Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.03.2019, Qupperneq 8
Abdelaziz Bouteflika hefur verið forseti Alsír í 20 ár, frá árinu 1999. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.220.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.870.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.590.000 kr. ALSÍR Lögreglumenn og öryggis­ sveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglu­ menn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endur­ kjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil for­ setans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið. Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirs­ borg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuð­ borginni hafi verið rúmlega hund­ rað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá f lykktist stór hópur mótmæl­ enda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlaga­ dómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bout­ eflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf for­ seti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. Mótmælin eru þau fjölmennustu sem sést hafa lengi í landinu en víða er í gildi bann við mótmælafundum. Köll þeirra báru árangur að hluta. Bouteflika fékk heilablóðfall 2013. Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkis­ fjölmiðli landsins yfirlýsing frá for­ setanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknis­ skoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. KASMÍR Bandarísk stjórnvöld reyna nú að komast að því hvort Pakist­ anar hafi notað bandarískar F­16 herþotur til að skjóta niður ind­ verska herþotu í síðustu viku. Slíkt væri brot á samkomulagi sem gert var við sölu vélanna til Pakistan. Talsmaður bandaríska sendi­ ráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. Pakistönsk stjórnvöld hafa neitað því að F­16 þoturnar hafi tekið þátt í bardögunum sem leiddu til þess að indverska þotan var skotin niður. Þau hafa ekki tilgreint hvaða her­ þotur voru notaðar. Eftir átök og togstreitu síðustu viku var ástandið tiltölulega rólegt í gær. Chaundry Tariq Farooq, ráð­ herra í pakistanska hluta Kasmír, sagði þó enn spennu í loftinu og að aldrei væri hægt að segja hvenær átök gætu brotist út á ný. – sar Sagðir brjóta samkomulag Endurheimt flugmanns fagnað. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Maður að nafni Brian skilaði bókasafni í Ohio­ríki Banda­ ríkjanna nýverið tímariti sem hann fékk þaðan. Það þætti ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann stal því þaðan árið 1968. Í liðinni viku barst bókasafninu í Cuyahoga­sýslu umslag sem innihélt septembertölublað tímaritsins Life frá árinu 1968 en Bítlarnir prýddu forsíðuna. Þar var einnig bréf frá Brian þar sem hann sagði að hann hefði stolið því skömmu eftir að það kom út. Bréfið innihélt einnig hundrað dollara seðil. Tíu senta dagsektir liggja við sein­ um skilum en sektir eru að hámarki hundrað dollarar. Í samtali við AP þakkaði safnstjór­ inn Brian fyrir að skila blaðinu. Það verður ekki til útláns framar. – jóe Bítlunum skilað eftir fimmtíu ár Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur van­ ist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mót­ m æ l t u t u g ­ þúsundir þeirri ák vörðu n. Nú er u þeir mun f l e i r i , m ö r g hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í f jölmenn­ ari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur u m ma nnfa l l ek k i fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsæt isráðher ra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri for­ setahöllinni í Algeirs­ borg á laugardag. joli@frettabladid.is 4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -E 2 6 8 2 2 7 8 -E 1 2 C 2 2 7 8 -D F F 0 2 2 7 8 -D E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.