Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 3. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.94 121.52 121.23 Sterlingspund 155.69 156.45 156.07 Kanadadalur 92.22 92.76 92.49 Dönsk króna 18.427 18.535 18.481 Norsk króna 14.44 14.526 14.483 Sænsk króna 13.327 13.405 13.366 Svissn. franki 120.44 121.12 120.78 Japanskt jen 1.0699 1.0761 1.073 SDR 167.39 168.39 167.89 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1453 Hrávöruverð Gull 1223.25 ($/únsa) Ál 1959.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.28 ($/fatið) Brent ● Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í gær, eða um 7,48%, í 434 milljóna króna viðskiptum, og var gengi félagsins 7,9 við lok markaða. Fé- lagið tilkynnti í gær að formlegt ferli við sölu Icelandair Hotels væri hafið. Mest lækkun var á gengi bréfa Sýnar í Kauphöllinni í gær, en félagið lækkaði um 7,3% í 271 milljónar króna við- skiptum. Félagið sendi frá sér afkomu- viðvörun eftir lokun markaða á fimmtu- daginn, þar sem sagt var að útlit væri fyrir að EBITDA yrði undir spám félags- ins. tobj@mbl.is Icelandair hækkaði mest í Kauphöll STUTT glæsilegri uppbyggingu á nýjum hót- elum á mjög góðum stöðum hér í Reykjavík og úti á landi.“ Stefnt er að því að ljúka sölunni á fyrsta fjórðungi næsta árs, 2019. „Við segjum samt líka að við viljum frekar vanda okkur en flýta okkur,“ segir Bogi Nils. Viðráðanlegri vöxtur En í ljósi þess hvernig umræðan um íslenska ferðaþjónustu hefur þróast, hefði ekki verið betra að vera fyrr á ferðinni með söluna? „Nei, við teljum svo ekki vera. Þeir erlendu aðilar sem eru að skoða þetta horfa til langs tíma. Það er áfram vöxtur í íslenskri ferðaþjón- ustu, og sem betur fer er hann ekki eins mikill og hann var. Hann er við- ráðanlegri núna, og við teljum bara jákvætt að gera þetta á þessum tíma- punkti.“ Í tilkynningunni kemur fram að söluferlið sé í umsjón Íslandsbanka og HVS í London. Þá segir að í fyrr- nefndri fjárfestakynningu komi meðal annars fram að leigutekjur fasteigna muni nema 700 milljónum króna á þessu ári, og EBITDA hót- elrekstrar muni verða 900 milljónir króna. Á árinu 2018 hafa bæst þrjú ný hótel við rekstur Icelandair Hotels, en við það jókst framboð hótelher- bergja félagsins um 197. Markaðshlutdeild 17% Að sögn Boga er markaðshlutdeild Icelandair Hotels 17% í höfuðborg- inni, en eitthvað lægri ef horft er á landið í heild. Icelandair Hotels er með 23 hótel innan sinna vébanda, þar af 10 sem rekin eru undir nafni Hótels Eddu sem er sumarhótelakeðja. Á þessum hótelum eru 1.937 herbergi, 876 í Reykjavík, 450 á landsbyggðinni ásamt 611 herbergjum á fyrr- nefndum Eddu-hótelum. Þá vinnur fyrirtækið einnig að opnun nýs hót- els við Austurvöll í samstarfi við Hil- ton sem stefnt er að því að opna árið 2019. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Formlegt söluferli á dótturfélagi Icelandair, Icelandair Hotels, er haf- ið, samkvæmt tilkynningu Ice- landair Group til Kauphallar. Ákvörðunin um að selja félagið og fasteignir þær sem tilheyra hótel- rekstrinum, var upphaflega tekin í maí síðastliðnum, en síðan þá hefur fjöldi aðila sýnt fyrirtækinu áhuga. Bogi Nils Bogason, starfandi for- stjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að margar fyrir- spurnir hafi borist eftir upphaflega tilkynningu um söluna. „Það hafa margir haft samband, og mest aðilar utan úr heimi. Ég geri ráð fyrir að íslenskir aðilar muni væntanlega líka óska eftir gögnum.“ Höfum mikla trú á ferðaþjónustunni Bogi segir að eignirnar sem um ræð- ir séu góðar. „Við höfum mikla trú á ferðaþjónustunni, þó umræðan hafi verið heldur neikvæð upp á síðkastið hér á landi. En af áhuganum að dæma þá sjá útlendingar meiri tæki- færi í fyrirtækinu en innlendir að- ilar. Við erum búin að byggja hér upp heils árs ferðaþjónustuland, og það er ekki öllum löndum sem hefur tekist það. Flugtengingar eru gríð- arlega miklar, við Evrópu og Amer- íku, og bráðum Asíu. Þannig að tækifærin eru svo sannarlega til staðar til að láta fyrirtækið vaxa og dafna, og það er það sem útlending- arnir sjá.“ Eru þetta atriðin sem helst er tæpt á í fjárfestakynningunni sem kynnt verður hugsanlegum kaup- endum á næstunni? „Já, ekki hvað síst, en svo eru þetta bara frábærar eignir. Þetta hótelfélag okkar hefur staðið að Icelandair Hotels selt 2019  Mest erlendir aðilar sem hafa sýnt áhuga til þessa Morgunblaðið/Ómar Gisting Hótel Marina er ein þeirra eigna Icelandair Hotels sem til sölu eru. Fjármálaeftirlitið er nú með fleiri en eitt mál til skoðunar sem tengjast mögulegri markaðsmisnotkun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá stofnuninni en Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá FME um hvaða fyrirtæki ætti í hlut í máli sem Nasdaq OMX Iceland vísaði til FME á þriðja ársfjórðungi. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var greint frá því að Nasdaq hefði í árs- fjórðungsskýrslu sinni um eftirlits- mál á vettvangi kauphallarviðskipta í Evrópu greint frá því að einu máli er varðaði meinta markaðsmis- notkun hefði verið vísað til frekari skoðunar eftirlitsyfirvalda. Í svari FME kemur fram að stofnuninni berist reglulega „fjöldi ábendinga og vísana, m.a. um mögulega markaðs- misnotkun, bæði frá Kauphöll og öðrum,“ eins og það er orðað í svarinu. Þar segir einnig að farið sé yfir allar ábendingar og vísanir sem berast og metið hvort þörf sé á frek- ari aðgerðum. Stofnunin gefur hins vegar ekki upp hvaða mál séu til skoðunar á hverjum tíma eða hvaða fyrirtæki eigi þar í hlut. ses@mbl.is Fleiri en eitt misnotk- unarmál til skoðunar  FME veitir ekki upplýsingar um einstök mál BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir skráningu í alþjóðlega kauphöll vera eðlilegt skref fyrir Marel og styðja við áframhaldandi vöxt og framþróun félagsins. Árni Oddur segir afskráningu Marels úr Kauphöll Íslands hafa komið til greina en eftir ítarlega skoðun og ráðleggingar sé niðurstaðan að stefna að tvíhliða skráningu hluta- bréfa í Kaup- mannahöfn, Amsterdam eða London auk áframhaldandi skráningar hér á landi en fyrirtækið verður áfram með höfuðstöðvar á Ís- landi. „Við erum alþjóðlegt félag sem er ákaflega stolt af uppruna sínum og höfuðstöðvar Marels verða áfram á Íslandi,“ segir Árni Oddur í samtali við Morgunblaðið. Marel greindi frá því við níu mánaða uppgjör fyrirtæk- isins í vikunni að áform um skrán- ingu í alþjóðlega kauphöll gengju samkvæmt áætlun og búið væri að þrengja kostina niður í kauphallirn- ar í Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúnum. Sammála um tvískráningu „Við teljum að með tvíhliða skrán- ingu tvinnum við best saman hags- muni núverandi og framtíðar- hluthafa,“ segir Árni Oddur. En hvers vegna er mikilvægt að vera skráð á Íslandi? „Það hefur í fyrsta lagi ekkert fyrirtæki í heiminum sem er með mjög góðan hluthafagrunn og hefur stutt félag til vaxtar frá sprota til al- þjóðlegra leiðtoga tekið þá ákvörðun að afskrá sig og skrá sig á öðrum stað á einni nóttu. Við skulum heldur ekki gleyma því að Marel var skráð 1992 í íslensku kauphöllina, sem hef- ur þjónustað Marel alveg svakalega vel. Á þessu tímabili höfum við breyst úr 45 manna fyrirtæki í 6.000 manna alþjóðlegt fyrirtæki. Tekjurnar hafa vaxið úr sex millj- ónum evra í tæpar 1.200 milljónir evra á þessu tímabili,“ segir Árni. „Núna erum við ekki bara fram- leiðandi á búnaði fyrir fisk í Evrópu heldur heimsleiðtogi í lausnum og þjónustu fyrir framleiðendur í fisk-, kjöt- og kjúklingaiðnaði. Stuðningur hluthafa hefur gert það að verkum að við höfum getað vaxið með yfir- tökum til viðbótar við kröftugan innri vöxt. Við fjármögnuðum yfir- töku á Stork og Scanvægt með stuðningi hluthafa en síðustu ár höf- um við gert það í gegnum sterkt sjóðstreymi og ekki þurft að kalla eftir auknu fjármagni frá hlut- höfum,“ segir Árni. Gengur ekki upp á Íslandi Árni segir að Marel sé alþjóðlegt félag með tekjustrauma frá öllum heimsálfum en eingöngu 1% tekna kemur frá Íslandi og því sé eðlilegt næsta skref að finna alþjóðlegt leik- svið fyrir hluthafa félagsins. Í fyrr- greindum kauphöllum sé yfir 60% af umfangi viðskipta frá alþjóðafjár- festum en það hlutfall sé innan við 10% í íslensku kauphöllinni. Auk þess segir Árni Oddur að Marel sé orðið um 40% af heildarumfangi þeirrar íslensku og því sé góð áhættudreifing fyrir fyrirtækið að vera hluti af stærra fjármálakerfi. Of stórt fyrir Kauphöllina  Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir að stærð og starfsemi fyrirtækis- ins kalli á veru í alþjóðlegri kauphöll  Afskráning á Íslandi ekki í stöðunni Morgunblaðið/Ómar Marel Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir skráningu fyrirtæk- isins í alþjóðlega kauphöll vera tímabæra og eðlilegt skref fyrir það. Árni Oddur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.