Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 2.200 fleiri erlendir ríkis- borgarar fluttu til landsins á þriðja fjórðungi en fluttu þá frá landinu. Hins vegar fluttu tæplega 300 fleiri ís- lenskir ríkisborgarar frá landinu en fluttu til landsins. Þetta má lesa úr nýjum mann- fjöldatölum Hagstofunnar. Alls fluttu 3.610 erlendir ríkisborg- arar til landsins á fjórðungnum en 1.000 íslenskir ríkisborgarar. Á móti kom að 1.440 erlendir ríkisborgarar og 1.280 íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu. Með þessum búferla- flutningum er árið 2018 í öðru sæti í sögunni hvað varðar aðflutta erlenda ríkisborgara. Samtals hafa 5.630 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til lands- ins á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu þá frá landinu. Með því er árið 2018 komið fram úr þensluárunum 2006 og 2007. Hins vegar gæti staðan breyst á síðasta fjórðungi í ár. Hvað varðar íslenska ríkisborgara hafa 70 fleiri flutt frá landinu en til þess á fyrstu níu mánuðum ársins. Flytja út af skólunum Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir brottflutn- ing íslenskra ríkisborgara alltaf tölu- verðan á þriðja fjórðungi út af námi erlendis á haustönn. „Sé mynstrið í búferlaflutningnum skoðað yfir árið bendir líkan mitt til að heldur fleiri Íslendingar muni flytjast hingað en flytja burt. Brott- flutningur vegna náms á haustönn jafnast út á síðasta fjórðungi,“ segir Karl sem telur ekki rétt að gera mikið úr brottflutningi Íslendinga. Rétt sé að bíða þess að árstölur liggi fyrir. Karl hefur spáð því að fjölskyldur erlendra ríkisborgara sem hafa komið hingað vegna vinnu myndu síðar flytja til landsins og sameinast. Hann segir aðspurður tölur yfir bú- ferlaflutninga á þriðja fjórðungi benda til að þetta sé að ganga eftir. Persónuleg tengsl eigi eflaust þátt í aðflutningi margra erlendra ríkis- borgara. Það hafi spurst út að á Ís- landi sé næga vinnu að fá og laun oft hærri en í heimalandi. Þótt farið sé að hægja á hagkerfinu séu mörg vinnu- aflsfrek verkefni að fara af stað í byggingariðnaði. Kólnunin í hagkerf- inu hafi ekki birst í þessum tölum. Það sé eflaust tímatöf í því efni. „Fyrirtækin sækja þá vinnuaflið í einhverjum tilvikum frá útlöndum frekar en að nýta þá sem eru þegar komnir hingað,“ segir Karl. Með þessum aðflutningi á fyrstu níu mánuðum ársins hafa rúmlega 43 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því á öldinni. Fram hefur komið að stór hluti þeirra sem fluttu hingað þensluárin 2005-8 settist að á Íslandi til frambúðar. Karl telur aðspurður mega leiða að því líkur að sama muni eiga við stóran hluta þeirra sem flutt hafa til landsins í þessari uppsveiflu. Gangi það eftir mun það hafa áhrif á samsetningu þjóðarinnar og hraða íbúafjölgun. Mikil og hröð íbúafjölgun Alls bjuggu 355.620 manns á land- inu í lok þriðja fjórðungs, borið saman við 319.575 í ársbyrjun 2012. Lands- mönnum hefur því fjölgað um 36 þús- und manns í uppsveiflunni. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, rifjar upp að árið 2011 voru 162 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði að meðaltali. Samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands í júní síðastliðnum hafi þeir þá verið um 200 þúsund. „Á þessum tíma hefur því starfandi fólki fjölgað um nærri 40 þúsund, eða um 25%. Þessi aukning skiptist nokk- urn veginn til helminga á milli Íslend- inga og erlendra ríkisborgara. Árið 2011 voru um 15,5 þúsund erlendir ríkisborgarar starfandi en nú hefur þeim fjölgað um 20 þúsund og eru nú alls 36 þúsund, eða um 18% af heildar- fjölda starfandi á vinnumarkaði. Það er gríðarleg fjölgun,“ segir Ásgeir og bendir á að fá dæmi séu um slíkan vöxt mannaflans á jafn stuttum tíma í Íslandssögunni. Hagkerfið hafi vaxið um þriðjung frá árinu 2011 eða 3,7% á ári að meðaltali. „Núverandi uppsveifla hefur nú staðið í 7½ ár og er ein sú lengsta sem um getur. Án efa hefur innflutningur erlends vinnuafls gert þennan mikla vöxt mögulegan án þess að efnahags- kerfið ofhitnaði – og líklega bætt 1-2% við vaxtarhraðann,“ segir Ásgeir. Nú sé farið að hægja á hagkerfinu og fram undan minni vöxtur þjóðar- tekna á mann. Engu að síður sé útlit fyrir mikla eftirspurn erlends vinnu- afls eftir íslenskum störfum. Laun séu há hér á landi í alþjóðlegu sam- hengi. Jafnframt muni íslensk fyrir- tæki í einhverjum tilvikum kjósa er- lent vinnuafl umfram innlent. Það geti aftur skapað spennu á vinnu- markaði ef hægir á hagkerfinu og at- vinnumöguleikum fækkar. Þannig verði fleiri um færri störf sem kann að leiða til þess að ákveðnir hópar kunni að detta út af vinnumarkaði. Launin ein þau hæstu Samkvæmt samantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París voru laun á Íslandi þau þriðju hæstu í aðildarríkjum samtakanna í fyrra. Launin voru aðeins hærri í Sviss og Lúxemborg, sem er á toppn- um. Á eftir Íslandi voru Bandaríkin í fjórða sæti. Þessi fjögur ríki voru þau einu þar sem meðallaun á mann voru yfir 60 þúsund bandaríkjadalir á ári. Holland var í fimmta sæti en þar voru tekjurnar um 53 þúsund dalir. Danir voru í sjötta sæti með 51.500 dali og Norðmenn í því sjöunda með 51.200 dali. Meðalgengi bandaríkja- dals var 106,8 krónur í fyrra. Til sam- anburðar var miðgengið um 121 króna í gær. Laun á Íslandi umreikn- uð í dollara hafa því lækkað töluvert. Straumurinn heldur áfram  Rúmlega 3.600 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á þriðja fjórðungi í ár  Samtals hafa 5.600 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því í ár Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2018* Aðfluttir umfram brottflutta Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018* -70 5.630 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 .000 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2018* -11.628 43.162 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2018 -2.861 24.573 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 8.240 *Til og með 30. september 2018 (fyrstu 9 mánuðir ársins) Fyrstu 9 mán. 2018 Meðallaun á mánuði OECD lönd 2017 (bandaríkjadalir) Lúxemborg Sviss Ísland Bandaríkin Holland Danmörk Noregur Austurríki Belgía Ástralía Írland Kanada Þýskaland Frakkland Bretland Finnland Svíþjóð Japan Nýja-Sjáland Spánn Ítalía Kórea Ísrael Slóvenía Pólland Grikkland Síle Tékkland Portúgal Eistland Slóvakía Litháen Lettland Ungverjaland Mexíkó 63.062 62.283 61.787 60.558 52.877 51.466 51.212 50.349 49.675 49.126 47.653 47.622 47.585 43.755 43.732 42.964 42.393 40.863 40.043 38.507 36.658 35.191 35.067 34.933 27.046 26.064 25.879 25.372 25.367 24.336 24.328 24.287 23.683 22.576 15.314 Heimild: OECD Karl Sigurðsson Ásgeir Jónsson Ekki verður orðið við ósk hátt á ann- að hundrað manna um að boðað verði til félagsfundar í Sjómannafélagi Ís- lands. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá félaginu. Á föstudag barst félaginu áskorun um að félagsfundur yrði haldinn í ljósi alvarlegrar stöðu sem komin er upp í félaginu og var þar vísað til brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem boðið hefur sig fram til formanns félagsins, en henni var vikið úr félaginu vegna ásakana á hendur stjórn félagsins. Undir áskorunina skrifuðu 163, en lög félagsins kveða á um að stjórn- inni beri að boða til slíks fundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fari fram á það. Í tilkynningunni, sem Jónas Garðarsson, formaður Sjómanna- félags Íslands, skrifar undir, segir að þessar undir- skriftir hafi verið bornar saman við félagaskrána. Innan við þriðj- ungur þeirra sem hafi skrifað undir séu félagsmenn. Þar segir enn fremur að ítrekað hafi ærumeiðandi ásakanir verið bornar fram. Ekki verði boðað til fé- lagsfundar á grundvelli undirskrift- anna, en hins vegar verður trúnaðar- mannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heið- veigar Maríu kallað saman. „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjalda- makki og áhlaupi utanaðkomandi fólks,“ segir í tilkynningunni. Ætla ekki að halda félagsfund Jónas Garðarsson Tveir stærstu líf- eyrissjóðir lands- ins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, óskuðu í gær eftir því við stjórnarformann tryggingafélags- ins VÍS að haldinn yrði hluthafa- fundur í félaginu. Sjóðirnir fara samanlagt með 14,89% hlut í félaginu. Beiðni sjóðanna er fram komin í kjöl- far þess að tveir stjórnarmenn í félag- inu, þau Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson, sögðu sig frá stjórn- inni í kjölfar þess að meirihluti stjórn- ar skákaði Helgu Hlín úr stóli stjórnarformanns og setti í hennar stað Valdimar Svavarsson. Sú ráð- stöfun er aðeins eitt dæmi af mörgum um áralanga togstreitu á vettvangi stjórnarinnar, en þar hafa einka- fjárfestarnir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson eldað grátt silfur við fulltrúa lífeyrissjóðanna. Í erindi sjóðanna til stjórnarfor- manns VÍS er þess farið á leit að stjórnarkjör verði sett á dagskrá. Samkvæmt lögum hefur stjórn fé- lagsins tvær vikur, 14 daga, til þess að bregðast við og senda út fundarboð. Heimildir Morgunblaðsins herma að hart verði bitist á komandi fundi og líkur taldar á að hluthafahópurinn muni skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að stjórnarkjörinu. Hluthafar krefjast fundar  Vilja stjórnarkjör Valdimar Svavarsson Gæsluvarðhald yfir hjónum, sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur, hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 28. nóvember. Fyrirtaka í málinu fór fram í Hér- aðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Kolbrún Benediktsdóttir vara- héraðssaksóknari sagði í samtali við mbl.is í gær að þar hefði verið ákveð- ið að fresta málinu til 4. desember. Hjónin áfram í gæsluvarðhaldi Elvar Dreki Í viðtali við Guðmund Ragnar Magnússon, stýri- og sigmann hjá Landhelgisgæslunni, í blaðinu í gær var ranglega farið með nafn sonar hans. Hann heitir Elvar Dreki Guð- mundsson. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.