Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 8 5 8 Renault NÝR RENAULT CLIO MEÐ VETRARPAKKA *M iða ð við up pg ef na rt ölu rf ra m lei ða nd au m eld sn ey tis no tk un íb lön du ðu m ak str i Renault Clio Verð frá: 2.650.000 kr. VEGLEGUR VETRARPAKKI Verðmæti allt að 300.000 KR. Með nýjum Renault í nóvember Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott Jafntefli varð í fjórðu einvíg-isskák Magnúsar Carlsenog Fabiano Caruana í ein-vígi þeirra um heimsmeist- aratitilinn í London í gær. Öllum fyrstu fjórum einvígisskákunum hefur því lokið með jafntefli en þessi rólega byrjun hvað úrslit varðar er ekki með öllu óþekkt í einvígjum um heimsmeistaratit- ilinn. Karjakin komst yfir gegn Norðmanninum í New York fyrir tveim árum með því að vinna átt- undu skák einvígisins en Magnús jafnaði metin í þeirri tíundu. Þeir höfðu þá jafnað met Karpovs og Kortsnoj frá heimsmeistara- einvíginu á Filippseyjum árið 1978 með því að gera jafntefli í fyrstu sjö skákunum. Sömu reglur gilda nú og í HM- einvíginu 2016; verði jafnt eftir 12 skákir er gripið til skáka með styttri umhugsunartíma en al- mennt er talið að Caruana eigi litla möguleika gegn Magnúsi komi til þess. Magnús hefur ekki náð sér al- mennilega á strik eftir að hafa misst niður vinningsstöðu í fyrstu einvígisskákinni, en í þeirri næstu, sem fram fór á laugardaginn, tefldi hann veiklulega og mátti hafa sig allan við að bjarga hróks- endatafli peði undir. Caruana virð- ist vel undir baráttuna búinn og hefur ekki átt í neinum erf- iðleikum með að jafna taflið þegar hann hefur haft svart. 4. skák: Magnús Carlsen – Fabiano Caruana Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Bc5 Fremur sjaldséður leikur en hef- ur þó sést í nokkrum skák undan- farið. Yfirleitt dregur svartur ridd- arann til b6 og geymir biskupinn á e7. 7. O-O O-O 8. d3 He8 9. Bd2 Rxc3 10. Bxc3 Rd4 11. b4 Bd6 Caruana lék fyrstu leiki sína um- svifalaust og gaf þannig sterklega til kynna að hann væri með byrj- unina alveg á hreinu. 12. Hb1 Rxf3+ 13. Bxf3 a6 14. a4 c6 15. He1 Bd7 16. e3 Þegar fram í sækir gæti hvítur reynt að leika d3-d4. 16. ... Df6 17. Be4 Bf5 Svartur leitar stöðugt eftir upp- skiptum. 18. Df3 Bxe4 19. Dxf6 gxf6 20. dxe4 Kannski ekki fjörugasta tafl- mennska sem sést hefur í heims- meistaraeinvígi en staðreyndin er sú að Magnús Carlsen unir sér yfir- leitt vel í svona stöðum. Löng bar- átta virtist framundan. 20. ... b5 21. Hed1 Bf8 22. axb5 axb5 23. Kg2 Hed8 24. Hec1 Kg7 25. Be1 Hec8 26. Hc2 Ha4 27. Kf3 h5 28. Ke2 Kg6 29. h3 Hvítur hefur ekki gert neina til- raun til að koma í veg fyrir framrás f-peðsins. 29. ... f5 30. exf5+ Kxf5 31. f3 Be7 32. e4+ Ke6 33. Bd2 Bd6 34. Hbc1 - og Magnús bauð jafntefli sem Caruana þáði. Framhaldið gæti orð- ið 34. ... Kd7 35. Hd1 Ke6 36. Hdc1 Kd7 með þráleik. Fimmta einvígisskákin verður tefld í dag og hefst kl. 15. Jafntefli í fjórðu einvígisskákinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Baráttuglaðir Magnús Carlsen og Fabiano Caruana á blaðamannafundi. Í dag eru 55 ár síðan fiskimenn, sem voru við veiðar um 18 km suðvestur af Heimaey, urðu varir við að elds- umbrot voru hafin á sjávarbotni á þeim slóðum. Þetta var að morgni dags 14. nóvember 1963 og á öðrum degi fór að grilla í litla eyju í gos- mekkinum. Eyjunni var gefið nafnið Surtsey sem er eftir eldjötninum Surti úr norrænni goðafræði. Gosið stóð með hléum í rúm þrjú og hálft ár, fram í júní 1967, og er með lengri eldgosum sem eru þekkt á Íslandi. Í lok gossins hafði komið upp alls um 1,1 rúmkílómetri af gos- efnum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Rannís. Í Surtseyjareldum mynduðust einnig tvær smáeyjar skammt undan Surtsey, Jólnir og Syrtlingur, en þær hurfu fljótt í hafróti. Flatarmál Surtseyjar var 2,7 fer- kílómetrar í goslok, en helmingur hennar er horfinn í hafið vegna stöð- ugs sjávarrofs og í dag er hún 1,3 ferkílómetrar. Myndun eldfjallaeyjar er mjög sjaldgæfur viðburður og varð Surts- ey því fljótt viðfangsefni vísinda- manna úr ýmsum áttum; m.a. jarð- fræðinga sem þar gátu staðfest kenningar um myndun móbergs og líffræðinga sem þar gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með landnámi lífvera á nýju landi. Surtseyjarfélag- ið, sem var stofnað árið 1964, hefur haft umsjón með skipulagi rann- sókna í eyjunni og hefur látið reisa þar skála, þyrlupall og sjálfvirka veðurstöð. Það stendur einnig að út- gáfu vísindaritsins Surtsey Resarch. Eyjan var friðuð árið 1965 og tek- in inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna 2008. Morgunblaðið/Árni Sæberg Surtsey Í dag eru 55 ár síðan fiskimenn urðu hennar varir skammt undan Heimaey. Nafnið Surtsey er eftir eldjötninum Surti úr norrænni goðafræði. Surtsey er 55 ára  Vettvangur rannsókna í áratugi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.