Morgunblaðið - 06.11.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.11.2018, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Hari Fundur Starfsfólk WOW air kemur út af starfsmannafundinum. Áfangastaðir WOW air í N-Ameríku Boston Chicago Dallas Detroit Los Angeles Montréal New York Orlando Pittsburgh San Francisco St. Louis Toronto Vancouver Washington DC Áfangastaðir Icelandair í N-Ameríku Anchorage Baltimore Boston Chicago Cleveland Dallas Denver Edmonton Halifax Kansas City Minneapolis Montréal New York Orlando Philadelphia Portland San Francisco Seattle Tampa Toronto Vancouver Washington DC Áfangastaðir Icelandair í Evrópu Amsterdam Bergen Berlín Billund Brussel Dublin Düsseldorf Frankfurt Gautaborg Genf Glasgov Hamborg Helsinki Kapmannahöfn London Madrid Manchester Mílanó Munchen Osló Paris Reykjavík Stokkhólmur Zurich Áfangastaðir WOW air í Evrópu Alicante Amsterdam Barcelona Berlín Brussel Dublin Düsseldorf Edinborg Frankfurt Gran Canaria Kaupmannah. London Lyon Mílanó París Reykjavík Salzburg Stokkhólmur Tenerife Varsjá Tel Aviv Nýja-Delí Áfangastaðir Icelandair og WOW air Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Betra er eitt félag á flugi en tvö í blindflugi ef marka má skilaboð Joh- ans Lundgren, forstjóra EasyJet, um fyrirhugaða sameiningu íslensku flugfélaganna Icelandair og WOW air. Lundgren tjáði sig um fréttir gærdagsins á WTM-ferðaráðstefn- unni sem var sett í Bretlandi í gær. „Félögin hafa eflaust komist að þeirri niðurstöðu að það væri far- sælla að reka eitt starfandi og arð- bært félag í stað þess að berjast til dauða,“ sagði Lundgren skömmu eft- ir tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar Íslands um kaupsamning sem stjórn félagsins hafði gert um allt hlutafé í WOW air. Samningur- inn náðist eftir tveggja sólarhringa viðræður milli félaganna tveggja, að því er fram kom í bréfi Skúla Mogen- sen, forstjóra og stofnanda WOW air, til starfsmanna félagsins í gær. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, staðfestir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að viðræðurnar hafi hafist um helgina og tekið stuttan tíma. Kaupin eru háð samþykki hlut- hafa Icelandair Group og Sam- keppniseftirlitsins. Í bréfi Skúla til starfsmanna sagði hann að engin breyting yrði á dag- legum rekstri WOW air, en félagið verður sjálfstætt dótturfélag Ice- landair. Seint í gærkvöldi barst Sam- keppniseftirlitinu hluti þeirra gagna sem stofnunin þarfnast vegna sam- runatilkynningar félaganna og má vænta niðurstöðu stofnunarinnar innan 25 virkra daga. eftir að öll gögnin berast henni. Nánar er fjallað um kaupsamninginn á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag. 37% áfangastaða þeir sömu Félögin tvö fljúga samtals til 56 borga samkvæmt flugáætlun þeirra. Icelandair flýgur til 45 áfangastaða en WOW air á 37 flugvelli á 35 áfangastöðum, en félagið flýgur til tveggja flugvalla í London og New York. Miðast talningin bæði við þá staði sem WOW air flýgur enn til en hefur tilkynnt að látið verði af eftir áramót, þá staði sem einungis er flogið til hluta af ári og þá sem til- kynnt hefur verið að flug hefjist fljót- lega til, eins og Nýju-Delí og Tel Aviv. Rúmlega þriðjungur flugleiða félaganna eru þær sömu, þar á meðal sex vinsælustu áfangastaðir Ice- landair: New York, Boston, Wash- ington, London, París og Kaup- mannahöfn. Fréttir af fyrirhugaðri sameiningu vöktu eðlilega sterk viðbrögð í gær, bæði hér á landi og í erlendum frétta- miðlum. Viðmælendur Morgunblaðs- ins litu flestir sameininguna jákvæð- um augum enda ljóst að gangi hún eftir styrkist horfur ferðaþjónust- unnar hér á landi umtalsvert eftir tíma óvissu um framtíð WOW. Stéttarfélög flugstarfsfólks sögðu heldur minna en meira í samtali við Morgunblaðið í gær og bíða frekari upplýsinga. Formaður Íslenska flug- mannafélagsins, stéttarfélags flestra flugmanna WOW air, sagði fé- lagsmenn sína þó taka fréttunum með jafnaðargeði, en Örnólfur Jóns- son, formaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, vildi ekki tjá sig að svo stöddu að öðru leyti en að breyt- ingum fylgdu alltaf tækifæri. Neytendasamtökin sendu í gær- kvöldi ályktun til fjölmiðla þar sem þau beina þeim tilmælum til Sam- keppniseftirlitsins að í umfjöllun um sameiningu félaganna verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Skoraði félagið jafnframt á Icelandair að velta ekki kostnaði yf- ir á herðar neytenda. Sameining betri en dauði  WOW air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group verði tilboð stjórnar Icelandair samþykkt af hluthöfum félagsins og Samkeppniseftirlitinu  Aðilum ferðaþjónustunnar er létt vegna minni óvissu 2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Við tökum þessu með stóískri ró og höld- um áfram þeirri góðu vinnu sem hefur átt sér stað hjá stéttarfélaginu og WOW air,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Ís- lenska flugmannafélagsins, en flestir flug- menn WOW air eru í félaginu. „Við höldum ótrauðir áfram óháð því hverjir eru eig- endur,“ segir hann. Vignir ræddi við marga flugmenn hjá WOW air í gær sem eðlilega hefðu ýmsar spurningar um framhaldið. Hins vegar segist hann ekki finna fyrir neinni hræðslu meðal félagsmanna sinna um framhaldið. „Ég held að menn séu jákvæðir og þeir verða að vera það,“ segir Vignir en hann mun funda með WOW air í dag. Hann seg- ir að á starfsmannafundi sem WOW air boðaði til í gær hafi ver- ið tilkynnt að rekstrinum verði haldið áfram í óbreyttri mynd. Finnur ekki fyrir hræðslu hjá flug- mönnum WOW air vegna kaupanna „Það er mikilvægt að íslenskur flugrekstur sé öflugur og geti keppt á alþjóðamarkaði. Það verður líka að hafa hugfast að miklu fleiri flugfélög fljúga nú til landsins en áður og það skiptir máli að sú samkeppni verði áfram virk. Ferðaþjónustan er ein af okkar mikilvægustu atvinnugreinum og það er æskilegt að henni verði tryggður sem mest- ur stöðugleiki,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún hafði spurnir af viðræðum félaganna um helgina. „Nú fer þetta mál til skoðunar hjá þar til bærum yfir- völdum. Við fylgjumst áfram vel með stöðu mála eins og við höfum verið að gera,“ bætir hún við. Ferðamálaráðherra hafði spurnir af viðræðum félaganna um helgina Breytir ekki áformum um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Kaup Icelandair á WOW air hafa ekki áhrif á áform Isavia um stækkun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. „Við hjá Isavia fylgjumst vel með fréttum af kaupum Ice- landair á WOW air enda um okkar stærstu viðskiptavini að ræða,“ segir Guð- jón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Ef þessi kaup verða til þess að styrkja bæði félög er það ánægjuefni fyrir okkur. Hvað stækkunaráform okkar til næstu ára varðar, þá er löngu ljóst að aukið rými þarf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að þjónusta sem best þann fjölda ferðafólks sem nú þegar fer um Keflavíkurflugvöll. Þeim áætlunum hefur ekki verið breytt,“ segir hann. Fyrr á árinu var áætl- að að fjárfest yrði fyrir samanlagt 115 til 125 milljarða króna til ársins 2025. „Flugfargjöld hafa verið býsna lág og bæði fyrirtækin hafa verið að tapa pen- ingum, sem bendir til þess að það sé of ódýrt að fljúga og ég held að samkeppni frá erlendum flugfélögum sé algjörlega nægjanleg og hún er orðin mjög öflug, bæði frá Ameríku og Evrópu,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferða- málastjóri og fyrrverandi forstjóri Iceland Express. Skarphéðinn Berg telur kaupin jákvæða lausn fyrir bæði félög. „Ég held að það sé hellings áskorun að vinna úr þessari sameiningu, en ég held að menn muni alveg geta gert það,“ segir hann. Taprekstur flugfélaganna bendir til þess að fargjöld hafi verið of lág Icelandair kaupir WOW air „Þessi tíðindi eru jákvæð og eyða ákveðinni óvissu, ekki síst gagnvart fyrirtækjum í ferðaþjónustu um land allt,“ segir Jóhann- es Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. „Á síðustu miss- erum hefur verið nokkur ókyrrð í kringum íslensk flugfélög sem hafa glímt við erfið- leika, m.a. vegna hækkunar á olíuverði og launakostnaði. Íslensk flugfélag eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni og með þess- um viðskiptum verður Icelandair betur í stakk búið í þeirri samkeppni,“ segir Jóhannes. „Það skiptir höfuðmáli að stöð- ugleiki ríki í atvinnugreininni. Þetta eru því jákvæð tíðindi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu um allt land, enda verðum við að geta treyst á öflugar og góðar samgöngur til og frá land- inu. Við lítum framtíðina því björtum augum.“ Eyðir ákveðinni óvissu gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flug- freyjufélags Íslands, segir tíðindin hafa komið á óvart í gærmorgun. Innan flug- freyjufélagsins eru flugliðar Icelandair, WOW air og Air Iceland Connect. „Við höldum óbreyttum áformum hjá okkur. Við erum með mismunandi kjara- samninga við einstaka viðsemjendur. Flug- liðar hjá Icelandair og Air Iceland Connect eru hvorir á sínum kjarasamningnum þótt eignarhaldið sé það sama,“ segir Berglind. Hún vonast til þess að ekki þurfi að grípa til uppsagna og segir að félagið muni fylgjast grannt með þróun mála næstu daga og félagsmenn verði kallaðir saman eftir þörfum. Formaður Flugfreyjufélagsins vonar að ekki komi til uppsagna flugliða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.