Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 36
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart-
ansson stendur fyrir þriggja daga
gjörningi, Romantic Songs of the
Patriarchy, í The Women’s Building
í San Francisco 9.-11. nóvember.
Gjörningurinn fer fram í nokkrum
rýmum hússins og munu tónlistar-
konur flytja þekkt ástarlög með
bæði margslungnum og oft ágeng-
um textum. Ragnar sýnir víðar í
Bandaríkjunum því sýning á verkum
hans var opnuð í Phoenix Art
Museum á laugardaginn var.
Þriggja daga gjörn-
ingur í San Francisco
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Haukar og Valur eru í efri hluta Olís-
deildar karla eftir að 7. umferðinni
lauk í gær með tveimur leikjum.
Haukar eru með 10 stig í 2. sæti eftir
jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu. Valur
er í 5. sæti eftir góðan sigur á Ís-
landsmeisturum ÍBV í Vestmanna-
eyjum. Þar fóru fyrrverandi leik-
menn ÍBV mikinn hjá Val. ÍBV er í 7.
sæti og ÍR situr í 10. sæti. »2-3
Valur í efri hlutanum
eftir sigur í Eyjum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er ekki
lengur með keppnisrétt á LPGA,
sterkustu mótaröð heims, og segir
að hún hafi ekki náð sér á strik und-
anfarna fjóra mánuði. „Ég hef átt
erfitt með að einbeita mér og fund-
ið alls konar einkenni sem ég
finn ekki fyrir venjulega. Þetta
hefur verið erfitt,“ segir Ólafía
og telur að hún sé
enn að jafna sig
eftir fyrsta
keppnisárið á
mótaröðinni.
Hún ætlar sér
hins vegar að
koma tvíefld
til baka á
næsta ári
eftir góða
hvíld. »1
Hef átt erfitt með
að einbeita mér
oft fyrir að fimm ættliðir séu á lífi á
sama tíma. Ekki sé vitað um sex ætt-
liði á lífi nema fjórum sinnum; 1974,
1998, 2008 og 2010. Til að möguleiki
sé á að sex ættliðir séu á lífi á sama
tíma þurfi ættarhöfðinginn að vera
um hundrað ára þegar sá yngsti fæð-
ist og kynslóðabilið þurfi að vera að
meðaltali um 20 ár.
„Það eru meiri líkur á sex ætt-
liðum í beinan kvenlegg, þar sem oft-
ast er um að ræða elsta afkomanda
hverrar kynslóðar og mæður eru oft-
ar yngri en feður,“ segir Jónas og
bætir við að ættarhöfðinginn Gissur
Ó. Erlingsson, sem fæddist 1909, eigi
metið þegar kemur að sex ættliðum á
lífi á sama tíma; þrjú ár og 82 daga. Í
ættliðunum sex hafi dóttir hans, Jó-
hanna G. Erlingsson, verið eina
konan.
Að sögn Jónasar hafa sex ættliðir í
beinan kvenlegg lifað á sama tíma
hjá Sigurjónu Jakobsdóttur, fæddri
1910, í tvö ár og 275 daga. Hjá Lauf-
eyju Þorgeirsdóttur, fæddri 1914, í
eitt ár og 286 daga og hjá Stefaníu
Ólafsdóttur, fæddri 1878, hafi sex
ættliðir í beinan kvenlegg lifað á
sama tíma í fjóra daga.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Mamma átti mig 25 ára, Þorgerður
átti Kristínu Björk 25 ára og hún
Unu Margréti 25 ára, en sjálf var ég
búin að eiga öll mín börn fyrir þann
aldur,“ segir Kristín Á. Guðmunds-
dóttir, dóttir Sigríðar Karólínu Jóns-
dóttur, fyrrverandi bónda á Mið-
Grund undir V-Eyjafjöllum og síðar
ráðskonu meðal annars í virkjunum
og hjá Stálvík í Garðabæ. Að sögn
Kristínar bjó móðir hennar lengi í
Garðabæ en færði sig nær heima-
slóðum þegar hún flutti á hjúkr-
unarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli.
„Mamma á 86 afkomendur og af
þeim eru 11 langalangömmubörn og
það 12. á leiðinni,“ segir Kristín.
Á sunnudaginn renndu fjórir ætt-
liðir í beinan kvenlegg austur fyrir
fjall til þess að hitta ættmóðurina
Sigríði. Þær nýttu tækifærið og létu
taka mynd af fimm ættliðum í beinan
kvenlegg.
Sigríður Karólína Jónsdóttir
fæddist 25. febrúar 1925. Hún varð
ekkja 38 ára gömul með sex börn á
aldrinum þriggja til 16 ára. Einsömul
kom hún þeim öllum á legg.
Dóttir Sigríðar, Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, skartar nú langömmu-
titli í fyrsta sinn en hún á von á öðru
langömmubarni fljótlega. Kristín er
fyrrverandi formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, fædd 7. mars 1950.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir,
dóttir Kristínar, er formaður Félags
íslenskra grunnskólakennara. Hún
er amman í hópnum en hún fæddist
22. október 1967. Dóttir Þorgerðar,
Kristín Björk Hilmarsdóttir, ber
nafn ömmu sinnar. Hún fæddist 16.
desember 1992. Kristín Björk er fé-
lagsfræðingur, flugfreyja og móðir
Unu Margrétar Kristjánsdóttur sem
fæddist 29. júlí 2018 og er sú fimmta í
beinan kvenlegg frá Sigríði Karólínu
Jónsdóttur. 93 ár eru á milli Unu
Margrétar, þeirrar yngstu, og langa-
langömmunnar.
Kynslóðabil á 20 ára fresti
Jónas Ragnarsson, áhugamaður
um langlífi, segir að það komi nokkuð
Allar búnar að eiga
sitt fyrsta barn 25 ára
Fimm og sex ættliðir algengari í beinan kvenlegg
Fimm ættliðir Efri röð: Þorgerður Diðriksdóttir og Kristín Á. Guðmunds-
dóttir. Neðri röð: Kristín Björk Hilmarsdóttir, Una Margrét Kristjánsdóttir,
yngsti ættliðurinn, og ættmóðirin Sigríður Karólína Jónsdóttir.
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Vatnsheldir og hlýir kuldaskór
með innbyggðum broddum í sóla
Verð 16.995
Stærðir 36 - 47
Verð 16.995
Stærðir 36 - 47
Verð 17.995
Stærðir 36 - 42