Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 14

Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL Gústaf Adolf Skúlason Svíþjóð Í dag dregur til tíðinda í sænskum stjórnmálum. Þingið greiðir atkvæði um forsætisráðherraefni. Hingað til hefur tillaga um forsætisráðherra alltaf verið samþykkt, en nú er uppi meiri óvissa en áður og allt getur gerst. Laufblöðin fuku í vindinum 8. nóvember sl. Fyrir utan sænska þingið, Sveriges Riksdag, að norð- anverðu má í góðu veðri sjá ráðhús Stokkhólmsborgar tróna skammt hjá í öllu sínu skarti með þrjár glampandi kórónur. Í þetta sinn var krúnan mistri hjúpuð og minnti á stjórnmálaástandið en elstu menn muna ekki eftir annarri eins stjórn- málaþoku í Svíþjóð. Einn er sá maður er mestu kappi etur við að blása hindrunum úr vegi og hleypa birtunni inn svo Svíar geti eignast nýja ríkisstjórn. Andreas Norlén heitir hann og er nýkjörinn forseti sænska þingsins – tal- mannen eins og Svíar segja. Eitt fyrsta verk hans var að efna til at- kvæðagreiðslu um traust þingsins til forsætisráðherrans Stefans Löf- vens sem var felldur með 204 at- kvæðum en 142 þingmenn studdu ráðherrann. Er það í fyrsta skipti í sögu þingsins sem sitjandi forsætis- ráðherra fellur á vantrausti. Það var bjart yfir talmanninum og ritara hans þegar þau tóku á móti sendiboða Morgunblaðsins á skrifstofu talmannsins í þinghúsinu. Sú hlýja og gestrisni sem boðið var upp á eru til marks um þann sér- deilis góða vinarhug sem frændur okkar Svíar sýna Íslendingum. Fyrsta spurningin til talmannsins fjallaði um þingræðið í Svíþjóð. - Eitt af því sem vefst fyrir mönn- um er hið svokallaða neikvæða þing- ræði sem talmaðurinn hefur rætt um að gildi í Svíþjóð. Hvað er átt við með hugtakinu neikvætt þing- ræði? „Þingræði þýðir að ráðandi ríkis- stjórn verður að njóta trausts þingsins og í sænsku útfærslunni þýðir það að sá einstaklingur sem þingið kýs sem forsætisráðherra þarf ekki að hafa meirihluta þing- manna að baki sér til að ná kjöri heldur er krafan sú að tryggt sé að meirihluti þingsins lýsi ekki yfir vantrausti gagnvart forsætisráð- herraefninu. Það sem er afgerandi er að forsætisráðherrann fái ekki 175 eða fleiri atkvæði gegn sér. Minna máli skiptir hversu mörg at- kvæði eru að baki forsætisráð- herranum. Jákvætt þingræði eins og ég túlka að sé ríkjandi t.d. í Þýskalandi krefst þess að kanslarinn fái virkan stuðning meirihluta þingsins til að ná kjöri. Þannig höfum við ekki lagt upp hlutina í Svíþjóð heldur höfum svokallað neikvætt þingræði sem segir að ekki sé hægt að ná kjöri sem forsætisráðherra ef meirihluti þingmanna leggst gegn því.“ Fagna 100 ára afmæli lýðræðisins í ár - Áður hafði konungurinn það hlutverk að fela stjórnmálaleiðtog- um stjórnarmyndunarumboð en núna er það í höndum talmannsins. Gætir þú útskýrt hvernig sú þróun átti sér stað? „Já, áður var það hlutverk kon- ungs og þannig er það enn víða í Í heimsókn hjá „talmanninum“  Mikið hefur mætt á Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, frá þingkosningum í september  Atkvæði verða greidd í dag um forsætisráðherraefni  Óvissa um niðurstöðu kosningarinnar Ljósmynd/GS Talmaður sænska þingsins Andreas Norlén á skrifstofu sinni. Hann verður í eldlínunni á þingfundi í dag þegar kosið verður um forsætisráðherra. 9. september 2018: Almennar þingkosningar. Átta flokkar kjörn- ir á þing. 24. september: Þing kemur saman, forseti þingsins – talmað- urinn – valinn. 25. september: Þingið formlega sett af Svíakonungi. Sama dag kýs þingið um traust á forsætis- ráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sem féll á 204 mótatkvæðum gegn 142 sem studdu Löfven. Tal- maðurinn vék þá Stefan Löfven úr starfi forsætisráðherra en bað hann jafnframt að sitja áfram þar til ný stjórn yrði mynduð. 26. og 28. september heldur talmaðurinn fund með öllum flokksleiðtogum, hverjum fyrir sig. 2. október felur talmaðurinn Ulf Kristersson, formanni Moderat- arna, að kanna grundvöll ríkisstjórnarmyndunar innan tveggja vikna. Sama dag velja þingnefndir formenn og varafor- menn þingnefnda sem skiptast á alla flokka aðra en Svíþjóð- ardemókrata. 14. október heldur talmaðurinn blaðamannafund og tilkynnir að Ulf Kristersson hafi mistekist að skapa grundvöll til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. 15. október felur talmaðurinn Stefan Löfven formanni Sósíal- demókrata að kanna grundvöll ríkisstjórnarmyndunar innan tveggja vikna. 29. október skilar Stefan Löf- ven umboðinu aftur til talmanns- ins, þar sem honum mistókst að skapa grundvöll til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Sama dag hélt talmaðurinn stutta fundi með leiðtogum allra stjórnmálaflokka hverjum fyrir sig. 30. október: Talmaðurinn held- ur fundi með flokksleiðtogum flokka til að ræða fjóra hugs- anlega möguleika til ríkisstjórnar- myndunar. 5. nóvember: Talmaðurinn lýsir því yfir að hann myndi leggja fram þá tillögu að þingið kysi um Ulf Kristersson, formann Mod- erata, sem næsta forsætisráð- herra Svíþjóðar. 12. nóvember fer tillaga tal- mannsins í þinglegt ferli. 14. nóvember 2018 kl. 9 að sænskum tíma, 8 að íslenskum tíma, greiðir þingið atkvæði um Ulf Kristersson sem næsta for- sætisráðherra Svíþjóðar. Verði hann felldur með meirihluta þings á móti sér er það í fyrsta skipti í sögu sænska þingsins sem tillaga talmannsins um forsætisráðherra er felld. Hingað til hefur alltaf fyrsta tillaga talmannsins verið samþykkt. Talmaðurinn getur samtals fjórum sinnum borið upp tillögu um forsætisráðherra til at- kvæðagreiðslu og felli þingið allar verður efnt til nýrra þingkosninga innan þriggja mánaða eftir fjórðu atkvæðagreiðsluna. Atburðarásin frá kosningum STJÓRNARMYNDUNARTILRAUNIR Á kjörskrá voru 7.495.936 kjósendur. 6.535.271 kaus sem er 87,18% kjörsókn, 1,38% meiri en 2014. Tölur í sviga sýna mun miðað við kosningarnar 2014. Moderaterna 19,84% og 70 þingmenn (- 3,49%). Miðflokkurinn 8,61% og 31 þingmann (+ 2,49%). Frjálslyndi flokkurinn 5,49% og 20 þingmenn (+ 0,07%). Kristilegir demókratar 6,32% og 22 þingmenn (+ 1,75%). Sósíaldemókratar 28,26% og 100 þingmenn (- 2,75%). Vinstriflokkurinn 8% og 28 þingmenn (+ 2,29%). Umhverfisflokkurinn 4,41% og 16 þingmenn (- 2,47%). Svíþjóðardemókratar 17,53% og 62 þingmenn (+ 4,68%). Upplýsingar: kjörstjórn val.se https://data.val.se/val/val2018/slutresultat/R/rike/index.html Úrslit þingkosninganna 9. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.