Morgunblaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 33
Elsku yndislega og góða Fjóla
systir, ég kveð þig með ljóði sem
langömmu- og langagafabróðir
kvaddi systur sína með fyrir all-
löngu síðan og geri það að mínu.
Þó að við systur kynntumst ekki
fyrr en þú fluttir aftur heim á
Seyðisfjörð og ég þá orðin ungling-
ur urðum við góðar vinkonur, það
var mikill heiður að fá að fara út að
labba með þriðja barnið þitt, ég
var svo montin með það.
Seinna þegar ég eignaðist mín
börn varstu alltaf til staðar fyrir
mig og börnin mín, fyrir það verð
ég þér alltaf þakklát
Takk fyrir alla kjólana sem þú
saumaðir á Guðrúnu mína, þig
munaði ekki um að sauma fjórða
kjólinn þegar þú varst að sauma á
dætur þínar enda var myndar-
skapurinn þinn í hannyrðum ótrú-
legur, það lék allt í höndum þínum.
Takk fyrir okkar samveru eftir
að báðar urðum fullorðnar og náð-
um mjög vel saman og urðum vin-
konur þrátt fyrir aldursmuninn
sem ég fann ekki fyrir með aldr-
inum.
Elsku kæra systir, nú ertu kom-
in til Mumma þíns og allra þeirra
sem farnir eru frá okkur, efast ég
ekki eitt augnablik um að það hef-
ur verið tekið vel á móti þér af
þeim öllum, berðu þeim öllum
kveðju mína.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Augun þreyttu þurftu að hvíla sig.
Það er stundum gott að fá að sofa.
Armar drottins umlykja nú þig,
okkar er að tilbiðja og lofa.
Við þér tekur annað æðra stig,
aftur birtir milli skýjarofa.
Enginn fær flúið örlögin sín
aldrei ég þér gleymi.
Nú ert þú sofnuð systir mín
sæl í öðrum heimi.
Hlátra og hlýju brosin þín
í hjarta mínu geymi.
(Haraldur Haraldsson)
Ástarkveðja frá Lillu systur og
fjölskyldu.
Ástrún Lilja
Sveinbjarnardóttir.
Ég vil með örfáum orðum
kveðja kæra systur mína. Síðustu
ár Fjólu voru henni mjög erfið.
Óhætt er að segja að lausn sé þá
lokið er þungum þrautum.
Það er margs að minnast og
margs að sakna eftir meira en
áttatíu ár. Okkar samband var allt-
af gott og traust eins og okkar
allra systkinanna. Fjóla var alltaf
kát og hress þrátt fyrir þá fötlun
sem hún bjó við allt frá fæðingu,
lét það síður en svo hefta sig í leik
eða starfi.
Ekki hef ég orð þessi fleiri. Allt
það sem ósagt er, allar samveru-
stundir og minningar geymi ég í
hjarta mér.
Ég sendi fjölskyldum Fjólu
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim guðs blessunar.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
Sem móðir hún býr í barnsins mynd;
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind,
þó lokið sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Ljóðlínur þessar er hér fylgja
veit ég að eiga vel við hana systur
mína.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, elsku systir, og ég veit að
Mummi stendur á ströndinni og
tekur á móti þér þegar þú leggur
að landi á eilífðar ströndinni.
Þín saknandi systir,
Inga Hrefna.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018
✝ Birgi Pálsson,vélstjóri frá
Stóruvöllum í
Bárðardal, fæddist
1. desember 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 19. október
2018.
Foreldrar hans
voru Páll Sveinsson
frá Stórutungu, f.
24.12. 1911, d. 15.6.
1994, og Sigríður Jónsdóttir frá
Stóruvöllum, f. 1.1. 1920, d. 2.11.
2005. Systkini Birgis eru: Geir-
þrúður, f. 8.5. 1941, og Sveinn, f.
17.5. 1953.
Birgir giftist 1. janúar 1961
Sigurbjörgu Ólafsdóttur frá
Odda í Vestmannaeyjum, fædd
29. maí 1943, hún lést 9. júní
2017. Foreldrar hennar voru
Þorsteina Sigurbjörg Ólafs-
dóttir, húsmóðir frá Oddhóli í
Vestmannaeyjum, f. 4. septem-
ber 1920, d. 15.
nóvember 2012, og
Ólafur Árnason,
olíubílstjóri frá
Odda í Vestmanna-
eyjum, f. 31. júlí
1917, d. 26. febrúar
1997.
Börn þeirra eru:
1) Guðbjörg Sigur-
veig, f. 22.7. 1958,
sambýlismaður
hennar er Guð-
mundur G. Norðdahl. 2) Sævar,
f. 31.7. 1965, sambýliskona hans
er Gerður Sævarsdóttir. 3)
Brynja, f. 7.3. 1968, eiginmaður
hennar er Bjarni Kristinsson. 4)
Árni, f. 6.3. 1972, eiginkona
hans er Ásta Hólm Birgisdóttir.
5) Sigurbjörg, f. 13.9. 1981.
Barnabörn þeirra eru 19 og
barnabarnabörnin fimm.
Útförin fer fram frá Hvera-
gerðiskirkju í dag, 3. nóvember
2018, klukkan 14.
Elsku pabbi,
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Mig óraði ekki fyrir því, elsku
pabbi minn, þegar ég kvaddi þig á
spítalanum aðfaranótt 16. október
að það yrði okkar síðasta samtal.
Strax morguninn eftir áttaði ég
mig á því í hvað stefndi. Það er erf-
itt að horfa til þess að þú sért nú
farinn, þú, þessi yndislegi maður
sem mér þótti svo vænt um. Þú
varst alltaf reiðubúinn að gera allt
fyrir mig, það varst þú sem kennd-
ir mér að þekkja stafina, það varst
þú sem kenndir mér að reikna og
þú kenndir mér líka margt annað
sem mun nýtast mér í lífinu.
Ósjaldan fórum við saman í bíl-
túr og þú þvældist með mig hing-
að og þangað, þar sem það var
alltaf nóg að gera.
Fáeinar línur á blaði segja svo
lítið frá þeim minningum sem eftir
sitja, og er erfitt að lýsa manni
eins og pabba, sem fyrir mér var
stórbrotinn persónuleiki.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað og það tómarúm sem eftir
er getur enginn fyllt.
En þakklætið fyrir að hafa átt
þig að og að við munum hittast aft-
ur stendur eftir og huggar.
Ég mun aldrei gleyma þér, ég
mun ávallt geyma minninguna um
þig í brjósti mínu, minninguna um
ástkæran föður minn.
Skilaðu kveðju til mömmu frá
mér. Guð blessi þig.
Með þökk ég kveð þig,
kæri pabbi minn.
Ég kann víst ekki
að skrifa um feril þinn.
En allt það góða
er þú kenndir mér
mun ávallt sýna
rétta mynd af þér.
Nú færðu hvíld
og hvíldin sú er góð,
þó hverfi spor
sem vitna um langa slóð.
Nú sveipast blessun
sál og andi þinn
og sofðu í friði
elsku pabbi minn.
(R.K.)
Ég elska þig, þinn
Árni.
Mig langar að minnast Birgis
Pálssonar, mágs míns, með nokkr-
um orðum. Birgir var myndarleg-
ur maður, hávaxinn og dökkur
yfirlitum. Hann vakti athygli þar
sem hann kom, gat verið hvass en
var mjúkur fyrir innan skelina.
Hann var 78 ára þegar hann féll
frá en það telst ekki hár aldur í
dag. Hann hafði átt við veikindi að
stríða í nokkur ár en síðastliðið ár
hrakaði heilsu hans ört með þeim
afleiðingum að hann lést föstudag-
inn 19. október 2018.
Birgir fæddist í Bárðardal í
Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp. Hann flutti ungur maður til
Vestmannaeyja þar sem hann
kynntist eiginkonu sinni, henni
Sibbu.
Það sem eftir lifði ævinnar bjó
hann á Suðurlandinu en Bárðar-
dalur var þó alltaf dalurinn hans.
Okkar kynni hófust þegar ég
fór að venja komur mínar í Hvera-
gerði fyrir 47 árum. Honum
fannst ég óttalegur krakki, sem ég
auðvitað var, og mér fannst hann
næstum því karl en 16 ár skildu
okkur að. Okkur varð þó vel til
vina og alltaf tók hann mér með
hlýju.
Það var alltaf gott og gaman að
koma til þeirra og samgangur á
milli heimilanna var töluverður.
Birgir átti til að birtast jafnt að
degi sem kvöldi, þiggja kaffisopa
og svolítið spjall, og var það
ánægjulegt. Alltaf var hann að
velta ýmsu fyrir sér sem hann
vildi ræða og segja frá.
Ófáum áramótum höfum við
eytt saman, bæði í upphafi bú-
skaparára okkar Svenna og einn-
ig hin síðari ár. Birgir hafði alltaf
gaman af því að sitja í góðum hópi
og spjalla um allt milli himins og
jarðar.
Hann hafði mikla ánægju af því
að ferðast og elskaði dalinn sinn
og þangað voru ferðirnar ófáar.
Þau hjónin áttu þessa ferðagleði
sameiginlega og gaman var að
ferðast með þeim. Aldrei taldi
Birgir eftir sér að keyra, nánast
hvert á land sem var og þurfti
fyrirvarinn ekki að vera langur.
Minnist ég m.a. ógleymanlegr-
ar helgarferðar í Ólafsfjörð. Sú
ferð var ákveðin með nær engum
fyrirvara og var hin ánægjuleg-
asta. Á síðasta ári missti Birgir
sinn lífsförunaut þegar Sibba féll
frá eftir fremur skammvinn veik-
indi. Þá var eins og lífsneisti hans
færi að dofna.
Mig langar að þakka fyrir sam-
fylgdina með þessum ljóðlínum:
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Sigrún Arndal (Sirrý).
Í dag verður ástkær frændi
minn, Birgir Pálsson, borinn til
grafar. Því miður get ég ekki
kvatt hann í dag með nærveru
minni, en ég mun kveðja hann í
huganum og kveikja á Stóruvalla-
kerti hér í Sviss í minningu hans.
Dagurinn í dag er skrítinn, þar
sem ég kveð frænda minn í dag
um leið og ég held upp á 60 ára af-
mæli mitt.
Birgir var mikill Bárðdæl-
ingur, unnandi hálendis og víðáttu
Íslands. Hann elskaði að ferðast
um landið og það var alltaf greini-
legt að hann var á heimaslóðum
þegar hann kom í dalinn sinn eða
til óbyggða. Birgir var einnig mik-
ill dýravinur og átti alltaf erfitt að
upplifa eymd dýra. Ég held satt að
segja að hann hafi til dæmis átt fá
gæludýr, því hann átti svo erfitt
með að sjá á eftir þeim þegar
þeirra dagar voru taldir.
Það er oft sagt að sumir séu svo
miklir veiðimenn að þeir geti
dorgað fisk úr drullupolli. Það var
nú kannski ekki alveg svo með
Birgi frekar en aðra, en hann var
ótrúlega lunkinn við að veiða fisk
hvar sem hann kastaði línu. Ég
sjálfur hef aldrei verið heppinn
veiðimaður og því miður dró ég
það að spyrja Birgi hvert leyndar-
málið væri þar til ég var sjálfur
hættur að veiða. En nú veit ég
sannleikann.
Ein af uppáhaldstómstundum
Birgis var að spila bridge og ég
held að mér hafi fyrst fundist
Birgir byrja að vera gamall þegar
ég heyrði að hann væri hættur að
spila, en á hans yngri árum gat
hann auðveldlega setið við spila-
borðið næturlangt. Þrátt fyrir
mikla ást Birgis á gömlu heima-
sveitinni, hálendinu og ferðalög-
um, þá komst sú ást aldrei nálægt
ást hans á börnum sínum, barna-
börnum og langafabörnunum. Það
kom alltaf mjúkur glampi í augu
hans þegar hann ræddi um eitt-
hvert þeirra.
Kæru Guðbjörg, Sævar,
Brynja, Árni, Sigurbjörg, barna-
börn og langafabörn, ég og Björk
sendum ykkur öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og megi
Guð gefa ykkur styrk á þessum
erfiðu dögum.
Nú mun hann liggja við hlið
sinnar heittelskuðu Sibbu, sem
hann hefur deilt nánast allri sinni
ævi með.
Hvíl í friði, kæri frændi, ég mun
heilsa upp á ykkur hjónin næst
þegar ég verð á Íslandi.
Jón Páll Haraldsson.
Birgir Pálsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
stjúpmóðir, tengdamóðir og amma,
AGNES GEIRSDÓTTIR,
Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
28. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, föstudaginn
16. nóvember klukkan 13.
Guðjón Guðmundsson
Geir Rúnar Birgisson Laufey Ólafsdóttir
Hrafnhildur Birgisdóttir Aðalsteinn Sigurðsson
Kristín Guðjónsdóttir Gísli Stefán Sveinsson
Hildur Guðjónsdóttir Arnar Snæberg Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÖGMUNDUR H. STEPHENSEN,
Hörðukór 1, Kópavogi,
lést á Landakoti þriðjudaginn 30. október.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 9. nóvember klukkan 15.
Guðrún Finnbogadóttir
Margrét Ö. Stephensen
Sigríður Ögmundsdóttir Jón Björgvin Garðarsson
Valgerður Ögmundsdóttir Eggert Arnar Kaaber
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
afi og langafi,
ARNÓR HARALDSSON
frá Þorvaldsstöðum,
Langanesströnd,
Víðilundi 24, Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð 31. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. nóvember
klukkan 13.30.
Júlía Friðriksdóttir
Þórunn Björg Arnórsdóttir Almar Björnsson
Unnur Helga Arnórsdóttir
Eydís Arnórsdóttir Ingimar Tryggvason
afa og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
RAGNAR ÞORSTEINSSON,
Berjavöllum 2, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
31. október. Útför hans fer fram frá
Víðistaðakirkju Hafnarfirði fimmtudaginn 8. nóvember
klukkan 11.
Steinvör Bjarnadóttir
Sigurveig H. Hafsteinsdóttir
Guðmundína Ragnarsdóttir Viggó Valdemar Sigurðsson
Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir Bragi Þorsteinn Bragason
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Þorsteinn K. Ragnarsson Paula A. Sánchez
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓHANNA G. VALDIMARSDÓTTIR,
áður til heimilis í Gnoðarvogi 28,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í
Reykjavík, þriðjudaginn 30. október.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 8. nóvember
klukkan 13.
Sigurður Þorsteinsson Lilja Dóra Michelsen
Ingunn Þorsteinsdóttir Guðjón Valdimarsson
barnabörn og fjölskyldur
Ástkær pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
GUÐMUNDUR H. NORÐDAHL
tónlistarmaður,
Hrafnistu, áður til heimilis í
Jökulgrunni 2 í Reykjavík,
lést miðvikudaginn 31. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
9. nóvember, klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á góðgerðarfélög sem tengjast
börnum og dýravelferð.
Brynhildur Þ. Engen Bernhard Engen
Garðar G. Norðdahl Ingibjörg Jóna Gestsdóttir
Vilborg Norðdahl Þórhallur Ágúst Ívarsson
María Norðdahl Þórir Örn Garðarsson
Guðmundur Þór Norðdahl
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskuleg systir okkar,
SIGURLAUG ÁSGERÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR,
fv. gjaldkeri,
Rauðalæk 30,
lést fimmtudaginn 11. október á Grund.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn
5. nóvember klukkan 13.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísli Þorsteinsson
Guðmundur Þorsteinsson