Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 26

Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Ég er stödd í Reykjavík, börnin búa þar og við ætlum að borða sam-an, fjölskyldan, í tilefni dagsins,“ segir Kristrún Björg Gunnars-dóttir, húsvörður í Djúpavogsskóla, en hún á 60 ára afmæli í dag. Kristrún hefur alla tíð búið á Djúpavogi fyrir utan þegar hún fór til Reykjavíkur í skóla. „Fyrst fór ég í Hússtjórnarskólann og svo nokkrum árum seinna lærði ég að verða matsveinn.“ Kristrún er á sínu 23. starfs- ári við Djúpavogsskóla. „Það má segja að ég geri allt í skólanum nema kenna. Þetta er lítill skóli og þá er maður í mörgum störfum eins og mað- ur segir, en ég er í mjög skemmtilegu og líflegu starfi,“ en 75 nemendur eru við skólann. Kristrún eldar þó ekki ofan í krakkana. „Við erum ekki með skólamötuneyti heldur förum við niður á hótel með börnin og ég sé um að þau fái að borða þar, þetta er svona samvinna.“ Kristrún hefur verið virk í félagsmálunum á Djúpavogi alla tíð. „Ég kem mér alltaf í eitthvað; ég er í kvenfélaginu og er í miklu stússi við stéttarfélagið AFL og sit í stjórn félagsins. Svo er ég líka í sóknarnefnd og er bjölluhringjari. Ég hef samt minnkað við mig félagsstörfin með aldrinum. Svo hef ég gaman af handavinnu og við hittumst nokkrar kon- ur einu sinnu í viku og köllum það prjónakaffi. Við prjónum og heklum en erum ekki mikið í bróderingu eins og sagt var í denn.“ Eiginmaður Kristrúnar er Sigvaldi Júlíus Þórðarson vinnuvélamaður. Börn þeirra eru Gunnar og Fríða Margrét og barnabörnin eru fjögur. Hjónin Sigvaldi og Kristrún mætt til Reykjavíkur í gær. Gætir skóla og hringir bjöllum Kristrún Gunnarsdóttir er sextug í dag E inar Bollason fæddist 6. nóvember 1943 í Reykjavík og ólst þar upp við Vesturgötuna. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1959, stúdentsprófi frá MR 1963 og stundaði nám við lagadeild HÍ um skeið. Einnig stundaði hann nám í dönsku og í stjórnun. Einar var stundakennari við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í tvö ár sam- hliða lögfræðináminu en fluttist til Akureyrar og kenndi við Gagnfræða- skóla Akureyrar í tvö ár. Jafnframt þjálfaði hann og lék með Íþrótta- félaginu Þór í efstu deild. Einar var forstöðumaður Námsflokka Hafnar- fjarðar 1972-76, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar 1971-75, forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs 1975 og 1977-85 og skólastjóri Þing- hólsskóla í Kópavogi 1977-78. Hann kenndi síðan við Flensborgarskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði til 1989. Þá sneri hann sér alfarið að rekstri Íshesta hf. sem var í upphafi fyrir- tæki fjölskyldunnar en stækkaði síð- an með innkomu fleiri hluthafa. Fyrirtækið var selt í lok árs 2011. Einar lék körfuknattleik í mörg ár og á að baki fjölda Íslands- og bikar- meistaratitla með KR. Að loknum farsælum ferli sem leikmaður gerðist hann körfuknattleiksþjálfari og þjálf- aði meistaraflokka karla og kvenna hjá bæði KR og Þór Akureyri. Þá þjálfaði hann einnig meistaraflokka karla hjá Haukum og ÍR. Hann var landsliðsþjálfari karla í nokkur ár og hefur samið kennslubækur í þjálfun. Einar hefur um langt árabil tekið þátt í störfum Framsóknarflokksins og átt sæti í miðstjórn flokksins. Einar Bollason, fv. framkvæmdastjóri og körfuboltamaður – 75 ára Stórfjölskyldan Stödd í Skrúð á Núpi í fyrra í tilefni af sjötugsafmæli Sigrúnar. Lionsmaður og KR- ingur af lífi og sál Hjónin Einar og Sigrún í frægum skrúðgarði í Singapúr 2016. Njarðvík Þórarinn Theo fæddist í Reykjanesbæ 10. desember 2017 kl. 05.31. Hann var 4.270 g og 53,7 cm. Foreldrar hans eru Helga Lind Sigur- bergsdóttir og Ívar Rafn Þórarinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is TONON Up Barstóll – viðarfætur Verð 129.000,- stk. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.