Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 6
Sendibíll Bíllinn var svipaður þessum. Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendi- ferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Lögregla kannaði málið í báðum tilvikum en talið var að um sömu einstaklinga hefði verið að ræða. Ekki tókst að hafa uppi á mönn- unum. Slíkt mál hafði ekki borist á borð lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu þegar mbl.is leitaði upplýs- inga í gær en samkvæmt opinni færslu á Facebook veittu menn á hvítum sendiferðabíl stúlku í 8. bekk eftirför í Kópavogi í fyrradag. Grunsamlegir menn á hvítum sendibíl eltu uppi börn 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fíknisjúkdómar og neysla eru ekki lengur bundin við einstaklinga eða þjóðfélagshópa. Neyslan er almenn- ari og hjá breiðari hópi ungs fólks. Þær aðgerðir sem við þurfum að fara í verða að taka mið af því. Við þurfum að beina spjótum að þjóðfélaginu al- mennt, á sama hátt og við gerðum með unglingadrykkju á árum áður. Það þarf heildrænt þjóðarátak til að ná árangri í þessum málum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans. Ástandið í fíkniefnaheiminum hef- ur orðið mörgum umræðuefni eftir viðtal Morgunblaðsins við sr. Vigfús Bjarna Albertsson á mánudaginn. Þar greindi hann frá sögum af hörku sem handrukkarar beita í fíkniefna- heiminum gegn veiku fólki sem má síns lítils. Óskað hefur verið eftir því að Vigfús komi á fund velferðar- nefndar Alþingis. Jón Magnús játar því að hafa orðið var við aukna hörku í fíkniefnaheim- inum á bráðamóttökunni. „Þetta kemur svolítið í bylgjum. Ég hef svo sem ekki séð mikla aukningu á síð- ustu mánuðum en ástandið er verra en það var fyrir fimm árum. Það eru einstaka tilvik þar sem getum klár- lega séð að um alvarlega handrukkun er að ræða en hluti af vandanum er sá að fórnarlömb handrukkunar eru eðli málsins samkvæmt hrædd við árás- armenn sína og ekki alltaf tilbúin að segja okkur hvað gerðist í raun og veru. Sumir áverkar hafa eflaust ver- ið eftir handrukkun þó að við vitum ekkert um það,“ segir hann. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlækn- ir á Vogi, telur það áhyggjuefni hve dauðsföllum hefur fjölgað mikið hjá yngra fólki. Eins og sjá má á með- fylgjandi grafi hefur mikil fjölgun orðið síðustu þrjú ár og útlit fyrir að árið í ár verði metár. Þessar tölur ná til gagnagrunns um sjúklinga SÁÁ undir fertugu. „Það er ekki spurning um að marg- ir hverjir hafa orðið fyrir mikilli hörku í tengslum við þessa vímuefna- neyslu og -viðskipti. Við sjáum mikla aukningu í neyslu örvandi lyfja og slík neysla leiðir til ofbeldis og hvat- vísi. Þessi örvandi lyfjaneysla hefur mjög dramatísk áhrif á persónurnar og þeirra umhverfi,“ segir Valgerður sem kveður miður að ekki sé hægt að sinna öllum sem þurfa á hjálp að halda. „Eftirspurnin hjá okkur end- urspeglar aukinn vanda. Við erum bara að sinna sama fjölda og við höf- um gert í 15-20 ár.“ Hún segir að fíknivandinn verði ekki leystur með skyndilausnum. „Við viljum hafa möguleika á að grípa fyrr inn í. Vandinn versnar bara. Svo þarf að hjálpa fólki að komast í virkni, að komast í vinnu til að hugsa um sínar fjölskyldur. Fólk sem kem- ur til okkar á flest börn svo það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélag- ið að sinna þessum hóp. Við þurfum að standa með þessu fólki og hjálpa því að standa á eigin fótum.“ Bæði Jón Magnús og Valgerður benda á að þessi fjölgun dauðsfalla og tilvika sem tengjast fíknisjúkdómum haldist í hendur við mikla aukningu í fíkniefnaakstri sem var til umfjöllun- ar á síðum þessa blaðs í sumar. „Þetta ber allt að sama brunni,“ segir Valgerður. Neysluhópurinn orðinn breiðari Ótímabær dauðsföll á hverju ári í sjúklingahópi SÁÁ Eftir aldurshópum* 1996 til 2018** *Aldurshópar undir 40 ára **Fyrstu 10 mán. 2018 25 20 15 10 5 0 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 9 11 11 12 25 17 17 10 9 20 16 17 14 18 17 11 17 16 21 19 27 25 27 30-39 ára 20-29 ára <20 ára Bráðabirgðatölur fyrir fyrstu 10 mánuði 2018Heimild: SÁÁ **  Þjóðarátak þarf til að ná árangri í baráttu gegn fíkniefnafaraldrinum  Mikil fjölgun í dauðsföllum hjá ungu fólki  Aukin neysla og aukin harka síðustu ár  Þurfum að hjálpa fólki að fóta sig á ný Valgerður Rúnarsdóttir Jón Magnús Kristjánsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jólahlaðborð byrja á veitingahús- unum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamat- seðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Hildur Óm- arsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Ice- landair hótel- unum, segir þau finna fyrir mikl- um áhuga á jóla- matnum og nú þegar séu komnar margar bókanir. „Við erum þakklát öllum þeim fjölda hópa sem hafa komið ár eftir ár til okkar í hlaðborð, ýmist á Hilton eða Reykjavík Natura sem og á landsbyggðarhótelunum. Á Reykja- vík Marina og Canopy Reykjavík bjóðum við upp á jólamatseðla í stað hlaðborðs og erum þannig að gera okkar besta til að ná til sem flestra með fjölbreyttu úrvali,“ sagði Hildur. Morgunblaðið heyrði af vinahópi sem ætlar á jólahlaðborð hjá Satt á Reykjavík Natura og var beðinn að greiða fyrirfram. Eins var mælt með því að drykkir yrðu pantaðir fyrir- fram. Hildur sagði það ekki skilyrði að panta drykki fyrirfram. „Við höf- um hins vegar lagt það til þegar hópapantanir eru lagðar inn að það geti flýtt afgreiðslu ef vínpöntun ligg- ur fyrir. Eins höfum við verið með sértilboð á drykkjum fyrir stærri hópa og því ráðlagt fólki að skoða þau í slíkum tilvikum.“ Fyrirframgreiðsla ekki ný Það hefur tíðkast í um sex ár hjá veitingastöðunum Satt, VOX, Slipp- barnum og Geira Smart að fara fram á fyrirframgreiðslu hjá stærri hóp- um. „Við erum gjarnan að taka frá heilu salina fyrir sérhópa, sem þá er ekki hægt að nýta með öðrum hætti ef þeir svo mæta ekki,“ sagði Hildur. „Samanlagt taka okkar veitingastaðir á móti fleiri þúsund manns árlega í bæði hlaðborð og jólamatseðla og reynum við hvað við getum að hafa fyrirkomulagið með þeim hætti að hægt sé að gera sem best við alla okk- ar gesti, hvort sem þeir koma í hóp- um eða sem einstaklingar. Nú er til að mynda að verða æ vinsælla fyrir stórar fjölskyldur að koma saman á veitingastað í stað þess að hittast í heimahúsi. Í þeim tilvikum þegar enginn einn er ábyrgur fyrir greiðslu, þá komum við að sjálfsögðu til móts við þá hópa og tökum við greiðslu frá hverjum og einum gesti þegar því verður við komið. En það gefur einn- ig augaleið að því fylgir verulegt óhagræði og tekjutap ef stórar bók- anir eru afbókaðar með stuttum eða engum fyrirvara.“ Hildur segir að annað gildi um ein- staklinga eða pör því auðveldara sé að selja tveggja manna borð með litlum fyrirvara en borð fyrir tuttugu manns eða fleiri. Allt að 500 gestir í hópi Stærstu pantanirnar séu fyrir allt að 500 gesti. Þá hefur það komið fyrir að hópar hafi pantað og síðan ekki látið sjá sig. Eins hefur það gerst að sami hópur hafi bókað sig á fleiri en einum stað og svo valið á síðustu stundu hvar skyldi borða með tilheyr- andi tapi fyrir þann stað sem ekki varð fyrir valinu. Hildur segir að komi upp forföll í hópi sem sé búinn að panta og borga t.d. fyrir jólahlaðborð sé að sjálfsögðu reynt að koma til móts við fólk í þeim kringumstæðum.  Jólahlaðborðin að hefjast  Hópar beðnir að greiða fyr- irfram  Erfitt þegar hópar hafa pantað og mæta svo ekki Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólamatur Það styttist til jóla og farið verður að bjóða upp á jólahlaðborð á veitingahúsum þegar um næstu helgi. Síðan fylgja jólamatseðlar. Vinsælt er hjá hópum að fara saman út að borða jólamat í aðdraganda jólanna. Hildur Ómarsdóttir Borga fyrst, borða svo Forsætisnefnd er með ummæli Björn Levís Gunnarssonar, þing- manns Pírata, til meðhöndlunar, þar sem hann þjófkenndi Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæð- isflokksins. „Það var lagt fram á fundi á mánudaginn fyrir rúmri viku og var síðan rætt á fundinum í gær- [fyrradag] og líklegt að afstaða verði tekinn til þess bara fljótlega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- seti Alþingis. Hann sagðist ekki geta svarað hvenær niðurstöðu nefndarinnar væri að vænta en málið væri í vinnslu. Ummæli Björns Levís rædd í forsætisnefnd Steingrímur J. Sigfússon Björn Leví Gunnarssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.