Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 100% Merino ull Þægileg ullarnærföt á góðu verði Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Þegar frost er á fróni Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Það vantar nokkuð upp á aðhrópað sé húrra fyrir 17 nýj- um aðstoðarmönnum þingflokka. Jón Magnússon, fv. alþingismaður, segir:    Mér sagt aðaðstoðar- menn ráðherra séu 25. Þingið greiðir fyrir 1 aðstoðar- mann formanna stjórnmálaflokka og 1 framkvæmdastjóra þing- flokks, alls 16 manns í dag. Þess utan er þingflokkunum séð fyrir ritara einum hverjum eða 8.    Nú á að bæta við 17 og verða þáþessir sérstöku aðstoðar- menn orðnir 52 fyrir utan annað starfslið Alþingis sem þingmenn geta leitað til. Með þessum hætti er hægt að koma fullt af flokkslík- amabörnum, sem geta ekki fengið starf annars staðar, á jötuna.    Ofan á óráðsíu stjórnmálamannaá Alþingi koma síðan sveit- arstjórnir sem bjóða sjálfum sér upp á starfs- og launakjör sem eru margfalt betri en stórborg- arfultrúar í nágrannalöndum okk- ar hafa. Auk þess sem sveit- arstjórnir borga drjúgar fjárhæðir til stjórnmálaflokkanna.    Það ber að lýsa vantrausti ástjórnmálastétt sem svona hagar sér. Skammtar sjálfri sér og háembættismannaaðlinum marg- falda launahækkun og hikar ekki við að stela peningum af skatt- greiðendum til félagsstarfsemi sinnar og til að koma gæðingum og vildarvinum í góð hálaunaemb- ætti.    Meðan svo fer fram eiga stjórn-málamenn hvorki að njóta virðingar né atkvæðis venjulegs launafólks né vinnuveitenda í land- inu.“ Jón Magnússon Salernin voru 17 STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað á fundi sín- um í gær að láta vinna valkostaskýrslu um þær til- lögur sem fram hafa komið um lagningu Vest- fjarðavegar um Gufudalssveit. Oddviti sveitarfélagsins segir að verkið eigi ekki að taka nema um það bil þrjár vikur. Hreppsnefndin frestaði á sínum tíma að aug- lýsa breytingar á skipulagi til að Vegagerðin gæti hafið lokaundirbúning að lagningu láglendisvegar yfir tvo firði og um Teigsskóg. Tíminn var notaður til að fá norska verkfræðistofu til að fara yfir mál- ið. Stofan kom með tillögu um þverun utarlega í Þorskafirði. Eftir að hafa farið yfir málið enn á ný komst Vegagerðin að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram sem raskaði hennar áformum. Sveitarstjórnin leitaði ráða hjá Skipulagsstofnun um næstu skref. Hún mælti með að gerð yrði val- kostaskýrsla þar sem dregin yrði upp mynd af þeim valkostum sem til greina koma og helstu áhrifum þeirra á náttúru og samfélag. Hrepps- nefnd ákvað í gær að gera það. Ingimar Ingimars- son oddviti segir það ekki síst gert til að draga úr líkum á því að niðurstaðan verði gerð afturreka með kærum til úrskurðarnefndar. Ingimar segir að gengið verði í það að fá sér- fræðinga til að gera slíka skýrslu. Vinnan muni taka þrjár vikur og síðan fari tvær vikur í að kynna íbúum hana. Hann segir að sveitarstjórn stefni að því að velja leið fyrir áramót og þá verði hægt að auglýsa hana. Skipulagsstofnun telur að staðfest aðalskipulagsbreyting ætti að geta legið fyrir í byrjun næsta sumars. Fulltrúar norsku verkfræðistofunnar Multi- consult funda með fulltrúum Vegagerðarinnar á fimmtudag og fulltrúar sveitarstjórnar hitta báða aðila á föstudag. helgi@mbl.is Láta vinna skýrslu um helstu valkosti  Hreppsnefnd Reykhólahrepps ætlar að ákveða legu vegarins fyrir áramót „Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnars- syni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. „Þeir voru fjórum árum eldri en ég og ég man að mér fannst þeir svo gamlir,“ segir hann og kveðst hafa litið mikið upp til þessara félaga sinna í Íslenska Alpa- klúbbnum. „Ég fylgdist með leið- angrinum og heyrði í Jóni Geirssyni bæði fyrir og á eftir.“ Lík Þorsteins og Kristins fundust nýverið í Nepal, 30 árum eftir að þeir fórust á niðurleið af fjallinu Pumori í október árið 1988, 27 ára að aldri. Voru einn kílómetra frá Leifur Örn var að koma heim frá Nepal á sunnudag eftir að hafa farið í tvær ferðir upp í grunnbúðir Eve- rest með hópa á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Leiðin sem hóparnir fóru upp Khumbu-skrið- jökulinn er sú sama og gengin er á Pumori, en síðan skilur leiðir að grunnbúðum Everest og í grunnbúð- ir Pumori. „Við gengum upp á Kala Patthar og horfðum þá beint niður í grunn- búðir Pumori,“ segir Leifur Örn. „Hæðin sem við gengum á var í raun ekki í nema um kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem þeir fundust.“ Hann segir að þegar Kristinn og Þorsteinn komu að Pumori hafi verið margt fólk fyrir og þeir því leitað í suðvesturhlíðina til að gera þar nýja leið sem enn er kölluð íslenska leiðin og Leifur Örn veit ekki til að hafi verið farin aftur. Það sást til þeirra halda frá föstu línunum sínum upp á toppinn og þeir sáust í mikilli nálægð við tindinn. Leifur Örn segir líkfundinn því engu breyta um þá trú manna að þeir hafi komist á toppinn. annaei@mbl.is Er enn kölluð íslenska leiðin  Íslenskur leiðangur var skammt frá Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjallamaður Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.