Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Q5 á sérkjörum Nokkrir einstaklega vel útbúnir Audi Q5 á sérkjörum. Audi Q5 Quattro Sport Comfort 2.0 190 hö Tilboðsverð frá 7.890.000 kr. Til afhend ingar strax Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er fáheyrt að hafa verið til rannsóknar í þrjú ár án þess að hafa haft hugmynd um það,“ segir Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. Fyrirtæk- ið var á sínum tíma í rannsókn hjá Seðlabankanum, sem síðan kærði Sigurgeir Brynjar sem framkvæma- stjóra VSV og alla stjórnarmenn fyr- irtækisins til Ríkislögreglustjóra án þess að nokkur þeirra vissi af kær- unni, að því er Sigurgeir veit best. Segir Seðlabankann hafa leikið tveimur skjöldum Hann segir að nýlegur dómur Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabankanum og rannsókn Seðla- bankans sem beindist gegn Vinnslu- stöðinni varpi ljósi á þessi mál. Málin hafi verið samstofna og eigi það sam- eiginlegt að ekkert hafi komið út úr þeim. „Núna þegar þessum málum er lokið sér maður að tilgangurinn var að koma höggi á sjávarútveginn í pólitískum tilgangi árið 2011 og þyrla upp moldviðri á sama tíma og veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar- innar var kynnt,“ segir Sigurgeir. Hann segir að gagnvart Vinnslu- stöðinni hafi Seðlabankinn leikið tveimur skjöldum og sýnt af sér dæmalausa hegðan. Það komi hon- um því ekki sérstaklega á óvart að Seðlabankinn hafi goldið fyrir atlögu sína að Samherja í réttarsölum. Sigurgeir rekur upphaf kærunnar gegn Vinnslustöðinni til þess að Guð- mundur Kristjánsson, einn stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni, hafi ítrekað krafist rannsóknar á afurða- sölu Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir segir að í þeirri umræðu hafi hugsanlega verið sáð fræjum grun- semda, sem enga stoð hafi átt í raun- veruleikanum. Þetta virðist hafa leitt til þess að Seðlabankinn kærði for- svarsmenn Vinnslustöðvarinnar til ríkislögreglustjóra vegna ætlaðra brota á lögum um gjaldeyrismál. Mokuðum í þá upplýsingum „Við fréttum hins vegar ekkert af kærunni um meint lögbrot og skild- um ekkert í því að Seðlabankinn spurði okkur fram og aftur um út- flutningsverð á karfa og gjaldeyris- skil,“ segir Sigurgeir. „Við mokuðum í þá upplýsingum og reikningum í tugatali um okkar útflutningsverð, en verð fyrir karfa var eitt af stefj- unum í Kastljósþáttum þar sem þessi útflutningur var gerður tor- tryggilegur. Með því að gramsa á þennan hátt í bókhaldinu hjá okkur gátu þeir borið upplýsingar frá okk- ur saman við gögn frá Samherja.“ Sigurgeir segir að á sama tíma hafi Seðlabankinn verið að kanna karfaviðskipti Samherja og Seðla- bankamenn hafi leitað logandi ljósi að einhverju hjá Vinnslustöðinni „til að negla Samherja“. Hann segir að það hafi verið vægast sagt einkenni- legt að hafa verið kærður 2011, en frétta ekkert af því fyrr en þremur árum síðar. Þá barst svar um málið frá embætti sérstaks saksóknara eft- ir fyrirspurn lögmanns Vinnslu- stöðvarinnar. Í millitíðinni hafi fyrir- tækið átt í miklum samskiptum við Seðlabankann og sent honum marg- víslegar upplýsingar. „Þegar menn eru kærðir fá þeir væntanlega formlega upplýsingar um það, en við vissum ekki neitt í þrjú ár. Okkur var síðan tilkynnt ár- ið 2016 að Seðlabankinn hefði dregið kæruna til baka. Við höfum ekki fengið neinar útskýringar eða afsök- unarbeiðni frá Seðlabankanum nema hvað þeir hörmuðu á sínum tíma hvað málið hefði dregist.“ Greinilegir þræðir Sigurgeir segist ekki í vafa um að skipulagða atlögu að sjávarútvegin- um hafi verið að ræða og greinilegir þræðir hafi verið á milli Seðlabank- ans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Hann nefnir að 26. mars 2012 hafi verið lögð fram frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Daginn eftir hafi verið gerð húsleit Seðlabankans á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík. Kastljós hafi sýnt þrjá þætti 27.-29. mars þar sem spjótum var einkum beint að útflutn- ingi Samherja og meintri undirverð- lagningu. Vinnslustöðin hafi síðan verið tekin fyrir í Kastljósi 2. apríl. „Klukkutíma áður en síðastnefndi þátturinn var sendur út náði ég tali af einum stjórnenda Kastljóss og út- skýrði málið fyrir honum, en við okk- ur hafði ekki verið talað. Ég taldi að ég hefði skýrt með greinilegum hætti að af okkar hálfu hefðu engin lögbrot verið framin og ekkert svik- samlegt verið á ferðinni. Ég fékk þau svör að unnið hefði verið að þætt- inum í sex vikur og of seint væri að breyta efni þáttarins,“ segir Sigur- geir að lokum. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Fiskiðjuver Makrílvinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á síðasta sumri. Atlaga að sjávarútvegi  Forystumenn Vinnslustöðvarinnar vissu ekki um kæru Seðlabankans í þrjú ár  Vildi þyrla upp moldviðri á sama tíma og frumvarp um veiðigjöld var kynnt Nýr ísfisktogari Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fagnar nýjum Breka, sem kom til Vestmannaeyja síðasta vor eftir 46 daga siglingu frá Kína. Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um sæstreng til Bretlands skal tekið fram að IceLink er verkefni á vegum Landsnets og Landsvirkjunar, sem þau sóttu um og fengu samþykkt inn á PCI-lista Evrópusambandsins. Fyrirtækið Atlantic Super Connec- tion, sem skoðað hefur lagningu sæ- strengs á milli Íslands og Bretlands, er ekki aðili að IceLink. LEIÐRÉTT Ekki aðili að IceLink Seðlabankinn mun meta verk- lag vegna máls- meðferðar innan bankans í tilvik- um sem þessum í kjölfar dóms Hæstaréttar sem staðfesti að bank- anum var ekki heimilt að taka upp mál Samherja, eftir að sérstakur saksóknari hafði fyrst endursent málið til bankans og síðar fellt það niður sem sakamál. Var stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á fyrirtækið felld niður. Seðlabankinn birti í gær á vef sín- um greinargerð um málið í ljósi fréttaumfjöllunar. Bankinn segir að samkvæmt lög- um um gjaldeyrismál beri Seðla- bankanum að kæra grun um meiri- háttar brot til lögreglu en hafi heimildir til að sekta í öðrum málum. Fellt niður að hluta Eftir að sakamálið gegn fyrir- svarsmönnum Samherja og tengdra aðila var fellt niður hafi bankinn tek- ið málið upp til meðferðar og fellt niður mestan hluta þess í lok mars 2016, meðal annars vegna annmarka sem komið höfðu upp við setningu reglna á árinu 2008. Bankinn hafi tekið lítinn hluta málsins, sem nú taldist minniháttar, til áframhald- andi stjórnsýslumeðferðar og ákvarðað sekt í byrjun september 2016 vegna brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál, þ.e. um skila- skyldu erlends gjaldeyris. Það hafi meðal annars verið gert á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra mála sem áður hafði verið lokið með stjórnvaldssekt. Vakin er athygli á því í greinar- gerðinni að embætti sérstaks sak- sóknara hafi ekki talið efni til að vísa kærunni frá á grundvelli laga um meðferð sakamála og að af því mætti ráða að það væri ekki mat sérstaks saksóknara að efnisatriði kærunnar væru á engum rökum reist. Bankinn metur verklag  Seðlabanki svar- ar vegna Samherja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.