Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Vinnuafl ESB-landa á útleið
Starfandi fólki frá löndum Evrópusambandsins fækkar í Bretlandi vegna Brexit
Ríkisborgurum frá löndum Evrópusambandsins
sem starfa í Bretlandi fækkaði á þriðja árs-
fjórðungi þessa árs um 132 þúsund miðað við
sama tímabil í fyrra. Þeir eru nú 2,25 milljónir.
Þorri þeirra sem yfirgefa Bretland eru rík-
isborgarar frá þeim átta löndum í Austur-
Evrópu sem gerðust aðilar að ESB árið 2004.
Hagstofa Bretlands segir að þetta sé mesta
fækkun evrópskra starfsmanna í landinu í rúma
tvo áratugi. Tölurnar sýna að 881 þúsund
manns frá Tékklandi, Eistlandi, Ungverjalandi,
Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu og Slóv-
eníu voru starfandi í Bretlandi á tímabilinu frá
júlí til september á þessu ári. Ríkisborgurum
frá þessum löndum hefur fækkað um 154 þús-
und frá því á sama tíma í fyrra þegar metfækk-
un hafði einnig orðið.
Ríkisborgurum frá grónum aðildarríkjum
ESB, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi, á
breskum vinnumarkaði fjölgaði aftur á móti lít-
illega á umræddu tímabili. Þeir voru í fyrra 986
þúsund en eru nú 990 þúsund. Þá hefur Rúm-
enum og Búlgörum fjölgað úr 347 þúsund í
fyrra í 363 þúsund núna. Löndin gengu í ESB
árið 2007 og takmarkanir á rétti íbúa þar til
starfa í Bretlandi voru afnumdar í ársbyrjun
2014.
Tölurnar vekja athygli vegna fyrirhugaðrar
útgöngu Breta úr ESB sem taka á gildi í mars
á næsta ári. Ýmsir lesa í tölurnar að Bretar
standi frammi fyrir því að missa frá sér vinnu-
afl sem mikilvægt er bresku efnahagslífi. Haft
er eftir Jonathan Portes, hagfræðiprófessor við
Kings College í London, að enginn vafi sé á því
að útgangan úr ESB minnki áhuga erlendra
Evrópubúa á því að búa og starfa í Bretlandi.
„Þetta mun hafa alvarleg neikvæð efnahagsleg
og félagsleg áhrif í landinu,“ segir Portes og
bendir á að stórir hlutar vinnumarkaðarins,
eins og heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan,
séu háðir vinnuafli frá löndum ESB. Á móti er
bent á að atvinnuþátttaka Breta sjálfra hafi að
undanförnu aukist um 450 þúsund manns. Virð-
ist sem atvinnurekendur bjóði hærri laun í
ýmsum greinum til að vega upp á móti brott-
flutningi útlendinga. Þá hefur erlendu vinnu-
fólki frá löndum utan ESB fjölgað um 34 þús-
und á síðasta ársfjórðungi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brexit Útganga Breta úr ESB hefur leitt til fækk-
unar erlendra Evrópubúa á breskum vinnumarkaði.
Málverk eftir
belgíska súrreal-
istann Rene Mag-
ritte (d. 1967) var
selt fyrir 26,8
milljónir dala, um
3,3 milljarða ís-
lenskra króna, á
uppboði hjá
Sothebys í New
York á mánudag-
inn. Það er mun
hærra verð en uppboðsfyrirtækið
hafði átt von á. Þetta er jafnframt
hæsta verð sem fengist hefur fyrir
verk eftir Magritte. Í febrúar í fyrra
seldist málverk eftir hann á uppboði
í London fyrir 17,9 milljónir dala, 2,2
milljarða króna.
Málverkið sem selt var í New
York kallast á frönsku „Le principe
du plaisir“ eða Vellíðunarlögmálið,
en það er þekkt hugtak úr sálgrein-
ingu. Sjö bjóðendur kepptu um
verkið og reis því verðið hratt meðan
á uppboðinu stóð.
Fleiri verk sprengdu skalann.
Þannig var málverk eftir Wassily
Kandinsky selt á 24,2 milljónir dala,
2,9 milljarða ísl. króna, en það hafði
verið verðmetið á 15 til 20 milljónir
dala.
Á óvart kom hins vegar að mál-
verk eftir Marsden Hartley, frum-
kvöðul abstraktlistar í Bandaríkj-
unum, seldist ekki. Hjá Sothebys
áttu menn von á því að það yrði eftir-
sóttasta verkið á uppboðinu.
Magritte
fór á 3,3
milljarða
Magritte Verk fyr-
ir 3,3 milljarða.
Hæsta verð fyrir
verk listamannsins
Upptaka tyrkneskra yfirvalda af
samtölum innan ræðismanns-
skrifstofu Sádi-Arabíu í Ankara er
sögð renna stoðum undir þá kenn-
ingu að krónprinsinn Mohammed
bin Salman hafi fyrirskipað morðið á
blaðamanninum Jamal Khashoggi á
staðnum.
Þetta kom fram í New York Times
í gær. Blaðið ræddi við þrjá menn
sem hlustað hafa á upptökuna sem
send hefur verið leyniþjónustum í
nokkrum ríkjum, þar á meðal CIA í
Bandaríkjunum.
Stuttu eftir að sérsveit frá Sádi-
Arabíu hafði myrt Khashoggi
hringdi einn forsprakkanna til
Riyadh og sagði við viðmælanda
sinn á arabísku að verkinu væri lok-
ið. „Segðu yfirmanni þínum það,“
bætti hann við. Telja leyniþjónustu-
menn fullvíst að krónprinsinn sé um-
ræddur yfirmaður.
Böndin berast
að krónprinsi
Um fimm þúsund manns frá ýmsum ríkjum Mið-
Ameríku, sem undanfarnar vikur hafa verið á
leið til Bandaríkjanna þar sem fólkið hyggst
sækja um hæli, þokast nær takmarkinu. Fólkið
flýr fátækt, óöryggi og kúgun í heimalöndunum.
Þessi hópur var í Jaliskó í Mexíkó á mánudaginn
og hafði þar fengið far með flutningabíl norður í
átt að landamærunum. Fyrirsjáanlegt er að
hælisleitendurnir muni fá óblíðar móttökur í
fyrirheitna landinu. Við landamærastöðvar
verður því snúið við en reyni það að komast ólög-
lega inn fyrir landamærin eins og það stefnir að
er sennilegt að það mæti vopnuðum hermönnum
sem Trump forseti hefur fyrirskipað að koma í
veg fyrir það sem hann kallar „innrás“.
Fátækt fólk og óttaslegið í leit að betra lífi
AFP
Hælisleitendur á leið til Bandaríkjanna