Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo ttir í fötu m Frímúrarar – Oddfellowar Frábæru kjólfötin okkar komin aftur Verð 76.900,- með svörtu vesti ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hellu Nýlega var birt skýrsla sem Rang- árþing ytra lét gera um komur og dvöl ferðamanna í sveitarfélaginu. Skýrslan tekur til áranna frá 2008 til 2017. Áætlað er í skýrslunni að 230 þúsund erlendir ferðamenn hafi kom- ið í Rangárvallasýslu árið 2008 en 1.381 þúsund árið 2017, sem er sex- földun á ársgrundvelli. Það vekur at- hygli að yfir sumarmánuðina þrjá er fjölgunin aðeins 3,4-föld en 13-föld yf- ir vetrarmánuðina.    Brúarframkvæmdir yfir Þverá neðan við Odda ganga fremur rólega vegna mikilla anna hjá brúarverktök- um, en nú sést fyrir endann á fjár- mögnun verksins og áætlað er að því ljúki að fullu á næsta ári. Brúin mun m.a. stórauka öryggi íbúa sunnan Þverár sem flóttaleið ef til hamfara- flóðs kemur á svæðinu.    Nýtt deiliskipulag fyrir Land- mannalaugasvæðið tók gildi fyrr á þessu ári og Rangárþing ytra fékk út- hlutaðar 60 millj. kr. úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að lagfæra og endurbyggja framtíð- arbílastæði við Námakvísl. Fram- kvæmdir hafa tafist vegna leyfisveit- inga, en vonast er til að því verkefni ljúki á næsta ári. Öll þessi mál Land- mannalauga eru unnin í nánu sam- starfi við Umhverfisstofnun sem hef- ur yfirumsjón með framkvæmdum.    Verslunin Mosfell á Hellu hætt- ir starfsemi upp úr áramótum ef eng- inn tekur við af núverandi eiganda, Einari Kristinssyni, sem hefur ákveð- ið að láta gott heita. Mosfell hefur verið rekin í vel yfir 50 ár og nú ný- lega auglýsti Einar að hann hygðist hætta rekstrinum þar sem hann er að komast á níræðisaldur. Óskar hann eftir að áhugasamir gefi sig fram sem vilja halda rekstri verslunarinnar áfram.    Rangárþing ytra hefur fest kaup á húseign Fannbergs ehf. við Þrúð- vang 18. Lóðin stendur við hlið leik- skólans Heklukots og verður húsið og lóðin nýtt til stækkunar leikskólans. Reiknað er með að ný deild verði í húsinu og hún verði komin í gagnið um eða upp úr áramótum. Samningar standa nú yfir um að Fannberg fast- eignasala og skrifstofa KPMG muni flytja á efri hæðina í húsnæði Arion banka við Þrúðvang 5 á Hellu.    Neslundur ehf. er félag sem var stofnað á sínum tíma til að byggja hentugar íbúðir fyrir 60 ára og eldri í nágrenni við Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Lund á Hellu. Nú er hafist handa við undirbúning að því að byggja fyrstu 4 íbúðirnar og verður væntanlega byrjað á þeim fljótlega. Íbúðirnar verða u.þ.b. 80 fermetrar að stærð hver og fjárhagsáætlun ger- ir ráð fyrir ca. 100 milljónum króna í verkið allt. Ef fjármögnun tekst eins og áætlað er, verða þetta leiguíbúðir. Það byggist á að hagstæð lán og framlög til leiguíbúða fáist frá ríki og sveitarfélagi. Takist það ekki verða þær seldar.    Lionsklúbburinn Skyggnir mun núna í nóvember standa fyrir syk- ursýkismælingum meðal almennings í Rangárvallasýslu eins og gert hefur verið af og til undanfarin ár. Mæling- arnar fara fram við verslanir á Hellu og Hvolsvelli um miðjan nóvember, með aðstoð hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvunum. Lionsklúbb- urinn greiðir þann kostnað sem fellur til, en mælingin er ókeypis.    Íbúðablokk í eigu Rangárþings ytra að Þrúðvangi 31 var nýlega seld Glób ehf. sem hyggst leigja íbúðirnar áfram á almennum markaði. Sölu- verðið var 108 milljónir króna. Sveitarfélagið er með allar íbúðirnar á leigu út árið 2019 eða þar til það hefur eignast nýjar félagslegar íbúðir í stað þeirra sem seldar voru. Húsið á sér langa og merkilega sögu enda hýsti það eitt sinn m.a. Kaupfélagið Þór og Skattstofu Suðurlands. Í framhaldi af sölunni á Þrúðvangi 31 gerði sveitarfélagið samkomulag við þrjá byggingarverktaka á svæðinu um kaup á 6 nýjum íbúðum sem nýtt- ar verða til félagslegrar útleigu.    Byggingaframkvæmdir á Hellu hafa farið ört vaxandi síðasta árið og má sjá fram á talsvert fram- boð af nýjum fullbúnum raðhúsa- íbúðum næstu 1-2 árin, fyrir utan nokkur einbýlishús sem einstaklingar eru að byggja. Þar má t.d. nefna tvö 4ra íbúða raðhús sem Naglafar ehf. er komið af stað með og önnur tvö 4ra íbúða raðhús sem eigandi Stracta hótels er að reisa og eru nú þegar komin upp úr jörð. Fleiri raðhúsa- lóðum hefur verið úthlutað þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar enn þá. Í öllu sveitarfélaginu munu alls vera um 50 íbúðir í byggingu.    Karlakór Rangæinga heldur uppi öflugu starfi og framundan eru stórtónleikar hjá kórnum þar sem fram koma með honum tenórinn Ósk- ar Pétursson og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður. Tónleikarnir verða í íþróttamiðstöðinni í Þykkvabæ 10. nóvember og hefjast kl. 15. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Vetur Hekla í vetrarbúningi virðist gnæfa yfir þéttbýlið á Hellu, en aðdráttarlinsa breytir fjarlægðum. Ferðamenn sexfalt fleiri Árlegt kótilettukvöld Samhjálpar var haldið í Súlnasal Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld. Forsetahjónin, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannes- son, voru heiðursgestir og fóru fyrst að hlaðborðinu ásamt Verði L. Traustasyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar. Forsetinn ávarpaði gesti, skjólstæðingar Samhjálpar sögðu frá reynslu sinni og flutt var fjölbreytt tónlist. Veislustjóri var Guðni Ágústsson, fv. ráðherra. Kærleikur og kótilettur Morgunblaðið/Hari „Þetta er ein af okkar stærstu fjár- öflunum ár hvert. Allar Hrings- konur leggja sitt af mörkum en bas- arnefndin ber hitann og þungann af undirbúningnum. Hennar vinna stendur yfir allt árið,“ segir Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, en hinn árlegi jólabasar félagsins verður haldinn á morgun, sunnudag, á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 13. Á basarnum, sem á sér orðið nærri 60 ára sögu, er boðin til sölu handavinna Hringskvenna, mest jólavara, og ekki má gleyma öllu bakkelsinu. „Það myndast alltaf ör- tröð við terturnar, þær rjúka út og nánast klárast fyrstu tvo klukkutím- ana,“ segir Anna. Um 400 konur eru í Hringnum og allt fé sem þær safna, ásamt gjöfum og áheitum, rennur óskipt í Barna- spítalasjóð Hringsins. „Við vinnum þetta allt í sjálfboða- vinnu, yfirbygging félagsins er eng- in og félagið rekið með félagsgjöld- um Hringskvenna,“ segir hún. Hringskonur ætla að þessu sinni að taka þátt í átakinu gegn plast- mengun. Engir plastpokar verða undir jólavörurnar heldur einungis umhverfisvænir fjölnota pokar sem Hringur lét framleiða. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 29 milljónir króna. Anna segir þá upp- hæð fara vel yfir 30 milljónir þegar árið er á enda. Terturnar rjúka út á tveimur tímum  Árlegur jólabasar Hringsins á morgun Föndur Sýnishorn af fjölbreyttum jólavörum Hringskvenna. Ljósmynd/Landspítalinn Gjöf Stjórn Hringsins í heimsókn á skurðstofur Landspítalans en þar eru mörg tæki sem félagið hefur gefið. Anna Björk er lengst til vinstri. Karlmaður á sextugsaldri, sem var handtekinn í síðustu viku og úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á meintu peninga- þvætti, hefur verið látinn laus úr haldi. Lögregla lagði hald á veru- lega fjármuni í tengslum við rann- sókn málsins, sem og fasteign mannsins, bankareikninga og öku- tæki, að andvirði tuga milljóna kr. Laus úr haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.