Fréttablaðið - 04.03.2019, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það mega
þessar tvær
konur eiga að
hvorug þeirra
verður kennd
við klækj-
astjórnmál.
Aftur hefur
sigið á
ógæfuhliðina
eftir þann
tíma og
þróunin er nú
hröð í átt til
ójafnaðar.匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 爀愀昀洀愀最渀猀氀愀甀猀 㼀
猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀 瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀
䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀
Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera
nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka
bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmála-
mönnum hefur samt tekist það.
Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana
kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og
borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönk-
unum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá
fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí.
Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er
traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun
mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16
prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að
algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga
ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem
þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara
fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum
þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun
meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er
ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti
að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgar-
búa.
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráð-
húsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér
að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt
að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu.
Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast
upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráð-
herra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kven-
leiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu
konum heims af við skipta tíma ritinu CEO Mag azine.
Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sam-
eiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri
– og það veitir svo sannarlega ekki af því.
Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu
Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar
að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hrein-
skilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir
ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra
konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu
Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til
að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir
valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og
Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ,
eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samvisk-
unni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað
að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis
sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn
yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga
að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál.
Það þarf f leiri þeirra líka í stjórnmálin.
Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem
stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar
hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa
um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti.
Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri
traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er.
Heiðarleiki
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri
heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum.
Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran
forgang.
Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér
á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á
árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagns-
tekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og
ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna
í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir
hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og
bótakerfinu markvisst til jöfnunar.
Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og
þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast
við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn
og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld
verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og
sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að
hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki
þarf að linna.
Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust
og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita
bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku
innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru
mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkj-
unum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt
ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun
og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barna-
bætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur.
Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld
hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunar-
tæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er
nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin
tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breyting-
ar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu
kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt
í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna.
Jöfnuður, traust og sátt
Oddný
Harðardóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Málgleði
Sem kunnugt er teppti þing-
f lokkur Miðf lokksins þingstörf
í liðinni viku þegar til stóð
að afgreiða eftirleguaf lands-
krónur úr þinginu. Samtals
töluðu þingmennirnir í nærri 19
klukkustundir við 2. umræðu
frumvarpsins. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
f lokksins og nefndarmaður í
efnahags- og viðskiptanefnd,
hafði verið fjarri góðu gamni
við nefndarstörfin og ákvað því
að láta til sín taka. Alls tók hann
84 sinnum til máls en 60 prósent
ræðna hans á yfirstandandi
þingi tengdust þessu máli. Vafa-
laust hefði hann getað forðað
sér, og öðrum, frá þessu með
nærveru á nefndarfundum.
Nándin
Undanfarið hafa laun stjórn-
enda ríkisbanka verið talsvert í
umræðunni og virðist sem trún-
aðarrof hafi orðið milli stjórn-
valda og Bankasýslu ríkisins
og stjórna bankanna. Formenn
stjórnarf lokkanna hafa allir
kallað eftir því að launahækk-
anir verði dregnar til baka,
að hluta hið minnsta. Eftir að
ríkið eignaðist banka í kjölfar
efnahagshrunsins voru menn
sammála um að koma Banka-
sýslunni á fót til að tryggja að
bankarnir yrðu í armslengd frá
stjórnvöldum. Grípi stjórnvöld
inn í núna, hver er þá tilgangur
stjórna og Bankasýslunnar?
joli@frettabladid.is
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-C
E
A
8
2
2
7
8
-C
D
6
C
2
2
7
8
-C
C
3
0
2
2
7
8
-C
A
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K