Morgunblaðið - 06.11.2018, Side 31
og skrifar á ensku. Dansað í Ódessa
var hans fyrsta útgefna bók, kom út
árið 2004 og hlaut mikið lof og
hreppti verðlaun sem framúr-
skarandi byrjandaverk.
„Við yfirgáfum
Ódessa í þvílíku
hasti að við stein-
gleymdum /
ferðatöskunni
fyrir utan íbúðina
okkar, fullri af
enskum orðabók-
um.“ Þannig lýsir
skáldið í loka-
hluta bókarinnar,
„Lofgjörð“, brottför fjölskyldunnar
frá gömlu heimkynnunum við
Svartahaf. Og það er þessi gamli
heimur sem var yfirgefinn í hasti og
minningar um hann, og allrahanda
brot úr fortíð fjölskyldu og sam-
félags sem mynda heim ljóðanna.
Tónninn er hlýr og það er mikil gleði
og leikur í þeim myndum, sögum,
draumum og minningum sem unnið
er með, þótt undir niðri megi líka
finna fyrir djúpum harmi, erfið-
leikum og eftirsjá eftir heimi sem
var en er horfinn fyrir fullt og allt.
Sumir rýnendur hafa líkt ljóðum
Kaminskys við draumkenndan og
hugmyndaríkan myndheim mál-
arans Chagalls, úr horfnum gyðinga-
samfélögum Sovétríkjanna, og sú
líking er alls ekki fjarri lagi. Þá má
finna fyrir ýmsum skáldum, áhrifa-
völdum sem Kaminsky hyllir um leið
á sinn hátt.
Bókin hefst á „Bæn höfundar“ þar
sem ljóðmælandinn segir að ef hann
tali fyrir hina dauðu þá verði hann að
„skrifa sama ljóðið upp aftur og aft-
ur, / því autt blað er hinn hvíti fáni
upgjafar þeirra.“ Og á tungu sem
ekki er hans – og þar má skilja að
Kaminsky tali um enskuna – vill
hann tala „um tónlist sem vekur okk-
ur, tónlist // sem við hrærumst í. Því
allt sem ég segi // er eins konar
bænaskrá, og hina dimmustu daga /
verð ég að lofsyngja.“
Bókin skiptist síðan í fimm hluta. Í
þeim fyrsta, „Dansað í Ódessa“, eru
dregnar upp myndir af fólki og lífi í
borginni, af dansi sem myrkum at-
burðum, eins og af afanum sem „var
skotinn og ömmu var nauðgað / af
ríkissaksóknara sem stakk kúlu-
penna inn í hana, // þessum penna
sem skrifaði fólk í burtu næstu tutt-
ugu árin.“ Og minningunum og öll-
um orðunum er líkt við „hrúgur af
brennandi fjöðrum / sem fjúka
lengra burt í hvert skipti sem þau
eru endurtekin.“
Annar hluti bókarinnar, „Musica
Humana“, ber undirtitilinn „Óður til
Osip Mandelstam“. Og það er inn-
blásinn og fljúgandi mælskur bálkur
sem fjallar að hluta um skáldið
kunna, sem líkt er við nútíma Orfeif.
Þriðji hlutinn er annar flæðandi
bálkur, „Natalía“, um ástkonu ljóð-
mælandans, sem samhliða lýsingum
á samlífi þeirra Natalíu tjáir sig um
textann í neðanmálsgreinum. Í
fimmta hlutanum, „Farand-
músíköntum“, vottar skáldið unga
öðrum skáldum virðingu sína og yrk-
ir meðal annars um Paul Celan, Jós-
ef Brodský („…af því að mildileikinn
/ milli línanna skiptir ekki máli leng-
ur, / það sem þú kallar að vera inn-
flytjandi, kalla ég sjálfsmorð“), Isaac
Babel og Marínu Tsvetaevu: „Í línu
hvers sérkennilegs samhljóða vakn-
ar hún / eins og mávur, tvístruð /
milli himins og jarðar…“
Lokahlutinn er síðan fyrrnefnd
„Lofgjörð“. Þar segir meðal annars
um hlutskipti flóttamannsins:
Að kvöldi biður kona um sögu með
farsælum endi.
Ég á enga. Flóttamaður
fer ég heim og verð að draugi
í leit að húsunum sem ég bjó í…
Dansað í Ódessa er furðu þroskað
byrjandaverk, áhrifamikil bók þar
sem í persónulegum ljóðheimi er
dregin upp mynd af heimi sem var.
Og það er jafnframt tregafull upp-
lifun að lesa þessi síðustu ljóð sem
Sigurður Pálsson, skáldið góða og
menningarmiðlarinn, hefur þýtt svo
listavel áður en hann lést.
Kaminsky „… áhrifamikil bók þar
sem í persónulegum ljóðheimi er
dregin upp mynd af heimi sem var.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Eftir að hafa starfað í fjölda ára sem
blaðamaður og rithöfundur sneri
Guðrún Guðlaugsdóttir sér að
glæpasögum, en fram að því hafði
hún skrifað viðtalsbækur, ævisögur,
ljóðabækur, ástarsögur og smásög-
ur meðfram blaðamennskunni. Í
fyrstu glæpasögunni, Beinahúsið,
sem kom út 2014, kom við sögu
blaðamaðurinn Alma og hún hefur
verið í aðalhlutverki í þeim bókum
sem fylgt hafa í kjölfarið, Blaðamað-
ur deyr (2015), Dauðinn í opna saln-
um (2016), Morðið í leshringnum
(2017) og nú kemur Erfðaskráin.
Erfðaskráin gerist að mestu leyti
á heimili þriggja aldraðra systkina,
eitt þeirra reyndar nýlátið þegar
Alma kemur á staðinn, og snar þátt-
ur í sögunni er að systkinin hafa
verið nær innlyksa á heimilinu alla
tíð, hafa ekki átt sér annað líf en
innan veggja æskuheimilisins. Guð-
rún segir hugmyndina að sögunni
sprottna úr fjölmörgum viðtölum
sem hún hafi tekið við fólk á sínum
blaðamennskuferli: „Ég fór víða um
sveitir lands fyrr á árum og þá hitti
ég gjarnar fyrir svona fjölskyldur.
Mér fannst það alltaf mjög sérstakt,
sérstakt andrúmsloft, það voru allt-
af hálfsagðir hlutir, það passaði
hver annan, það var svo mikil þögg-
un í gangi. Það leit hver á annan að-
varandi augnaráði og maður skynj-
aði að þarna var eitthvað á bak við.
Sjálf kem ég úr öðruvísi fjölskyldu
þar sem fólk lét allt gossa og mér
fannst þetta því einkennilegt og
vakti spenning hjá mér að vita hvað
væri á bak við. Ég reyndi stundum
að fá fram eitthvað og einstaka sinn-
um tókst það, en oftast var fólk
mjög vart um sig.“
— Alma heldur áfram að flækjast
í mál, ertu með frekari Ölmu-
ævintýri í huga?
„Ég er með hugmynd að næstu
bók, hvað sem úr henni verður. Mér
finnst óumræðilega skemmtilegt að
skrifa þessar bækur, meðan ég er
að skrifa þær lifi ég í miklum
skemmtilegheitum, ræð öllu sjálf og
sé þetta allt fyrir mér. Sagan tekur
þó stundum undarlegar vendingar,
en það gerist þá gjarnan þannig að
ég sé fyrir mér einhverja mynd sem
kemur allt í einu og hugsa þá: auð-
vitað hefur þetta verið þannig. Mað-
ur reiknar allt út einhvernveginn,
ósjálfrátt og sjálfrátt.“
— Við höfum áður rætt það að í
bókunum þínum eru konur í aðal-
hlutverkum, bækurnar gerast í
kvennaheimi, karlarnir eru ýmist
ekki til staðar nema sem gerendur
eða valdendur en alltaf í auka-
hlutverkum.
„Það vill nú svo til að ég er kona
og hef haft gott samband við kyn-
systur mínar. Ég hef verið svo lán-
söm að eiga margar kunningja-
konur og mjög góðar æskuvinkonur
og hef fylgst með lífi margra
kvenna. Í viðtölum hef ég líka mjög
oft talað við konur og skrifaði til
dæmis mikið um Kvennaathvarfið á
sínum tíma og Stígamót. Allt þetta
hefur orðið til þess að hlutskipti
kvenna hefur orðið mér mjög hug-
leikið.
Það hafa orðið miklar breytingar
frá þeim tíma þegar ég tók þátt í
Rauðsokkahreyfingunni sem ung
kona, en þá vaknaði áhugi minn. Ég
var formaður leikfélagsins Grímu
þegar Hvað er í blýhólknum? var
sett upp og lék í þeirri sýningu sem
María Kristjánsdóttir stjórnaði. Ég
kynntist líka Svövu Jakobsdóttur
sem líka hafði mikinn áhuga fyrir
konum og hlutskipti þeirra.
Svo er það ég sjálf, ég á sex börn
og þurfti að glíma við töluvert mikla
erfiðleika til að geta gert það sem
mig langaði til að gera, það var áður
fullt starf fyrir konur að eiga sex
börn og ala þau upp, það felst tölu-
verð vinna í því að geta skrifað með-
fram svo miklu fjölskylduforholli.“
— Gunnar eiginmaður Ölmu
kemur aðeins við sögu í bókinni,
nánast úr fjarska, en Gunnhildur
dóttir hennar er í stærra hlutverki.
„Gunnhildur er í raun ný sögu-
persóna og ef mér auðnast að skrifa
meira þá verður Gunnhildur þar, þá
á hún hlutverk og Gunnar líka, hann
hverfur ekkert. Þá myndi hann
leika töluvert hlutverk, ég er farin
að hafa svolítinn áhuga fyrir körlum
líka,“ segir Guðrún og hlær, „og þá
öðruvísi áhuga en bara kynbundinn
áhuga, ég er farin að fá meiri áhuga
fyrir hlutskipti karla.“
Þess má geta að bækurnar fimm
um Ölmu eru nú fáanlegar í hljóð-
bókaveitunni Storytel í lestri Guð-
rúnar.
Morgunblaðið/Hari
Glæpasögur Guðrúnu Guðlaugsdóttur finnst óumræðilega skemmtilegt að
skrifa bækurnar um Ölmu blaðakonu en Erfðaskráin er sú fimmta.
Það passaði hver annan
Blaðamaðurinn Alma flækist enn í glæpamál í nýrri bók
Guðrúnar Guðlaugsdóttur
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 2/12 kl. 19:30
Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Lau 1/12 kl. 19:30
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/12 kl. 19:30 7.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 9/11 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s
Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s
Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Atvinna