Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 52
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðal- hlutverkið í Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem verður tekin upp á næsta ári og Sagafilm framleiðir. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann. Þáttaröðin segir frá því hvernig hann verður for- sætisráðherra Íslands og hvernig ákvarðanir hans verða sífellt óvenju- legri eftir að hann tekur við emb- ætti. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson leikstýra þáttaröðinni í sameiningu. RÚV hef- ur tryggt sér sýningarréttinn á þátt- unum sem þegar hafa verið forseldir til allra norrænu landanna. Ólafur Darri ráðherra LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Heimir Guðjónsson, þjálfari fær- eysku meistaranna HB, segir að Ís- lendingar geti horft til Færeyja hvað varðar lengingu fótbolta- tímabilsins. „Ég hef aldrei verið mikill gervigrasmaður en eftir að ég kom hingað, þar sem öll liðin spila á gervigrasi, fór maður aðeins að hugsa þetta betur,“ segir Heimir. »1 Íslendingar geta horft til Færeyja Ása Richardsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðlegu sviðs- listasamtakanna IETM frá 1. febrúar 2019. Samtökin eru ein þau elstu og stærstu sinnar tegundar í heim- inum, stofnuð 1981 og með aðsetur í Brussel. Yfir 500 leik- og danshús, hópar, hátíðir, samtök og stofnanir frá fimm heimsálfum eiga aðild að IETM. Að auki eru listráð og menn- ingarráðuneyti frá mörgum löndum meðlimir í samtökunum. IETM- samtökin eru einn helsti við- mælandi Evrópusam- bandsins þegar sviðslistir eru ann- ars vegar og gegna viðamiklu hlutverki í stefnumótun fyrir sviðslistir á alþjóða- vísu. Ása ráðin til IETM ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Saga fullveldisársins, 1918, í Borgar- firði er að hluta til sögð með orðum borgfirsks vinnumanns, Þorsteins Jakobssonar, sem kallaður var Steini Hreða. „Við heiðrum minningu hans sérstaklega, segjum frá þessum gleymda syni héraðsins og andans stórmenni,“ segir Óskar Guðmunds- son, rithöfundur í Véum í Reykholti, höfundur sýningarinnar. Sýning Snorrastofu er í hátíðarsal stofunnar í gamla héraðsskólahúsinu. Hún verður opnuð í dag, kl. 14, og þá fylgir Óskar sýningunni úr hlaði með fyrirlestri. Sýningin verður einnig op- in helgina 1. og 2. desember en ann- ars eftir samkomulagi. Óskar segir að fullveldissýningin sé hefðbundin sögusýning þar sem saga fullveldisársins í Borgarfirði er sögð. Höfundurinn notar handskrifuð blöð og minnispunkta Þorsteins Jak- obssonar til að segja söguna og margs konar aðrar heimildir um við- burði í héraðinu. Óskar hóf heimildarvinnu sína hjá Félagi eldri borgara í Borgarfjarðar- dölum og komst þar á bragðið. Til eru á söfnum handrituð blöð sem Þor- steinn gaf út, meðal annars blaðið Geir sem hann gaf út í 60 ár. Gáfað náttúrubarn en sérsinna „Hann var einnig það eftirminni- legur maður að menn skrifuðu um hann og enn muna margir eftir hon- um. Ég get ekki notað þessar heim- ildir nema takmarkað og það bíður betri tíma að vinna frekar úr þeim,“ segir Óskar. Hann lýsir Steina Hreða sem gáfuðu náttúrubarni. Hann ólst upp á Hreðavatni og kenndi sig við þann bæ. Þorsteinn var afburða verk- maður og vann langan vinnudag en þótti mjög sérsinna og einkennilegur á köflum. Gekk til dæmis berfættur, berhentur og berhöfðaður. „Ég dreg þær ályktanir af þessari vinnu að Borgfirðingar og Mýramenn hafi verið miklu nánari á fyrrihluta aldarinnar en síðar varð. Allir lögðust saman á árarnar í margvíslegum framfaramálum. Að því er að hyggja að ég er að fjalla um tímabil þar sem efnahagslægð var ríkjandi. Mér finnst áhugavert hvernig unnið var úr þeim aðstæðum. Sjálfum finnst mér eins og frelsi og framfarir hafi hafist af miklum þrótti á heimastjórnartím- anum, frekar en á fullveldisárinu þótt það hafi í sjálfu sér verið merkur áfangi. Ég skoða allt árið í samhengi við mannfólkið. Menningarstofnanir gjörbreyttu samfélaginu, eins og Hvítárbakkaskólinn, Hvanneyrar- skóli og Mjólkurskólinn á Hvítár- völlum. Þá reis hið kúgaða kyn, konur, á fætur og þess sér marg- vísleg merki,“ segir Óskar. Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Höfundur Óskar Guðmundsson við vegg með myndum af Þorsteini Jakobssyni sem kallaður var Steini Hreða. Fullveldisári lýst með orðum Steina Hreða  Sýning opnuð í dag í héraðsskólahúsinu í Reykholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.