Morgunblaðið - 06.11.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 06.11.2018, Síða 1
3.500 starfsmenn 33 Boeing vélar 46 áfangastaðir1.500 starfsmenn 20Airbus vélar 37 áfangastaðir Stærð flugfélaganna Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Áreiðanleikakönnun mun leiða í ljós hvort Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, fær 1 milljarð eða allt að 3,6 milljarða fyrir fyrir- tækið. Gengið var frá samningi um kaup Icelandair Group á öllu hlutafé fyrirtækisins í gærmorgun. Greitt verður fyrir hlutinn með bréfum í Icelandair Group, en heimildir Morgunblaðsins herma að félagið muni gefa út nýtt hlutafé til að fjár- magna kaupin. Þá mun einnig vera í skoðun að ráðast í umfangsmeira hlutafjárútboð til þess að styrkja grunnstoðir félagsins í kjölfar kaup- anna. Þreifingar um möguleg kaup Ice- landair á WOW air hófust í byrjun síðustu viku. Skriður komst hins vegar á málið í kjölfar þess að stjórn Icelandair var kölluð saman til fundar eftir lokun markaða sl. föstudag. Viðræður milli aðila stóðu alla helgina í húsakynnum KPMG í Borgartúni en fyrirtækið er endur- skoðandi beggja flugfélaga. Heimildir Morgunblaðsins herma að á laugardag hafi grundvöllur fyr- ir samningaviðræðum verið kann- aður. Kom afar þröngur hópur fólks frá báðum félögum að því samtali. Þegar ljóst var að grundvöllur til samninga var til staðar var hópur- inn víkkaður út á sunnudagsmorg- un. Var þá unnið sleitulaust að því að binda lausa enda og róið var öll- um árum að því að senda út tilkynn- ingu um viðskiptin fyrir opnun markaðarins í gær. Þá var Fjár- málaeftirlitinu og forystumönnum ríkisstjórnarinnar einnig haldið upplýstum um framgang mála. Ekki náðist að undirrita samn- inga fyrir opnun markaða í gær. Var þá Kauphöll gert viðvart og kannað hvort loka ætti fyrir við- skipti með bréf Icelandair Group. Ákveðið var að aðhafast ekki fyrr en á 12. tímanum í gær þegar lokað var fyrir viðskipti með félagið í rúma klukkustund. Fram að því fylgdust sérfræðingar Kauphallar- innar náið með framvindu mála. Eftir að opnað var fyrir viðskipti að nýju upp úr kl. 13.00 í gær hækkuðu bréf félagsins á tímabili um meira en 50%. Við lok dags stóð hækkunin í tæpum 40% og markaðsvirðið hafði aukist um 15 milljarða króna. Uppstokkun á markaði  Mikil umskipti á flugmarkaði eftir að Icelandair Group keypti allt hlutafé WOW air í gærdag  Skúli Mogensen, eigandi WOW air, fær á bilinu 1 til 3,6 milljarða í sinn hlut eftir söluna  Icelandair Group gefur út nýtt hlutafé til þess að fjármagna kaup á öllu hlutafé WOW air MWOW air keypt »2, 12, 14, 18 Þ R I Ð J U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  261. tölublað  106. árgangur  CARMEN VAR FYRSTA RAUÐ- SOKKAN ÚTÓN MEÐ RÁÐSTEFNU ICELAND AIRWAVES ÁST Í MEINUM Í SEINNI HEIMS- STYRJÖLD TÓNLISTARVEISLA 33 MIKILVIRKUR PENNI 11HAFNARBORG 30 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 2.200 fleiri erlendir ríkis- borgarar fluttu til Íslands á þriðja fjórðungi en fluttu þá frá landinu. Hins vegar fluttu tæplega 300 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en fluttu til landsins. Má lesa þetta úr nýjum mann- fjöldatölum Hagstofunnar. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir brottflutn- ing íslenskra ríkisborgara alltaf tölu- verðan á þriðja fjórðungi út af námi erlendis á haustönn. „Sé mynstrið í búferlaflutningum skoðað yfir árið bendir líkan mitt til að heldur fleiri Íslendingar muni flytjast hingað en flytja burt. Brottflutningur vegna náms á haustönn jafnast út á síðasta fjórðungi,“ segir hann. Árið í öðru sæti sögunnar Alls fluttu 3.610 erlendir ríkis- borgarar til landsins á þriðja fjórð- ungi en 1.000 íslenskir ríkisborgarar. Á móti kom að 1.440 erlendir ríkis- borgarar og 1.280 íslenskir ríkis- borgarar fluttu frá landinu. Með þessum búferlaflutningum er árið 2018 í öðru sæti í sögunni hvað varð- ar aðflutta erlenda ríkisborgara. Hafa samtals 5.630 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu þá frá landinu. »10 Enn straumur til landsins  Íslenskir ríkisborgarar flytja margir út vegna náms Morgunblaðið/Hari Borg Íbúum fer hratt fjölgandi.  Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar í dag. Verði sameiningin samþykkt verða félagsmenn sam- einaðs félags 10.300 talsins, sem er nærri helmingur félagsmanna BSRB og þriðja stærsta stéttar- félag landsins. Formenn félaganna, sem eru þau langstærstu innan BSRB, tala fyrir sameiningu. Áður höfðu félögin augljósa aðgreiningu; SFR – stéttarfélag í almannaþjón- ustu var félag ríkisstarfsmanna en Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar var félag borgarstarfs- manna. Skiptingin hefur riðlast nokkuð, m.a. vegna færslu verk- efna frá ríki til sveitarfélaga og stofnunar opinberra hlutafélaga um rekstur opinberra stofnana. »6 Kosið um samein- ingu tveggja félaga  Útsöluverð nýrra bíla hér á landi er tekið að hækka vegna breytinga á mengunarstaðli vegna útblásturs bíla sem tóku gildi 1. september í Evrópu. Er um að ræða svonefndan WLTP-staðal sem felur í sér hertar reglur um losunarmælingar á út- blæstri bifreiða. Þetta veldur því að skráð losun koltvísýrings frá bílum hækkar um 10-40% frá því sem verið hefur samkvæmt svonefndri NEDC- losunarmælingu. Frumvarp fjármála- og efnahags- ráðherra um breytingar á vöru- gjaldi ökutækja o.fl., sem er til með- ferðar á Alþingi, tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar nk. verði það sam- þykkt. Á það að koma í veg fyrir ósamræmi í skattlagningu ökutækja vegna þessara breytinga. »18 Nýr mengunarstað- all hækkar bílverð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.