri Úlfars sjálfs að hann hafi átt Fiskidaginn mikla skuldlaust með hurðum og gluggum. Á sjálf- um Fiskideginum mikla á milli kl. 11 og 17 er eftir því tekið að ekki sést vín á nokkrum manni þótt tugir þúsunda gesta komi þar saman. Einn Fiskidaginn mikla segir tengdamóðir mín við okkur: „Hver í veröldinni hefði nú trúað því að Úlfar Eysteinsson og Þor- steinn Már Aðalsteinsson myndu stofna mestu bindindishátíð Ís- lands?“ Oft brostum við og hlóg- um á góðum stundum að þessu sérstaka kommenti Álfhildar. Þá eru einnig skemmtilegar og ljúfar minningar frá ferðalögum okkar saman erlendis, hvort sem var til Portúgals, Tyrklands, Níg- eríu eða Kýpur, að ógleymdum sjóstangveiðiferðunum okkar til Írlands. Öll okkar samskipti voru með þeim hætti að hægt væri að Úlfar Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.