Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert staðráðinn í því að fá vilja þín-
um framgengt í vinnunni í dag. Velgengni þín
stendur og fellur með því hvernig þér tekst að
nýta drauma þína til að leysa vandamál.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið mjög erfitt að horfast í
augu við persónuleg vandamál sín en það
verður þú að gera fyrr eða síðar. Hlustaðu á
aðra og taktu við því sem að þér er rétt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú verður ekki lengur undan því vik-
ist að taka ákvörðun varðandi starfsvettvang.
Staldraðu aðeins við og mundu að dómgreind
þín hefur hingað til verið í lagi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur haft örlagaríkar afleiðingar
að skipta sér af málum sem ekki eru á manns
færi. Horfðu á þau úr fjarlægð svo þú eigir
betra með að átta þig á næstu skrefum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur meðbyr og átt að geta notfært
þér hann. Makar og nánir vinir virðast ein-
staklega hressir og skemmtilegir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sumir eiga fullt af fallegum hlutum til
að hafa í kringum sig, en finna samt til lítillar
hamingju. Stundum er bros eða vinalegt orð
nógu stór gjöf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt það til að vantreysta sjálfum þér og
ættir að forðast það og fylgja sannfæringu
þinni eftir. Vertu opinn fyrir ástinni í kringum
þig og líttu á björtu hliðar lífsins.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Líklegt er að vinur þinn komi þér
á óvart í dag. Hlustaðu vandlega á það sem
hann segir og dragðu þínar ályktanir. Kláraðu
þín venjulegu störf og haltu þig við þína dag-
skrá.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bíddu með að kynna samstarfs-
fólki þínu nýjar hugmyndir. Láttu ekki ein-
hverja framagosa spilla verklagi þínu og starfs-
gleði. Vertu opinn fyrir því að gera málamiðlun.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vandi fylgir vegsemd hverri og svo
er einnig um stöðuhækkanir á vinnustað.
Lærðu að segja nei þegar það á við. Láttu það
ekki angra þig, þótt allt gangi ekki eftir sem
aðrir segja.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þörfin til að vera hvatvís er sterk,
en ekki endilega gáfuleg. Spenna hefur verið
að byggjast upp innra með þér og hún þarf að
fá útrás einhvers staðar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hægðu aðeins á þér, kláraðu þau verk-
efni sem þú ert með og taktu svo til við ný.
Gefðu þér líka tíma til að vera með fjölskyld-
unni og rifja upp gamlar minnningar.
Pétur Stefánsson skrifaði á fés-bókarsíðu sína á laugardaginn
ljóðið „Vetur“:
Litskrúðugt haustið er horfið
og heiðarnar náfölar orðnar.
Skelkaðir fuglarnir flognir
til fjarlægra stranda.
Sestur er varmlítill vetur
að völdum í harðbýlu landi.
Vindsvali gnauðar við greinar
í görðum og héluðum lundum.
Þann sama dag sagðist Ármann
Þorgrímsson á Leirnum sáttur við
að kallast leirskáld:
Ort af viti aldrei hef
illa reglur Braga skil
mest í vöku en meðan sef
mikið verður líka til.
Sigmundur Benediktsson svaraði
að bragði: „Ósköp er langt síðan við
höfum heyrst á Leir og gaman að
heyra aftur í þér. Ertu sæmilega
sprækur til heilsunnar? Allt í lagi
að kallast Leirskáld, hvaða merk-
ingu sem menn vilja leggja í það
orð:
Leirskáldin þau lifa best
lofar þjóðin stritið,
en atómskáldin aðeins flest
auka sjálfsálitið.“
Ármann svaraði og sagði: „Þú
spyrð hvernig ég hafi það:
Margt ég verð að meta á ný
miða allt við kaup og sölu,
næst ég verð að ná mér í
nýja og betri kennitölu.“
Sigmundur Benediktsson svaraði
enn og sagði: „Líklega er ég geng-
inn í barndóm, því ég er með 2 völ-
ur í eldhúsglugganum á beit innan-
um nokkra steina. Lék mér líka
með völur og leggi sem barn, eins
og svo mörg börn í sveitum þess
tíma. Þetta voru kölluð barnagull
og átti ég fullan kassa af þeim.
Kassinn var alltaf kallaður Gulla-
kassinn, hann átti sér fastan stað til
fóta við rúmið mitt.
Tvisvar verður gamall maður
barn, segir máltækið. Því tel ég
kennitöluflakk sennilega orðið
óþarft hjá mér:
Lífsins grennist leiðin því
leik mér enn að völu,
varla nenn’ að ná mér í
nýja kennitölu.“
Það var annað hljóð í Ingólfi
Ómari:
Hef þá trú að henti mér
helst við kaup og sölu.
Nú er best að næla sér
í nýja kennitölu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af leirskáldum og kenni-
tölum og haustið horfið
„MÉR HEFUR ALDREI LIÐIÐ BETUR.
SKAMMTURINN SEM ÞÚ GAFST MÉR
SVÍNVIRKAÐI. ”
„Hvar er þessi heimski köttur?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem situr eftir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HETJAN MÍN!
ÉG VILDI AÐ ÉG BYGGI
YFIR OFURKRÖFTUM
JÁ,
EINMITT
HVAÐA OFURKRÖFTUM
GÆTIR ÞÚ BÚIÐ YFIR?
TIL AÐ MYNDA GETU TIL
ÞESS AÐ LÁTA ALLT BRAGÐAST
EINS OG RJÓMAÍS
OKKUR REKUR Í ÁTTINA AÐ 300 METRA HÁUM FOSSI.
HVERS VEGNA HELDUR ÞÚ FYRIR EYRUN?
MÉR VERÐUR MÁL AÐ PISSA VEGNA
VATNSNIÐSINS!
Víkverji fékk það verðuga verkefnium helgina að hjálpa tveimur
ungmennum við undirbúning jóla-
sendingar til Úkraínu. Á hverju ári
taka þau þátt í verkefninu Jól í skó-
kassa sem felur það í sér að ýmsum
nauðsynjavörum og glaðningi er
komið fyrir í skreyttum skókassa.
Það þurfti því að fara verslana á milli
til að verða sér úti um tannbursta og
tannkrem, skóladót, leikföng og sæl-
gæti. Og svo var bætt við ónotuðum
flíkum úr allsnægtunum heima.
x x x
Í kynningu á verkefni þessu á heima-síðu KFUM má lesa að ástæða
þess að gjöfum er pakkað í skókassa
er sú að þá fá allir krakkarnir svip-
aðar gjafir, að stærð hið minnsta.
Skókassarnir eru sendir til Úkraínu
eins og áður segir en þar búa um 46
milljónir manna. „Atvinnuleysi er þar
mikið og ástandið víða bágborið. Á
því svæði þar sem jólagjöfunum verð-
ur dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku
skókössunum verður meðal annars
dreift á munaðarleysingjaheimili,
barnaspítala og til barna einstæðra
mæðra sem búa við sára fátækt,“
segir á heimasíðunni.
x x x
Þetta er skemmtilegt verkefni aðtaka þátt í. Vitaskuld er það frá-
bært að geta með markvissum hætti
glatt börn sem búa við örbirgð. Vík-
verji gladdist þó ekki síður yfir því að
sjá eigin afkvæmi finna til sín og
leggja sig fram við að gleðja aðra.
Mikilvægt þótti að allt það sem sett
var í kassann passaði fyrir 7-10 ára
stelpu og 11-14 ára strák. Sendingin
skyldi sko aldeilis slá í gegn.
x x x
Söfnun þessi fór fyrst fram hér álandi fyrir jólin 2004. Fyrst um
sinn söfnuðust um fimm hundruð
skókassar ár hvert en þeir hafa verið
um fimm þúsund undanfarin ár. Vert
er að hvetja áhugasama til að taka
þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Viðtakendur eru börn á munaðar-
leysingjaheimilum, barnaspítölum og
börn einstæðra mæðra sem búa við
sára fátækt. Húfur, vettlingar og
sokkar eru það sem flestir setja í
kassana enda getur veturinn orðið
kaldur þarna í austri. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn
kross og fylgir mér getur ekki verið
lærisveinn minn.“
(Lúkasarguðspjall 14.27)
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita