Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut
í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf.
Eyrir Invest hf. er fjárfestingarfélag sem stofnað var árið 2000. Langstærsta
eign Eyris Invest hf. er 25,9% eignarhlutur í Marel hf. Eyrir Invest hf. á
einnig tæpan helmings hlut í Eyri Sprotum slhf., fjárfestingarfélagi sem
fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum og um þriðjungshlut í Efni ehf., sem
sérhæfir sig í að byggja upp nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir fyrirtæki í
gegnum netsölu og samfélagsmiðla.
Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og
er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar samkvæmt skilgreiningu í
9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Lands-
bankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbankinn.is.
Þá má nálgast stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna
hæfismats, upplýsingar um lágmarksverð, lágmarksfjárhæð tilboða og
aðra tilboðsskilmála, ásamt mati á hagsmunaárekstrum á vef bankans,
www.landsbankinn.is.
Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði
fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest
hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á
sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram og
hægt er að nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Lands-
bankans.
Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 miðvikudaginn 28. nóvember 2018.
Opið söluferli á hlut
Landsbankans í Eyri Invest
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Bolir
Kr. 4.900
Str. 40-56 • Fleiri litir
Skrekkur, hæfileikakeppni skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram
um þessar mundir á stóra sviði
Borgarleikhússins. Í ár taka þátt í
keppninni 26 grunnskólar með ung-
lingadeild í Reykjavík og eru öll verk
sem flutt verða frumsamin af ungling-
unum sem jafnframt eru leikarar.
Í þessari viku fara undanúrslit fram
í Borgarleikhúsinu. Fyrsta keppnis-
kvöldið var í gær, 5. nóvember, en
einnig er keppt í kvöld og annað kvöld,
6. og 7. nóvember. Úrslitakvöldið er 12.
nóvember. Átta skólar stíga á stóra
sviðið á mánudag, níu á þriðjudag og
níu á miðvikudag. RÚV sýnir beint frá
úrslitakvöldi Skrekks en að þessu
sinni eru undanúrslitakvöldin í beinni
vefútsendingu á ungruv.is.
Dómnefnd undanúrslitakvöldanna
skipa: Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Ernesto Camilo, Bryndís Jakobsdóttir,
Ásta Glódís, fulltrúi ungmennaráðs
Samfés, og Sigfríður Björnsdóttir, for-
maður dómnefndar, deildarstjóri list-
fræðslu hjá skóla- og frístundasviði
Reykjavíkur. Dómnefnd úrslitakvölds-
ins skipa stjórnendur menningarhúsa
í borginni; Borgarleikhússins, Þjóð-
leikhússins, Hörpu og Íslenska dans-
flokksins, auk ungmenna úr
ungmennaráði Samfés.
Skrekkur á sviði Borgarleikhússins
26 grunnskólar í
Reykjavík keppa
Morgunblaðið/Hari
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ástin er límið í sögunni.Kannski þurfa öll skáld-verk að hafa slíkt element.Það er einatt svo að funi
kveikist af funa og oftast einhver fót-
ur fyrir atburðarásinni,“ segir Finn-
bogi Hermannsson, fréttamaður og
rithöfundur. Út er komin hjá forlag-
inu Sæmundi heimildaskáldsagan
Undir hrauni, þar sem Finnbogi segir
sögu sem á upphaf sitt í því að þýska
flutningaskipið Bahía Blanka sökk út
af Vestfjörðum snemma árs 1940.
Áhöfn skipsins var bjargað um borð í
íslenskan togara og flutt til Reykja-
víkur þar sem skipbrotsmennirnir
dvöldust fram á sumarið 1940.
Þjóðverjar á flótta
Þegar Bretar hertóku Ísland, 10.
maí, var forgangsverk hernámsliðs-
ins að taka alla Þjóðverja á Íslandi
höndum og koma þeim úr landi. Hinir
þýsku sjómenn vissu strax hvað
klukkan sló. Þeir héldu strax að
morgni hernámsdagsins út fyrir bæ-
inn, dulbúnir sem skátar, og komust
þannig fram hjá breskum varð-
mönnum við vegartálma klæddir sem
skátadrengir á leið í útilegu.
En áður en að flóttanum austur
á Rangárvelli kom gerðist lítið ævin-
týri. Með hinum þýska Waldemar Ul-
rich og Helgu Maríu, sem svo er
nefnd í bókinni, tókust ástir og heitar
tilfinningar, saga sem ber bókina
uppi.
„Það eru um þrjú ár síðan ég
komst í kynni við þessa sögu sem mér
fannst áhugaverð. Þetta gerðist fyrir
bráðum áttatíu árum og því er sagan
af Bahía Blanka að fyrnast, er hjúpuð
ákveðnum leyndardómi og aðeins
sögð í skáldsöguformi. Það er svo
verk sagnfræðinga ef þeir nenna að
komast nær,“ segir Finnbogi.
Ekki er launungarmál að stúlkan
í sögunni Undir hrauni er spegilmynd
af manneskju sem var af holdi og
blóði. Sú hét Þórunn Anna María, var
dóttir Tryggva Gunnarssonar, alþing-
ismanns, bankastjóra og brúarsmiðs.
„Vitanlega er ástarsaga úr stríði
ákaflega vandmeðfarið efni og auð-
velt að misstíga sig. Ég vona að mér
hafi tekist að sigla þarna milli skers
og báru,“ tiltekur Finnbogi og bætir
við að alþekkt sé sú saga að þýsku
piltarnir hafi verið látnir vinna fyrir
mat sínum hjá bóndanum í Selsundi.
Til frásagnar um tildragelsi
„Ég var austur í sveitum um
daginn og fann að fólk í héraði þekkti
söguna um Þjóðverjana og var hún
jafnvel komin til þriðju kynslóðar,“
segir Finnbogi. „Þarna voru aldnir
héraðsbúar sem lifað höfðu þessa at-
burði og voru forvitnir um tök höf-
undar á þeim.
Hvers vegna
þetta hefur ekki
ratað í sögubæk-
ur eða í annála
veit ég ekki. Og
upp við Selsund
er Gamlaból þar
sem drengirnir
höfðust við lung-
ann úr sumrinu
1940 og þangað
kom Helga María í heimsókn sumarið
1940. Í því samhengi kemur í hugann
minnið um Höllu og Eyvind, þó við
aðrar aðstæður.“
Finnbogi tiltekur jafnframt að í
litlu Reykjavík árið 1940 hafi fátt far-
ið fram hjá fólki og einn heimildar-
manna hans sem býr í Reykjavík, að
verða hundrað ára, hafi verið ágæt-
lega til frásagnar um þetta tildra-
gelsi. Sagan lifði og ýmsir voru til frá-
sagnar. Lesendur verða þó að hafa í
huga að bókin er – að breyttu breyt-
anda – heimildaskáldsaga og fylgir
lögmálum slíkra verka.
Mikilvirkur höfundur
Á síðustu árum hefur Finnbogi
Hermannsson sent frá sér allmargar
bækur og er mikilvirkur rithöfundur.
Þar skal fyrst nefnd þrílógía; sögur
úr æskuveröld hans í Reykjavík á
eftirstríðsárunum. Fyrsta bókin var Í
húsi afa míns, og henni fylgdu svo Í
fótspor afa míns og hin þriðja og síð-
asta var var Úr húsi afa míns. Þá
skrifaði hann ævisögu Steinólfs
Lárussonar, bónda í Innri-Fagradal í
Dölum, og skáldsagan Virkið í vestri
gerist meðal annars á Straumnesfjalli
vestur á fjörðum, þar sem Banda-
ríkjamenn ráku á sínum tíma radar-
stöð sem hafði miklu hlutverki að
gegna á tímum kalda stríðsins.
Þannig eiga sögur höfundarins sér
sumar hverjar rætur í menningu hers
og styrjalda. Kunnastur er Finnbogi
þó sem fréttamaður Ríkisútvarpsins í
áratugi, var þá rödd Vestfjarða á öld-
um ljósvakans sem flutti fréttir og
annan mikilvægan fróðleik að vestan.
Það er fótur fyrir atburðarásinni
Ást í meinum í heimsstyrj-
öld. Sá er söguþráðurinn í
heimildaskáldsögu Finn-
boga Hermannssonar,
sem er nýkomin út. Margt
hangir í spýtunni og sag-
an greinir frá undarlegu
samspili ásta ungs fólks og
örlaga þess.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hekla Gnæfir yfir Suðurlandið og er svipsterk. Undir rótum fjallsins
dvöldust þýskir sjómenn sumarið 1940 en voru að lokum teknir höndum.
Rithöfundur Finnbogi Hermannsson á vinnustofu sinni þar sem kötturinn heldur honum selskap. Finnbogi var í
áratugi fréttamaður Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum en hefur nú á síðari árum helgað sig bókarskrifum.