Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
e u or , r y uo nar, st r s nv rp, m nn s nv rp,
soundbarir, bassabox og ýmislegt annað.
15% afsláttur
af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga
LÁGMÚLA 8 - 530 2800
*Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í
gangi. Ekki er afsláttur af símum, spjaldtölvum eða úrum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Laxinn hjá Fiskeldi Austfjarða í
Berufirði hefur vaxið vel í sumar og
haust. Slátrun hófst í gær eftir
hausthlé, tveimur mánuðum fyrr en
á síðasta ári, enda er laxinn orðinn
6,2 kg að meðaltali eftir aðeins 16
mánaða eldi í sjókvíum. Guðmundur
Gíslason, stjórnarformaður Fisk-
eldis Austfjarða, segir að aldrei áður
hafi náðst jafn góður árangur í lax-
eldi á Austfjörðum.
Guðmundur segir að vaxtarskil-
yrði hafi verið góð, vegna góðrar
tíðar. Sumarið hafi verið einstaklega
gott og ekki hafi gert óveður í haust
eins og stundum áður. Þá segir
hjálpi góður tækjabúnaður til við að
auka vöxt fisksins. Fiskeldi Aust-
fjarða hafi til dæmis fengið nýtt
myndavélakerfi í febrúar. Með því
sé hægt að fylgjast nákvæmlega
með því hvernig fiskurinn tekur
fóður, hvort sem hann er ofarlega
eða neðarlega í sjókvíunum. Það
hjálpi til við að hafa fóðrunina ná-
kvæma.
Laxinn frá Fiskeldi Austfjarða er
vottaður af AquaGap og á aðgang að
einni virtustu matvörukeðju Banda-
ríkjanna. Guðmundur segir að geng-
ið sé að lagast og því fáist gott verð
fyrir afurðirnar. „Laxinn okkar fær
eingöngu hágæða fóður sem búið er
til úr náttúrulegum hráefnum. Við
fylgjum ströngustu stöðlum um bún-
að og öryggi. Ekki hefur orðið vart
við lús á laxinum eða sjúkdóma og
laxinn hefur enga meðhöndlun feng-
ið við slíku fyrir slátrun. Ástand
sjávar og botns við kvíar hefur verið
vaktað frá því fyrir útsetningu seiða
og á hámarks álagi og niðurstöð-
urnar sýna að sjálfbærni er tryggð,“
segir Guðmundur.
Nýjasta tækni í laxavinnslu
Unnið hefur verið hörðum
höndum við breytingar á Búlands-
tindi á Djúpavogi í eldishléinu en þar
eru afurðirnar unnar. Sett hafa verið
upp ný tæki. Notuð er nýjasta tækni
í laxavinnslu, meðal annars róbótar
og ofurkæling til að tryggja gæði og
gott vinnuumhverfi starfsfólks. Af-
kastageta vinnslunnar eykst við
þetta úr 30 tonnum á sólarhring í
100 tonn. Afköst á heilu ári geta því
orðið um 22 þúsund tonn.
Guðmundur segir að vinnslan sé
að komast í gang eftir breytingar og
hún sé orðin fyllilega sambærileg og
samkeppnishæf við álíka laxa-
vinnslur í Noregi. Búlandstindur er í
eigu heimamanna í Ósnesi og Laxa
fiskeldis, auk Fiskeldis Austfjarða.
Þar verður unninn fiskur frá báðum
laxeldisfyrirtækjunum auk þess sem
Búlandstindur gerir út og vinnur
þorsk. Þar eru um 50 starfsmenn.
Fiskurinn frá Fiskeldi Austfjarða
er síðan flakaður að miklu leyti hjá
Eðalfiski í Borgarnesi og fluttur
með flugi frá Keflavíkurflugvelli til
áfangastaða flugfélaganna um öll
Bandaríkin. Afurðir fara raunar alla
leið til Asíu. Lax er einnig fluttur
með skipum frá Austfjarðahöfnum
til Evrópu. Þrjú skipafélög eru með
vikulegar áætlanaferðir þangað og
hefur Guðmundur hug á að nýta alla
möguleika til að þjóna markaðnum.
Ekkert gagn að hindrunum
Guðmundur gerir sér vonir um að
geta hafið útflutning til Rússlands
að nýju en Færeyingar hafa setið
einir að þeim markaði. „Er ekki
kominn tími á þessar viðskipta-
hindranir? Þær hafa ekkert gagn
gert og mér finnst að menn ættu að
setjast niður og leysa þetta mál,“
segir hann.
Kostnaður við umbúðir er tvöfalt
meiri hér á landi en í samkeppnis-
löndum. Guðmundur vonast til að
með auknu eldi verði hægt að hefja
framleiðslu á umbúðum á Aust-
fjörðum. Hann segir þó ekki alveg
komið að því.
Laxinn vex betur en þekkst hefur eystra
Slátrun hafin hjá Fiskeldi Austfjarða
Afkastageta Búlandstinds þrefölduð
Ljósmynd/Fiskeldi Austfjarða
Berufjörður Þjónustubátur Fiskeldis Austfjarða við sjókvíar fyrirtækisins.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við verðum að ákveða það sem þjóðfélag að
við ætlum að lifa í framtíðinni, öllum heim-
inum til hagsbóta,“ segir Guðmundur Haf-
steinsson, frumkvöðull, stjórnandi hjá Google
og nýskipaður formaður stýrihóps um mótun
nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Guðmundur
hélt erindið „Framtíð Íslands“ í gær í nýrri
fyrirlestaröð Háskóla Íslands, Nýsköpun –
hagnýtum hugvitið.
Guðmundur lagði áherslu á að íslenskt
þjóðfélag ætti að taka þá stefnu að vera fimm
árum á undan samtíðinni í stað þess að vera
fimm árum á eftir.
„Við erum 350.000 manna þjóðfélag, sem er
kjörin stærð til þess að prófa ýmsar tækni-
nýjungar,“ segir Guðmundur og nefnir sem
dæmi sjálfkeyrandi bíla eða aðrar tækni-
nýjungar. Hann segir að fyrir utan smæð
þjóðarinnar hafi Ísland upp á að bjóða græna
orku, hæft fólk og sérfræðinga úr öllum
greinum sem hægt sé að leiða saman á ein-
faldan og fljótlegan hátt.
„Við þurfum að gæta hagsmuna allra en
það er aðlaðandi sýn fyrir þjóðfélagið að taka
þátt í einu tímabundnu verkefni og sjá hvern-
ig til tekst án þess að opna allar dyr upp á
gátt. Það þarf hugrekki þjóðar til þess að
taka slíkt skref og því fylgir áhætta,“ segir
Guðmundur og bendir á að það þurfi að vinna
hratt og vel.
Fyrsta skrefið væri að skapa vinveitt og
stuðningsríkt umhverfi nýsköpunar og sú
vinna sé nú í gangi. Annað skrefið væri að
finna hentugt verkefni og koma því í gang áð-
ur en við missum af lestinni. Guðmundur
segir að ekki megi láta hræðsluna við það
sem við þekkjum ekki ráða för en hann skilji
að fólk sé hrætt við það sem ekki sér fyrir
endann á hvert leiði.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði hug-
myndir Guðmundar áhugaverðar og mikill
fengur væri að því að hafa hann í forsvari fyr-
ir stýrihópinn um mótun nýsköpunarstefnu
fyrir Ísland.
„Guðmundur hugsar stórt og við Íslend-
ingar eigum að vera óhrædd við að hugsa
stórt. Það á við í þessu sem öðru, hvort sem
er einstaklingar eða samfélag, að þú kemst
aldrei lengra en þú ætlar þér,“ segir Kolbrún
og bætir við að hugmyndir Guðmundar setji
aðra hluti í samhengi og tiltekur markmið Ís-
lands um orkuskiptin sem margir mikli fyrir
sér. Hún segir skiljanlegt að fólk geri það og
ekki geri hún lítið úr því.
Einblína á styrkleikana
„Við verðum alltaf að spyrja okkur: Hvern-
ig getum við verið gerendur í öllum þeim
breytingum sem fram undan eru en ekki ein-
göngu þiggjendur? Guðmundur lagði fram
hugmynd, í raun einhvers konar hugvekju,
sem ég vona að sé tilefni fyrir fleiri að segja
sína skoðun á og ræða frá alls konar sjónar-
hornum. Mér fannst jákvætt hvernig hann
einblíndi á hvar styrkleikar okkar liggja og
það eigum við að gera. Því sama hvaða leið
verður fyrir valinu eigum við að byggja hana
á sérstöðu okkar og styrkleika,“ segir Þórdís
og tekur undir með Guðmundi að það sé
mannlegt að hræðast tæknina, sérstaklega
þegar svarið við því hvert breytingar leiði
samfélagið liggi ekki fyrir.
Tilraunaland með tækninýjungar
Kjörið land fyrir sjálfkeyrandi bíla Eigum að vera fimm árum á undan samtíðinni Hugrekki í
stað hræðslu Smæð þjóðarinnar styrkur Íslendingar eiga að vera gerendur frekar en þiggjendur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framsýnn Guðmundur Hafsteinsson ræddi framtíð og tækifæri Íslands í nýsköpun og tækni.