Morgunblaðið - 06.11.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Andartak innlifunar Fáir geta fetað í fótspor Ólafs Stefánssonar. Á dögunum sagði hann eldri borgurum í Krafti KR sögur með sínum einstaka hætti, vopnaður leikmunum og hljóðfærum.
Hari
Iðnaður hefur fylgt
mannkyninu um
margra alda skeið. Í
gegnum þrjár iðnbylt-
ingar og þá fjórðu sem
er yfirstandandi hefur
iðnaður þróast og orðið
mikilvægari hluti af
verðmætasköpun ríkja
og útflutningstekjum
auk þess að skapa verðmæt og eftir-
sótt störf.
Ef horft er til framtíðar viljum við
að Ísland sé í fremstu röð hvað varð-
ar samkeppnishæfni þjóða og njóti
velgengni. Við viljum að efnahagsleg
velmegun íbúa sé mikil og Ísland sé
eftirsótt land til búsetu og atvinnu-
rekstrar. Hagkerfið þarf að byggjast
á fjölbreytilegri og gróskumikilli at-
vinnustarfsemi sem er drifin áfram
af nýsköpun, vel menntuðu og hæfi-
leikaríku vinnuafli, traustum inn-
viðum og skilvirku, hagkvæmu og
stöðugu starfsumhverfi.
Ef þessi framtíðarsýn á að verða
að veruleika er nauðsynlegt að móta
atvinnustefnu þar sem leiðir í ýmsum
málaflokkum eru útfærðar þannig að
samkeppnishæfni aukist. Með at-
vinnustefnu er ekki einungis lagður
grunnur að uppbyggingu til að styðja
við efnahagslega velsæld heldur get-
ur atvinnustefna verið rauði þráður-
inn í stefnumótun hins opinbera þar
sem stefnumótun einstakra mála-
flokka er samhæfð. Staðreynd máls-
ins er sú að auknir fjármunir eru
ekki ávísun á meiri árangur heldur
skipta stefnumörkun og umbætur á
grunni hennar meira
máli. Um þessar mund-
ir standa stjórnvöld að
stefnumótun í mörgum
lykilmálaflokkum. Má
þar nefna orkumál,
menntamál og ný-
sköpun. Vandinn er sá
að stefnumótunin er
ekki samræmd. Því er
haldið fram að nú séu
um 80 stefnur í gildi
hjá stjórnvöldum. Það
vantar hins vegar rauð-
an þráð og þar gæti atvinnustefna
skipt sköpum. Samtök iðnaðarins
ætla í vikunni að leggja fram skýrslu
um atvinnustefnu þar sem koma
fram hátt í 70 tillögur að umbótum í
málaflokkum sem skipta mestu í að
efla samkeppnishæfni.
Með því að draga fram þær
grundvallarbreytingar sem verða á
samfélaginu á næstu áratugum og
mæta þeim áskorunum sem breyt-
ingunum fylgja má byggja upp nýjan
iðnað, jafnt innan rótgróinna fyrir-
tækja og með frumkvöðlastarfsemi.
Þannig getum við saman látið fram-
tíðarsýnina rætast.
Eftir Sigurð
Hannesson
» Getur atvinnustefna
verið rauði þráður-
inn í stefnumótun hins
opinbera þar sem
stefnumótun einstakra
málaflokka er samhæfð.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Mótum framtíðina
Nú liggur fyrir dóm-
ur Hæstaréttar um inn-
flutning á ófrosnu kjöti.
Framleiðsla þess kjöts
nýtur styrkja í fram-
leiðslulöndum í Evrópu
líkt og aðrar landbún-
aðarafurðir sem þaðan
eru fluttar njóta. Ekki
liggja fyrir viðbrögð
stjórnvalda við dómn-
um. Ekki liggur fyrir
hvort gripið verður til einhverra ráð-
stafana til að tryggja heilbrigði ís-
lenskra dýrastofna og heilsuöryggi
neytenda. Engar ráðstafanir hafa
verið gerðar að því er vitað er til að
tryggja lágmarksgæði innfluttra vara
og tryggja þannig neytendum bestu
fáanlega vöru. Til að auka öryggi inn-
fluttra matvæla verður að ganga úr
skugga um uppruna vörunnar.
Íslensk stjórnvöld hljóta í ljósi
breyttra aðstæðna að tryggja að
ófrosið innflutt kjöt verði uppruna-
merkt og að fram komi hvort um sé
að ræða uppþítt kjöt eða kjöt sem
aldrei hefur frosið. Tryggja þarf að
neytendur séu upplýstir um hvaða
lyfjameðferð innflutt kjöt hefur feng-
ið. Flestum er kunnugt um sjúkdóma
sem komið hafa upp í Evrópu undan-
farin ár s.s. kúariðu í Skotlandi, afr-
íska svínapest um mestalla álfuna svo
aðeins tvennt sé nefnt. Varast þarf að
kjöt frá svæðum þar sem grunur er
um að smit rati til landsins. Einnig
þarf að koma í veg fyrir að hingað
verði flutt svikin vara s.s. hrossakjöt í
stað nautakjöts en fjölmörg dæmi eru
um slík svik víða í Evr-
ópu.
Að þessu sögðu játar
sá sem hér ritar að
hann á ekki von á að til
Íslands streymi gæða-
vara á góðu verði að
þessum dómi gengnum.
Sporin hræða þegar ís-
lenskir kaupmenn eiga í
hlut. Skemmst er að
minnast nautahakkefn-
isins sem flutt var inn
fyrir 2-3 árum. Þá voru
innflutningsgjöld helm-
inguð, nautakjötsverð á heimsmark-
aði var afar lágt en nautahakk á Ís-
landi hækkaði. Einnig varð
tollalækkun á nokkrum tegundum
grænmetis fyrir allnokkrum árum
síðan en grænmeti lækkaði ekki að
jafnaði í verslunum. Það er engin
trygging fyrir lægra vöruverði að
flytja inn ófrosið kjöt eða aðrar land-
búnaðarvörur. Það er næsta víst að
fylgi verðsvigrúm innflutningnum
mun hagur af því enda í vösum kaup-
manna (lífeyrissjóða). Þar höfum við
nokkur dæmi nýleg s.s. styrkingu
krónu sem lítt eða illa hefur skilað sér
í lægra vöruverði en víst er að lækk-
un krónunnar að undanförnu mun
skila sér furðufljótt út í vöruverð.
Verslunin hefur auk þess dregið lapp-
irnar í að skila lægri álögum ríkisins í
lægra vöruverði. Þess utan má rifja
upp að í fyrra var verð til bænda á
sauðfjárafurðum lækkað um 29% en
lambakjöt hefur ekkert lækkað í
verslunum.
Tilkoma heildsölukeðjunnar
Costco á íslenskum markaði vakti
vissulega vonir um að aukin sam-
keppni myndi lækka vöruverð á Ís-
landi. Víst hefur verð á eldsneyti,
hjólbörðum og ýmsum hreinlætis-
vörum lækkað og haldist lágt og er
það þakkarvert en keðjan hefur verið
furðufljót að átta sig á markaðs-
aðstæðum á Íslandi og verðlagt nauð-
synjavörur eftir því. Til þess að
tryggja samkeppni á fákeppnis-
markaði hér þar sem dagvöru-
verslandir með u.þ.b. 70% markaðs-
hlutdeild eru í eigu skyldra aðila þarf
nauðsynlega á utanaðkomandi aðstoð
að halda. Neytendur eru í raun að
greiða fyrir eigin lífeyri fyrirfram
með háu vöruverði vegna eignarhalds
lífeyrissjóða á verslanakeðjum.
Hagnaður verslanakeðjanna er enda
ærinn eins og fram kemur reglulega.
Því er nauðsynlegt að hingað rati
alvöru matvörukeðjur á borð við
ALDI, LIEDL eða þá hinar dönsku
NETTO eða Bilka. Það eru ærin
tækifæri fyrir erlenda aðila að hasla
sér völl á neytendamarkaði en á með-
an þeir ráða ráðum sínum búum við
íslenskir neytendur við meira ...
svona okur ... alla daga.
Eftir Þorstein
Sæmundsson » ...sá sem hér ritar á
ekki von á að til Ís-
lands streymi gæðavara
á góðu verði að þessum
dómi gengnum. Sporin
hræða þegar íslenskir
kaupmenn eiga í hlut.
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
Flytjum inn kaupmenn