Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stórtíðindiurðu í gær áíslenska flug- markaðnum og í ís- lensku viðskiptalífi þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á Wow air. Í kauphöllinni sást ágætlega hversu mikil tíðindin voru því að bréf Icelandair hækkuðu um tæp 40% í við- skiptum dagsins, og höfðu raun- ar hækkað enn meira um miðjan dag. En tíðindin ná langt út fyrir kauphöll og viðskiptalíf í þröng- um skilningi. Flugfélögin tvö snerta allan almenning eins og tíðar ferðir Íslendinga yfir hafið sýna. Langflestir ferðast til og frá landinu með þessum tveimur flugfélögum og áhugi almenn- ings á fyrirtækjunum tveimur er mikill eftir því. Við kaupin í gær vakna þess vegna líka spurningar um verð flugmiða og hvort það muni hækka við breytingarnar. Slíkar áhyggjur eru eðlilegar því að flestum er ljóst að það verð sem hefur verið í boði hef- ur ekki alltaf verið raunsætt fyrir rekstur félaganna. Skarp- héðinn Berg Steinarsson ferða- málastjóri benti á það í samtali við mbl.is í gær að flugfargjöld hefðu verið lág og að bæði fyrir- tækin hefðu verið að tapa pen- ingum, sem benti til að það hefði verið of ódýrt að fljúga. „Og ég held að samkeppni frá erlendum flugfélögum sé algjörlega nægjanleg og hún sé orðin mjög öflug, bæði frá Ameríku og Evrópu. Það eitt og sér er alveg nægjanlegt sam- keppnisumhverfi og það mun örugg- lega bara aukast á næstu árum.“ Miklu skiptir fyr- ir Íslendinga að á þessum markaði sé samkeppni, en það skiptir ekki síður máli að hér á landi sé starfrækt flug- félag sem geti keppt við erlend félög. Ekki væri skynsamlegt að búa svo um hnútana í íslensku viðskiptalífi, hvorki í flugi né á öðrum sviðum, að íslensk fyrir- tæki legðu upp laupana með þeim afleiðingum einum að rými skapaðist fyrir erlend fyrirtæki. Og landsmenn hefðu vissulega ekki verið betur settir ef illa hefði farið um rekstur íslensks flugfélags en ef félögin samein- ast og styrkjast. En flugfélögin skipta orðið máli í enn víðara samhengi. Ferðaþjónustan er á örfáum ár- um orðin ein af helstu undir- stöðum í efnahagslífi þjóðar- innar og miklir hagsmunir eru í húfi fyrir hag landsins í heild að ferðamenn haldi áfram að fljúga hingað og kaupa hér vörur og þjónustu. Ekki síst í því ljósi verður að meta tíðindi gær- dagsins. Bæði flugfélögin hafa stuðlað að eflingu ferðaþjónustunnar hér á landi og þess vegna er ánægjuefni að forsvarsmenn þeirra virðast hafa fundið leið út úr þeim vanda sem við var að etja. Með því hafa þeir aukið verulega líkurnar á að hinn ný- útsprungni atvinnuvegur haldi áfram að blómstra. Svo virðist sem hættu af áfalli í flugrekstri hafi verið bægt frá} Jákvæð tíðindi Um þessarmundir eru rútubílstjórar látnir sækja endurmennt- unarnámskeið sem þeir munu þurfa að gera á fimm ára fresti. Að meðaltali þurfa þeir að sitja námskeið einn dag á ári með tilheyrandi kostnaði. Sumir bílstjóranna lýsa þessu sem tímasóun eða þaðan af verra og formaður hópferða- nefndar Samtaka ferðaþjónust- unnar segir námskeiðin ekki hafa aukið mikið við þekkingu bílstjóra. Stundum sé eins og verið sé að búa til námskeið til að fylla út í ákveðinn tíma- ramma. Aðrir eru jákvæðari og telja sig hafa gott af þessu, en það má efast stórlega um að slíkt námskeið sé nauðsynlegt fyrir fólk sem vinnur alla daga við að keyra rútur. Aksturinn sjálfur er sennilega besta leiðin til að halda kunnáttunni við og auka hana. En hvers vegna skyldi þetta námskeið hafa verið tekið upp? Var það vegna þess að talin var þörf á því hér á landi? Nei, skýr- ingin er sú að hér var ákveðið að inn- leiða reglur frá Evrópusambandinu sem hafa ekkert með Ísland að gera. Upplýsingafulltrúi Sam- göngustofu tjáði Morgunblaðinu að réttindi atvinnuökumanna væru samræmd á EES-svæðinu, eins og í öðrum greinum sam- gangna, svo sem í flugi og sigl- ingum. Munurinn er hins vegar sá að skip og flugvélar fara héð- an og til annarra ríkja á EES- svæðinu, en rútur gera það yfir- leitt ekki. Því veldur Atlants- hafið og jafnvel skrifstofumenn í Brussel ættu erfitt með að halda öðru fram. Ísland ætti ekki að gleypa allt hrátt sem frá Evrópusamband- inu kemur. Sumt á ekki við og upptaka þess er aðeins til þess fallin að auka kostnað hér á landi en hefur enga kosti í för með sér, svo sem að rútubílar geti ekið yfir landamæri til ann- arra ríkja. Ísland þarf að gæta sín að gleypa ekki við öllu sem frá ESB kemur} Atlantshafið er ófært rútum Þ að er ekki fyrir hvern sem er að gagnrýna eða efast um hag- fræðiþekkingu þeirra sem nú fara fyrir stærstu verkalýðs- félögum landsins. Sá hinn sami má eiga von á því að vera samtvinnaður við illt auðvald, sakaður um að vinna gegn launa- fólki og fleira í þeim dúr. Það eina sem er öruggt er að sá sem hreyfir efasemdum um hina pólitísku stefnu hinna miklu leiðtoga verður úthrópaður með fúkyrðum – líklega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að viðkom- andi tjái sig nokkurn tímann aftur. Opinber orðræða fælir skynsamt fólk frá því að taka til máls. Skynsömu fólki má vera ljóst að kröfur há- værustu verkalýðsfélaganna eru ekki bara óraunhæfar og óskynsamlegar, heldur með öllu ábyrgðarlausar og aðeins til þess fallnar að búa til falsvonir. Sem betur fer þekkja margir vel til mála og geta tekist á við óskynsemina með efnislegum og málefnalegum hætti. Það hafa að vísu ekki allir jafn digra sjóði og stéttarfélögin hafa en við skulum vona að skynsemin hafi yfirhöndina, sem tryggir launafólki betri lífskjör – stöðugleika og aukinn kaupmátt. Hugmyndafræðilegi þátturinn er þó ekki síður mikil- vægur. Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frös- um íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgi- sveina þeirra. Þeir sem eldri eru þekkja afleiðingar sósíalismans í Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Kína og við sem yngri erum höfum séð hvernig almenningur í Venesúela hefur greitt dýru verði fyrir enn eina tilraunina í nafni sósíalismans. Landi sem fyrir örfáum árum var eitt auðugasta ríki í Suður-Ameríku en er nú orðið efnahagsleg auðn. Dæmin eru fleiri en rúmast í stuttum pistli sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama. Hvar sem sósíalismi hefur skotið rótum eru afleiðing- arnar skelfilegar fyrir almenning. Það er engin ástæða til að ætla að niðurstaðan yrði önnur hér á landi. Einn af þeim frösum sem við höfum fengið að heyra mikið af á undanförnum misserum er að atvinnurekendur séu óvinir launa- manna. Ekkert gæti verið fjær sanni. Hvorir um sig geta ekki lifað án hinna. Það er sam- eiginlegur hagur atvinnurekenda og launa- fólks að vel gangi í rekstri. Bættur hagur launafólks er bættur hagur fyrirtækjanna og öfugt. Hugmyndafræði sósíalista sem nú hafa hæst í aðdrag- anda kjarasamninga er hugmyndafræði sem byggist á og sækir næringu í sundrungu. Henni er ætlað að reka fleyg, ekki aðeins milli atvinnurekenda og launafólks heldur einnig milli stétta. Sagan kennir okkur hvaða af- leiðingar það hefur. Fyrir launafólk, ekki síður en eig- endur fyrirtækja, er nauðsynlegt að spyrna við fótum. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hugmyndafræði sundrungar Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Breytingar á mengunar-staðli vegna útblástursbíla sem tóku gildi 1.september í Evrópu eru þegar farnar að valda hækkun á út- söluverði nýrra bíla hér á landi. Um er að ræða svonefndan WLTP-staðal sem felur í sér hertar reglur um losunarmælingar á út- blæstri bifreiða. Þetta veldur því að skráð losun koltvísýrings frá bílum hækkar um 10-40% frá því sem verið hefur samkvæmt svonefndri NEDC- losunarmælingu (evrópsku aksturs- lotunni), að því er fram kom í skýrslu um endurskoðun skattlagn- ingar ökutækja og eldsneytis snemma á þessu ári. FÍB og fleiri hafa bent á að inn- leiðing nýja mengunarstaðalsins geti valdið hækkun á bílasköttum og hafa stjórnvöld í nokkrum löndum þegar gripið til aðgerða til að draga úr slíkum hækkunum. Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á vörugjaldi ökutækja o.fl., sem er til meðferðar á Alþingi, tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. janúar verði það samþykkt í núver- andi mynd. Því er m.a. ætlað að koma í veg fyrir að ósamræmi verði í skattlagningu ökutækja vegna þess- ara breytinga á mælingum á út- blæstri bíla. Umtalsverðar verðhækkanir á nýjum bílum eftir 1. sept. Bílgreinasambandið rökstyður í umsögn til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis hvernig skráningar bæði á WLTP- og NEDC-gildi fyrir koltvísýringslosun geta leitt til þess að bifreiðar færast í hærri vöru- gjaldaflokka. „Nú þegar eru komnar fram umtalsverðar hækkanir á bílverði þar sem allar bifreiðar koma í dag með bæði NEDC afturreiknuðu og WTLP gildum. Nánast án undan- tekningar eru bílar að hækka um tollflokk vegna mælinganna. Verð- hækkanir vegna breyttra mæli- aðferða eru því nú í október og nóvember 2018 að koma að fullum þunga inn,“ segir í umsögn Bíl- greinasambandsins frá 1. nóvember. „Frá 1. september hefur krónan að auki veikst um 10% gagnvart evru og er því ljóst að verðhækkanir á nýjum bílum á tímabilinu 1. september til loka nóvember verða umtalsverðar,“ segir þar enn fremur. Vill Bílgreinasambandið að brugðist verði hratt við „og bráða- birgðalög sett á til áramóta þar sem mikið ójafnvægi mun skapast á bíla- markaðinum þar til ný lög um vöru- gjöld taka gildi um næstu áramót. Ljóst er að hækkun á bílverði mun [hafa] neikvæð áhrif á verðbólgu- hraða, eins og þegar er komið fram, en um leið er ljóst að bílasala mun verulega dragast saman á sama tímabili þar sem verðlag hefur rokið upp,“ segir þar. Í umsögn Tollstjóra til þing- nefndarinnar segir að talið sé að fram að áramótum verði a.m.k. 2-4 þúsund bifreiðar fluttar til landsins. FÍB fagnar frumvarpinu í um- sögn til þingsins en segir ljóst að innleiðing WLTP-staðalsins á ár- unum 2017-2020 hafi haft og muni hafa töluverð áhrif á gjaldflokkun margra ökutækja miðað við núgild- andi lög. „Þvert á yfirlýsingar fram- kvæmdarstjórnar Evrópusam- bandsins þá virðist óhjákvæmilegt að bílar muni sveiflast í verði vegna nýja staðalsins.“ Kveðst félagið vona að hægt verði að tryggja samræmingu álagn- ingar bifreiðagjalds með þeim breyt- ingum sem boðaðar eru í frumvarp- inu. Bílar hækka í verði vegna nýs staðals Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýir bílar Bílgreinasambandið telur að ójafnvægi mun skapast á bíla- markaðnum þar til ný lög um vörugjöld taka gildi um næstu áramót. FÍB birtir í umsögn sinni dæmi um erindi sem félagið fékk í haust frá félagsmanni sem var ekki sáttur við hækkun á verði nýs bíls vegna breytinga á vöru- gjaldi: „Félagsmaðurinn pantaði bíl hjá bílaumboði í vor og bíllinn var væntanlegur til landsins um mitt sumar. Það dróst og bíllinn var ekki tilbúinn til afhendingar fyrr en um miðjan september. Nú var félagsmanninum til- kynnt að vegna breytinga á mengunarstöðlum, sem tóku gildi 1. september sl., hefði bíll- inn færst upp um tvo vöru- gjaldsflokka og það, til viðbótar við gengisveikingu, hækkaði samningsbundið kaupverð bíls- ins um 800.000 krónur. Um var að ræða um 10% hækkun á kaupverðinu vegna þess að áætluð afhending ökutækisins dróst um nokkrar vikur,“ segir í umsögn FÍB til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hækkaði um 800 þúsund AFHENDING DRÓST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.