Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
Nýbygging í Dalshverfi í Reykjanesbæ.
Tryggið ykkur hagstætt verð strax í dag.
Áætlaður afhendingartími frá júní 2019.
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í 3 hæða lyftuhúsi
Staðsett við nýja Stapaskóla.
Verð frá kr. 34.000.000.
Dalsbraut 4, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Það var góð mæting á Kötluráðstefnu í Vík í Mýrdal 12. október. Ráð-stefnan var haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá gosi í Kötlu.Fjögur hundruð manns lögðu leið sína til Víkur þennan föstudag. Þar sem ég sat og hlustaði á hvert erindið á fætur öðru fór ég að
velta fyrir mér öllum þeim orðum sem við Íslendingar eigum um eldgos, eða
jarðelda eins og segir í eldri textum.
Það eru orð eins og aska, vikur, móða, bólstrar, gufumökkur, gosmökkur,
öskustrókur, gjóska, vikur og áður var talað um sand eða sandöskulag. Mor
eða morbálka kalla Skaftfellingar mistur í lofti sem stafar af því að aska eða
jökulleir fýkur um í þurru veðri.
Lýsingar á flóði sem kom á fyrsta degi Kötlugossins voru jökulhlaup,
vatnshlaup, jökulflóð og vatnsflóð. Það sem flóðið skildi eftir á sandinum var
jökulborgir, jakahrönn eða jökulhrönn. Þessi orð lýsa þeim ísbjörgum sem
jökullinn fleytir fram. Til að
lýsa krafti flóðsins er sagt í
eldri frásögn: „Einn slíkur
jaki lenti á móbergsdrangi
sem sagt er að hafi kurlast
við áreksturinn.“ Myndir frá
Gjálpargosinu 1996 sýndu
hvernig jakarnir brutu
steypta brúarstólpa og styðja þessa frásögn.
Það er áhugavert að sjá í gömlum frásögnum af eldgosum hvernig menn
leggja sig fram um að lýsa þvi sem er ólýsanlegt. Sögumennirnir vita að þeim
verður ekki trúað svo ótrúlegt er margt sem gerist í náttúruhamförum. Í
flestum frásögnunum er lýsing á myrkrinu sem fylgir þéttu öskufalli og notuð
orð eins og niðamyrkur og sorti. Sýslumaður í Álftaverinu lýsti myrkrinu
með þessum orðum: „Svo myrkt að enginn sá annan þó í hendur hjeldust og
þó maður bæri höndina upp að andliti sínu sá maður hana ekki.“ Þessar lýs-
ingar voru flestum framandi og varla gat þetta hafa verið alveg svona en þeir
sem lentu í öskufallinu frá Eyjafjallajökli og ári síðar Grímsvötnum geta stað-
fest að myrkrið í miklu öskufalli er algjört.
Þekkt er myndin af Eyjafjallajökli þar sem eldingar lýsa upp öskustrókinn.
Lýsingar á þessu fyrirbæri eru margar frá Kötlugosum og þá notað orðið eld-
glæringar. Önnur orð eru: Ljósagangur, tindruðu eldglossar, glampar og
leiftur. Orðið reiðarslag kemur oft við sögu og merkir þá högg af eldingu. Í
dag notum við þetta orð um áfall, eitthvað sem kemur skyndilega og umturn-
ar lífi okkar eins og eldgosin gerðu og gera enn.
Katla er mjög nærri byggð og fólk heyrði hvin, bresti, stórbresti, skruggur,
öskrandi þrumur og mjög margir tala um dunur og dynki. Þessi hávaði var að
nóttu sem degi þannig að varla hefur fólki verið svefnsamt þessa 24 daga sem
gosið stóð.
Það var nefnilega þannig að gosið stóð frá 12. október 1918 til 4. nóvember.
Þykir mér harla langt síðan ég fór á ráðstefnu til Víkur en hversu langur
þessi tími var í hugum fólksins í Skaftafellssýslu 1918 eigum við bágt með að
ímynda okkur.
Eldglæringar og dynkir
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
Við búum í samfélagi sem er að sundrast. Fjöl-mennir hópar í samfélaginu upplifa djúp-stæða óánægju og reiði sem veldur því aðfleiri og fleiri í hópi þeirra sem taka þátt í
opinberum umræðum tala um að það séu að verða til
tvær þjóðir í landinu; önnur þeirra er innan dyra og
nýtir sér aðstöðu sína á kostnað þeirra sem eru utan
dyra og telja sig skilda eftir.
Íslenzkt samfélag hefur áður einkennzt af sundur-
lyndi eins og saga þjóðarinnar í bráðum 1200 ár sýnir.
En það hefur verið af öðrum ástæðum en nú. Í kalda
stríðinu var þjóðin klofin í herðar niður í tvær fylk-
ingar. Það var ekki einhugur um leiðir í sjálfstæðisbar-
áttunni.
En nú eru ástæðurnar aðrar. Nú er samfélagið að
sundrast vegna þess að fámennir hópar, sem eru í að-
stöðu til, hafa nýtt sér þá aðstöðu til að taka til sín
stærri hlut af þjóðarkökunni en hinum sem utan við
standa finnst sanngjarnt og réttlátt.
Þessi upplifun of margra þjóðfélagsþegna hefur leitt
til þess að það er að birtast við sjóndeildarhringinn
annars konar og meiri breiðfylking hinna
óánægðu og reiðu en við höfum áður séð.
Við höfum áður upplifað harkalegar deil-
ur á vinnumarkaði, þótt þær kynslóðir sem
nú stjórna landinu hafi ekki kynnzt þeim af
eigin raun, sem hlýtur að vera skýringin á
því, að þær skilja ekki og skynja ekki hvað er fram-
undan að óbreyttu.
Þessi breiðfylking hefur myndast með verkalýðs-
hreyfingunni undir nýrri forystu, stórum hópi aldraðra
sem telja sig hlunnfarna, öryrkjum sem telja sig
standa utan garðs og tveimur nýrri hópum, Samtökum
leigjenda, sem ganga nú fram af meiri samstöðu og
hörku en áður hefur sést, og Hagsmunasamtökum
heimilanna, sem urðu til eftir hrun og kalla nú eftir að
samfélagið horfist í augu við það tjón sem hrunið olli
nálægt tíu þúsund fjölskyldum sem hafa misst heimili
sín á síðustu árum, af ástæðum sem þetta fólk hafði
ekkert með að gera.
Þeir sem með völdin fara hverju sinni hafa alltaf til-
hneigingu til að yppta öxlum og segja sem svo að það
verði alltaf einhverjir óánægðir í lýðræðislegum sam-
félögum.
Í umræðum sem nú eru hafnar um kjarasamningana
sem eru framundan má greina að sumir ráðherrar eigi
erfitt með að skilja þessa óánægju og vísa til tölfræði
sem sýni að kaupmáttur launa hafi aldrei vaxið jafn
mikið og síðustu ár. Þeir eru í raun að taka sér í munn
orð Harolds MacMillans, forsætisráðherra Breta, fyrir
u.þ.b. sextíu árum, sem vann glæsilegan kosningasigur
undir kjörorðinu „You have never had it so good“ eða
Þið hafið aldrei haft það svona gott eins og nú.
Þeir sem þannig tala virðast ekki skilja, að málið
snýst ekki um þetta. Undirrót þeirra erfiðu kjarasamn-
inga sem eru framundan eru alvarleg mistök þeirra
sjálfra. Þeir áttu auðvitað að afnema með lögum
ákvarðanir Kjararáðs fyrir tveimur árum um launakjör
æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra, sem
tvö fordæmi voru fyrir síðustu tæp 30 ár, en gerðu
ekki. Á meðan stjórnmálastéttin leiðir hjá sér að ræða
og skýra þessi mistök hennar sjálfrar verður lítið
hlustað á tal hennar um kaupmáttaraukningu.
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar bera margvíslega
ábyrgð. Ein er sú að stuðla að einingu og samstöðu í
samfélagi okkar. Það var athyglisvert að hlusta á Al-
dísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, á fundi
Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll sl. miðviku-
dag. Hún talaði töluvert um mikilvægi þess í fámennu
samfélagi eins og í Hveragerði að stuðla að einingu og
samstöðu og augljóst að hún lítur á það sem sitt hlut-
verk að stuðla að því meðal Hvergerð-
inga.
Hún hefði eins getað verið að tala um
Ísland allt. Sömu lögmál gilda í samfélag-
inu öllu eins og í litlum hluta þess, sem
heitir Hveragerði. Þeir sem þessa stund-
ina sitja í ríkisstjórn Íslands og á Alþingi bera sömu
ábyrgð að þessu leyti og bæjarstjórinn í Hveragerði.
Þeim ber að stuðla að einingu og samstöðu meðal
þjóðarinnar.
Nú er komið að því að þeir geta ekki lengur ýtt því
á undan sér að tala við þjóðina um þessi mál. Ráða-
menn í öllum flokkum verða að útskýra fyrir fólkinu í
landinu hvers vegna þeir hafi tekið til sín hlut sem
margir telja að þeir hafi engin rök fyrir. Þeir verða að
hætta að forðast eins og heitan eldinn að tala um þessi
mál. Vegna þess að þar liggur skýringin á þeirri stöðu,
sem komin er upp á vinnumarkaði.
Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar á Alþingi
telji sig geta borið ábyrgð á því að efnahagslífið fari á
hvolf vegna þess að þeir stóðust ekki freistinguna?
Þeirra er ábyrgðin ef svo fer.
Úti við sjóndeildarhringinn má sjá breiðfylkinguna,
sem áður var nefnd. Hún nálgast smátt og smátt. Hið
endanlega vald í málefnum lands og þjóðar er í hennar
höndum og annarra þjóðfélagsþegna. Það reynir fyrst
á það vald í prófkjörum flokka og síðar að lokum í
kosningum til Alþingis.
Við höfum áður upplifað harkalegar vinnudeilur og
við höfum líka upplifað pólitískar afleiðingar þeirra.
Þeir sjálfstæðismenn sem muna svo langt aftur í tím-
ann (og þeim fer fækkandi!) ættu að rifja upp kosning-
arnar vorið 1978 til borgarstjórnar Reykjavíkur og til
Alþingis.
Þurfum við virkilega að ganga í gegnum þetta allt
aftur?
Breiðfylking hinna
óánægðu og reiðu
Samfélagið er
að sundrast
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árið 2014 sendi Styrmir Gunnars-son, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, frá sér bókina Í
köldu stríði, þar sem hann sagði frá
baráttu sinni og Morgunblaðsins í
kalda stríðinu, sem hófst, þegar
vestræn lýðræðisríki ákváðu að
veita kommúnistaríkjunum í Mið- og
Austur-Evrópu viðnám. Íslendingar
gengu þá til liðs við aðrar frjálsar
þjóðir, sem mynduðu með sér varn-
arbandalag, Atlantshafsbandalagið.
En hér starfaði líka Sósíalista-
flokkur, sem þáði verulegt fé frá
Moskvu og barðist fyrir hagsmunum
Kremlverja. Hélt hann úti dag-
blaðinu Þjóðviljanum og átti tals-
verðar húseignir í Reykjavík.
Styrmir hafði njósnara í Sósíal-
istaflokknum, sem gaf honum
skýrslur. Ein skýrslan hefur ekki
vakið þá athygli sem skyldi (bls.
123). Hún er frá janúar 1962. Segir
þar frá fundi í einni sellu Sósíal-
istaflokksins, þar sem ónafn-
greindur námsmaður í Austur-
Þýskalandi talaði, og geri ég ráð
fyrir, að hann hafi verið Guðmundur
Ágústsson, sem seinna varð for-
maður Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur.
„Skýrði hann frá því að hann
stundaði nám við skóla þar sem
kennd væri pólitík og njósnir en
hann mun hafa annað nám að yfir-
varpi. Rétt er að geta þess að áður
en [Guðmundur] byrjaði að tala
spurði hann deildarformann, hvort
ekki væri óhætt að tala opinskátt.
Formaður hélt það nú vera. [Guð-
mundur] skýrði einnig frá því, að í
fyrra hefði ekki verið nægilegt fé
fyrir hendi til þess að standa straum
af kostnaði við þá Íslendinga sem
dveldust í Austur-Þýskalandi á veg-
um flokksins hér og þess vegna
hefðu verið tekin inn á fjárlög aust-
urþýska ríkisins (þó ekki þannig, að
beinlínis hafi komið fram) 180 þús-
und austurþýsk mörk til þess að
standa straum af útgjöldum íslenska
kommúnistaflokksins í Austur-
Þýskalandi.“ Enn segir í skýrslunni:
„Þá sagði [Guðmundur], að meðal
kommúnista í Austur-Evrópu ríki
mikil ánægja með Þjóðviljann, sem
talið væri eitt besta blað kommún-
ista á Vesturlöndum.“
Það er merkilegt, að sósíalistarnir
á sellufundinum virðast hafa látið
sér vel líka uppljóstranir náms-
mannsins unga. Ekki er síður fróð-
legt að kommúnistar í Austur-
Evrópu skyldu hafa talið Þjóðviljann
„besta blað kommúnista á Vestur-
löndum“.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Í köldu stríði