Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Kortlagning á ákveðnum líf-færum og svæðum í lík-amanum gegnum dá-leiðslu eru meðal við-
fangsefna Eyglóar Harðardóttur á
sýningunni Annað rými í Nýlistasafn-
inu. Eygló notar gjarnan fundið efni í
verkum sínum svo sem gler og pappa
í bland við nýtt efni, eins og t.d. hand-
gerðan japanskan pappír. Verkin á
sýningunni eru flest frá þessu ári;
skúlptúrar, teikningar, silkiþrykk og
bókverk sem raðað er á gólfið í miðju
sýningarrýminu auk nokkurra verka
sem hanga á vegg. Eygló lauk námi í
málaradeild á Íslandi og síðar fram-
haldsnámi í Hollandi og hefur unnið
með miðilinn með fjölbreyttum hætti
æ síðan, þar sem glíman við efnivið-
inn er ávallt í forgrunni ásamt rann-
sóknum á skynjun og rými lita.
„Fjögur“ (2015) er lítill málverka-
skúlptúr úr pappa sem hangir á vegg
og lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu.
Sé horft beint framan á hann blasir
við grár og hvítur flötur með örfínni
blýantsteikningu. Verkið tekur
breytingum eftir stöðu áhorfandans
og þegar horft er á það frá hlið opnast
fyrir nýja sýn inni í rými verksins
sem er hlaðið þeirri vinnu sem lista-
maðurinn hefur verið að fást við um
langa hríð. Málaðir viðarbútar og nú-
ansar í þvældu efni koma í ljós,
„Fjögur“ er því eins og millistykki frá
eldri verkum Eyglóar yfir í nýju
verkin á sýningunni, eins konar brú
yfir í hreyfanlegt litarými bókverks-
ins „Annað rými“ (2018) og svo yfir í
innra rými líkamans sem listamað-
urinn hefur kallað fram með dáleiðslu
á undanförnum árum undir hand-
leiðslu geðhjúkrunarfræðings og
hluti verkanna á sýningunni hverfist
um.
Markmið dáleiðslunnar var að
kortleggja nokkur svæði líkamans;
maga, háls, hjarta, rófubein, andlit og
heila, sem listamaðurinn teiknaði síð-
an með tússlit á pappa að dáleiðslunni
lokinni. Afrakstur fyrstu dáleiðsl-
unnar var til sýnis á sýningunni
Leiðsla í Listasafni ASÍ árið 2007, en
hálsinn var fyrsta líkamlega rýmið
sem hún rannsakaði með þessum
hætti og Eygló lýsir sjálf sem þver-
skurðarmynd eða grunnplani af hálsi.
Síðan hefur hún markvisst bætt fleiri
svæðum við. Þessum frumteikn-
ingum hefur verið stillt upp á spýtur
á gólfinu og mynda einskonar teikni-
skúlptúr. Teikningarnar útfærir
Eygló svo á ýmsan hátt, meðal ann-
ars í marglaga silkiþrykki á fíngerðan
japanskan pappír sem festur er með
viðarfestingum á vegg.
Í öðru verki hefur Eygló hand-
skrifað með grafítklumpi texta á sex
stórar pappírsarkir sem festar eru
saman. Textinn er um ákveðin svæði
líkamans sem skrásettur var í dá-
leiðslustímunum. Verkið er unnið af
listamanninum í þreytuástandi eftir
langa vinnudaga, gjörningur þar sem
endurtekin skrift þekur nánast allan
flötinn. Í sumar arkirnar hafa verið
saumuð með hvítum silkiþræði og
plasti abstrakt form sem eiga teng-
ingar við drauma og persónulegar
upplifanir listamannsins. Áhorfand-
inn stendur frammi fyrir ólæsilegum
texta, leifum af merkingu sem er óm-
ur dáleiðslunnar. Hann verður vitni
að draumkenndu ástandi í anda súr-
realismans, tengingu yfir í annan
heim óheftrar hugsunar, sjálfvirkri
tjáningu þar sem opnað hefur verið
fyrir flæði hugsana og drauma. Sjálf-
virknin var eitt af lykilhugtökum súr-
realista þar sem þeir leituðust við að
tjá raunverulega starfsemi hugsunar-
innar í dulvitundarástandi, án stjórn-
unar af hálfu skynseminnar og losna
þar með undan fagurfræðilegum og
siðferðislegum ramma rökhyggj-
unnar og opnuðu með því á flæði
ósjálfráðrar skriftar.
Gleri með mismunandi áferð og lit
og pappírsörkum hefur verið lauslega
stillt upp á tréstoðir á gólfi í verki
sem heitir einfaldlega „Gler skúlp-
túr“ (2018). Efniviðurinn í verkinu er
viðkvæmur, fíngerður pappír og brot-
hætt gler sem gæti hæglega runnið
fram af stoðunum. Í þessu verki verð-
ur áhorfandinn meðvitaður um tog-
streitu milli sýningarrýmis, áhorf-
anda og verksins og veltir ósjálfrátt
fyrir sér hvað gerist ef glerið rennur
fram af.
Verkin á sýningunni bera með sér
stöðuga athugun á eiginleikum efni-
viðarins sem Eygló er að vinna úr
hverju sinni, útfærslan einkennist af
léttleika og gagnsæi, hin maleríska
nálgun er minna áberandi en áður og
áherslan er á efniviðinn og mót hins
huglæga og hlutlæga rýmis.
Rými efnis, lita,
líkama og hugar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýleg Verkin á sýningunni eru flest frá þessu ári; skúlptúrar, teikningar, silkiþrykk og bókverk.
Nýlistasafnið
Annað rými bbbmn
Verk eftir Eygló Harðardóttur.
Sýningin stendur til 28. október 2018.
Opið alla daga, nema mánudaga, milli
kl. 12 og 18 og til kl. 21 á fimmtudögum.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Athugun Verkin á sýningunni bera með sér stöðuga athugun á eiginleikum
efniviðarins sem Eygló er að vinna úr hverju sinni, segir m.a. í gagnrýni.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn
Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn
Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s
Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn
Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s
Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 14:00 Auka
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00
Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn
Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 26/10 kl. 22:00
Daður og dónó
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s
Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 10/11 kl. 20:00 19. s
Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Lau 27/10 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 27/10 kl. 20:00
Sing-a-long
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s
Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is